Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Side 4
Akrossfestingarstað voru úlnliðir hans negldir
við þvertré, og eftir að það hafði verið fest
upp á lóðréttan staur, voru fætur hans negld-
ir við staurinn. Megináhrif krossfestingar frá
sjónarmiði meinalífeðlisfræði eru öndunarerf-
Eftir William D.
Edwards, Wesley
J. Gabel og Floyd
E. Hosmer
Jesús frá Nazaret var
leiddur fyrir rétt hjá
Gyðingum og Rómverj-
um, hýddur og dæmdur
til dauða með krossfest-
ingu. Húðstrýkingin olli
djúpum, rák-
óttum, rifnum
og tættum sár-
um og veru-
legum
blóðmissi og
sennilega hefur
hún valdið
blóðþurrðar-
losti, enda var
Jesús svo mátt-
farinn á eftir,
að hann gat
ekki borið
þvertré kross
síns til Gol-
gata.
iðleikar. Dauðinn stafaði því fyrst og fremst
af blóðþurrðarlosti og köfnun vegna ör-
mögnunar. Til öryggis lagði hermaður spjót
í síðu Jesú. Frá læknisfræðilegu sjónarmiði
nú á dögum benda hinar sögulegu heimildir
eindregið til þess, að Jesús hafi verið lát-
inn, þegar hann var tekinn niður af krossin-
um.
Líf og kenningar Jesú frá Nazaret eru
grundvöllur alheimstrúarbragða, kristninn-
ar, hafa haft veruleg áhrif á rás mannkyns-
sögunnar og hafa einnig stuðlað að þróun
nútíma læknisfræði með hinni samúðarfullu
afstöðu til hinna sjúku. Mikilleiki Jesú sem
sögulegrar persónu og þær þjáningar og
deilur, sem tengdar eru dauða hans, hafa
orðið okkur hvatning til að rannsaka ítar-
lega, eftir því sem tök eru á, allar aðstæður
varðandi krossfestingu hans. Það er því
ekki ætlun okkar að semja guðfræðilega
ritgerð, heldur læknisfræðilega og sögulega
greinargerð um hinn líkamlega dauða þess
manns, sem kallaðist Jesús Kristur.
Heimildir
Heimildir um dauða Jesú eru safn rit-
verka, en ekki safn líkamsleifa. Hversu
trúverðug umfjöllun um dauða Jesú verður,
er því fyrst og fremst háð áreiðanleika heim-
ildanna. Þær heimildir, sem þessi grein er
byggð á, eru rit fornra höfunda, bæði krist-
inna og annarra, skrif nútíma höfunda og
líkklæðið frá Tórínó. Rannsóknir fræði-
manna frá réttarsögulegu sjónarmiði hafa
staðfest áreiðanleika og nákvæmni hinna
fornu handrita.
Itarlegustu og nákvæmustu frásagnimar
af lífi og dauða Jesú er að finna í guðspjöll-
um Mattheusar, Markúsar, Lúkasar og
Jóhannesar í Nýja testamentinu. Hin 23
ritin í Nýja testamentinu styðja, en auka
ekki við hin einstöku atriði, sem frá er sagt
í guðspjöllunum. Samtíma höfundar meðal
kristinna manna, Rómverja og gyðinga,
veita auk þess upplýsingar varðandi róm-
verskt og gyðinglegt réttarfar á fyrstu öld
og einstök atriði í sambandi við pyntingar
og krossfestingu. Seneca, Livius, Plútarchos
og fleiri lýsa framkvæmd krossfestingar í
ritum sínum. Jesú eða krossfestingar hans
er sérstaklega getið í ritum rómversku sögu-
ritaranna Tacitusar, Pliniusar yngri og
Suetoniusar og einnig söguritaranna Thal-
lusar og Phlegons, í Talmúð, hinni trúarlegu
lögbók gyðinga og háðsádeiluhöfundurinn
Lúkíanos frá Samnosata minnist á hann sem
og sagnaritarinn Flavius Josephus, sem var
af gyðingaættum og var uppi á 1. öld, þótt
vafi leiki á hluta af verkum þeim, sem hon-
um eru eignuð.
Líkklæðið frá Tórínó telja margir að sé
hið raunverulega líkklæði Jesú, og ýmis-
legt, sem skrifað hefur verið um dauða Jesú
frá læknisfræðilegu sjónarmiði, er byggt á
þeirri ætlun. Líkklæðið frá Tórínó og nýleg-
ir fornleifafundir hafa gert menn stórum
fróðari um aðferðir Rómverja við kross-
festingar. Skýringar nútíma höfunda, sem
byggðar eru á vísindalegri og læknisfræði-
legri þekkingu, sem ekki var fyrir hendi á
1. öld, kunna einnig að varpa ljósi á ýmis
atriði varðandi líkamsdauða Jesú.
Þegar litið er á málið í heild — hina ítar-
legu fyrstu vitnisburði bæði fylgismanna
Krists og andstæðinga, hina almennu viður-
kenningu þeirra á því, að Jesús hafi verið
sannsöguleg persóna, siðferði guðspjalla-
mannanna og hinn stutta tíma, sem leið á
milli atburðanna og tilurðar handrita þeirra,
sem varðveitzt hafa, sem og þá staðfest-
ingu, sem frásagnir guðspjallanna hafa
hlotið af hálfu sagnfræðinga og með forn-
leifafundum — mynda þessar staðreyndir
traustan grunn, sem hægt er að byggja á
læknisfræðilegar skýringar að nútíma hætti
á dauða Jesú.
Getsemane
Eftir að Jesús og lærisveinar hans höfðu
neytt páskamáltíðarinnar í herbergi á efrí
hæð í húsi í suðvesturhluta Jerúsalemborg-
ar, héldu þeir til Olíufjallsins fyrir norðaust-
an borgina. (Vegna ýmissa lagfæringa á
tímatalinu eru fæðingar- og dánarár Jesú
enn í óvissu. Þó er sennilegt, að Jesús hafi
fæðzt annað hvort 4 eða 6 arum fyrir tíma-
tal vort og dáið árið 30. Á páskahátíðinni
árið 30 hefur síðustu kvöldmáltíðarinnar
verið neytt fimmtudaginn 6. apríl og Jesús
verið krossfestur föstudaginn 7. apríl). í
Getsemane hefur Jesús liðið miklar sálar-
kvalir. Hann hefur greinilega vitað, að stund
dauðans nálgaðist, og 'sviti hans varð eins
og blóð, að því er læknirinn Lúkas segir.
Þýzki 16. aldar málarinn Grilnewald
þykirhafa útmálað þjáningu Krists
flestum framar, en það hefur alls ekki
tíðkast, að listamenn íaldanna rás hafi
málað Krist mjög blóðrisa eins oghann
hefurþó verið eftir húðstrýkinguna og
útskýrt er í greininni.
|1