Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 8
MENN I NGARSAGA
1_ZTZ__IL
KOMA VIÐ
BÆJUNUM
Fransmenn eiga m.a.
heiðurinn af því, að við
höfum all nákvæma
hugmynd um útlit
sveitabæja, sjávar-
plássa á frumstigi,
hinnar hálfdönsku
Reykjavíkur og svo
hvernig íslendingar litu
út og klæddust fyrir
150 árum. Á þetta hafa
landsmenn verið
minntir með glæsilegri
útgáfu á íslandsmynd-
um Mayers. Hér verður
lítillega hugað að húsa-
kosti í sveitum sam-
kvæmt þessari heimild
ELLIÐA V ATN Ekki hafa þeir Gaimard og ferðaféiagar hans verið komnir langt í austurátt frá Reykjavík, þegar Mayer hefur tekið
upp teikniblokkina, en áður hafði honum dvalizt við Elliðaámar, þarsem hann teiknaði laxagildrur. Það segir sig sjálft, aðþetta hefur
verið tímafrekt, þvíMayer skrásetursmáatriði af mikilli nákvæmni. Um þetta leyti bjó rausnarbúi á EHiðavatniRagnheiður Guðmunds-
dóttir ekkja Páls Jónssonar klausturhaldara í Gufunesi. ímyndatexta bókarinnar segir, aðþað sé hugsanlega hún, sem stendur á tali
við ferðamenn í hlaðvarpanum. Ekki sýnist húsakosturinn glæsilegur; fjærsta húsiðgæti veriðþvísem næst hrunið en bæjardyr (karl-
dyr) samsvara öndinni á Keldnaskála á Rangárvöllum og myndarlegar vindskeiðar setja svip á bæinn. Þvert á bak við húsið er skáli
meðþakglugga og öðrum á vegg. Timburhúsið næst á teikningunni er trúlega hjallur. í stórum dráttum er Elliða vatnsbærinn ámóta og
sumir bæimiríReykjavík, Götuhús tildæmis. Ekki verðurséð, aðneinn teljandimunur sé áþessum húsakynnum og fiskimannskofunum
ogþurrabúðunum íKvosinni, sem Mayer teiknaði einnig.
NÚPSTAÐUR Leiðangurinn hélt sem leið liggur austuryfír Rangárþing, meðfram Eyjaljöllun, þar sem þeim hefur orðið starsýnna á
fossa en bæi. Það er ekki fyrr en komið eraustur á Síðu, að Mayer teiknar bæinn íHörgsdal ogsíðan Núpstað, sem hérgetur að líta.
Fleiri ferðamenn en Mayerhafa teiknaðþennan bæ, enda kemurhann kunnuglega fyrirsjónir. Það sem gerirþetta myndefni heillandi eru
ekki síst drangamir ofan við bæinn ogfossinn. Á bæinn sjálfan erkominn sá stíll, sem einkenndi íslenzka torfbæi á öldinni sem leið:
Margar burstir snúa fram og mynda röð meðfram bæjarstéttinni, þilin timburklædd að einh vetju leyti oggjaman vindskeiðar. Þessi forhlið
er sú rómantíska mynd, sem landsmenn hafa yfirleitt íhuga, þegar litið er aftur í tímann, en lengst af var torfbærinn með öðru sniði. Það
er baðstofan, sem hæst ber, en húsið aftan við hana er talin vera svonefnd baðstofuhlaða. Eldhúsið er aftur á mótiþarsem afturhluti
skálans rís. Þök eru orðin nokkuð söðulbökuð; bærínn minnirá útslitinn öldung, yfírhonum errósemi ogþokki. ímyndatexta bókarínnar
segirsvo:
„Legsteinar í bænhúsgarði (næst á myndinni) eru veglegri en vænta mætti. Handan þeirra erhús, sem helst virðist vera Ieiðiskapella
með áletraðri líkfjöl á mæni. Bænhúsið er lengra til hægri og sést ekki. Líklega erþað húsfreyjan, Málfríður Eyjólfsdóttir, sem veitir
gestum viðræðu á bæjarstétt, en þjóðleiðin lá um hlaðið. ílandslaginu heita Leirurlengst til vinstrí ogofan viðþær Rauðabergshraun. Til
hægri við það eru Nónklettar ogRembiIátur ofar. Aftar til hægri við Rembilát eru Drangar, en Klofadrangargnæfa hæst. Fossinn til hægri er
í bæjarlæknum. “
Meðal glæsilegustu bó-
kanna f bókaflóðinu
fyrir síðustu jól, var
án efa viðhafnarút-
gáfa bókaforlagsins
Amar og Örlygs á
íslandsmyndum May-
ers. Vegna eínhvers-
konar tafar við útgáfuna, kom bókin ekki
út fyrr en fáum dögum fyrir jól og mér
skilst að hún hafi þessvegna selst mun
minna en ella hefði orðið. Það er miður því
hér er staðið að útgáfu með metnaði, sem
verður að teljast við hæfí, þegar hluti af
menningararfí okkar er annarsvegar. Það
verður að segjast Gaimard hinum franska
tjl hróss og öðram meðreiðarsveinum hans,
að þeir gerðu það sem herraþjóðin danska
reyndi ekki í svipuðum mæli: Að skrásetja
land og þjóð í myndum.
Hálf önnur öld er liðin frá íslandsleið-
angri franskra vísindamanna og listamanna
undir forystu Páls Gaimards. Raunar vora
leiðangramir tveir; í fyrra skiptið, árið 1835,
kom Gaimard ásamt einum náttúrafræðingi
og fóra þeir þá á hestum vestur á Snæfells-
nes og um Dali norður Hrútafjörð, en síðan
suður til Þingvalla um Kaldadal og þaðan
austur með hlíðum að Geysi og allar götur
að Heklu.
Þessi för virðist hafa gefið Gaimard „blod
pá tanden" því við brottförina í september
vora þegar uppi mikil áform um frekari
könnun og myndskráningu á landi og þjóð.
Það var sumsé í mai 1836, að Gaimard kom
hingað öðru sinni og hafði þá með sér heil-
an hóp vísinda- fræði- og listamanna. Allt
var það lið á vegum frönsku stjómarinnar.
Meðal leiðangursmanna var landslags-
myndamálarinn Auguste Mayer og gerði
hann svo til allar staðarmyndimar.
Svo segir í formála hinnar nýútgefnu
bókar, að frönsku leiðangursmennimir hafi
orðið vinsælir á íslandi „og munu hafa þótt
koma fram af meiri kurteisi og örlæti við
landsmenn en þeir áttu að venjast af hálfu
danskra embættismanna. Sumar gjafír
þeirra era enn til, en þeim áskotnuðust líka
ómetanlegir gripir".