Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Blaðsíða 9
"w SKÁLHOLT Næst verðum við samferða Gaimard og leiðangursmönnum í Skálholt. Þangað munu þeir hafa komið á leið sinni frá Geysi og síðan haldið áfram austuryfír Hvítá hjá Iðu, þar sem Mayer teiknaðiþá merkismynd við ferjuna, sem prýðir forsíðu bókarinnar. Það erað vonum að þá fysti að koma á þann stóra stað, Skálholt, þar sem Mayer teiknaði m. a. Valgerðarkirkju svonefnda, sem var tumlaus ogsíðasta útbrotakirkjan gerð af timbri einu saman. Hún stóið til 1851. Mayerteiknaði einnigkirkjugripi svo sem korpóralshús, einskonar tösku undirdúk, sem breiddur var á altarið. Hann teiknaði einnig kaleikinn góða, franska patínu ogíslenzka homspæni, listavel útskoma. Átakanlegust erþó myndin afhúsakosti á staðnum: A umlegu samansafni torfkofa svo sem myndin gefur hugmynd um. Þó standa hlaðnirgijótveggir vel og hér hefur einnig verið óvenju myndarleg stétt, hlaðin úr hellum. Merkilegt er, aðfátæktar- og niðurlægingarbragurinn eralvegsá sami hérogá býlum fátækra bænda. Horft ertil suðvesturs ogvekur athygli, aðum hásumar er snjór á Vörðufelli ogHestfjalli. Stéttin mun hafa heitiðNorðurtraðir, fyrirmiðju er ullarskemma ogbak viðhana séríútieldhús. Þar fyrirhandan eru Austurtraðir t.v. og Vesturtraðir t.h. Imynda- texta bókarinnar segir svo: „Konan á undan reiðmanninum erlíklega að koma með vatn ítveimur skjólum frá Þorláksbrunni. T.h. eru tveir raftar upp við vegg, en uppiá honum rísa reiðingstorfur íþurrki. Rósöm samræða ferfram undir veggjum. “ Að undirbúningi loknum í Reykjavík héldu þeir sem leiðir lágu um Suðurland til Aust- fjarða og norður til Vopnafjarðar, en þaðan til Grímsstaða á Fjöllum, Mývatns og Akur- eyrar. Þaðan héldu þeir beina leið suður um Stórasand. Af þessu má sjá, að þeir fóru troðnar slóðir, enda hefur ekki verið ætlun- in að gera landfræðilegar uppgötvanir. Þetta var fyrir daga ljósmyndavélarinnar, en af- burða góðir og nákvæmir teiknarar gegndu því hlutverki að myndskrá land og þjóð. Og þegar heim kom til Frakklands, gáfu þeir félagar út mikið rit um ferðina, sem nefndist Voyage an Islande et au Groenland exécuté pendant les annés 1835 et 1836. Þeir höfðu sem sagt farið til Grænlands einnig og fyrir utan myndir af náttúrunni, birtust í bókinni teikningar af fiskum, dýrum og jafnvel holdsveikiqúklingum. Síðar var Gaimard á ferð í Kaupmanna- höfn, þar sem hann lét gera teikningar af íslenzkum fommunum á þjóðminjasafninu danska. Af því tilefni héldu íslenzkir menntamenn í Höfn honum hóf og vegna þeirrar samkomu orti Jónas Hallgrímsson ljóð, sem flestir kannast við og hefst svo: Þú stóðst á tindi Heklu hám/og horfðir yfir landið fríða. Lesbókin vekur athygli á þessu menning- arsögulega afreki Gaimards og staðar- myndamálara hans, Mayers, með því að birta nokkrar myndir af sveitabæjum og sýna þær mæta vel, hvemig húsakosti hefur verið háttað í sveitum um þessar mundir. Þar er bæði stuðzt við myndatexta, sem Asgeir Bjömsson útgáfustjóri hefur unnið með lofsverðri nákvæmni, en ýmsum hug- leiðingum er bætt við. GÍSLI SIGURÐSSON Sjá einnig bls. 10 HESTGERÐI í SUÐURSVEIT í förinni með Gaimard og leiðangursmönnum erum við stundum á mörkum hins ótrúlega eða öllu heldur hins ævintýralega. Fljótt á litið erþetta heillandi staður, bærinn snýr sínum hefðbundnu 19. aldar burstum undan brekkunni, lón- ið framundan og fallegir klettar aðbaki. Þegar betur er aðgáð, verðurnaumast séð, aðhérsé tún. Bærinn virðist verabyggður niðri ífíæðarmáli ogeins gott að hækki ekkiílóninu, þvíþá mundi óðarfíæða inn íbæinn. Athygli vekur, að húsin tvö sín hvorum megin við baðstofuna fjærst á myndinni, sýnast vera með alveg slétta gafla, ekkiþó timburklædda. Hér er líklegt, að Mayer hafi byggt á minni við útfærslu myndarinnar síðar meir. Jám til klæðninga varekkikomið til sögu ogmúrhúðun hefurþetta naumast verið á þessum stað. Það er sérkenniþessa bæjar svo sem margra annarra á Suðurlandi, aðhúseru meira en krossreist; hom sperranna þrengra en 45gráður. Með þvímóti var fremur hægt aðláta bæina halda vatni. Hér hefursjávarfang verið nýtt; silungsveiði varílóninu ogútraeðigott Frá bæn- um gengur maður með árar og silungsnet og harðfískur hangir á rám á hólnum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.