Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Síða 11
Speglanir
Steinunnar
Skúlptúr hefur gengið í endurnýjun lífdaganna
uppá síðkastið og það er ekki sízt ungt fólk, sem
telur að það nái listrænum markmiðum sínum
betur með því að vinna í þrívídd. Nýbylgjan í
málverkinu, sem hófst um 1980, verður naum-
Á Kjarvalsstöðum stend-
ur nú yfir sýning Stein-
unnar Þórarinsdóttur,
myndhöggvara, sem hef-
ur manninn fyrir megin-
tema og vinnur úr ýmsum
efnum verk, sem talizt
geta táknræn fyrir þá
grósku, sem nú ríkir í
skúlptúr, bæði hér og er-
lendis.
ast talin mikið nýmæli frá sjónarhóli
sögunnar; aftur á móti hefur orðið þýðingar-
mikil gerjun í skúlptúr á sama tíma og sú
geijun byggist ekki á að endurgera það, sem
fyrri tíma listamenn eru búnir að þróa og
lyfta til vegs og virðingar. Þrátt fyrir ör-
væntingarfulla leit, verður árangurinn
aðeins neo- þetta og neo-hitt.
Það sama verður ekki sagt um þróunina
í skúlptúr og ugglaust er það einmitt þess
vegna, að miklu fleiri ungir listamenn
ákveða nú að verða myndhöggvarar en áður
var. Það er orðinn álitlegur hópur í mynd-
höggvarafélaginu, þar sem Steinunn
Þórarinsdóttir er formaður, og það væri
synd að segja að verk þessa fólks séu inn-
byrðis lík og það er fróðlegt að bera stöðuna
saman við það sem var fyrir 30 árum, þeg-
ar þeir voru svo að segja einir um hituna
Ásmundur og Siguijón.
Steinunn Þórarinsdóttir er nokkuð dæmi-
gerð fyrir þá kynslóð ungra myndhöggvara,
sem sýna okkur nýja möguleika þessa list-
miðils, - ekki sízt með því að vinna jöfnum
höndum úr málmum, gleri, tré og stein-
steypu, svo eitthvað sé nefnt af því, sem
nú telst til efniviðar. Það er líka síður en
svo, að búið sé að afgreiða það gamla og
klassíska steinhögg sem úrelt þing. Að vísu
er Steinunn ekki enn komin að þeim punkti
að taka upp hamar og meitil og ráðast á
steininn. En hún hefur til þess góðan undir-
búning, þar sem hún lærði að höggva í
marmara í listaakademíinu í Bologna á ít-
alíu, þar sem hún var við nám.
Áður hafði Steinunn verið við listnám í
5 ár í Portsmouth í Englandi; tók þaðan
BA-gráðu í „Fine Arts“, sem þeir nefna
svo, - þar á meðal skúlptúr. Hún fór þessa
leiðina í stað hinnar hefðbundnu gegnum
Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún
er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Þórar-
ins heitins Sveinssonar, forstjóra Slippfé-
lagsins og konu hans, Ingibjargar
Árnadóttur, fríkirkjuprests.
Steinunn kvaðst gera sér prýðilega vel
ljóst, að það er vandkvæðum bundið að
gera sér mat úr skúlptúr; hann hefur aldrei
selst eins og heitar lummur og ólíku saman
að jafna, hvað almenningur kaupir miklu
Álög - stór skúlptúr úr málmi, sem Steinunn vann fyrir Sandgerðinga.
Ljósmyndin Sigurgeir Sigurgeirsson.
Steinunn Þórarinsdóttir við vinnu sína. - Verkin fjalla um manninn, en ekki
endilega um þjáninguna -
erá sýningu hennará Kjarvalsstöðum.
frekar málkverk og nú í seinni tíð grafík-
myndir. Á þessu hefur þó orðið veigamikil
breyting til batnaðar, segir Steinunn.
Skúlptúr er farinn að seljast, einkum og sér
í lagi sá, sem hægt er að hengja upp á
vegg. Af einhveijum ástæðum er minni al-
mennur áhugi á frístandandi skúlptúr. Hér
gildir einnig það sama og í málverkinu, að
skemmilegast er að ráðast í eitthvað stórt,
- en lífsins ómögulegt að selja það. Það er
að detta í lukkupottinn, þegar myndhöggv-
arinn fær pöntun frá opinberum aðila og
verkið má vera stórt.
Þann iukkupott datt Steinunn í, þegar
hún var beðin um stóran útiskúlptúr fyrir
Sandgerðinga í tilefni afmælis Miðnes-
hrepps. Hugmyndin vr einföld, segir Stein-
unn: Maðurinn gagnvart hafínu. Það hlýtur
að teljast vel viðeigandi hugmynd á þessum
stað, þar sem allir sækja afkomu sína í
hafíð. Eins og myndin, sem hér er prentuð
gefur hugmynd um, sýnir Steinunn manninn
gagnvart brimsköflunum, þessum náttúru-
krafti, sem jafnframt er lífsháski. Andstæð-
umar birtast í ryðfríu stáli í bylgjunum
annarsvegar og mannsmyndinni, sem steypt
er úr pottjámi og ryðgar lítið eitt til að
byija með og gefur hugmynd um það tíman-
lega gagnvart því varanlega, sem hafið er.
Myndin heitir Álög og merkingin er sú, að
það eru álög mannsins að verða að beijast
við náttúruöflin; álög í merkingunni örlög.
Sandgerðingar voru ekki alveg sáttir við
að maðurinn var nakinn; þeir hefðu heldur
viljað hafa einhveijar fatatutlur utan á hon-
um. En það var aðeins fyrst og nú munu
þeir vera vel sáttir við verkið. Það leiðir
hinsvegar hugann að því, að nekt í mynd-
list hefur löngum verið litin frekar óhýra
auga á íslandi. Þótt nakinn mannslíkami
sé eitt elzta viðfangsefni myndlistarsögunn-
ar, hefur sú skoðun eignast þegnrétt .hér,
að það sé einna helzt viðeigandi að sýna
engla nakta, svo og goðkynjaðar persónur.
Margir myndlistarmenn hafa gerzt ákaf-
lega innhverfír í seinni tíð; menn beina
sjónum að sálartötrinu og þá frekar að þján-
ingunni en gleðinni. Þótt Steinunn fjalli um
manninn í verkum sínum, þá viðurkennir
hún ekki að þjáningin komi þar mikið við
sögu; frekar séu þetta speglanir á ýmsu
því, sem hún sér í kringum sig. Þessar spegl-
anir iiafa í seinni tíð fengið fijálslegri
búning, segir listakonana; fantasían hefur
setið í fyrirrúmi og mér sýnist að það sé í
samræmi við tíðarandann. Það er skáld-
skapartíð í myndlist og þá fær fantasían
að njóta sín.
Steinunn var borgarlistamaður 1986, eða
með öðram orðum: Hún var á listamanns-
launum hjá Reykjavíkurborg það árið. Á
eftir tíðkast að halda sýningu á afrakstrin-
um og það er Steinunn að gera nú. Hún
hefur ágæta vinnustofu í Vesturbænum,
enda veitir ekki af; myndhöggvari þarf að
hafa hjá sér byrgðir af efni; Jám, stál og
kannski fleiri málma. Einnig gler og kannski
tré. Svo þarf rafsuðutæki og að sjálfsögðu
margskonar verkfæri. Vinnustofa mynd-
höggvara er verkstæði.
Steinunn hefur þann háttinn á að vinna
reglubundið í vinnustofu sinni eftir kl 1 á
daginn. Stundum er hún þar framundir
kvöid. Hún er jafnframt því húsmóðir og
er heima við fram að hádegi. Eiginmaður
hennar er Jón Ársæil Þórðarson, blaðamað-
ur, og saman eiga þau fjögurra ára strák,
sem er í leíkskóla á meðan móðir hans hug-
ar að listinni.
Það var freistandi að vera lengur í sól-
inni á Ítalíu, segir Steinunn. En leiðin lá
heim, því hér vill hún helzt af öllu vera,
þótt markaðurinn fyrir skúlptúr mætti vera
betri. „Ég held að ég sé á réttri hillu“, seg-
ir hún, „að minnsta kosti veit ég ekki um
aðra betri hillu“.
GÍSLI SIGURÐSSON
1
t
i
l
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL 1987 1 1