Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Qupperneq 12
Höfðar ekkí síður til skynsemi en tilíinninga Áslaug Ragnars skrifar um Ragnheiði Jóns- dóttur grafíklistakonu, sem sýnir um þessar mundir á Kjarvalsstöðum ún sleit barnsskónum í Þykkvabænum þar sem vætan seytlaði úr hverju spori, þar sem við norður rísa Heklutindar háu og við aust- ur gnæfir sú hin mikla mynd. Á Stokkseyri þótti henni allt svo fínt og fallegt þegar hún kom að heimsækja afa sinn og ömmu. Þar var blærinn þýðari, sandurinn mýkri og grösin grænni. Og þaðan að sjá eru útlínur þessara sömu fjalla fíngerðari og litimir mildari en eystra. Þótt heimaslóðir Ragnheiðar Jónsdóttur grafíkkonu séu eitthvert tignarlegasta og myndrænasta umhverfi sem um getur og ekki fari hjá því að það hafi sett mark sitt á listræna skynjun hennar er það ekki fög- ur fjallasýn sem skýrast birtist í myndum hennar. Hún er barn síns tíma, ekki síður Veisla, 1986. en aðrir myndlistarmenn af Tungufellsætt. Nægir þar að nefna Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson og Kristínu Jónsdóttur. Fjórðungi bregður til fósturs, segir máltækið og kannski hefur hún þegið hæfileikann til að sjá og framkalla á myndflötinn það sem augað nemur í vöggugjöf, enda er það ekki fögur fjallasýn sem hún gerir að yrkisefni heldur viðfangsefni samtímans. En þótt þessi viðfangsefni spretti af raunsæi og skarpskyggni endurspegla myndir hennar ávallt náin tengsl hennar við náttúrana í kringum okkur og þá heiðu rósemi sem ríkir í því jafnvægi sem tengir himin, jörð og haf í sveitunum á Suðurlandi. Bam síns tíma er hún, rétt eins og horfnu myndlistarmennirnir sem lifa þó enn góðu lífí í verkum sínum og miðla okkur af róm- antíkinni sem við höfum þrátt fyrir allt enn þörf fyrir. SKÝRBOÐSKAPUR Um þessa skírskotun til samtíðarinnar vitna myndir Ragnheiðar Jónsdóttur fyrr og nú. Það er t.d. ekki vafamál að á sínum tíma höfðu frægar kjólamyndir hennar vera- leg áhrif á umræðuna um jafnrétti kynjanna. Með því að túlka hefðbundið hlutverk kon- unnar og tregðu karlmannsins til að skilja þörfina fyrir breytingar er trúlegt að Ragn- heiði hafí tekizt betur að koma skoðun sinni á framfæri en mörgum þeim sem óðu fram í flokkum með hnefann á lofti. Svo skýr var boðskapur hennar og svo ákveðin var fram- setningin að ekki fór á milli mála hvað hún sagði og vildi, en slík var þó hógværðin að fáum kom til hugar að firrtast við þessa tilraun til að móta skoðanir samtímans. Grafíkmyndir Ragnheiðar Jónsdóttur era blæbrigðaríkar og bera vitni um miklar til- finningar, en ögun og hófsemi era þó aðal hennar og svo ríkur þáttur í myndmálinu að hún höfðar ekki síður til skynsemi en tilfinninga, og líklega er það einmitt þetta sem gerir það að verkum að myndir hennar era svo áhrifamiklar sem raun ber vitni. Þegar Ragnheiður fæst við viðfangsefni og vandamál samtímans í myndum sínum era efnistökin persónuleg og hún dregur ekki dul á það að hún hefur sjálfa sig sem viðmiðun. Hún hefur t.d. sagt frá því í blaða- viðtali að sjálf hafi hún notið aðstöðu og frelsis til að sinna list sinni, enda þótt hún sé fimm barna móðir. Og það að hún kann að meta þetta frelsi og þakka þeim sem þakka ber sést bezt á því að í verkum sínum setur hún fram kröfu um þetta sama frelsi öðram konum til handa. Þannig er samfélagskenndin rík í fari hennar. Hún hefur verið virk í félagsmálum myndlistarmanna og þegar talið berst að því eilífa umræðuefni sem era kjör lista- manna er hún ekki myrk í máli. Hún lítur á tómlæti samfélagsins gagnvart starfi lista- manna sem vandamál í þjóðfélaginu. í SÖFNUM VÍÐA UM HEIM Ragnheiður Jónsdóttir er ekki einungis í fremstu röð íslenzkra grafíklistamanna, heldur hefur hún getið sér mikinn orðstír á alþjóðavettvangi. Þátttaka hennar í alþjóð- legum samsýningum hefur að heita má verið óslitin frá því um 1970, en þá var íslenzk grafík að rísa úr öskustónni eftir margra ára deyfð. Hún hefur haldið margar einka- sýningar, austan hafs og vestan. Verk eftir hana era í söfnum og í eigu annarra opin- berra aðila í mörgum löndum víða um heim og fimm sinnum hefur hún hlotið verðlaun á alþjóðlegum grafíksýningum. Gagnrýn- endur stórblaða hafa lokið lofsorði á list hennar og þegar hún hélt einkasýningu í Svíþjóð fyrir nokkram áram var því haldið fram í blöðum þar í landi að henni hefði tekizt að afla íslenzkri grafík heimsfrægð- ar, um leið og getum var að því leitt að í grafíkinni væri nýr íslenzkur útflutnings- vegur í uppsiglingu. Hól og viðurkenningar raska ekki ró Ragnheiðar Jónsdóttur. Hún gerir sig ekki ánægða með að sjálfri vegni henni vel, tek- ur því kannski sem sjálfsögðum hlut. Þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.