Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Page 13
V w 1 s u R
JÓN GUNNAR
JÓNSSON TÓK SAMAN
Sigurður Thoroddsen verkfræð-
ingur og alþingismaður ritaði
endurminningabók og kom hún
út 1984 að honum látnum. Hann
segir þar að sjálfsögðu frá námsárum
sínum í Kaupmannahöfn. Það var kvöð
á háskólanemum að vera við guðsþjón-
ustur og var það ekki öllum gleðiefni.
Þá og lengur var íslenskur prestur í
embætti við eina kirkjuna í K.höfn. Þar
var Haukur Gíslason, bróðir Garðars
stórkaupmanns og séra Ásmundar á
Hálsi í Fnjóskadal, vinsæll maður, hafði
góða söngrödd og tónaði vel. „Þá voru
vítamínin alveg ný af nálinni," segir Sig-
urður. Pálmi Hannesson var einn þessara
stúdenta. Hann orti:
Mögnuð andans magapín
mæðir herrans gesti.
Ég held það vanti vítamín
/ vatnsgrautinn hjá presti.
í bók Sigurðar eru fleiri vísur, sem
undirritaður a.m.k. hefur ekki heyrt allar
áður. Þegar afi hans, séra Guðmundur
Einarsson, faðir Theodóru, var í skóla á
Bessastöðum, kom hann á bæ þar sem
Vatnsenda-Rósa var stödd. Fór hann að
glettast við hana. í því sambandi kast-
aði hún fram þessari vísu:
Bessastöðum frægum frá
fleinninn stáls nýgenginn.
Nauðs í falli nota má
nítján ára drenginn.
Hann riíjar og upp vísur móður sinnar
frú Theodóru, sem kunnar eru úr ritum
he'nnar, en vel mega koma hér. Hún var
hið besta skáld:
Mitt var starfið hér í heim
heita og kalda daga
að skeina krakka og kemba þeim
og keppast við að staga.
Ég þráði að leika lausu við
sem lamb um grænan haga.
En þeim eru ekki gefín grið,
sem götin eiga að staga.
Langaði mig að lesa blóm
um langa og bjarta daga,
en þörfín kvað með þrumuróm:
Þér er nær að staga.
Eins og kunnugt er var séra Sigurður
í Vigur mikill stuðningsmaður Skúla
Thoroddsen, en varð, segir Sigurður „all
íhaldssamur með aldrinum", og tilfærir
vísu Andrésar heitins Bjömssonar:
Áður var hann innskeifur
af íhaldi og vana.
Nú er hann orðinn útskeifur
í áttina til Dana.
Andrés Bjömsson var mikill vinur
þeirra Thoroddsenbræðra og heima-
gangur í Vonarstræti, heimili þeirra í
Reykjavík, enda líka mikið uppáhald
móður þeirra. Nokkuð svallsamt var hjá
sumum skólafélögunum. Einn var kallað-
ur Djöfsi eða jafnvel enn verra, eins og
fram kemur í þessari vísu. Sá tilheyrði
þó ekki Thoroddsenfjölskyldunni:
Ektí er von mér verði rótt,
ég var í gær með bullum,
ogá túríalla nótt
með Andskotanum fúllum.
Vísan er eftir Andrés Bjömsson, segir
Sigurður. Um annan félaga orti heimilis-
frúin:
Nú er Ibsen orðinn mát,
af því fara sögur.
Bráðum fær hann brennivínsgrát
Bólstaðarhlíðarmögur.
Sá varð síðar einn af tengdasonum
hússins, en rétt nafn er ekki hér. Sigurð-
ur rifjar og upp eftirmælavísu þá er
Sveinn frá Elivogum orti um Skúla Thor-
oddsen látinn:
Nú er Skúla komið kvöld,
kempan horfín vorum sjónum,
þó að hríði í heila öld
harðsporamir sjást í snjónum.
Sigurður bætir við: „Ég las í blaði...
að mamma hafi sent Sveini 100 krónur
að bragarlaunum. Það vom allmiklir
peningar þá.“ Bæta má nú við: Varla
hafa margir höfundar á þeim ámm feng-
ið meiri ritlaun fyrir heila bók.
J.G.J.
Fyrnindi I, 1986.
er vinna og aftur vinna, segir hún, og
grafík er meira en venjuleg vinna, þetta er
þrældómur.
Launin fyrir þessa vinnu em áreiðanlega
ekki mæld í peningum og Ragnheiður er
ekki frá því að hvað hana varði séu launin
ef til vill einkum í því fólgin að hafa að-
stöðu og frið til að vinna, enda séu það eins
konar forréttindi sem hlotnist ekki mörgum
listamönnum hér á landi.
AðStrikaÚt
Meðalmennskuna
Það er rótgróin afstaða fjölda fólks á
þessu landi að listamenn eigi bara að lifa á
loftinu fyrir listina, fyrst þeir vilja endilega
velja sér þetta hlutskipti. Það er litið á þau
litlu laun sem listamönnum standa til boða
hér sem ölmusu, segir Ragnheiður, en van-
sælt og soltið fólk geri ekki betri myndir
þótt margir virðist standa í þeirri trú. Síður
en svo.
Hvemig vill hún þá skipuleggja kjaramál
listamanna? Kannski hefur hún ekki mótað
þá stefnu með sjálfri sér í smáatriðum, en
hún er hörð á því að það þurfi að strika
út meðalmennskuna, eins og hún orðar það.
Við eigum að verðlauna það sem vel er
gert og við þurfum að hafa tök á því að
leggja mat á gæði listar eins og allt annað
í kringum okkur, segir hún, og heldur því
eindregið fram að launa- og styrkjakerfi
íslenzkra listamanna sé ekki annað en mark-
leysa eins og sakir standa. Það þarf að
flokka markvisst það sem gert er á sviði
lista og síðan á að launa það sem vel er
gert þannig að það skipti máli, segir Ragn-
heiður Jónsdóttir.
I framhaldi af þessu berst talið að fínnsku
listakonunni Ullu Rantanen sem hér var í
heimsókn ekki alls fyrir löngu og sagði þá
í viðtali við Morgunblaðið frá kjörum lista-
manna í Finnlandi. Meðal annars gat hún
þess að sjálf hefði hún lengst af getað helg-
að sig list sinni án þess að hafa áhyggjur
af afkomunni, enda væri launakerfi fínnskra
listamanna þannig að ekki fengju aðrir lista-
mannalaun en þeir sem hlotið hefðu ótví-
ræða viðurkenningu sem slíkir. Sem dæmi
um þetta nefndi Ulla að sjálf hefði hún feng-
ið veitingu 18 ára listamannalauna þannig
að hún þyrfti ekki að ugga um sinn hag í
bráðina. Það sem kannski vakti mesta at-
hygli var það að þetta þótti Finnanum UUu
Rantanen bara sjálfsagt og eins og það
ætti að vera. Það fmnst víst flestum íslenzk-
um listamönnum og þeim sem vilja veg
íslenzkrar menningar sem mestan líka, enda
þótt það hljómi eins og fjarstæða og fráleit
óskhyggja í eyrum margra.
MYNDEFNIÚR
V ERULEIKANUM
Svona þarf að sjálfsögðu að búa að lista-
mönnum hvar sem þeir búa, segir Ragn-
heiður Jónsdóttir, og bætir því við að
vitaskuld krefjist slík tilhögun þess að aukn-
ar kröfur séu gerðar til þeirra sem vinna
við listir. Við eigum að vera vandlát, segir
hún, og við eigum ekki að fela slíkt mat
öðrum en þeim sem hafa til að bera þekk-
ingu og skilning á listum.
Myndefnið sækir Ragnheiður Jónsdóttir
í veruleikann umhverfis okkur og þegar hún
kveður sér hljóðs eins og nú á sýningu sem
stendur yfir í Norræna húsinu fer ekki hjá
því að þeir sem fylgzt hafa með störfum
hennar á liðnum árum staldri við til að gefa
því gaum sem hún vill koma á framfæri.
Hún veifar ekki gunnfána enda þótt alvar-
legasta íhugunarefni hennar að þessu sinni
virðist vera sú hætta sem okkur stafar af
sífellt stórbrotnari og „afkastameiri" dráps-
vélum. Myndmálið er enn sem fyrr frumlegt,
skýrt og afdráttarlaust, og eftir sem áður
er það sett fram á persónulegan og hógvær-
an hátt. Hún gerir sér ekki leik að því að
koma meiriháttar róti á tilfinningamar en
bendir á hættuna af fullri alvöru og vekur
þannig alvömspumingar í þessu sambandi.
Hún gerir það ekki með því að ganga er-
inda stjómmálahreyfinga eða annarra
skipulagðra þrýstihópa, t.d. með því að gera
hróp að annaðhvort Reagan eða Gorbatsjov,
heldur höfðar hún þannig til áhorfandans
að hann beinir spumingunni til sjálfs sín.
Og þá er tilganginum líka náð því að listin
er í eðli sínu sjálfstæð og fær því aðeins
staðizt að hún veki fmmlega hugsun hjá
móttakandanum.
Höfundur er blaðamaður og rithöfundur i
Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRIL 1987 13