Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1987, Qupperneq 15
GERÐUR BOLLADÓTTIR FIMM GAMANKVÆÐI EFTIR EIRÍK EIRÍKSSON Nýir stjórnmálaflokkar þjóta nú upp eins og gorkúlur. Forustumenn bera nafnið Pétur. / heilögu orði hermir letur við hliðið gullna var sankti Pétur. Að vorum daglegu draumum uggði deilist nú víðar en ég hugði. Flokki mannsins svo farnist betur forustu veitir helgur Pétur. í nýjum samtökum nöldur hvetur norður í stríði annar Pétur. Starfi í kirkju stjórnað getur Stefáns flokk eflir séra Pétur. Djarflega unnar dáðir metur DAS hefur verndað okkar Pétur. í Veru, málgagni Kvennalistans, birtist nýlega mjög athyglisverð grein. Við lestur fomra spekirita (Völuspár) kemst höfundurinn að þeirri geigvænlegu niðurstöðu að dómsdags (ragnaraka) sé skammt að bíða. Eg mun nú leitast við að rifjá upp þennan boðskap í stuttu máli. Einkenni birtast efsta dags aftan úr grárrí heiðni. Heyrast vábrestir heljarslags hórdómur vex og eyðni. Merg og lífsþroska missir jurt mengun rís upp til skýja. Viska á flótta víkur burt á „Vargöld frelsaðra þýja“. Deilur fræðslustjóra á Norðurlandi eystra við menntamálaráðherra. „ Vítt er orpið fyrir valfalli, “ rísa reiðiský rignir orðum. Fánýtur rekinn fræðslustjórí. Klagar framkvæmdir kommahyski! Áður Sturla í „styrjarhjarli“, stóð á Þelamörk firrtur ráðum. Skipaður aftur til skólavalda, var þá fangs von af frekum úlfi. í skjóli vitlausra skólalaga, fræðslujöfrar fégrimmir, krefja áfjáðir kennsluauka, virða fjárlög að vettugi. Minnkar þjóðarstolt Þingeyinga. ' Tærður er kynstofn tossum fjölgar. Sálfræðingar í sinniskreppu vanþroska barna viti spilla. Andvarpa byggðir Eyjafjarðar, greindarmeðaltal gengur neðar. Steinbítakjökur stöðugt veikir námsárangur í Norðursýslu. Atkvæðagreiðsla í neðri deild Alþingis 18. febrúar 1987. Vaskur Jaki vænn á þingi vitnaði í helga bók sálin reis úr sortulyngi sósíalista þrautirjók. Flokksins raus þar frakkur níddi fús var því að víkja frá. Samviskunnar svari hlýddi svipþungur og mælti: Já. Annar garpur inna fræði ekki vildi skoðun tjá, kærulaus um kommabræði, kuldabros á vörum lá. Mælti fátt í málavosi, mest er þaut í rifnum skjá. Féll á bragði framagosi, * 1 fræðsludeilu vísað frá. Þriðji kappinn kommagrillum kröfugerða smáði störf. Sálir hressa sanda millum sýndist honum meiri þörf. Yfirgaf í ærnum vanda orðagjálfurs kvalið lið. Heim kom aftur hress í anda hafði frelsað íhaldið. Birtist kona beisk úr Garði bréfaði í Þjóðviljann, heilaga ritning hvergi sparði hermdi öfugt boðskap þann. Andsvör veitti yfir jarðir ötul risti heljarstaf. Bandalagsins brustu gjarðir bölvís flokkinn yfirgaf. Eftir prófkjör Framsóknar á Norðurlandi 1986 Yfir tærðar tímans raðir tignarsveigar afþakkaði. Feigðin vofir flokknum yfir Framsókn deyr en Stefán lifir. 2 Eyfirðingaerjurnar örva list til bannsins. Fækkar liði Framsóknar flokkur dauða mannsins. Höfundurinn er bókavörður á Alþingi. 1 Sbr. ræðu 4. þingmanns Norðurlands eyatra 16. febrúar í 987, Alþingistfðindi, dálki 3106-3110, 3130-3134. 2 Stefán, tökuorð úr grisku, Stephanos, tignar- sveigur. KOMDU AFTUR Vatnið var spegilslétt, ímynd þess, sem hugsar og dreymir. Stúlkur í blúndukjólum gáfu ungum manni auga. Hann stóð álengdar og horfði í vatnið, sá sjálfan sig í spegilsléttum fleti þess. Hann var með stóran blómvönd, döggvaðar, rauðar rósir, og hann sá sjálfan sig kyssa eina stúlkuna og um leið rétti hann henni vöndinn og sagði: „Ég vona, að ég geti hitt þig aftur; ekki í vatninu, heldur í veruleikanum. “ Stúlkan brosti, en sagði ekkert, heldur klappaði létt á öxl hans um leið og mynd hennar máðist burt fyrir gárum á vatninu. Nú sá hann sjálfan sig birtast í svörtum jakkafötum á uppreimuðum skóm. Ljóst hár hans var vatnsgreitt og blá augun voru stór og þreytuleg. Skyndilega fór vatnið að ókyrrast og í öldunum sá hann gamla konu með kringlótt gleraugu; hún var að gráta í rauðan vasaklút. Á vegg fyrir framan konuna hékk mynd af ungum manni og undir myndinni hékk þurrkaður blómvöndur. Um leið og konan leit á myndina hætti hún að gráta og hugsanir hennar þerruðu tárin. I hugsanir konunnar fléttuðust — sorg, gleði, meðaumkun, rómantík og efi. Þessi efi var sársaukafyllstur, en rómantíkin var þægileg minning, sem hjálpaði henni að yfirstíga eftirsjá og sorg. Skyndilega lægði vindinn og maðurinn rankaði við sér, þegar klappað var laust á öxl hans. Hann sneri sér við og sá unga stúlku á blúndukjól. Hún hélt á blómvendi og sagði: „Fyrirgefðu, en getur verið að þú eigir þennan vönd? Ég fann hann þar sem hann lá á árbakkanum hér skammt frá. “ Eg starði undrandi á stúlkuna og spurul augu mín svöruðu: „Já, ég keypti þau, en gaf þér þau. “ Þegar ég sá að andlitsdrættir stúlkunnar lýstu undrun og hræðslu, bætti ég við svar mitt: „Manstu ekki?“ Stúlkan hristi höfuðið og um leið kastaði hún blómunum í vatnið, þar sem þau tvístruðust. Stúlkan horfði með eftirsjá í augum á blómin og síðan á mig, en því næst hljóp hún í burtu beygð eins og gömul kona. Vatnið var tekið að ókyrrast á nýjan leik og spegilmyndir mínar brotnuðu í ölduróti... Skyndilega fann ég að líkami minn var farinn að synda í vatninu, og allt, sem var til, var horfið. Samt sá ég rauðar rósir allt um kring. Mér fannst jafnvel eins og einhver væri að kalla: „Komdu, komdu aftur! Þú gafst mér blómin!“ Ég fann að ég var milli lífs og dauða — / móðu sá ég stúlku í blúndukjól veifa rauðum vasaklút á árbakkanum, Höfundur er 19 ára og stundar tónlistarnám á Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.