Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Side 2
Erlendar baakur
Guðbrandur Siglaugsson
tók saman
Studs Terkel:
„The Good War“
An Oral History of World War Two.
Pengnin Books 19S6.
Engu stríði hafa verið gerð skil á prenti
og plasti til jafns við seinni heimsstyijöld-
ina. Ógrynni bóka hafa verið ritaðar um
hetjudáðir, sorg og gleði þessa stríðs sem
kannski má kalla indælt af því að dýrslegri
þjóðfélagsskipan var komið fyrir kattamef
með samstilltu átaki og fómum þjóða sem
bjuggu við ólíkt stjómarfar. En það er langt
í frá að það hafí verið dásamlegt. Nú em
vitni þessa hildarleiks að týna tölunni eitt
af öðm og í tíma tók Studs Terkel sig til
og náði tali af stóm hundraði manna og
kvenna sem upplifðu árin 1939—1945. A
síðum þessarar bókar segir fólkið frá. Her-
menn úr fremstu víglínu sem og þeir sem
vom í nokkm skjóli, konur sem unnu fram-
leiðslustörf, fómarlömb áróðurs og fleiri og
fleiri lýsa reynslu sinni. Þetta er skínandi
bók og tæplega hægt að búast við betra
innleggi í baráttu fólks fyrir friði en þessar
oft á tíðum grátlegu lýsingar.
Jocelyn Baines:
Joseph Conrad
A Critical Biography.
Penguin Books 1986.
Sæfarinn Józef Teodor Konrad Korzeni-
owski ólst upp í Póllandi þar sem hann
fæddist í desember árið 1857. Ellefu ára
stóð hann uppi munaðarlaus og tóku amma
hans og frændi hann undir vemdarvæng
sinn. Tæplega tvítugur hélt Józef til Frakk-
lands og settist um kyrrt í Marseilles. Hann
entist ekki í landi og hvarf til sjós. Einum
sex áram síðar settist hann að á Englandi
og fór að skrifa sögur. Sjómennskan var
honum dijúg og flestar sögur hans em
tengdar hafinu og lífínu á því. Hann skrif-
aði á ensku og þykir hann með betri rithöf-
undum sem skrifað hafa á þá tungu og það
þó pólska hafi verið móðurmál hans. Fræg-
ustu bækur hans em Lord Jim, Nostromo
og Heart of Darkness.
Jocelyn Baines hefur hér unnið mikið
verk og gott með þessari ævisögu Conrads.
Maðurinn Conrad og rithöfundurinn skiljast
betur en áður eftir lestur þessarar bókar.
Júnígreinin
Skyggn á ferð
EFTIR JÓNU RÚNU KVARAN
erindum mínum hjá ýmsum
félögum undanfarin ár hef ég
oft til gagns og gamans sagt
frá eigin dulrænni reynslu,
jafnframt því sem ég hef lagt
áherslu á mikilvægi jákvæðrar
hugsunar.
Hér á eftir ætla ég að
bregða upp dæmi um slíka dulræna
reynslu.
Þetta gerðist í Connecticut í Banda-
ríkjunum. En þangað fór ég fyrir
nokkmm ámm með góðri vinkonu minni,
sem átti það erindi að heimsækja systur
sína. Ætlunin var að við dveldumst hjá
þessari konu í nokkrar vikur, en hún bjó
með tveim fullorðnum sonum sínum.
Þegar þangað var komið fengum við
vinkonumar til afnota kjallara hússins.
Það vom notaleg húsakynni.
Eg vil geta þess áður en lengra er
haldið, að þegar flugvél okkar flaug yfír
Bandaríkin, fann ég mér til mikillar
undmnar sterka tilfínningu sorgar,
næstum óbærilegrar hryggðar, og fylit-
ist einhvers konar óskiljanlegu vonleysi.
Þessar einkennilegu kenndir færðust í
aukana, þegar að lendingu kom. Það var
engu líkara en ég færi gegnum haf af
hugsanagerfum, tengdum átökum
mannlegra tilfínninga og kennda, sem
virtust standa í einhveiju sambandi við
ofbeldi, átök og styijaldir.
En hugsanagerfi kalla ég fyrirbæri,
sem líkja mætti við ósýnileg ský, sem
aðeins skyggnir fá séð og skynjað, en
þau er að fínna yfír löndum, borgum og
reyndar hvarvetna þar sem mannleg
samskipti hafa átt sér stað. Þau em lif-
andi afl, mynduð af hugsunum manna,
sífellt á hreyfíngu og mjög virk, ýmist
til góðs eða ills, eftir því úr hvers konar
hugsunum þau hafa skapast. í augum
skyggnra em litbrigði þeirra því ýmist
fögur eða skuggaleg. Áhrif þeirra á
mannssálina geta því verið mjög jákvæð
eða beinlínis lamandi. Þetta sýnir Ijós-
lega mikilvægi hugsunarinnar. Þess
vegna hvarflaði að mér við lendingu, að
hér hlytu að vera ýmsir óuppgerðir hlut-
ir í samskiptum látinna og lifenda.
Það kom mér því ekki beinlínis á óvart
fyrsta kvöldið mitt í kjallaraíbúðinni,
þegar ég sá og skynjaði að þar var fyr-
ir hópur látinna. Mér er vitanlega Jjóst,
að ýmsir sem lesa um slíkt og em efa-
semdarmenn, og óskyggnir, rnunu telja
þetta hugaróra eina. Um slíka afstöðu
hef ég ekkert annað að segja en bað,
að mér er þetta 'ullkominn veraleiki, j
þótt öðram sé Iiann hulinn. Það er ekki i
öllum gefíð nð trúa því, sem oeir geta í
ekki sjálfír skynjað, jafnvel þótt það sé j
stutt fullum rökum.
En áfram með söguna. Mér varð fljótt j
Ijóst í nálægð þessa iöngu látna fólks, !
að ein veran reyndist hafa sterkasta j
iöngun til cjáskipta við mig. Þetta er
ung, forkunnar fögur indíánastúlka, sér-
lega hárprúð með hátt gáfulegt enni,
dökkan augnumbúnað og óvenjulega
hrífandi, næstum töfrandi augnaráð.
Hún gekk hægt að rúminu mínu og
horfði fast á mig, fögmm tárvotum aug-
um, sem endurspegluðu í senn eftirvænt-
ingu, hryggð og einhvers konar ótta.
Hún rétti fram hendur, eins og í bæn,
og var með grátstafínn í kverkunum,
full trúnaðar og* vonar: Hún sagði:
„Hjálpaðu mér. Elsku hjálpaðu mér. Ég
fínn ekki bamið mitt. Ég er svo örvænt-
ingarfull. í langan tíma hef ég reynt að
komast í samband við þá sem hér hafa
verið, en árangurslaust. En þegar ég sá
þig vaknaði von mín. Þú sérð mig og
heyrir í mér. Ég veit og trúi því, að þú
getir hjálpað mér í neyð minni, þreyttri
og örmagna."
Ég varð bæði undrandi og snortin.
Hvað átti ég að gera? Hver var þessi
stúlka? Og hvers vegna var hún á reiki
í þessu húsi? Og af hverju hafði hún
orðið viðskila við bamið sitt?
Að vísu hef ég verið gædd bæði
skyggnigáfu og dulheym frá bamæsku.
Jafnvei þótt ég hafí í mörg ár reynt að
létta Iifandi fólki lífíð, þá efaðist ég um
að það væri á mínu valdi að sefa sorg
látinnar vem. Einhverra hluta vegna
ýtti ég þessu frá mér, því satt að segja
taldi ég mig ekki ráða við þetta vanda-
mál. En það breytti engu, því þessi
elskulega en óhamingjusama stúlka hélt
áfram að birtast mér, kvöld eftir kvöld,
og endurtók sífellt það sama. Ég ákvað
þá að gera allt sem í mínu valdi stæði
henni til stuðnings. Ég ákvað að fara
ieið bænarinnar. Ef það væri vilji Guðs,
að ég yrði farvegur til lausnar í þessu
máli og stúlkunni yrði að óskum sínum,
þá væri ég reiðubúin til þess. Ég fór
ekki fram á annað en skynsamlega og
réttláta lausn fyrir hana í raunum henn-
ar, sem virtist aðallega liggja í vilja
hennar til þess að fínna bamið sitt.
Henni létti strax við bænir mínar og
skömmu seinna birtust tvær bjartar ver-
ur, sem leiddu hana hljóðlega á brott.
Eftir þetta birtist hún mér ekki um
tíma og ég taldi málið þannig úr mínum
höndum.
Svo var það eitt af síðustu kvöldum
dvalar okkar þama vestra, að okkur vin-
konum var boðið til kunningja gestgjafa
okkar. Ég vil taka það fram, að ég hafði
í trúnaði sagt vinkonu minni frá sam-
skiptum mínum við indíánastúlkuna. En
mér til mikils ama og undmnar eram
við varla fyrr sestar í boðinu, en vinkona
mín fer að segja heimilisfólkinu þar, eins
og ekkert sé eðlilegra, frá samskiptum
mínum og indíánastúlkunnar. Ekki varð
ég síður hissa, þegar ég varð vör við
gífurlegan áhuga húsbóndans á þessari
frásögn. Hann hlustaði með mikilli at-
hygli og upplýsti síðan þá staðreynd, að
á þessum stað þar sem við höfðum dval-
ist, hefðu einmitt staðið tjaldbúðir
indíána til foma. Og að í sögu Banda-
ríkjanna væri að finna frásögn af
hemaðarlegum átökum hvítra manna og
indíána einmitt á þessum stað.
Þótt ég í upphafí hafi verið vinkonu
minni lítt þakklát fyrir að fara að brydda
á þessu leyndarmáli mínu hjá ókunnugu
fólki, fór þó svo, að ég varð henni að
lokum í rauninni þakklát, því að upplýs-
ingar mannsins staðfestu, að bað cem
ég hafði séð átti sér rætur í raunvem-
leika fortíðarinnar.
Síðasta kvöld mitt í Bandaríkjunum
var einhver elskulegasta stund sem ég
hef lifað. Um miðnætti birtist mér enn
indíánastúlkan mín, geislandi af ham-
ingju, full af þakklæti. Við hlið mér
hafði hún dæmalaust fallega og fíngerða
litla stúlku, sem virtist vera dóttir henn-
ar. Erfítt er að lýsa þeim tilfínningum
sem um mig fóm. Ég varð enn vissari
um mátt og vilja Guðs til þess að koma
þeim sem minna mega sín að liði, ef
lögmál leyfa. Ég efaðist ekki um að
þessar mæðgur áttu að hittast. Og það
var dásamlegt fyrir mig, að fá þama
tækifæri til að rétta fram hjálparhönd í
gegnum hlýjar hugsanir og fullkomið
traust á vilja Guðs. Við horfðumst í augu
andartak og hún sagði við mig: „Elsku
vina, ef ég get einhvem tíma einhvers
staðar á leið þinni í jarðlífinu létt þér
gönguna þá mundu, að ég á enga ósk
heitari en að fá tækifæri til þess að
endurgjalda þér það sem þú í einlægni
gerðir fyrir mig og bamið mitt.“ Síðan
brosti hún gegnum tárin og hvarf sjónum
mínum.
Eftir að ég kom heim hef ég oft fund-
ið nálægð hennar, eins og hún væri að
minna mig á loforð sitt. Þess vegna
datt mér í hug í vor að biðja hana að
hlúa að persónu, sem ég hef verið að
styðja og er mér mjög kær, en býr yfír
miklum dulrænum hæfíleikum. Það er
eftirtektarvert að framangreind persóna
telur sig þegar hafa orðið vara við um-
hyggju og kærleika þessarar látnu vem,
séð hana og hefur getað lýst henni.
Skynjun okkar á þessari indíánastúlku
fer því saman og er það mjög örvandi
fyrir mig.
Mér er alveg ljóst að þessi frásögn
mín mun ekki breyta miklu í dagfari
fólks, en það er þó von mín, að það veki
einhvem til umhugsunar um að breyta
rétt og kristilega. Ef innflytjendur
Bandaríkjanna hefðu gert það, hefði
aldrei komið til, að dulræn kona frá ís- j
landi hefði verið beðin um hjálp, vegna [
afleiðinga fomra óhæfuverka. I þessari jj
frásögn, sem er sönn, endurspeglast það j!
hróplega óréttlæti, sem fmmbyggjar
Ameríku urðu fyrir af hendi hvítra
manna og hvemig afleiðingar þess geta [
birst skyggnum augum í hinum ömurleg- j
ustu myndum iöngu síðar.
Sálrænir hæfileikar
Þareð ég var í tíu ár ntstjóri tímaritsins Morguns, sem Sálarrann-
sóknafélag Islands gefur út og meðal annars fjallar tim sálræna
hæfileika, er mér vel um það kunnugt, að slíkir hæfiieikar leyn-
ast með ýmsum hér á landi. Enda hef ég fært að því nokkur rök
eða a.m.k. líkur, að skilyrði fyrir slíkar gáfur séu mjög góð hér
á íslandi, enda hafa erlendir miðlar, sem hingað hafa komið,
mjög tekið eftir því. Sumir íslendingar eru þannig bæði gæddir
skyggnigáfu og dulheym. Aðrir hafa af vanþekkingu mjög óskað
sér að hafa slíka hæfileika. En þeir geta verið tvíeggjað sverð. Það er ekki alltaf
þægilegt að hafa fleiri skilningarvit þroskuð en þessi fímm, sem flestir verða að
láta sér nægja. Slíkt getur því vakið tortryggni, sem ekki er alltaf til góðs.
Sérstaklega hef ég kynnst slíkum hæfileikum hjá einni manneskju. Það vill nefni-
lega svo til, að eiginkona mín, Jóna Rúna Kvaran, hefur fengið að vöggugjöf bæði
skyggnigáfu og dulheym, ásamt fleiri sálrænum hæfíleikum. Þegar ein besta vin-
kona hennar ákvað því fyrir nokkrum árum að skreppa til Bandaríkjanna til þess
að heilsa þar uppá ættingja sína, fór hún þess á leit við Jónu, að hún færi með henni
í þessa ferð. Eg fékk strax mikinn áhuga á því, að úr þvi gæti orðið. Skal ég ekki
leyna því, að mikinn þátt í þessum áhuga mínum á Ameríkuferð Jónu, átti vitan-
lega forvitni mín. Myndu sálrænir hæfíleikar hennar koma með einhveijum hætti í
Ijós þama hinum megin við Atlantshafíð, eins og þeir ekki höfðu Ieynt sér héma
heima á íslandi? Frásögn hennar af því sem gerðist í þessu ferðalagi þótti mér svo
athyglisverð, að ég linnti ekki látum fyrr en hún hafði skrifað hana upp. Ég hygg
að lesendur Lesbókar hefðu vafalaust einnig mjög mikla ánægju af að heyra þessa
frásögn, og þess vegna fékk ég að lokum leyfí Jónu Rúnu til þess að birta hana
hér, þar sem ég oft skrifa greinar um sitt af hveiju, þótt frásagnir af sálrænum
hæfíleikum íslendinga hafí hingað til ekki verið aðalumræðuefni mitt. Hér að ofan
fer því frásögn Jónu Rúnu Kvaran af þessu merkilega ferðalagi, að því leyti sem
það snerti sálræna hæfileika hennar. ÆVAR R. KVARAN