Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Qupperneq 4
Jo Benkow. Höfundur ofannefndrar bókar, Jo Benkow, fyrrverandi formaður Hægri flokksins í Noregi, síðar þingflokksformaður og núver- andi forseti Stórþingsins, er fyrsti gyðingurinn sem tekið hefur sæti á norska þjóðþinginu. Hann er fæddur í Þrándheimi 1924, en á æskuárum hans fluttist fjölskyldan til Stabekk í Bærum, skammt frá Osló. 1942 flúði hann til Svíþjóðar ásamt föður sínum, bróður og frænda og gegndi herþjónustu í norska flug- hemum sem hafði bækistöðvar í Bretlandi og Kanada. í bókinni segir Benkow frá uppvexti sínum og árekstrum milli hins örlitla gyðing- lega lífssviðs og hins hánorska og spruttu stundum af pústrar og brigslyrði. Bókin er þannig saga um æsku sem var erfið og hamingjurík í senn. Kímni Benkows er mjög notaleg og háttvísin bregst honum aldrei. Hann rekur sögu ættar sinnar svo langt aftur í tímann sem unnt er að rekja hana og bregður jafnframt Ijósi á gyðing- lega siði og venjur. Bókin er rík af viturlegum athugunum á mannlegu eðli og samskiptum ólíkra kynþátta. Mannlýsingar hans eru margar með miklum ágætum og ber þar hæst lýsingu föðúr hans. Siðrænt gildi bókarínnar er þó það sem mér er efst í huga að bókinni lesinni. Konunum í fjölskyldu Benkows auðnaðist ekki að flýja yfir til Svíþjóðar í tíma, og er það sorgarsaga þyngri en tárum taki. Nauðungarflutningur í útrýmingarbúðir nasista í Þýskalandi varð hlutskipti þeirra, og átti engin kvennanna afturkvæmt. Lýsing Benkows á tildrögum þeirrar helfarar er í senn hófsöm og átakanleg, og heitir sá kafli: Fjölskyldan sem hvarf, og er íslenskaður hér. Jo Benkow er Ijósmyndari að mennt, maður sem hafist hefur af mannkostum sínum til virðingarstöðu sem næst gengur embætti konungs. Hann býður af sér óvenjulega góðan þokka og yfirlætisleysi hans í framgöngu er einstakt. Málflutning- ur hans í ræðu sem riti er sömu ættar: málefnalegur og hlýr. Alveg óborganlegir eiginleikar á tímum óstöðvandi orðaflaums, sem segir minna en ekki neitt. Bókin kom út í ár og hefur selst bóka mest í Noregi, eða í 160 þús. eintökum, sem samsvarar tíu þúsund eintökum á íslenskum markaði, eða sama eintakafjölda og tvö ævisögubindi Agnars Kofoed-Hansen eftir undirritaðan hafa selst í samtals, ef einhvem skyldi langa til að vita það. Má af fyrmefndri tölu marka að Norðmenn eru mun meiri bókaþjóð en íslendingar ef til vill hyggja, og þrátt fyrir stærðarmun þjóðanna, sem er sextánfaldur okkur í óhag, leggja Norðmenn raunar ekki söluskatt á bækur; og ætti nú ekki að vefjast fyrir Rithöfundasambandinu íslenska að reikna út aðstöðumuninn í hörðum gjaldmiðli. Gyldendal, Norsk forlag, Osló (Erlend réttindi: Eva Lie-Nielsen) gaf bókina út. Bergen á aðventunni 1986, Jóhannes Helgi. Frá bænahúsinu til Stórþingsins Kvöld eitt í októbermánuði 1942 sátu foreldrar mínir í eldhúsinu og ræddust við, Við hin sátum í stofunni. Eg var beðinn að koma inní eldhús og loka á eftir mér. Mér var sagt að ég ætti að flýja með Hermanni frænda til Svíþjóðar í næstu viku, og myndi hann sjá um allan undirbúning. Ég bar meira traust til hans en nokkurs annars manns. í áranna rás voru þeir orðnir margir sem leitað höfðu ásjár hans undir erfíðum kringumstæðum, sem kröfðust áræðis og snarræðis. Erfíði hvunndagsins var honum að sama skapi Kafli úr sjálfsævisögu JO BENKOWS, núverandi forseta norska Stórþingsins, og fjallar hann um átakanlega atburði í hinum hernumda Noregi. Þýðandinn, Jóhannes Helgi, ritar formála. framandi. Á því lék enginn vafí að foreldrar mínir báru hið sama óskoraða traust til Hermanns frænda. Ef svo hefði verið, þá hefðu þau haft önnur ráð að því er mig varðaði. Ég var viss um að foreldrar mínir hefðu tekið rétta ákvörðun. Það hljóta að hafa átt sér stað langar og ítarlegar samræður milli þeirra og frænda míns og bróður. Eftir að beinum vopnaviðskiptum lauk í Noregi sumarið 1940 var ástandið á yfír- borðinu skipulegt og rólegt, þrátt fyrir hemámið. Þýska hervaldið var agað og að- hafðist ekki annað en það sem það fékk skipun um, þótt auðvitað kæmi til árekstra af og til. Eftir að hið ótrúlega hafði gerst varð tilveran smátt og smátt á ný venju- bundin, að vísu við óvenjulegar aðstæður. Þótt stríðið og hemámið mótaði nú líf Norðmanna, hélt meirihiutinn þrátt fyrir allt áfram að sýsla við sitt. Flestir hugsuðu sem svo að einn góðan veðurdag myndi þrengingunum linna og að hinn góði mál- staður bæri að lokum sigur úr býtum. Afstaða Þriðja ríkisins til Noregs og Norðmanna bar keim af kynþáttakenning- um nasista. Þeir ólu með sér kynlegar og í hæsta máta óvísindalegar hugmyndir um yfírburði hins germanska kynstofns. Hinn hávaxni, ljósi og bláeygði Norðmaður kom ágætlega heim og saman við hina þýsku fyrirmynd. Þjóðveijamir álitu að skilyrðin til blóð- og þjóðarblöndunar svo hreinrækt- aðra og háættaðra þjóða væru hin ákjósan- legustu. Hin þýska kynþáttalega sjálfsdýrkun var, svo sem kunnugt er, grundvöllurinn sem endurreisa skyldi á sjálfstraustið sem beðið hafði hnekk eftir fyrri heimsstyijöld. Það var liður í þeim sálræna hemaði sem miðla skyldi þýsku þjóðinni nýju baráttuþreki og samtímis löggilda þá meðferð sem hún lét aðra sæta. Víkingar, norrænar goðsagnir og allt sem norrænt var, það féll í kramið hjá Þjóðvetj- um. Norðmenn voru sem sé meðal hinna há- göfiugustu og gæðin allt önnur en t.d. meðal hinna undirokuðu og fyrirlitlegu slavnesku þjóða. Voðaverk af þeirri tegund sem Þjóðvetjar unnu í öðrum löndum heyrðu til undantekn- inga hér heima á fyrsta ári stríðsins, þótt sumt sem gerðist væri nógu slæmt. Þess vegna voru þeir margir sem lengi hneygð- ust til að trúa því að hinar skelfilegu sögur sem voru á kreiki, væru flugufregnir og ýkjur. En eftir því sem gerræðislegum hand- tökum fjölgaði fékk maður annað og raunsærra viðhorf til innrásarhersins. Til- skipanir að viðlagðri dauðarefsingu fóru að birtast. Gíslar voru teknir og góðir Norð- menn skotnir. En þrátt fyrir allt, sem við vissum, var engu að síður erfítt að trúa þessu. Manneskj- an er undarlegur skapnaður, haldin eilífum veruleikaflótta, sannfærð um að hið versta geti aldrei hent hana sjálfa, þrátt fyrir að það hendi stöðugt aðra. Það er sennilega með þeim hætti einum unnt að afbera lífíð. Menn þarfnast trúar á slembilukku, hversu hverfandi lítil sem hún nú er. Foreldrar mínir og kynbræður í Noregi hefðu átt að vita betur, þótt þeir vissu ekki allan sannleikann á fyrsta ári stríðsins. En það er raunar ofvaxið ímyndunarafli manna, sem eru með öllum mjalla, að setja sér fyr- ir sjónir kerfísbundna útrýmingu heillar þjóðar. Teknar höfðu verið í notkun þær aðferðir sem þýskur iðnaður var orðlagður fyrir og beitt hafði verið með einstæðum árangri, nema nú var markmiðið öndvert: Horfíð var frá fjöldaframleiðslu til fjöldaeyð- ingar. Það gerðist hiklaust og gagnhugsað, í anda þýskrar hefðar um nákvæmni og áætlanagerð í smæstu atriðum. Á þessu kunnum við skil núna en vissum ekki um þá. Það er ótrúlegt að í dag skuli fínnast Norðmenn, sem hafna þessum sögu- legu staðreyndum, svo yfirþyrmandi skjal- festar sem þær þó eru. 1942 voru Hitler og handlangarar hans komnir vel áleiðis með það sem hét „hin endanlega lausn gyðingavandamálsins". í fyrstu lotu einbeintt þeir sé að hinum mið- lægu svæðum sem hertekin höfðu verið í Evrópu. Gyðingaofsóknir Hitlers voru líka vel kunnar í Noregi, þótt norskir gyðingar hefðu, ef undan eru skildar vanalegar auð- mýkingar, fengið að vera nokkum veginn í friði. Það voru norsku nasistamir, fremur en Þjóðveijamir, sem fram að þeim tíma höfðu verið óbilgjamastir og skrílslegastir. En þrátt fyrir að tala gyðinga í Noregi væri mjög lág, og áhrif þeirra nánast eng- in, var hún ekki of lítil fyrir Þjóðveija, sem höfðu á pijónunum metnaðarfullar ráða- gerðir um hina nýju Evrópu. Hún átti að vera „gyðingasneydd". í september 1942 varð fyrst vart orðróms hér heima um að nú væri röðin komin að norsku gyðingunum. Fjöldahandtökur allra karlkynsgyðinga væru yfírvofandi, sögðu sögusagnir. Margir flúðu til Svíþjóðar. í nokkmm til- fellum fóru heilu fjölskyldumar. Aðrir kusu að vera um kyrrt. Enn aðrir kusu að doka við og sjá hveiju fram yndi. Það varð þeim dýrt. Þeir voru áreiðanlega margir sem hefðu kosið að geta flúið, en þorðu það ekki vegna þess að þeir vissu ekki hvemig framkvæma ætti flóttann. Því fór fjarri að allir hefðu milligöngumenn sem varað gætu við og hjálpað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.