Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Page 5
Ég er samt ekki í vafa um að fjöldi
norskra gyðinga naut einstakrar aðstoðar
landa sinna.
Þeir voru líka ófáir gyðingamir sem fengu
tilboð um hjálp, en þáðu ekki. Til þess gátu
legið margar ástæður. Menn kunna að hafa
verið hræddir við að treysta mönnum utan
hins gyðinglega samfélags, ellegar óttast
að þeir stæðust ekki álagið. Nokkrir kunna
vitandi vits að hafa ákveðið að taka því sem
verða vildi, í því tilviki að flugufregnimar
reyndust annað og meira, en orðin tóm.
Afstaða foreldra minna var raunsæ, en
því miður ekki nógu raunsæ.
Fjölskylda okkar var sannfærð um, eftir
því sem hermt var, að það væm karlkyns-
gyðingar sem Þjóðveijar væm úti eftir í
fyrsta áfanga. Á þessari forsendu vom
áætlanimar gerðar. Faðir minn og bróðir
áttu að flýja skömmu eftir að Hermann
frændi og ég væram famir. Bróðir minn
átti konu og ungan son, og varð að gera
sérstakar ráðstafanir vegna þeirra.
Fyrirvaralaus flótti í tilfelli fyrir móður
mína, systur, móðursystur og frænkur, var
nákvæmlega skipulagður og milligöngu-
menn útvegaðir.
En á þessu tímaskeiði vom allir sannfærð-
ir um að í fyrstu atrennu væm það karl-
mennimir sem væm í leitarljósinu og
brýnast væri að koma undan.
Ég bar ekki þann beyg í bijósti sem þó
hefði verið ástaeða til. Hugsunin um Her-
mann frænda átti vafalaust sinn þátt í því.
í fangi móður sinnar 1925. Konumar
í Benkow-fjölskyldunni voru drepnar í
útrýmingarbúðum í Þýzkalandi.
Auk þess hafði ég heyrt um marga sem
lent höfðu í meiri háska en þeim að flýja
yfir til Svíþjóðar. Engu að síður var ég óró-
legur og eirðarlaus. I fyrsta sinn á ævinni
skildi ég hve mikilvægt var að vera rólegur
í framgöngu þrátt fyrir spennu, ótta og
taugaóstyrk.
Foreldrar mínir brýndu fyrir mér algera
þagmælsku. Það kynni að vera lífshættulegt
að segja nokkmm frá ráðagerðinni. Jafnvel
bestu vinur mínir máttu ekkert fá að vita.
Um þessar mundir gekk ég í Grimeland-
skóla. Þar var hægt að taka stúdentspróf
á tveimur ámm. í fyrri menntaskólanum á
Stabekk, varð árangurinn lítill vegna kring-
umstæðnanna. Við vomm tveir frá Stabekk
sem sóttum skólann á Grimeland. Besti vin-
ur minn alla tíð, Einar M. Osen, var annar.
Vegna sjúkdóms hafði hann farið á mis við
stóran hluta námsefnisins á fyrsta mennta-
skólaárinu. Báðir hugðumst við vinna upp
það sem farið hafði forgörðum.
Ég fékk fyrirmæli um að greina skólanum
og nánum vinum frá því, að ég hefði fengið
bijóstveiki og þyrfti að taka mér ferð á
hendur til að endurheimta heilsuna. Þetta
væri nauðsynlegt, sagði faðir minn, til að
komast hjá að vekja grun og losna við fyrir-
spumir fyrsta kastið eftir brottför mína.
Engu að síður trúði ég nánum vini fyrir
hvers kyns var, Tor Heilund. Ég var sann-
færður um að það væri hættulaust. Hann
tók í sína vörslu nokkrar bóka minna og
myndaalbúm, man ég.
Ástæðan fyrir því að til era fjölskyldu-
myndir er að ég fékk albúmin aftur eftir
stríðið. Flestar myndimar í bókinni fann ég
í þessum albúmum.
I
Síðdegis brottfarardaginn snæddum við
miðdegisverð saman, foreldrar mínir, systir
mín og ég. Ég átti að gista í Osló nóttina
sem fór í hönd. Meira vissi ég ekki. Ég
átti ekki að taka með mér annan farangur
en stóra skólatösku. Það gat auðveldlega
vakið gransemdir, ef ég tæki of mikið með
mér.
Kveðjustundin varð ekki eins erfíð og ég
hafði gert mér í hugarlund. Ég gerði ráð
fyrir að hitta alla á ný eftir tiltölulega
skamman tíma. Foreldrar mínir sýndu mikla
stillingu. Það reyndi ég líka að gera, þótt
kökkur sæti í hálsinum. Ég var nú þrátt
fyrir allt orðinn 18 ára og maður með mönn-
um.
Sú sem leið mest og átti erfíðast með að
vera eðlileg og óþvinguð var systir mín.
Uppgerð hughreysti hennar, sem svo auð-
velt var að sjá í gegnum, gekk mér í
hjartastað.
„Hafðu það nú gott, Joffa,“ sagði hún,
„og hagaðu þér nú vel.“ Koss í kveðjuskyni
kom ekki til mála. Hún myndi hafa hörfað
skelkuð, ef ég hefði haft uppi tilburði í þá
vem.
Þegar Ada, litla dóttir Cesiliu, byijaði að
tala, gat hún ekki borið fram naftiið mitt.
Jósef varð að Joffa. Það nafn festist við
mig, þó aðeins notað innan fjölskyldunnar
og við tækifæri þar sem eðlilegt var að
leggja áherslu á nánd og samheldni í lokuð-
ura og þröngum hópi.
Ég minnist þess ekki að systir mín hefði
notað nafnið fyrr. Lengra gat hún ekki teygt
sig í innileika. En það var nógu lagnt. Það
fólst meiri kærleikur og dulin umhyggja í
þessari hinstu kveðju hennar en í fljótu
bragði virðist.
Af ástæðum sem ég get ekki skilgreint,
fékk skilnaðurinn við systur mína mest á
mig.
Hermann frændi og ég ferðuðumst ásamt
landamæralóss til stöðvarinnar í Berg, í
útjaðri Halden. Við gengum inní bæinn og
neyttum hádegisverðar á hóteli.
Þegar myrkt var orðið um kvöldið héldum
við áfram á fæti inn með Iddefirði þar sem
okkar beið róðrarbátur sem lóssinn hafði
útvegað. Þar kvöddum við hjálparmann
okkar. Ég fékk að róa. Því er ekki að neita
að hjartað hamraði í bijósti mér. Ég var
ekki sleginn felmtri, en hræddur var ég.
Að mínu viti var það ekki neinum erfiðleik-
um bundið að uppgötva okkur, þrátt fyrir
svartamyrkur.
En við komumst yfir heilir á húfi.
Þrem vikum seinna fengum við þau skila-
boð að bróðir minn væri kominn yfir. Rétt
á eftir kom faðir minn og fjölskylda bróður
míns.
Hin komu aldrei.
Ég hef ekki tölu á hve oft ég hef spurt
sjálfan mig þeirrar spurningar, hvemig mál
eiginlega þróuðust í fjölskyldunni eftir að
ég fór. Ég þorði engan að spytja. Hvað fór
úrskeiðis?
Ég veit að móðir mín fékk viðvömn, og
góðir Norðmenn buðu henni aðstoð. Af
ástæðum sem ég hef aldrei skilið kaus hún
að vera um kyrrt, eða kannski var hún á
báðum áttum og beið of lengi.
Kannski hafa tengsl hennar við heimilið
verið svo sterk að hún hafði ríghaldið sér
við það í lengstu lög. Kannski hefur hún
neitað að trúa því að hennar biði annað og
verera en nauðungarvinna og fangabúðir
til stríðsloka. Ég get ekki ímyndað mér að
það hafi verið í samræmi við samkomulag
hennar við föður minn og Hermann frænda,
að hún hefðist ekki að og biði átekta. Hún
hlýtur með einum eða öðmm hætti, að hafa
farið í einskonar baklás. Öðmvísi get ég
ekki skilið það.
Ég kom mér aldrei að því að spyija, hvers
vegna í ósköpunum við ekki fómm öll í einu,
eða að minnsta kosti nokkum veginn sam-
tímis, í litlum aðgreindum hópum.
Hvem gat ég eiginlega spurt? Hin sama
spuming hefur vafalaust ásótt föður minn
til dauðadags, þótt enginn spyrði hann. Ég
get vel ímyndað mér þær örvæntingarfullu
sjálfsásakanir sem hljóta að hafa þjáð hann
og angrað.
Faðir minn var í Stokkhólmi daginn sem
fréttin barst um að mamma og hinar kon-
umar í fjölskyldunni hefðu verið fluttar til
Þýskalands. Ég og bróðir minn vomm í
Uppsölum.
Það var bróðir minn sem greindi mér frá
því sem gerst hafði. Ég lá þá á sjúkrahúsi.
Það var í fyrsta skiptið sem ég minnist
að hafa heyrt hann ákalla æðri máttarvöld:
„Ef guð er til, þá mun hann gæta sinna!“
Og hvað annað gat hann í rauninni sagt?
Konumar í flölskyldunni vom allar teknar
af lífi í Auschwits. Mamma varð 47 ára og
systir mín 28. Sólveig frænka var einmana
sál, hún fékk þó til hinstu stundar að vera
samvistum við þá sem stóðu henni næstir.
Hún varð 38 ára. Cesilie varð 42 ára. Dótt-
ir hennar, Ada, varð aðeins fjögurra ára.
Stór hluti fjarskyldra ættingja og um-
gengnisfólks okkar af gyðinglegum uppmna
var einnig fluttur til Þýskalands og átti
ekki afturkvæmt.
Faðir minn kvæntist aftur á efri ámm.
Hann lést 1955, tæplega sjötugur. Bróðir
minn og ég vorum hjá honum þegar hann
gaf upp andann. í andarslitmnum ákallaði
hann móður mína. Það var jafn gagnslítið
þá og í annan tíma, í betur meðvituðu
ástandi.
Það var í fyrsta sinn að ég sá bróður
minn gráta.
Þrátt fyrir allt vom það hreint ekki svo
fáir af nánum ættingjum mínum sem lifðu
stríðið. Margar fjölskyldur biðu stærra af-
hroð, nokkmm var útrýmt með öllu.
Engu að síður var fjölskyldan horfin, í
þeirri mynd sem ég hafði ímyndað mér að
hún yrði um aldur og ævi. Það vom einung-
is ég og faðir minn sem um stundarsakir
bjuggum undir sama þaki. Herbergin vom
hin sömu og fyrir stríð, en heimili gátu þau
ekki orðið á ný. Bróðir minn átti heima í
Moss og hafði eigin fjölskyldu að annast.
Og leiðir pabba og Hermanns, móðurbróð-
ur, skildu. Þeir sleiktu síðan sár sín hvor
með sínum hætti.
Fleiri vomm við ekki.
Systkini pabba og fjölskyldur þeirra
bjuggu í Svíþjóð. Af sjálfu leiddi að við
sáumst ekki oft. Þótt vitneskjan um nána
ættingja á lífí kunni að vera mönnum styrk-
ur á þungbæmm stundum, verða þeir aldrei
hluti hvunndagsins né heldur geta þeir fyllt
í tómarúm sem myndast. Eftir því sem tímar
liðu vom það einungis áramót og jarðarfar-
ir sem gáfu tilefni til samvista.
Pabbi endumýjaði ekki kynnin við þá sem
eftir lifðu af hinum gyðinglegu samvistar-
mönnum okkar frá fyrri tíð. En hann átti
tvo nána vini sem vora honum styrkur. Isak
Dworsky, móðurbróðir hálfbróður míns, lifði
stríðið. Pabbi leitaði aftur í tímann. Það
vom ættingjar fyrri konu hans sem hann
tengdist nýjum böndum. Fjölskylda móður
minnar var jú horfin. Hinn vinurinn, sem
pabbi leitaði halds og trausts hjá, hét Carl
Dichelt. Hann var kvæntur systur Söm
Lea, fyrri konu föður míns.
Bæði Isak Dworsky og Carl Dichelt vom
gyðingar, ekki samt með sama hætti. Carl
var ekki fæddur gyðingur, heldur þýskur
„aríi“ af bestu tegund og sæmdur jámkross-
inum í fyrri heimsstyijöld. Hann er einasti
Þjóðveiji sem ég veit til að gengið hafi
gyðingdóminum á hönd. Það var alveg óvið-
komandi trúarbrögðum; hann gerði það í
mótmælaskyni. Hafi Carl ævarandi sæmd
fyrir það, og fyrir margt annað.
Bæði Isak og Carl bjuggu við góð efni
og höfðu ætíð haft meira umleikis en pabbi.
En báðum þótti mjög vænt um pabba og
sóttust eftir félagsskap hans; ekki bara
vegna þess að hann væri einmana, heldur
líka vegna hins að þeir höfðu ánægju af
samvistum við hann.
Þýðandinn, Jóhannes Helgi rithöfundur, býr í
Noregi.
JAPONSK
UÓÐ
Jón úr Vör íslenskaði eftir
ýmsum fyrirmyndum á Norð-
urlandamálum eftir mismun-
andi þýðendur.
Þau ljóð eða vísur, sem hér birt-
ast að þessu sinni, era eftir
nokkra nafngreinda höfunda, en
þau eiga það aðeins tvennt sam-
eiginlegt að vera eftir allfoma japanska
höfunda nafngreinda, en annað en nöfn
þeirra veit ég raunar ekki, og að Bashö
er kallaður fyrirrennari hinna og þeir
allir lærisveinar hans. Lfklega er hann
þá á undan þeim í tímanum, en hve
miklu munar veit ég ekki. Ekki hverrar
stéttar þeir hafa verið að atvinnu eða
menntun. Það er þó tekið fram um Sano-
jo, að hún, ein þessara sex skálda, hefur
verið kona.
Báshö:
Fiðrildi
ef þú gætir sungið
værirðu fyrir löngu
orðinn fangi mannanna
í búri.
Þegar kirsubeijatrén blómgast
vakna á ný
löngu gleymdar minningar.
Haustkvöld —
krákan hefur valið sér sæti
á visinni skógargrein.
Tijátíslan
tekur sér enga málhvíld —
líf hennar er svo stutt.
SONO-JO,
1649-1698
Barnið,
sem ég ber á bakinu,
leikur sér við hár mitt.
OTSUYU,
1655-1739
Svalan
snýr sér við í loftinu —
hefur hún gleymt einhveiju?
KYOROKU,
1655-1715
Raddimar
ofar hinum hvítu skýjum:
lævirkjar.
RANSETSU,
1653-1707
Með fylkingu
hinna vammlausu pílagríma
heldur villigæsin heim á leið.
JOSO,
1661 — 1704
Kaldari en snjór
eru geislar tunglsins
á hærum mínum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNl 1987 5