Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Qupperneq 7
Geysisgos. Stundum hefur verið beðið lengi eftirgosi ogá tímabili var sem hvernum væriþrot- inn máttur, en eftir að frárennslisraufin var dýpkuð aftur, hefur verið hægt að framkalla gos með sápu. og hverasvæðið í Haukadal Geysir í Haukadal er tvímælalaust eitt fræg- asta náttúrufyrirbæri á íslandi og nafn hans samheiti um víða veröld á gjósandi hverum. Þótt núlifandi kynslóðir hafi ekki alist upp við neina virkni að ráði í þessum heimsfræga Um 100 þúsund ferðamenn komu til Geysis á síðasta ári og þá var tekið í notkun nýtt veitingahús, sem raunar hefur ekki verið lokið við, en bætir margfaldlega aðstöðuna til þess að taka sómasamlega á móti fólki þar. Einnig hefur Einar E. Sæmundsson landslagsarkitekt unnið að skipulagstillögum fyrir svæðið. eftir Huldu Yaltýsdóttur og Gísla Sigurðsson hver, er hann þjóðarstolt okkar og reyndar bróðir hans Strokkur og fleiri minni systk- ini í grenndinni. Að sögn þeirra sem til þekkja heimsækja um 100.000 ferðamenn staðinn árlega eða 90—95% allra erlendra ferðamanna sem koma til landsins og eru þá ótaldir þeir ís- lendingar sem gera sér ferð þangað. Þessi staðreynd leiðir hugann að því hvemig að staðnum er búið og hver séu framtíðaráform um hann. Engin vemd samkvæmt lögum í Náttúruminjaskrá, sem gefin er út af Náttúruvemdarráði, segir að Geysir og svæðið í kring um hann — 15 ha að stærð — sé í umsjá Geysisnefndar sem fyrst var skipuð 1953. Þar kemur líka fram að enda þótt Geysissvæðið sé skráð í kaflanum um friðlýsta staði á íslandi, sem em alls 58 að tölu, nýtur hann ekki eins og þeir vemdar samkvæmt lögum. Hins vegar eru til reglur varðandi umferð um Geysissvæðið og mun Geysisnefnd styðjast við þær þegar um málefni þess er fjallað. í Geysisnefnd eiga nú sæti: Runólfur Þórarinsson f.h. menntamálaráðuneytisins, sem er formaður nefndarinnar, Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins, Guðmundur Pálma- son jarðfræðingur, Kjartan Lámsson f.h. Ferðamálaráðs og Árni Johnsen alþingis- maður. í bæklingi sem Geysisnefnd gaf út árið 1964 em fýrmefndar reglur birtar. Birgir Thorlacius, þáverandi ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, ritar formála, en dr. Trausti Einarsson prófessor er höfundur ritsins. í því er gerð góð grein fyrir fomum hug- myndum um jarðhita og síðari þróun þeirra. Sagt er frá uppmna hveravatns og hvaða efni em í því, lýsing er á svæðinu og gefn- ar almennar upplýsingar um hveragos. Þá er kafli um svokallaða bláhveri og loks er sagt frá hinni sérkennilegu hrúðurmyndun sem verður við hveri og er hin fegursta náttúmsmíð. Um fomar hugmyndir varðandi jarðhita segir dr. Trausti: „Hveragos vom lítt eða ekki þekkt í Evrópu fyrr á tímum nema á íslandi. Jarðhiti er að visu á Ítalíu og grísku eyjunum en þar er einkum um að ræða hvæsandi gufuaugu, heitt loft, leirpytti og Strokkur gýs fyrir Kristján kóng IX í ágúst 1874. Málmstunga eftir Carl F. Sörensen. Geysismynd eftir Emanuel Larsen frá 1849. Úr bókinni ísland á 19. öld eftir Frank Ponzi. Ljósmynd/Rafn Hafnfjörð. Blesi er einn af fallegustu hverunum á hverasvæðinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNÍ 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.