Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Side 10
Óþerrísholan, smækkuð mynd af Geysi og gýs, ef í hana er látin sápa, þó miklu Hrossagirðing utanum Geysi. Gersamlega óþarft mannvirki og lýsir einstæðu
fremur í óþurrkatið. smekkleysi. Sumir taka dýpra íárínni og tefja, að hér séu beinlínis náttúruspjöll.
Bærinn á Laug stendur við þjóðveginn, skammt frá hverasvæðinu og er
innan þess reits, sem lagt hefur veríð til að verði fríðlýstur. Laug er í
eyði, enginn býr i bænum og hann er að grotna niður. Sjálfsagt er að
endurbyggja bæinn í burstastílnum og mætti þá nota hann til margra
hluta, annaðhvort sem annexíu frá hótelinu, fyrir svefnpokafólk til dæmis
eða hestamenn, eða fyrir gestabústað á vegum ríkisins.
Steinninn Sigurjónstak er hjá Óþerrís-
holunni, nefndur eftir Sigutjóni á Álafossi,
landskunnum kraftamanni á sínum tíma,
og tók hann steininn upp að þvi að sagt
er. Það gerði einnig Bjarni Ágústsson frá
Hróarshoiti, bróðir Guðmundar glímu-
kóngs, en ekki er vitað til þess að fleirum
hafi tekizt að lyfta Siguzjónstaki.
Áður en miklir jarðskjálftar urðu hér á
Suðurlandi 1896 höfðu gos úr sjálfum Geysi
næstum fallið niður um all langt skeið, en
þá hófust þau á ný. Árið 1915 var Geysir
aftur sofnaður værum blundi þar til 1935
að rauf var höggvin í skálina til að lækka
vatnsborðið. Raufin fylltist hins vegar smátt
og smátt af steinefnum en árið 1981 var
hún hreinsuð á ný og nú er hægt að fram-
kalla gos með því að lækka vatnsborðið og
gefa honum vænan skammt af sápu.
í fyrmefndum bæklingi segir líka frá
skrítinni sögu um eignaréttinn á þessu sér-
stæða svæði — en sagan lýsir vel tíðarandan-
um og metnaðarleysi íslendinga gagnvart
íslensku náttúrufari og fyrirbærum. Geysir
var nefnilega seldur árið 1899 breskum viskí-
framleiðanda, James Craig að nafni, sem
síðar varð forsætisráðherra Norður-íríands.
í eitt eða tvö ár eftir þessa sölu urðu menn
að borga fyrir að fá að skoða hverina. Síðan
var sá háttur lagður af og hefur ekki tíðkast
síðan. Breski eigandinn gaf vini sínum þessa
eign, en þeim manni var lítt um gjöfma
gefið og gaf hana aftur frænda sínum í
arf. Árið 1935 Keypti Sigurður Jónasson
forstjóri í Reykjavík svo Geysissvæðið og
gaf það íslensku þjóðinni.
Skipulag Geysissvæðisins
Nú er farið að huga að framtíð Geysis-
svæðisins til lengri tíma. Vorið 1986 var
Einari E. Sæmundsen landslagsarkitekt fal-
ið að vinna tillögur um skipulag á svæðinu
og er það verkefni unnið fyrir Skipulag ríkis-
ins og Biskupstungnahrepp. Tillögur hans
hafa verið kynntar þeim aðilum ásamt Geys-
isnefnd.
Hann var spurður hver væru helstu
áhersluatriði í tillögunni.
„Þegar gert er aðalskipulag fyrir Geysis-
svæðið verður umfram allt að hafa í huga
að umhverfi Geysis verði ekki raskað með
mannvirkjum frekar en orðið er. Einnig
verður að hafa það hugfast að okkur ber
skyida til að vemda þetta svæði með þeim
aðferðum sem við teljum heppilegastar á
hveijum tíma.
Lagt er til að allt svæðið milli Laugaár
og Beinár inn að skógræktinni í Haukadal
verði friðað á einn eða annan hátt — hér
hugsað að Geysir verði náttúrvætti með
rúmu svæði umhverfis.
Geysir og Gullfoss eru meðal fjölsóttustu
ferðamannastaða landsins og gefur því
augaleið að nokkum viðbúnað þarf að hafa
tii að geta tekið á móti öllum þessum ferða-
mönnum. Settar hafa verið fram hugmyndir
um að á Geysissvæðinu verði aðalmiðstöð
og þjónusta við ferðamenn í byggð áður en
lagt er á hálendið Kjöl. Forsenda þess er að
á Geysi er vísir að slíkri þjónustu, góðar
samgöngur, heitt og kalt vatn og rafmagn.
Nálægðin við Suðvestur-landið og þétt-
býlið þar, og batnandi vegakerfí, auka líkur
á því að ferðamannatíminn geti lengst er
fram líða stundir þótt auðvitað verði álagið
mest §óra sumarmánuðina. Þessi atriði öll
auka afkomumöguleika þeirra sem stunda
þjónustu við ferðamenn.
Þeir þættir ferðamannaþjónustu, sem hér
er gert ráð fyrir, em:
1. Veitingar, greiðasala og gistiþjónusta í
einhverri mynd.
2. Tjaldsvæði með snyrtingu og eldunarað-
stöðu.
3. Þjónusta við akandi umferð, bensín og
þvottur.
4. Á sjálfu hverasvæðinu þarf að gera átak
í gangstígagerð og merkingum.
í tengslum við uppbyggingu á aðstöðu
verður að gera ráð fyrir góðu rými fyrir
fræðslustofu.
í þessuni tillögum er gengið út frá þeim
kjama byggðar sem risin er við Geysi og
gerð tilraun til að afmarka byggðina. Þeim
atriðum sem mikilvæg em til að geta leyst
af hendi nauðsynlega þjónustu við ferða-
menn, er komið fyrir í núverandi byggð.
Umferð um svæðið, eins og henni er hátt-
að í dag, er óviðunandi. Þjóðvegurinn sker
byggð og þjónustu frá hverasvæðinu, sem
allir em komnir til að skoða, og þetta skap-
ar stöðuga og vaxandi slysahættu.
í tillögunni er einnig lögð áhersla á að
akandi umferð verði fjær svæðinu og skipu-
leggja betur umferð hinna gangandi.
Þá er nauðsynlegt að setja fastar reglur
um umferð fólks innan girðingarinnar um
sjálft hverasvæðið.
Það er dýrt að búa vel úr garði heims-
frægan ferðamannastað eins og hér við
Geysi, en hafin er nú þegar myndarleg upp-
bygging á staðnum. M.a. hefur gamla
íþróttahúsinu verið breytt í vistlega veitinga-
sali. Síðan er hugmyndin að byggja gistiað-
stöðu.
Geysir er í raun þjóðareign. Við höfum
löngum notað alþjóðlega frægð hans til að
laða ferðamenn til landsins. Vegna þessarar
frægðar staðarins er viðfangsefnið ábyrgð-
armeira. Við verðum að búa staðinn svo
sómi sé að. En stórátak, sem uppbygging
ferðamannaaðstöðu við Geysi er, verður að
kosta að vemlegu leyti úr sameiginlegum
sjóðum okkar í samstarfí við heimamenn,"
sagði Einar E. Sæmundssen.
I
10