Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. JÚNl 1987 1 1 ' Tveir eða Qórir Hvað er fengið með Qórum ventlum á strokk? Samantekt eftir Jón Baldur Þorbjörnsson Rétt eins og tískufyrirbæri gera öðru hvoru áþreifan- lega vart við sig í fataiðn- aðinum, — hver man t.d. ekki eftir útvíðu buxun- um sem enginn vill lengur sjá — gera tískustefnur ekki síður vart við sig í bílaiðnaðinum. Stundum hefur þetta tískutildur aukna hag- kvæmni eða framfarir í för með sér, stundum ekki. Dæmi um hið fyrrnefnda eru díselvélamar í fólksbílum, dæmi um hið síðamefnda er ofhlæði rafeindadóts í sumum bílum, borðtölva, stafrænir mælar, sjálfvirkt aðvörunarkerfí sem ekki virkar þegar á þarf að halda og þar fram eftir götunum. Nýjasta fyrirbærið heitir fjórventlavél. Það er gefið rækilega til kynna aftan á skottlokinu með ókennilegum rúnum og táknum eins og Audi 100 20 V, Lancia Ferrari 8.32, Lamborghini Countach 16V, Mazda 323 16 V 4WD, Mercedes 2. 3—16, Peugeot 205 T 16, Porsche 928 S4, Saab 9000 Turbo 16 V, Toyota Celica 2.0 16 V og VW Golf GTI 16 V. Fjórir ventlar í stað tveggja. Hvað hefur það að segja? Af hveiju fjórir frekar en tveir? Það sýndi sig reyndar strax árið 1912 að fjórir ventlar á strokk höfðu vinninginn umfram tvo. Peugeot sendi þá bíl með fjór- ventlavél í aksturskeppnir og hann átti eftir að ráða ferðinni á þessu sviði um árabil. Seinni tíma arftaki þessarar fjórventlavélar var þriggja lítra Cosworth-kappakstursvélin frá Ford. Fjórir ventlar á strokk hafa orðið fast aðsetur í vélum keppnisbíla og án þeirra væm afköst eins og 1000 hestöfl úr 1,5 lítra bmnarými ekki hugsanleg. Ekki að ástæðulausu em sögubrot fjór- ventlavélarinnar tengd árangri á sviði keppnisíþrótta. Þar sem hraði er, þar er líka kjörsvið fjórventlavéla. Það sem málið snýst um er loft. Því meira lofti sem komið er inn í strokkana, auðvitað eldsneytisblönduðu, þeim mun meira afl fæst úr vélinni. Skortur á lofti gerir reyndar að öllu jöfnu ekki vart við sig fyrr en hraði þess í soggreininni og í soggöngum strokkloksins (heddsins — ómögulegt orð á prenti) er orðinn mjög mikill, þegar snúningshraði vélarinnar er kominn upp fyrir 3000 sn/mín. Til þess að búa í haginn fyrir góða fyllingu í strokki þurfa því ekki aðeins að vera 4 ventlar, þ.e. 2 sog- og 2 útblástursventlar, heldur einnig óhindrað flæði loftsins um sog- og útblást- ursgöng. Þegar þessi skilyrði em uppfyllt má fara að búast við árangri. Það er líka á þennan hátt og með aðstoð afgastúrbínu sem stórar fjórventla skipadíselvélar ná yfir 50% nýtni úr eldsneytinu, meir en nokkur annar bmna- hreyfill áorkar. Það sem fjórventla bensln- vélar fá aftur á móti með sér í vöggugjöf er hagstæðasta staðsetning kveikjukertis sem hugsast getur, þ.e. fyrir miðju bmna- hólfinu. Þar með er fenginn jafnhraður bmni í allar áttir út frá kertinu, hámarks bmna- gæði sem leiða af sér lágmarks óhreinindi í útblásturslofti og betri nýtni eldsneytisins. Eins og áður var sagt er það fyrst við mikinn snúningshraða sem eiginleikar góðr- ar loftfyllingar fjórventla bílvéla koma í ljós, með því að þær halda afli sínu lengur en venjulegar vélar. Við þennan mikla snún- ingshraða og hraða loftstraum sem honum fylgir má hins vegar mjög lítið út af bera til að tmfla loftfyllinguna veralega. Minnsta tregða í flæði loftsins gegn um lofthreins- Fjórir ventlar á hvern strokk, eða tveir: Tízkufyrirbæri til að nota í auglýsing- um, eða tæknileg framför? Málið snýst um loftinntak; afkastamiklar vélar þurfa að hafa góðan andardrátt. Meðal kosta viðfjóra ventla er bezta hugsanleg staðsetning kertisins fyrir miðju. uðum snúningshraða er rekstrarlega hagkvæmt. Ennfremur hefur hátt snúnings- vægi meiri seiglu vélarinnar í för með sér þannig að bfll með vél með háu snúnings- vægi tekur betur við sér á lágum snúnings- hraða og sjaldnar þarf að skipta honum heldur en bíl með minni vél. Af framansögðu sést að hestaflafjöldi vélar, sem mikið er horft í þegar verið er að bera bíla saman, segir ekki alla söguna. Golfinn er 139 hestöfl við 6100 sn/mín er Kadettinn 130 hö við 5600 sn/min. Hinn raunvemlegi munur í afkastagetu þessara bíla í öllum venjulegum akstri er hins vegar fólginn í hærra snúningsvægi Kadettsins sem hefur hámarkssnúningsvægi 180 Nm við 4500 sn/min á móti hámarkssnúnings- vægi Golf-vélarinnar, 168 Nm við svipaðan snúningshraða. Hestaflafjöldi er ekkert ann- að en margfeldi snúningsvægis og snúnings- hraða, og með því að snúningsvægi fjórventlavélarinnar dalar ekki jafn hratt og snúningsvægi tvíventlavélarinnar, þegar komið er á mjög mikinn snúningshraða, nást fleiri hestöfl og þar með meiri afköst úr ijórventlavélinni þótt minni sé — en með mikilli eyðslu. Auðvitað næst meiri kraftur úr minni vél þegar fjórir ventlar á strokk em notaðir í stað tveggja. En það er greinilega ekki allt fengið með því einu eins og mátt hefur sjá af framansögðu. Og þegar ekki er meiri hagur af fjómm ventlum en raun ber vitni, og ef tilfinningin af fínna merki aftan á skottlokinu er ekki metin óeðlilega mikils, er tæplega hægt að sjá að dýr mekanisminn í kringum fjórventlavélina svari kostnaði. En frá þessu em undantekningar eins og öllu öðm, og Japanir koma rétt einu sinni á óvart með því að virðast hafa fundið leið til að framleiða fjórventlavélar lítlu dýrari en þær venjulegu. Því er víst að síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessum efnum; kannski stöndum við öllu heldur á þröskuldi nýs framfaraskeiðs í bílaiðnaðinum. Stuðst við grein úr „auto, motor und sportM. ara eða í útblæstri hefur samstundis slæm áhrif á íjórventlavélina, sem myndi reyndar Iíða allra best með því að vera laus við bæði lofthreinsara og pústkerfí. Því er púst- kerfi fjórventlavéla oft haft stærra um sig og þar með heldur háværara en í vélum með tvo ventla á strokk. Þær vélar em engan veginn eins viðkvæmar og fjórventla- vélar hvað þetta snertir. Þessar staðreyndir, ásamt þeim eðlilega hlut að allur vélræni aukabúnaður fjór- ventlavélarinnar gerir hana dýrari í fram- leiðslu, leiða til minnkaðs notagildis hennar og þar með minni vinsælda. Þar að auki má grípa til einfaldrar aðferðar til þess að fá svipaða eiginleika fram hjá tvíventlavél- um, þ.e. góða loftfyllingu og hátt snúnings- vægi (torque), en það er aukning bmnarýmis. Það leiðir yfirleitt til minnkaðs snúningshraða vélarinnar sem aftur á móti er hagkvæmt hvað eyðsluna áhrærir. Engu að síður má fá út sama hámarkshraða bflsins með hærra drifhlutfalli. Til þess að gera sér betur grein fyrir því hvað átt er við má taka sem dæmi tvo bíla svipaðrar stærðar, annars vegar með tvíventla- og hins vegar með fjórventlavél, eins og t.d. VW Golf GTI 1.8 16 V og Opel Kadett GSi 2.0. Þar sem beint samband er á milli rúmtaks vélar og snúningsvægis hennar hefur, eins og við má búast, tveggja lítra Kadett-vélin meira snúningsvægi lengst framan af, eða upp að 5500 snúning- um á mínútu. Meira snúningsvægi á því snúningshraðasviði sem mest er ekið á hef- ur þann kost að hægt er að útleggja drifrás- ina fyrir hærra drifhlutfall eða „skipta upp“ við lægri snúning vélar. Bílar eyða tiltölu- lega meira við háan snúningshraða heldur en lágan þannig að allt sem lýtur að minnk- RÍKHARÐUR ÖRN PÁLSSON Andæfing Trúnaður Þú ert einn i nærveru einkasálar að andæfa skel þinni gegn útsogi skrumsins andarækt er endalaus og óskyld alifuglum tunglið er sem gróðahyggjan Þau toga sálir að feigðarósi að tómi útsogsins nema þær sem geta flogið Kjötfjallasýn Bóndi er bústólpi Bú er landstólpi Land er rykstólpi Upp úr hundruðum kjörkassa hefst rödd fámálga alþýðu með áralöngu millibili mælsk og knöpp í senn líkt og stóískur sléttuindfáni að afsala land hinum mikla föður í Washington. Meðan grös gróa og vötn flóa. Eg hef mælt. Höfundur er tónlistarmaður i Reykjavík. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.