Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1987, Blaðsíða 14
Ein tilraun var á þann veg að þremur hóp- um af karlrottum var gefið 10% af smjöri, komolíu og lýsi í fitusnautt fóður. Þegar fullum vexti var náð var athugað hvaða áhrif streita hefði á starfsemi hjartavöðvans. Notuð var aðferð sem oft er notuð við rann- sóknir á lyfjum sem eiga að hindra hjartatitr- ing vegna streitu. Fullorðnar rottur sem voru um 500 g. að þyngd voru sprautaðar með streituvaldandi lyfi, þ.e. hálfii milligrammi af efninu isoproterenol, en það veldur örari hjartslætti og auknu vinnuálagi á hjarta. Þessi fullorðnu og feitu dýr þola lyflagjöfína illa og deyr um helmingur þeirra skyndidauða vegna hjartatitrings innan tveggja klukku- stunda. Við samanburð þessara dýrahópa kom í ljós að dýr sem fengu þorskalýsi höfðu lægstu dánartíðni, en dýr sem fengu komolíu höfðu mun hærri dánartíðni eða þá hæstu af þessum þremur hópum (tafla 1). Þetta er vissulega forvitnilegt því að komolía er ein- mitt mikið notuð í matvælaiðnaði. í annarri tilraun á RHÍ var hægt að lækka dánartíðni tilraunadýra vegna hjartatitrings af völdum streituhormóna með lyfí sem heft- ir breytingu arakídonfitusýrunnar úr Omega-6 hópnum í fítusýruhormón afleiðu hennar. En er rétt að framkvæma tilraunir með því móti að ala tilraunadýr á aðeins einni fitu- tegund, oft I risaskömmtum, og draga síðan ályktanir út frá því sem eiga þá jafnt við um fólk ? Vissulega er það ekki rétt, en það get- ur gefíð mikilvægar vísbendingar, sérstaklega þegar virðist vera um samsvarandi efnaferli og áhrif að ræða, en gæta þarf þess að full- yrða aldrei um of. Verður það víst aldrei um of brýnt fyrir þeim sem vinna að þessum málum, svo og þeim sem íjalla síðar um þau eins og t.d. flölmiðlafólki. Þá má og geta þess að oft er ekki um annað að ræða en notast við tilraunadýr og þá sérstaklega í upphafi tilrauna þó ýmsir ókostir séu því augljóslega samfara. Það hefur til dæmis komið fram munur á upptöku og verkan fítu- sýra milli dýrategunda og jafnvel innan sömu tegundar (7). Mismunandi plöntuolíur virðast líka hafa mismunandi áhrif. Eru dæmi þess að tiltölu- lega mettuð pálmaolía hafi í för með sér minni æðakölkun í kanínum og síður blóð- tappa í rottum en fljótandi pálmaolía gerir (14). Tafla 1. Áhrif streituhormóna (isoproterenol) á dán- artíðni fullorðinna rotta sem aldar eru á mismunandi fæðufitu. Horft upp Laugaveg um 1910. Bæjarsíminn var þá búinn að vera í 5 ár og símastaurar með ógrynni víra settu mikinn svip á göturnar. Ölstofur og æsandi fjör Fæðufita: Líkamsþyngd: Dánartíðni: 10% grömm % Þorskalýsi 510 +/- 10 22 Smjör 478 +/- 7 33 Komolía 474 +/- 7 54 Það ætti ekki að koma á óvart þegar þess- ar niðurstöður eru bomar saman við ýmsar áðumefndar niðurstöður, að lýsishópurinn komi best út með 22% dánartíðni þrátt fyrir mestu þyngd. Fitusýrugreiningar á hjarta- vöðvum og öðrum líffærum ýmissa tilrauna- dýra hafa stutt þær kenningar að um breyt- ingar sé að ræða þegar tilraunadýrin em alin á mismunandi fæðufitu (12,15). Einnig hafa niðurstöður fengist sem benda til sams konar breytinga í fólki eins og áður hefur verið minnst á. Síðari hluti þessarar greinar birtist í næstu Lesbók. HEIMILDALISTI. 1. Dyerberg, J.,Bang, H.O. and Hjðme, N. Plasma cholesterol concentration in Caucasian Danes and Green- land West-coast Eskimoes. Dan. Med. Bull vol.24:p.52, 1977. 2. Hirai, A. o.fl. Eicosapentaenoic acid and platelet function in Japanese. Lancet ii:l 132, 1980. 3. Kromhout, D., Bosschieter, E.B. and Coulander, » C. de L The inverse relationship between fish consumpti- on and 20-year mortality from coronary heart disease. The New England J. of Medicine 312:1205, 1985. 4. Dyerberg, J. Platelet vessel wall interaction: Influ- ence of diet. Phil. Trans. Royai Soc. London B294:373, 1981. 5. Morita, I., Takahashi, R., Saito, Y. and Muroto, S. Effects of EPA on arachidonic acid metabolism in cultured vascular cells in platelets: Species differences. Thromboxane Res. 31:211, 1983. 6. Fisher, S. and Weber, P.C. Prostaglandin 13 is formed in man after dietary EPA. Nature 307:165,1984. 7. Homstra, G. „Dietary fats, prostanoids and arterial thrombosis“. MartinusNijhoffPublishers, Boston, 1982. 8. Adam, O., Wolfram, G. and Zollner, N. Relations- hip between linoleic acid intake and prostaglandin formation in man. In „Phospholipids and Atheroscleros- is“, ed. P. Avogaro, p.237. Raven Press, New York, 1983. 9. Lands, W.E.M. „Fish and human health". Aca- demic Press, New York, 1986. 10. Brox, J.H.,Kille, J.E.,Gunne, S. and Nordöy, A. The effect of cod liver oil and com oil on platelets and vessel wall in man. Thromb. Haemostas. 46:604, 1981. 11. Homstra, G., Haddeman, F. and ten Hoor., F. Fish oils, prostaglandins and arterial thrombosis. Lancet 2:1080, 1979. 12. Guðbjamason, S. and Óskarsdóttir, G. Modification of fatty acid composition of rat heart lipids by feeding cod liver oil. Biochim. Biophys. Acta 487:10, 1977. 13. Guðbjamason, S., Doell, B. and Óskarsdóttir.G. Docosahexaenoic acid in cardiac metabolism and functi- on. Acta biol. med. germ. 37:777, 1978. 14. Homstra, G. Ráðstefna um fítuefni, mars 1986. Selvino ítalfu. 15. Swanson, J. and Kinsella, J.E. Doseresponse of rat cardiac lipids to dietary menhaden oil. Presented at 45th annual meeting, Inst. of food technologist, Atlanta, Ga., June 9-12, 1985. Sitthvað um Laugaveg fyrr og síðar Sveitamenn austan úr sveitum sóttu í auknum mæli verslun til Reykjavíkur eftir að 20. öldin var gengin í garð. Þeir komu með lestarhesta sína í langri röð vestur yfír Hellisheiði og sem leið lá að brúnum við ósa Elliðaár. Þaðan lá leiðin beint niður á Laugaveg inn til bæjar- ins. Það var því ekki að furða að veitinga- menn og hótelhaldarar renndu fljótt hýru auga til Laugavegs til að veita þessum langt- aðkomnu ferðamönnum þjónustu. Sveita- menn þurftu á rétt og hagagöngu fyrir hesta sína og sláturfénað og gistingu og mat. Oft voru hestamir reyndar skildir eftir í Laugamesi en bóndinn þar var skuld- bundinn til að veita aðkomumönnum haga. eftir Guðjón Friðriksson Brautryðjendur í Veitingarekstri Einn fyrsti veitingamaðurinn var Guð- mundur Amundason frá Urriðafossi, bróðir Ólafs faktors við Brydesverslun. Hann hafði farið illa út úr stóra Suðurlandsjarðskjálft- anum 1896, flutti í bæinn og reisti timbur- húsið á Laugavegi 70 sem enn stendur. Þar rak hann bú og hafði m.a. aðstöðu til að heyja uppi á Kjalamesi. En jafnframt sinnti hann sveitamönnum að austan með því að veita þeim húsaskjól og hýsa hesta þeirra í stóru hesthúsi sem hann hafði á baklóðinni. Enn innar var Norðurpóllinn sem fékk nafn sitt af því hversu langt út úr bænum hann var. Þetta hús stendur enn og er nú Hverfísgata 125. Þar var veitingamaður Guðmundur Hávarðarson sem gerðist ekill konungs er hann kom til landsins 1907 og klæddist þá viðeigandi skrautbúningi. Eftir þessa upphefði mátti Guðmundur illa vera að því að reka veitingahús sitt og fór á hausinn. Árið 1906 fékk þrítug kona að vestan þá hugdettu að hefja matsölu og keypti húsið á Laugavegi 68 í því skyni. Þetta var Kristín Jónsdóttir, kynjuð vestan af Fjörð- um, sem seinna varð þekkt undir nafninu Kristín Dahlsted og átti eftir að reka veit- ingastaði við Laugaveginn og víðar alla sína ævibraut. Þetta fyrsta veitingahús hennar gekk með ágætum því að strax þá um sum- arið hafði hún 20 kostgangara í fostu fæði og auk þess keyptu margir utanbæjarmenn hjá henni lausar máltíðir. Upp úr áramótum 1907 fóru sjómenn, bæði innlendir og er- lendir, mjög að venja komur sínar til Kristínar til að sitja yfir gosdrykkjum — eftir því sem hún segir frá í ævisögu sinni sem Hafliði Jónsson skráði — en vafalaust hefur þar verið eitthvað sterkara undir borð- um — a.m.k. stundum. Fjallkonan Þannig spruttu upp veitinga- oggististað- ir við þjóðbrautina inn til Reykjavíkur. Kristín Jónsdóttir giftist dönskum manni og fékk ættamafnið Dahlsted, fluttist til Danmerkur en 1910 kom hún aftur til baka og hóf á ný veitingarekstur við Laugaveg, að þessu sinni í húsinu nr. 23 sem Steingrím- ur Guðmundsson snikkari hafði reist árið 1898 (hann var afi Steingríms forsætisráð- herra). Þetta hús stendur enn. Þar hafði reyndar Lilja M. Kr. Ólafsdóttir áður selt „kaffí, sjókólaði og óáfenga drykki" eins og stendur í auglýsingu í blaðinu Fjallkon- unni árið 1905. Og Kristín Dahlsted rak á þessum stað næstu 5 árin Kaffí- og matsölu- húsið Fjallkonuna eins og stóð utan á húsinu með stórum gylltum stöfum á ljósbláum grunni. Þetta kaffíhús hefur orðið frægt í bókmenntasögunni og kemur m.a. fyrir í Heimsljósi en Kristín þessi hafði reyndar á æskuárum verið unnusta Magnúsar Hjalta- sonar, sem er fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni. Kristín segir um aðsókn að Fjallkonunni á Laugavegi 23: „Áðsóknin að veitingastofu minni varð meiri en ég hafði gert mér vonir um í fyrstu. Margir af mínum gömlu viðskiptavinum frá Laugavegi 68 komu strax til mín í fast fæði og mikil viðskipti urðu þegar í stað við utanbæjarmenn, er leið áttu í Vaðnes til Jóns (Klapparstíg 30). Kom það ekki ósjaldan fyrir, þegar mest var um að vera á vorin og haustin, að hvergi nærri allir, er vildu fá mat eða kaffi, kæmust inn í veitingastofumar, og biðu úti fyrir eftir því að pláss losnaði við borðin inni. Mér þótti að vonum mjög leiðinlegt að hafa ekki nægilegt rúm fyrir alla, er viðskipti við mig vildu eiga, og sérstaklega fannst mér illt til þess að vita, þegar um utanbæjarmenn var að ræða. Margir hverjir voru þeir komn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.