Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Page 5
Guðirnir tólf frá Bogazköy, höfuðborg Hittíta í norðaustanverðu Tyrklandi. grafið í gegnum 19 m þykk jarðlög niður á elstu mannvistarleifar hellisbúa. Fyrir 6.500 árum bjuggu menn þar í fjölbýlishúsum, er voru sambyggðar vistarverur úr steini þakt- ar flötum þökum. A veggjum voru málaðar myndir, svartar og rauðar, er lýstu dansi og veiðum og trúarlegum táknum, nauts- höfðum og hjörtum, og þar er mynd af gjósandi tindum á Hasan-fjalli sem mun vera ein elsta landslagsmynd er þekkist. Þama voru gerðar myndir og styttur af mönnum og einkar feitlögnum konum. Dýrkun móðurgyðjunnar virðist því hafa verið mjög forn í Anatólíu. Æviskeið manna á þessum tíma var stutt og því talið mikil- vægt að viðhalda kynstofninum, og frjósemi í hávegum höfð. Á tímabilinu 2000 til 1200 f.k. bjuggu Hittítar í Litlu-Asíu og réðu með hetjum sínum og skipulagi yfir löndum frá Svarta- hafi að Palestínu. Höfuðborg þeirra Hattus (nú Bogazköy) stóð norðaustan við Ankara. I borgarrústunum hafa fundist merkilegar fomminjar af byggingum og munum frá ýmsum tímum. Þar má meðal annars sjá klappaðar á klettavegg myndir af helgiat- höfnum, og em þar í röð sýndir tólf guðir saman er ganga á eftir kufli klæddri vem líkt og 12 Æsir í fylgd Óðins. Þessi postu- llega tala yfir fjölda heilagra manna á auðsjáanlega mjög fomar rætur. Hittítar em meðal annars frægir fyrir ritlist sína. Skráðu þeir með fleygrúnum á leirtöflur og hefur mikið magn af grópuðum leirflögum og leturskrám fundist í rústum hinnar fomu höfuðborgar þeirra og má af þeim kynnast lifnaðarháttum þjóðarinnar. Fleygrúnimar vom komnar frá Súmemm, sem höfðu þró- að leturgerðina um 4000 f.k., en Assýríu- menn áttu viðskipti í Kappadókíu og hafa þar fundist verslunarskrár með fleygrúnum frá því um 2000 f.k., ásamt skrautlegum rás Alexanders mikla árið 334 f.k. Þegar hann kom til borgarinnar Gordion var hon- um sýnt æki konungsins, er bundið var við staur með haglega gerðum hnúti. Enginn átti að geta leyst þennan hnút nema sá er sigraði Asíu. Sagan segir að Alexander hafi höggvið á Gordion-hnútinn með sverði, en sumir segja, að hann hafi dregið staurinn upp úr lykkjunni og þar með leyst þennan vanda og opnað leiðina til Asíu. Rúmlega 190 ámm f.k. fara Rómveijar að seilast til valda í Anatólíu og varð landið að lokum hluti af Austurrómverska ríkinu. Hlaut svæðið þá um síðir fulla sjálfstjóm og varð Konstantínópel höfðuborg hins Býz- anska ríkis. Á þeim tímum mun sennilega hafa verið stuggað við Herúlum eins og fyrr segir, og þeir kosið að halda í norður- veg og einhverjir þeirra að lokum komist til íslands. Rætur okkar gætu því að ein- hveiju leyti legið á þessum slóðum. Kappadókía er heldur hrjóstmgt hérað í hálendi austanvert á Anatólíuskaganum, norðan Taumsfjalla. í austri er Armenía og Efrat-fljótið, en í vestri liggur hið stóra saltvatn Tuz Gölii. Á silkislóðinni Þegar ekið er um veginn fram hjá þessu saltvatni er raunvemlega verið að þræða slóð úlfaldalestanna, sem fluttu silki og krydd austan úr löndum Asíu. Til þess að veija þá mikilvægu samgönguleið, silkiveg- inn, lét Tyrkjasoldán um síðir reisa virki og greiðastöðvar með vissu millibili meðfram brautinni. Seldsjúka-tyrkir höfðu náð yfír- ráðum í landinu 1067 og héldu þeim nær samfellt fram á þessa öld. Við höfðum áning- arstað okkar á Agzikarahan virkisstöðinni, sem reist var 1230. Þar stendur enn uppi rúst hallardyra með áletmnum og útflúri. Inni í virkisgarði er bænahús á stöpli og upphækkaðir bálkar, þar sem ferðamenn gátu hafst við og sofið, en niðri í básunum og stíum var afdrep fyrir burðardýrin. Gist- ing og matur í þessum sæluhúsum þeirra tíma var ferðamönnum að kostnaðarlausu. Leiðin meðfram saltvatninu mikla er um 60 km löng, enda er þetta þriðja stærsta saltvatn í heimi. Saltskánin liggur h'kt og hvít hrönn í fjöruborðinu. Á sumrin, þegar uppgufunin er sem mest, hemar saltskán yfír vatnið og er þá víða gengt um yfírborð- ið. Saltvinnsla eykur nokkuð tekjur íbúa þessa hijóstmga lands. Ekkert líf er sagt Holdug þokkadís frá þvi fyrir 4000 árum fyrir Krist. Framhlið veitingastaðar, sem aðmestu Ieyti ergrafinn íbergið. Ijósm. greinarhöf. keijum, sem vom í tísku á þessum tímum. Hittítar vom að lokum yfirbugaðir, þegar þjóðir frá ströndum Anatólíu-skagans réð- ust með járnvopnum til atlögu gegn heijum Hittíta er notuðu brons í vopn og verkfæri sér til varnar og viðgangs. Var upp frá því stofnað Frýgíu-ríkið, sem stóð fram til 8. aldar f.k. Einn af konungum þeirra hét Midas og þaðan er sennilega mnnin gríska goðsögnin um konunginn er óskaði sér, að allt sem hann snerti yrði að gulli, en honum varð hált á því, sem kunnugt er, því matur hans breyttist því miður einnig í gull. Persar unnu síðan þessi svæði 546 f.k., stofnuðu þar lénsveldi og hnepptu bændur í ánauð. Er sagt, að þá hafi ræktun hrakað í landinu, en Persar hafí latið beita hrossum á akra og engi og þurftu landsmenn að greiða drottnumm sínum afgjald í ótal hrossum. Þessum yfirráðum lauk með inn- að leynist í þessu saltvatni. Þó sáust þar mávar og flæmingjar í einhverri ætisleit. Okkur var tjáð, að fólk hér í sveit væm strangtrúaðir múhameðstrúarmenn af tveimur skoðanahópum. Konur þess siðar ganga hér með sjöl og skýlur fyrir vitum. Hafði Kemal Atatiirk endurreisnarfrömuður og fyrsti forseti Tyrklands (1923-1938) samt bannað þvílíkan fatnað, en hafði þó leyft eldri konum að viðhalda þeirri hefð, sem heldur síðan áfram að tíðkast mjög á afviknum svæðum. í þorpinu Aksaray em vegamót og höldum við til austurs. Þar við borgarhliðið gnæfa uppi tveir bænaturnar, mjóar mínarettur, sinn hvom megin strætis, því siðir em tvennir og sung- ið er sitt á hvað og menn úr báðum trúflokk- um kallaðir á víxl til bæna úr tumum tveim. Þegar haldið er um þorpið getur að líta leirvasa uppi á sumum húsaþökum. Er þetta LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1987 ’ 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.