Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Qupperneq 6
Kona reiðirheim mustarðsfóður á asna. Ljósm. eftir greitmr- Bóndi fylgir fjárhópi sínum. Ljósm. greinarhöf.
höf.
tákn þess, að á heimilinu sé gjafvaxta
mær, og er vasinn því auglýsingatæki til
hjúskaparmiðlunar. Hér ríkir mikil fátækt
meðal manna. Menntunarskortur erVeruleg-
ur og ólæsi mjög algengt. Skortur á hrein-
læti er mikill og heilbrigðishættir bágbomir,
enda er bamadauði tíður. Húsin em hlaðin
úr brúnum leirsteini. Um strætin ganga
nautgripir, asnar, geitur, kindur og hænsni.
Á ökrunum er ræktað kom og vínviður,
gúrkur, laukur og parika og víða vaxa
ferskju- og apríkósutré í görðum. Á milli
grænna akurreina skín í þurran, ljósan leir.
Hér uppi á hásléttunni í yfir 1000 m hæð
er fremur svalt þessa maídaga. Snjóýringur
er í lofti og það gránar í fjöll, sem gnæfa
ofar sléttunni. Á þessu svæði liggur oft
þykkur snjór yfir jörð á vetmm, en verður
heitt um sumartímann.
Náttúruhamfarir fyrir
þremur milijónum ára
Komið er að litlu þorpi, sem heitir Göreme
í samnefndu dalverpi, og þá blasir við ein-
stætt og furðulegt landslag. Svo langt sem
augað eygir er allt hulið þykkum lögum af
ljósum eldfjallavikri, sem ristur er sundur
og rofinn af djúpum giljum og geilum. I
ijarska rísa nokkur há snæviþakin eldfjöll
svo sem, Erciyas 3.917 m hátt í austri og
Hasan 3.213 m í vestri. Úr gígum þessara
fjalla hefur fyrr á öldum borist óhemju
magn af gosefnum, sem dreifst hafa um
víðáttumikið svæði Kappadókíu og sennilega
borist víða um nálæg lönd. Þessar náttúru-
hamfarir urðu fyrir þremur milljónum ára
á Tertier-tíma jarðsögunnar, en sagt er að
eldsumbrot hafi einnig verið á fyrstu og
fjórðu öld e.k. Þeir, sem hér bjuggu, hafa
því orðið vitni að óhemjumiklum eyðingar-
mætti eldgosa. Hér hefur sól sortnað í
miklum Surtarloga, og hér hefðu ættmenn
Óðins getað fengið vitneskju um geigvænleg
ragnarök. Þama hafa á nokkrum stöðum
hlaðist upp meira en 100 m þykk vikurlög.
Síðan hefur landið lyfst og hallast við jarð-
skjálfta, en vatn og vindur sorfið það og
grafið. Standa nú á víð og dreif súlur og
strýtur, sem grafist hafa út úr gilbotnunum.
Víða eru hraunhellur eða harðir ösku- og
leirkleprar sem hafa dagað uppi á súlunum
og mynda höfuð og hatta á tröllslegum
dröngunum. Sums staðar eru stapar í þyrp-
ingu eins og álfaborgir með trónandi
tumum, þakspíram og reykháfum. Þegar
litið er af dalsbrúninni yfír grafningana, era
hlíðar skominganna bryddaðar hvítum vik-
ursköflum líkt og fellingar í dúki eða kögur
á sjali, sem slútir niður af flötu yfírborði
stapanna. Eftir löngum hryggjum liggja
vikuröldur hlið við hlið eins og risastórir
tálknbogar með ótal blöðum eða fönum og
út úr þeim skaga bleikir skúfar. Þetta sér-
stæða landslag er merkilegt náttúraundur,
en auk þess hefur mannshöndin sett sinn
svip á svæðið. Vikursallinn hefur þjappast
og rannið saman í mátulega mjúka hellu,
sem auðvelt er að meitla í skúta og kima.
Loks komum við að merkilegu afdrepi
sunnanvert í klettaborg, þar sem grafínn
hefur verið gististaður inn í hamravegginn
með fjölda af svefnskútum setukimum, eld-
unarkró og veitingaskála í vistlegum helli.
Nýlega hafa Tyrkir komið upp ferðamanna-
aðstöðu á þessu svæði, til þess að gefa
mönnum kost á að skoða þetta undraland.
Var þama allgóð aðhlynning inni í þessum
framstæðu og framlegu vistarveram, en
heldur var svalt í hellinum þótt vikur ein-
angraði allt í kring jafnt í gólfi og veggjum
sem lofti og var okkur tjáð að hráslaginn
ylli því að jafnvel ekkert skorkvikindi þrifíst
innan dyra.
Næturkul og raki lögðust yfír þennan
hulduheim um nóttina og árla morguns lá
þoka yfír dalskomingunum, en sólin glamp-
aði á stapa og stöpla, sem gnæfðu upp úr
skýjahafínu, og vermdi svæðið svo þokunni
létti. Deginum var eytt í að skoða töfraver-
öld nánasta umhverfis. Hvarvetna getur að
líta dvergasmíð og merkilegar tröllamyndir
grópaðar í vikur af veðurguðum, en auk
þess vora víða furðulegar undirheimabyggð-
ir og sérkennileg jarðhús gerð af manna-
höndum.
Kjörland einsetumanna
Einkum leituðu kristnir menn á þetta
svæði á 7. öld og sóttust eftir einsetulífi í
hellahýsum. Flýðu þeir undan aröbum og
öðram múhameðstrúarmönnum og földu sig
í útgröfnum afkimum þessa hijóstraga land-
svæðis. Vistarverar þessara hellisbúa
(troglodýta) hafa varðveist furðuvel. Nú
má skoða þessi sérstæðu heimkynni og
bænahús íbúanna. Gengið er um úthöggvin
klettarið og farið úr einum skúta í annan.
Þama hafði fólk grafið út setukróka og elda-
skála auk svefnklefa með bálkum og
skápum grópuðum í djúpa klöppina.
Á nokkrum stöðum hafa verið grafnar út
í vikurinn heilar hulduborgir með margra
hæða fjölbýlishúsum, þar sem gengt er milli
íbúða og farið er um jarðgöng, sem liggja
eins og stræti milli hulinna völundarhúsa,
svo sem í Kaymakli, sem er stærst þessara
borga, en þar eru átta hæða byggingar með
loftræstingu og reykháfum í gröfnum smug-
um og ranghölum, sem liggja upp í gegnum
vikurlögin. Skrautlegastar þessara bygg-
inga eru kirkjur og kapellur svæðisins, sem
hafa verið gerðar á 10. og 11. öld. I þeim
eru veggir og hvelfingar skreyttar stein-
myndum og málverkum af frelsaranum,
dýrlingum, táknum og helgiathöfnum. Lýsa
myndskreytingamar listgerð og trúarlífi
kristinna íbúa staðarins, sem héldust þama
við fram á 13. öld, þar til Mongólar bundu
endi á þá siði heimamanna.
Myndir þessar vora gerðar af munkum
og era skrautlegar en margar era skemmd-
ar því sagt er að skoðendur brjóti flísar úr
skrautinu og leysi upp í heitu vatni og
drekki seyðið, sem þeir telja að hafi mikinn
lækningamátt. Þannig búa þessir undir-
heimar yfir margslunginni kynngi.
En lífið gengur sinn vanagang ofanjarð-
ar. Bændur plægja akra sína í dalbotnum
og í garðholu við íbúðarhúsin bera konur
dúfnadrit í matjurtagarða. Inn í suma
drangana hafa verið meitlaðir dúfnakofar,
sem fyllast af fuglum og þangað sækir
garðeigandinn dýrmætan áburð. Ofan við
þorpið Göreme, eða Koroma eins og það
heitir einnig, er ágætur veitingastaður
höggvinn inn í bergið, þar sem lambakjöt
og laukur era steikt á teini fyrir opnum
eldi (shish-kebab) að siði þarlendra og borið
fram með grænmeti, en sykurbleytt soðkaka
er veitt í eftirrétt.
Ferðast er um nokkur þorp í nágrenninu
og skoðaður bæjarbragur. Norðanvert í hér-
aðinu stendur Ávanos við Rauðá (Kizilirm-
ak), sem er lengst áa í Anatólíu. Árleirinn
er rauður að lit, og nota bæjarbúar hann
til að móta úr ker og könnur, sem seldar
era um allt hérað. Fóra viðskipti fram á
markaðstorgi, þar sem ýmsum varningi
ægir saman.
I þorpinu Urgup var verslað með teppi
úr ull, baðmull eða silki, sem staðarbúar
vefa. Kunnugir þekkja mynstur, handbragð
og hnúta dreglanna, sem unnir era í hinum
ýmsu héruðum, og teppasýning og sala fer
fram með miklum tilfæringum og eftir hefð-
bundnu viðskiptakerfi, sem hefst með
virðulegri tedrykkju. Skrautlegur vefnaður
kemur einnig fram í litríkum viðhafnarföt-
um. Ferðalangur fær að fylgjast með
söngvum og dönsum héraðsbúa, sem skarta
þjóðbúningum og ómur af strengjaslætti og
flautublæstri við kvöldfagnað í hellissalnum
eykur enn á dularblæ þessara furðuheima
bergbúa Kappadókíu.
Höfundurinn er erföafræðingur og starfar hjá
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins.
MAXIM TANK
Móðir
og
sonur
Guðmundur Daníelsson
þýddi
Hugsaði móðir til sonar síns,
er sól í austri var;
sömu hugsun til hennar um kvöld
húmið bar.
Móðir syninum sendi tár,
sorgir þjaka;
aftur sem kolsvört kynleg ský
þau komu til baka.
Móðirin kvað þá syninum söng;
svarið bar dökka liti:
hrafn kom ogsettist á bæjarburst
blakkur, ills-viti.
Flutti krunkur við brunninn boð
með byrstum hreim:
„Einkasonur þinn aldrei kemur
aftur heim.
Feginn hefðiþó heim tilþín snúið,
en hindraður er;
grafkyrr í úthaga einum Iiggur
innan um ber.
Faðma þar rætur reynitrés
þinn röska svein,
blóðrauðan yfir hann berjaklasa
breiðir grein. “
Og reyniviðurinn raular lágt
um raka nótt:
Djarfi hermaður, hetjan ung,
hvíldu rótt!
(Úr Ijóðasafninu „Látum hina lifandi muna". Efrii
allra Ijóöanna er sótt í heimsstyrjöldina síöari.
Maxim Tank, f. 1912, búsettur í Minsk í Hvíta-
Rússlandi, er eitt fremsta skáld Sovétríkjanna.)
AÐALSTEINN ÁSBERG
SIGURÐSSON
Skyndilega
haust
í minningu Árna Gíslasonar
Skyndilega haust
og skýlaús andartaks kyrrð.
Við skynjum að nú mun ort
harmljóð á,hásumardegi.
í fírðinum speglast
fagurlit, óljós mynd
af ferðbúnu skipi
á leið út í Ijóshvíta eilífð.
Hafsjór minninga
mósaík tímans svo litrík
meitluð í tæran krístal
og geymd af heilum hug.
Skyndilega haust
og skilnaðarstund upp runnin.
Skip þitt hreppir ei framar
brotsjó og beljandi storm.
I