Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Page 11
Andstæður: Annarsveg-ar loftmynd af Sergelstorgi í Stokkhólmi á björtum degi, þegar loftið er eins hreint og framast má verða. Hinsvegar mynd frá verk- smiðjubæ, þar sem mengunarvörnum er áfátt. Þrúgandi óloft með eiturefnum liggur niðri við jörðu. Mér lék hugur á að ná tali af þessum baráttuglaða manni, sem ég hafði heyrt og séð í fjölmiðlum af og til, í rúman áratug, og kynna hann og sjónarmið hans fyrir les- endum Morgunblaðsins. Hann tók vel í það að veita mér viðtal, enda er það einn þáttur- inn í starfsemi hans að ná til fjölmiðla með boðskap sinn og kynna starfsemina og nauð- syn hennar. LÍKT OG SKÆRUHERNAÐUR Miljöcentrum er ekki áberandi stofnun. Hún er til húsa í ósköp rólegu og venjulegu einbýlishúsi í einu af hinum nýlegri úthverf- um Uppsala. Maður þarf að leita vel að skiltinu þar sem nafn hennar stendur. Öll starfsemin rúmast í þessu húsi. Frú Gillberg tekur vingjarnlega á móti mér og býður mér inn og vísar mér niður i kjallara þar sem bókasafnið er og rannsóknarstofa. Frú- in, sem er mannfræðingur, starfar með manni sínum á stofnuninni. Bjöm Gillberg kemur að vörmu spori, í inniskóm og þægi- legri peysu og ég hef það sterkt á tilfinning- unni, þegar frúin kemur með kaffið, að ég sé heima hjá þeim hjónum, en samt búa þau í öðru húsi þar skammt frá. Bjöm er eins og heimilisfaðir í sínu húsi, börn hans koma og fara, en ég heyri að fólk er að vinna í herbergjunum uppi, ganga frá tímaritinu, svara í símma o.þ.h. Hér ríkir friður og vinnugleði og erfitt að gera sér í hugarlund að heimilisfaðirinn sé í sífelldri, baráttu og málaferlum og hafa verið það meira og minna í tvo áratugi. Þrátt fyrir huggulegheitin og heimilis- braginn er hér um hemaðarbækistöð að ræða, enda kemur herforinginn sjálfur inn á líkinguna í viðtalinu, þegár hann segir: „Þetta er eins og skæmhemaður. Okkur hentar best að starfa í litlum einingum, sem em auðfæranlegar. Mannmargir herir standa oft máttvana þar sem nokkrir þraut- þjálfaðir menn geta ráðið úrslitum.“ Ein- beitnin og einurðin leynir sér ekki í fari Bjöms Gillberg og ég sé það strax að þrátt fyrir agaðan stíl háskólamannsins gæti hann vel leikið í einhverri af hinum hörkuspenn- andi stríðsmyndum, sem ég sá í gamla daga. Hann er fljótur að mata fréttamann á því sem mestu skiptir og koma leikmanni í skiln- ing um alvöru málsins. Ég spyr fyrst um málefnin sem hann kallar „legal strategi": Þeir Sem Eitra Matinn GangaLausir „Við hér á Miljöcentrum emm í raun og vem að gera það sem saksóknarar víðs vegar í landinu ættu að gera. Það kemur oft fyrir að við sýnum það svart á hvítu að fyrirtæki og stofnanir gera sig sek um víta- vert kæmleysi og brot á gildandi lögum og reglugerðum, en saksóknaramir stinga ábendingum okkar undir stól og þykjast hafa eitthvað annað þarfara að gera. Þessi afbrot, eða kæmleysi eins og sumir kalla það, era ekkert annað en fjársvik, stórkost- leg fjárglæfrastarfsemi. En saksóknaramir em uppteknir við að elta smástráka fyrir smáþjófnaði og skúrka, sem sprengja upp peningaskápa, og þeim er haldið í fangelsi í mörg ár. Þeir sem bijóta umferðarlögin era eltir með þyrlum út um hvippinn og hvappinn, en þeir sem eitra umhverfí okkar allra, vötnin, skógana og matinn, þeir ganga lausir. Það er miklu erfíðara að fá afbrotamenn dæmda fyrir brot gegn umhverfísvemdar- lögunum. Það er þó vel hægt að byggja á þessum lögum. Vandinn er bara sá, að þeim er ekki fylgt eftir. Fyrir dómi þarf að sanna að brotið hafi verið framið af yfirlögðu ráði, hafí valdið skaða eða sannanlegri hættu, til þess að fá menn dæmda. Þetta þarf ekki þegar um brot á umferðarlögunum er að ræða. Ef þú ekur ölvaður eða of hratt þá er það skýlaust brot og þú ert dæmdur. Við emm að beijast fyrir því að fá þessu breytt og í vissum tilfellum hefur okkur tekist að skapa skilning á þessu. En það verður að koma á lögum, sem gera sjálft brotið að glæp og að refsingin verði fang- elsi. Það mundi hafa mikil áhrif, því forstjór- ar og framkvæmdastjórar tilheyra þeirri stétt samfélagsins, þar sem fangelsun er mikill álitshnekkir. Það nægir ekki, eins og Bjöm Gillberg og kona hans. Ljósm. Pétur Pétursson. Náttúravemdarráðið vill, að sektirnar verði hækkaðar þannig að fyrirtæki greiði allt að íjómm sinnum þá upphæð, sem það mundi græða á að hundsa lög og reglur, t.d. um hreinsibúnað. ÁTTIAÐ SPRENGJA ÍLoftUpp „Þú ógnar oft sterkum valdaaðilum og hagsmunum í samfélaginu. Færðu hótan- ir um að þaggað verði niður í þér fyrir fullt og allt?“ „Nei, það get ég ekki sagt. Hótunin að sprengja okkur hér í loft upp þegar Fer- menta-málið stóð sem hæst, var undantekn- ing. En ég veit að það er unnið gegn okkur undir niðri á mikilvægum stöðum og reynt að setja okkur stólinn fyrir dymar. Við njót- um nú orðið það mikillar virðingar og samúðar vegna starfsemi okkar, að menn sjá að það er ekki mjög gáfulegt eða raun- hæft að þagga niður í okkur með fantaskap. Ég fínn það nú meira og meira að athafna- menn, sem taka starf sitt og hlutverk alvarlega, em okkur þakklátir og líta já- kvæðum augum á þann þrýsting sem við veitum, t.d. þegar um er að ræða að fjár- festa í gæðaeftirliti, öryggisbúnaði og hreinsitækjum. Ef þessi þrýstingur væri ekki fyrir hendi og almenningsálitið sof- andi, þá væri freistingin meiri að koma sér hjá þessum ráðstöfunum, sem kosta fé — og þá standa ævintýramenn og afbrotamenn betur að vígi í samkeppninni." PólitískMistök Aldarinnar „ Það er ýmislegt sem bendir til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn og stjórn- málamenn almennt séu nú að taka umhverfisvemdarmál á dagskrá og að þau verði æ mikilvægari þáttur í stjórn- málum í framtíðinni. Hver er afstaða þín til stjórnmála og umhverfisverndar?" „Jafnaðarmenn gerðu mistök aldarinnar þegar þeir snemst gegn umhverfisvemdar- hreyfíngunni á sjötta áratugnum. Þeir misstu af gullnu tækifæri til pólitískrar endurnýjunar. Þeir höfðu þá tiltölulega ný- lokið við að byggja upp velferðarríkið og þeir vom þreyttir og sljóir og vildu nú njóta ávaxtanna í friði. Og þegar fólk eins og ég og aðrir fómm að benda á gallana, þá vom viðbrögðin að reyna að þagga niður í okk- ur. Það var Miðflokkurinn sem uppskar það sem við sáðum á þeim ámm. Ég nefni kosn- ingamar árið 1976, sem snemst mest um kjamorkuverin. Mér og félögum mínum í flokknum var kennt um ósigurinn. Við vor- um örfá, sem byijuðum að tala gegn kjamorkuveranum í byijun áttunda áratug- arins. Mig minnir að fýrsta greinin hafi birst í Dagens Nyheter í apríl 1970. Miðflokkur- inn tók málið upp og það fleytti honum í forystu í ríkisstjóminni sem mjmduð var af Borgaraflokknum 1976. En Miðflokkurinn sveik það sem hann lofaði, og þess vegna er hann nú aðeins smáflokkur bænda, en fékk 25% fylgi kjósenda þegar best lét og umhverfisvemdarfólkið studdi hann. Þessi svik urðu til þess að Umhverfisvemdarflokk- urinn varð til. Nú em jafnaðarmenn aðreyna að klóra í bakkann. Ráðherrann sem fer með umhverfísvemdarmál hefur sett fram nokkuð róttæka stefnuskrá og hún er góð svo langt sem hún nær, en það er kald- hæðni örlaganna að þeir gera nú slagorð úr því sem við sögðum fyrir 15 ámm og vomm rekin fyrir.“ Fer Aldrei Aftur í Pólitík „Þú hefur einnig starfað í Kristilega demókrataflokknum og yfirgefið hann einnig?" „Já, við vomm nokkur sem árið 1981 fannst að það þyrfti nýtt stjómmálaafl í Svíþjóð. Við treystum ekki lengur gömlu flokkunum, þar sem allt miðast við valdabar- áttu, persónupólitík og atkvæðasmölun. Völdin hafa spillt þessum flokkum. Kristi- legi flokkurinn hafði enn ekki fengið 4% í kosningum og hafði þar af leiðandi ekki fengið mann inn á þing. Það er staðreynd að gmndvallarhugmyndir kristindómsins falla vel að vistfræði og náttúmvemd. Við reyndum að gera flokkinn að raunhæfu stjómmálafli, en það gekk ekki. Þegar á átti að herða þróaðist þetta út í valdastreitu einstakra manna. Það kom í ljós að valda- klíkan úr hvítasunnukirkjunni, sem var kjaminn í flokknum frá upphafi, þoldi ekki að við kæmumst til áhrifa í flokknum og hefðum mótandi áhrif á stefnumyndun og hugmyndafræði flokksins. Ég fékk t.d. fjór- um sinnum fleiri atkvæði en nokkur annar, þegar kosið var í stjóm flokksins 1984, og þetta varð þeim ofviða. Annars leit allt vel út miðað við skoðanakannanir, sem sýndu að flokkurinn hafði 4% fylgi 1984. Kosn- ingabandalagið við Miðflokkinn sýndi það svart á hvítu að ráðamenn flokksins vildu ekkert annað en koma formanni flokksins inn á þing og höfðu engin raunvemleg framtíðarstefnumál að beijast fyrir. Nú er Kristilegi flokkurinn aftur kominn niður í 1% fylgi og kemur til með að hverfa af sjón- arsviðinu eftir næstu kosningar." „Hvers vegna starfar þú ekki með Umhverfisvemdarflokknum? Er er þó um að ræða nýtt afl í sænskum stjómmálum, er ekki svo?“ „Jú að vísu, en það afl þarf að þroskast að visku og vexti áður en um samstarf getur verið að ræða. Vandamálið með þann flokk er skipulagið. Þetta er ósamleitt sam- ansafn af fólki sem er eða hefur verið kommúnistar og róttæklingar af ýmsum blæbrigðum. Þeir reyna að byggja flokkinn upp á hinum svokölluðu lýðræðislegu sam- komum, sem em lýðræði in absurdum. Það getur tekið mánuði fyrir þetta fólk, eftirá, að rífast um það hvað það var eiginlega, sem þeir vom að samþykkja á þessum fund- um sínum. Það er of mikið af dellu og kjaftagangi í þessu til þess að ég geti átt samleið með þeim flokki. Ég skipti mér ekki framar af flokka- pólitík," sagði Bjöm Gillberg að lokum og hló við. „Þeir geta haldið áfram með sitt. Við hér á Miljöcentmm höfum fundið starfs- aðferð, sem skilar árangri og vettvang sem hentar okkur." Pétur Pétursson er fréttaritari Morgunblaðsins í Sviþjóð. LESBÓK MORGUNBLAÐSIIM5 5. SEPTEMBER 1987. . .1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.