Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Side 13
M I r N U H O R N I Eitt sinn fór ég yfir Rín.. Tónskáld Og Fræðimaður Séra Bjami Þorsteinsson, 1861—1938, var lengi prestur á Siglufirði, fæddist og dó í Reykjavík. Hann var tónskáld og voru gefín út meðan hann lifði og síðar laga- söfn hans og rit tónfræðilegs efnis. En frægastur er hann þó fyrir hið stórmerka rit sitt íslensk þjóðlög, sem hann safnaði til og gaf út á kostnað Carlbergs-sjóðsins í Kaupmannahöfn. Bókin var í stóru broti, 955 síður. I henni voru á nótum þjóðlög, sem séra Bjarni og hjálparmenn hans höfðu skráð. En mest hafði hann þó fundið á söfnum hér og erlendis. Auk ljóðtexta og skýringa var fróðlegur formáli og inngangur. Þetta mikla rit var prentað hjá S.L. Möller í Kaupmannahöfn á ámnum 1906—1909. Séra Bjami hlaut prófessorsnafnbót 1930. Þessi bók var í áratugi ófáanleg. En árið 1974 var hún ljósprentuð, endurútgefin hjá Siglufjarðarprentsmiðju. Ekki veit ég hvort hún er enn fáanleg. Þar er ekki einungis fróð- leikur fyrir áhugamenn um tónvísindi, heldur alla sem láta sig varða varðveislu íslenskra handrita. Oft segir séra Bjarni: Handritið hefur geymst illlæsilegt vegna þess að það hef- ur verið notað utan um handbækur og skjöl embættismanna. Stundum er það sem út snýr illlæsilegt, en það sem snúið hefur inn að bókinni hægt að lesa. Þáttastjóri endurtek- ur: Mikilsháttar og merkileg fróðleiksbók um menningarsögu okkar. Dr. Erlendur Jónsson að reykingamenn viti ekki fyrir, hverjir þeirra bíði heilsutjón af reykingunum — aðeins að einhveijir þeirra bíði tjón. Reykingamenn em með öðmm orðum að leika leik, sem þeir vita að er hættulegur, án þess að þeir viti fyrir hveija þeirra hann reynist hættulegur. Þeir em í „rússneskri rúllettu". En þessi gagnrýni er órökvísleg. Með sama hætti mætti draga þá fráleitu álykt- un, að „almenningsheill gæti virst krefjast þess að bamsfæðingar og umferð bfla verði beinlínis bannaðar". Við vitum að hvort tveggja er hættulegt tilteknum fjölda ótil- tekins fólks: ákveðið hlutfall kvenna deyr af bamsburði og ákveðið hlutfall ökumanna og gangandi fólks deyr eða hlýtur örkuml í umferðarslysum. Spuming nytjasinna eins og Mills er, hvort hætta skuli þrátt fyrir þetta á bamsfæðingar eða umferð bfla, vegna þess að ávinningurinn sé meiri en kostnaðurinn. Höfundur forspjallsins á eftir að færa rök fyrir því, að ávinningurinn af tóbaksreykingum (til dæmis sú nautn, sem reykingamenn hafa af þeim, og sú atvinna, sem þær veita fjölda fólks á tóbaksekrum og annars staðar) sé minni en kostnaðurinn (sem felst í fjölda fómarlamba þeirra). Það er ekki fyrr en honum hefur tekist það, sem hann getur talað við nytjasinna um árekstur almenningsheillar og einstaklingsfrelsis. Hefur Rökfræðin HagnýttGildi? Ég læt lesandanum síðan eftir að komast að því, hvað sé athugavert við þá ályktun, að Arizona-fylki hljóti að vera hættulegt fyrir berklasjúklinga, þar sem fleiri látist þar úr berklum en í nokkru öðm fylki Banda- ríkjanna. Og hvað sé athugavert við skoðun ferðamannsins sem kvartar yfír því, að ekki verði þverfótað fyrir ferðamönnum, þar sem hann er. Og hvað sé athugavert við kenn- ingu ungs og upprennandi listamanns, sem sér að rithöfundar drekka kaffí á Mokka, og dregur þá ályktun að þeir sem drekka kaffí á Mokka séu rithöfundar. Dæmin á undan sýna að vitanlega hefur rökvísleg hugsun hagnýtt gildi í smáu og stóm. Hún kennir okkur að sneiða hjá villi- götum o g sparar okkur þess vegna sporin. Þó ætla ég að taka fram, að ég tel ekki, að vísindin þurfí skilyrðislaust að sanna hagnýtt gildi sitt, eins og nú heyrist úr ýmsum áttum. Sannur vísindamaður er rek- inn áfram af sannleiksást — óviðráðanlegri forvitni um mann og heim. Vísindin bera réttlætingu sína í sjálfum sér, en ekki í góðum afleiðingum sínum. Það er sjálfur sannleikurinn í öllu sínu veldi, sem er til- gangur vísindanna, en ekki hámarksfull- næging mannlegra þarfa með lágmarkstil- kostnaði. En ég get ekki skilið svo við þetta efni, að ég nefni ekki nýtt svið, þar sem rökfræðin virðist hafa stórkostlegt hagnýtt gildi. Það er svið tölvubyltingarinnar. Náin tengsl em á milli máls rökfræðinnar og þeirra mála, sem notuð hafa verið í forrit- un. Og ýmis ný og notadijúg hugtök svo OlafurASöndum Séra Ólafur Jónsson, 1560—1627, fæddur að Laugardal í Tálknafirði, lengst prestur á Söndum í Dýrafirði. Handrit að kvæðum hans og sálmum, flokkum og rímum, sumt þýtt, er til í söfnum hér og erlendis. Séra Bjarni Þorsteinsson á Siglufírði eignar séra Ólafi á Söndum hina alkunnu og snjöllu stöku „Eitt sinn fór ég yfir Rín“ sem annars er oft talin til þjóðvíSna. En í bók séra Bjama er hún ein af tíu vísum og með lagi. Ég get ekki stillt mig um að prenta þær hér allar. Þær varpa ævintýrasvip yfir sámtíð höfundar. Þetta er kvennafarssaga sem endar illa: sem gervigreind og reiknanleiki koma tölv- um við ekki síður en rökfræðinni. ÁRÓÐURSSKILGREININGAR Orðsins „Frelsp* Þess ber að geta, að ég rakst á einum stað á smávægilegaónákvæmni í riti Erlend- ar. Þar talar hann um áróðursskilgreiningar orðsins „frelsi“ og segir (bls. 112): „Þetta orð má vitaskuld nota til þess að reka áróð- ur fyrir stjómmálaskoðunum: sósíalisi gæti sagt: „Að vera fijáls er að búa í þjóðfélagi þar sem allir em jafnir og allir fá sömu laun fyrir hliðstæða vinnu"; kapítalisti gæti sagt: „Að vera fijáls er að búa við fijálst markaðskerfí“.“ En orðið „kapítalisti" vísar ekki til stjóm- málaskoðunar eins og orðið „sósíalisti", heldur táknar það afstöðu til framleiðslu- tækjanna. Kapítalisti er sá maður sem á fjármagn, en „öreigi“ sá sem lifír af að selja vinnuafl sitt. Þetta sést á því að Fri- edrich Engels, styrktarmaður Karls gamla Marx, var bæði kapítalisti og sósíalisti. Hann var kapítalisti, af því að hann lifði af eignum sínum, en sósíalisti af því að hann taldi sameignarskipulag eðlilegt og æskilegt. Nákvæmara hefði verið að nota orðið „fijálshyggjumaður" til þess að tákna aðra skoðun á því, hvað í því felist að vera fijáls, heldur en sósíalistar hafa. NOKKRAR ATHUGASEMDIR Þótt rit Erlendar Jónssonar sé vandað er það auðvitað ekki fullkomið fremur en önnur mannanna verk. Eins og hér hefur sennilega komið fram hefði ég í spomm hans reynt að tengja rökfræðina betur við hversdagsleg viðfangsefni. Þarf rökfræðin ekki að kenna okkur að varast rökbrellur, villandi auglýsingar og áróður? Ég hefði einnig sótt fleiri dæmi í bókmenntir okkar og sögu. Þar úir og grúir af skemmtilegum gátum, þrautum og þverstæðum, eins og Sigurður Nordal bendir á í ritgerðum sínum. Hið sögulega yfírlit í byijun bókarinnar hefði að ósekju mátt vera rækilegra, og Erlendur hefði mátt fara nokkmm fleiri orðum um, hvers vegna við eigum að reyna að hugsa rökvíslega. Leggur rökfræðin okk- ur einhveijar siðferðilegar skyldur á herðar? Við verðum alRaf að reyna að sjá skóginn fyrir tijánum. Ég hefði líka lagt meira kapp en Erlendur á að sneiða hjá útlenskulegum orðum. Til dæmis hefði ég ekki notað orðið „formúlu", heldur „reglu“. Þessar athugasemdir em þó allar smá- vægilegar, og mest er um það vert, að hér liggur fyrir rit, sem Háskólinn þarf ekki að skammast sín fyrir. Skáldið og heimspeking- urinn Matthías Johannessen hefur biýnt það fyrir okkur að hugsa frekar um gæði en magn, enda sé tilvera okkar íslendinga á því reist. Með þessu riti og rannsóknum þeim í rökfræði og vísindaspeki, sem Erlend- ur Jónsson stundar í Háskóla íslands, hefur hann lagt sitt af mörkum til að svo megi verða. Stanford, Kalifomíu, í júní 1987. Eitt sinn fór ég yfír Rín, eitt sinn fór ég yfír Rín á laufblaði einnar lilju, lítil var feijan mín. Ekki bind ég trú við þig, aðeins vil ég gjarnan unna þér, en eignast máttu ei mig. En þá kom ég yfír þar gól hátt þá hver og einn haninn, þvi helst í dögun það var. Þijár voru þær systur þar, upp lauk dyrum sú yngsta þá, inn látinn sveinninn var. Minnar unnustu hús ég fann, luktar dyr voru, læstar þar og lokað fast þetta rann. Hann seldi gleði fyrir sút. Þær fjötruðu hans hendur og fætur og fleygðu um gluggann út. Statt upp mín ljúfa og lát mig inn hér, og kenn í bijósti klén um það, að kaldur og freðinn ég er. Á digra blökk datt sá sveinn, bein í hans síðu brast í tvennt, burt fór hans lokkur einn. Eigi læt ég þig hér inn, utan þú lofír mér um það trú, til eignar að verða minn. Af falli því fékk hann pín. Lifðu vel, ljúfan góð, lengur ei kem ég til þín. Breyskur hefur pilturinn verið, en annars kristilega þenkjandi. Nú væri gaman ef ein- hver, sem hefur fögur hljóð í nútímanum, vildi stemma rödd sína eftir meðfylgjandi nótum og syngja. Kannski færi ekki illa á því að endurtaka feijuviðlagið nokkmm sinnum, því líklega hefur kvæðið verið sungið undir dansi og er lauslega þýtt, fyrst úr þýsku og síðan úr dönsku. JÓN ÚR VÖR Eitt sinn fór eg yfir Rín. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.