Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1987, Side 16
 væntinguna í ljós með svipbrigðum, fremur en aðrir farþegar. Tvennt nátengt leitast námsmaðurinn oft ómeðvitað við að gera í mannhafi stórborg- arinnar, annars vegar að upplifa hvers- dagsstemmningu fortíðarinnar í heimaborg- inni sem hann var farinn að hata áður en hann fór utan en er nú strax farinn að sakna, og hins vegar að hverfa inní sjálfan sig og gleyma umhverfinu. Sundhöllin er álqósanlegur staður fyrir þennan flótta. Þægindin af volgri sturtunni, einbeitnin og áreynslan í sundinu, hvorttveggja býður uppá kunnuglega stemmningu og lætur hann vera einan innanum annað fólk. Sund- ið gerir honum líka kleift að ná þöglu og kannski ímynduðu sambandi við aðra, þegar hann og annar sundmaður horfast í augu við bakkann og spyma sér samtímis frá honum. Kannski ímyndar hann sér að hinn sundmaðurinn sé í kappi, a.m.k. verður námsmaðurinn alltaf langt á undan, enda djöflast hann og rembist sem hann má. Eftir tuttugu mínútur stígur hann móður uppúr lauginni og ánægður yfir að hafa fengið útrás fyrir líkamsorkuna, búinn að hrista af sér sienið og pirringinn eftir lestar- ferðina, og þegar hann gengur hnarrreistur í átt að sturtuherberginu, nuddandi hnefa í lófa, finnst honum hann hafa fengið nýjan kraft til að takast á við það verkefni að búa f erlendri stórborg. í sturtunni veitti hann athygli miðaldra manni sem gaut flóttalega til hans augun- um. Maðurinn leit næstum skömmustulega undan þegar námsmaðurinn horfði á hann á móti. Hann finnur hvemig maðurinn laum- ast til að horfa á sig, hvemig augun hvíla óömgg á honum. Þetta vekur honum ein- kennilega tilfinningu sem í senn er ánægju- leg og óþægileg. Það er ekki algengt að fólk veiti honum athygli hér. Þegar hann opnar glerhurðina og gengur útí svalt kvöldið, bíður maðurinn hans fyrir utan og horfír í senn vingjamlega og feimn- islega á hann; snyrtilegur fíngerður maður um fimmtugt með viðkvæmnislegan andlits- svip, klæddur bláum ullarfrakka og grátt stuttklippt hárið þyrlast upp frá hvirfli í golunni: — Du bist ein toller Schwimmer. Námsmaðurinn hváir en rólyndislegur en samt óömggur maðurinn lýsir nákvæmar aðdáun sinni á sundfiminni: Þú syndir svo hratt og svo lengi án þess að stoppa. Kannski gætirðu kennt mér að synda hraðar, ég syndi svo hægt. — Það er engin aðferð . .. bara æf- ing.. . ég veit það ekki, ég syndi bara eins hratt og ég get. Purðuleg blanda af rólyndi og óöryggi einkennir fas mannsins. Það er eins og taugaspennan sé vanabundin, eins og hann sé að glíma við eitthvert andlegt erfiði sem hann þekki og hafi oft glímt við áður og að þessi glíma útheimti alltaf sama skammt- inn af taugaóstyrk. — Þú ert ekki vanur að koma hingað? —ÍJÚ, oft... §ómm sinnum, fímm sinn- um í viku. Alltaf eftir kvöldmat. — Ég hef aldrei séð þig áður. Ókunnugi maðurinn brosir til að virðast ekki eins ágengur og orðin sem hann lætur útúr sér gefa til kynna. — Hvaðan kemurðu ... þú ert útlending- ur, er það ekki? — ísland, frá íslandi. — Aha, ég hef heyrt að það sé fallegt land. Ertu að læra héma? - Já. Námsmaðurinn reynir að svara í sem fæstum orðum til að lenda ekki á villigötum með orðaforða og málfræði. Ókunnugi mað- urinn getur ekki komið sér beint að efninu og verður að þræða jafnþröngan stíg í orða- fari. Hikandi og kjánalegar samræður sem rofna um leið og þeir ganga niður tröppum- ar niðrí þögn næstum mannlausrar lestar- stöðvarinnar með götuhávaðanum í eyrunum og námsmaðurinn ringlaður í höfð- inu eftir sundið og enn of sljór af mæði til að verða skelkaður þótt hann þykist án umhugsunar vita hvað býr að baki hjá mann- inum. Þegar þeir em komnir niður tröppumar og alveg að jámbrautarteinunum, ber mað- urinn loks upp spuminguna sem námsmað- urinn hafði beðið eftir, búinn að herða upp hugann í hléinu sem varð á samtalinu: — Þú vilt kannski drekka einn bjór með mér í kvöld? Við getum farið á knæpu eða heim til mín. — Nei ég get það ekki, ég á von á gesti um tíuleytið. — Býrðu einn? — Nei, með tveimur öðrum íslendingum. Vonbrigðasvipur þurrkar smám saman kurteisislegt brosið af andlitinu. Námsmaðurinn horfir vandræðalega í kringum sig: Gömul kona að baksa við kjölturakkann sinn sem er búinn að flækja sig í ólinni. Einhver að labba niður tröppum- ar. Vonandi fer enginn að hlusta á þetta vandræðalega samtal. Hvers vegna getur mannfylan ekki látið hann í friði? Er þetta einhvers konar happdrætti hjá honum sem hann á alveg eins von á að tapa? „Ekki lít ég út eins og kynvillingur. Hann reyndar ekki heldur." — Það væri nú samt gaman ef við gætum hist aftur í sundi, jafnvel þótt þú getir ekki kennt mér. „Farðu til fjandans" hugsar námsmaður- inn á íslensku og svarar ekki. Hann getur samt ekki hugsað sér að vera ókurteis og ekki getur hann sagt hreint út að hann sé ekki kynvilltur, getur enda ekki verið viss um að maðurinn hafi það í huga. Lestin kemur brunandi og gefur báðum andartaks frest til að hugsa næsta leik. Ekkert laust sæti í vagninum. Það hefði verið gott að komast í eitt laust sæti og skilja manninn eftir á gólfinu, ekki hefði hann getað staðið yfir honum og þéttskip- aðri sætaröðinni og vælt í honum um að koma heim með sér og hitta sig í sundi, svo gamlar kerlingar og táningar heyrðu til. Ekkert sæti laust: Hann tekur sér stöðu í hominu sem hurðin á móti þeirri sem opnað- ist og sætabekkurinn við hliðina mynda, maðurinn smeygir sér fímlega milli tveggja farþega, tekur í handriðið sem gengur upp- úr sætabekknum og króar námsmanninn af í hominu. — Zuruckbleiben! Námsmaðurinn lætur augun hvarfla í skyndilegri örvæntingu milli syfjulegra far- þeganna án þess að virða þá fyrir sér í rauninni, til að gleyma óþægilegri nærvem mannsins eitt andartak og losa sig við eitt- hvað af geðshræringunni. Maðurinn hefur í raun boðið af sér góðan þokka þrátt fyrir uppáþrengjandi nærveru sína og eflaust vafasamt erindi við námsmanninn: Róleg vingjamleg röddin, laglegt og góðlegt and- litið með fíngerðum hmkkum og viðkvæmn- isdráttum um munninn, og vingjamleg augu; hann horfir aftur á þetta andlit og meðaumkun þurrkar nú allt í einu burt ótt- ann. Maðurinn lítur undan eins og feimin smá- stelpa. Opnar munninn til að segja eitthvað, hættir við og brosir vandræðalega. Löng þögn og loks: — Það sem ég vildi segja... Hann lítur flóttalega í kringum sig og er orðinn órólegun — Mér þætti mjög gaman að hitta þig aftur í sundi og kannski hefurðu örlítinn tíma næst... kannski þú vildir, kannski ef ég gef þér símanúmerið mitt, vildirðu hringja í mig einhvem tíma þegar þú ætlar í sund ... Lestin stöðvast og hurðin opnast; önnur stöðin frá sundhöllinni. Vandræðasvipurinn er nú kominn á and- lit námsmannsins og ókunnugi maðurinn getur ekki gert að því að hlæja. — Að minnsta kosti, hér er nafnspjaldið mitt, flýtir hann sér að segja áður en náms- maðurinn nær að svara og réttir honum spjald með nafninu Simon Andermann, heimilisfangi og símanúmeri, og flýtir sér útúr vagninum. Námsmaðurinn Ieyfir sér að horfa á eftir honum ganga hröðum skrefum að tröppun- um meðan lestir tekur af stað og utangarðs- tilfínningin hefur göngu sína úr undirvitund- inni inní skýra hugsun með endanlega brottför í huga. Einu sinni var olíutunna Ljósmyndir: Gylfi Óskarsson vintýrið um tunnuna hefst í námu, þar sem málmgrýti er losað og flutt í bræðslu unz bráðinn málm- urinn flóir og fær sitt form í skínandi plötu, sem síðan er sveigð og soðin og sjá: tunnan stendur þama nýfædd og alsköpuð og brátt er hún fyllt með olíu, staflað innanum aðrar olíu- tunnur og loks er henni skipað á land á íslandi. Þetta var fyrir daga tankskipanna; hitaveitur ekki komnar nema kannski í Reykjavík og olíutunnan eitt af því, sem varð að vera til hjá hvetju húsi. Oft var smíðaður undir hana sérstakur pallur, stundum settur á hana krani, en margur háði erfiða glfmu við tunnuna, þegar ná þurfti í lekann. Til voru þeir, sem tóku yfrum laggimar og lyftu fullum olíutunnum uppá bílpall, eða út í skip. Og það tíðkaðist víða, að kalla slíkar tunnur olíuföt. Sumar olíutunnur fengu með tímanum nýtt hlutverk; urðu vatnstunnur. Þær voru þá látnar standa undir rennum og svo var díft í þær fötum til að bera í bæ og fjós. En þar kom, að olfutankur var kominn við hvem bæ, hitaveita í hvert hús, vatnið leitt í pípum og engin þörf fyrir gamla og bey- glaða olíutunnu. Þær hafa flestar lent í ellinni „út fyrir garð“ eins og einu sinni var sagt, sumar orðið hluti af jámaruslinu, sem því miður er dreift í kringum of marga sveitabæi, og sumar hafa orðið að engu í fjörum, þar sem hafið lemur á þeim og eyð- ingin gengur slqótt. Gylfi Óskarsson nemandi í Myndlista-og handíðaskóla íslands, rakst á eina slíka og fylgdist með henni. Ekki fylgir sögunni, hversu langt leið á milli þess að hann tók myndimar en í skólanum var þetta svokall- að umhverfisverkefni og fékk Gylfi mjög háa einkunn fyrir. Þetta er um leið hugleiðing í myndum um forgengileikann, sem við höldum stund- um að sé ekki af hinu góða. En þegar betur er að gáð: hvemig væri veröldin, ef ekkert rotnaði og grotnaði? Við dreifum í kringum okkur afgöngum af gnægtaborði neyzlu- þjóðfélagsins; sópum þeim stundum undir teppið, en stundum liggur þetta á fjörum eða annarstaðar, engum til augnayndis. Það er þó bót í máli, að mest af þessu eyðist fyrir tímans tönn. Verstur er sá úrgangur af þessu nægtaborði, sem ekki eyðist, nefni- lega allt skranið úr plasti og öðrum gerfiefn- um, sem ekki einu sinni hafið getur lamið í sundur. GS. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.