Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 2
Fyrr eða síðar fá örlög þín veður af þér. Eins oggeitungur, snögg og ósýnileg, einungis glansandi hljóð, einungis gustur. Þú snýrð þér snöggt við. Um fmnska skáldið BO CARPELAN Eftir GUNNAR STEFÁNSSON etta ljóð er eftir fínn- landssænska skáldið Bo Carpelan sem Njörður P. Njarðvík hefur þýtt. Þýð- ingin er í dálitlu kveri sem kemur út um þessar mundir og geymir úrval ljóða Carpelans í íslenskum búningi Njarð- ar, Ferð yfir þögul vötn. Ljóðið er tekið úr bókinni I de mörka rummen, i de ljusa (1976) en fyrir hana hlaut skáldið bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið eftir. Þetta ljóð er gott dæmi um þá nákvæmu og grunkveikjuríku ljóðlist sem Carpelan hefur iðkað af æ meira listfengi á ferli sínum. Nirði hefur tekist að veita íslenskum lesendum ávæning af stíl og anda skáldsins og meira verður tæpast krafist af þýðingum á svo viðkvæmum textum sem nútímaljóð- list einatt er. Þegar þessi grein birtist verður Carpelan staddur hér og kemur fram á samkomu í Norræna húsinu. Þetta hvorttveggja, ljóð- aúrvalið og heimsókn skáldsins, má verða til að vekja athygli íslenskra bókmennta- unnenda á einu „virtasta og ágætasta ljóðskáldi á Norðurlöndum á okkar dögum“, eins og segir í formálsorðum þýðandans að Ferð yfir þögul vötn. Ekki svo að skilja að Carpelan hafi verið íslendingum alls ókunnur. Nokkur ljóð eftir hann birtust í safninu Norræn ljóð 1939—1969 sem Hannes Sigfússon þýddi. Þá hafa tvær ungl- ingasögur höfundar, Boginn og Paradís, komið út í þýðingu höfundar þessarar grein- ar. Ljóðagerð er meginframlag Carpelans til bókmenntanna, en á fjörutíu ára höfundar- ferli hefur hann komið víða við. I ljóðlist er hann tímamótamaður, í senn nýskapandi eftir seinni heimsstyijöld og um leið arftaki hinna miklu lýrísku skálda meðal sænsku- mælandi Finna. Þau Edith Södergran, Elmer Diktonius og Gunnar Björling gáfu út sínar fyrstu bækur um 1920 og hafa löngum verið talin frumheijar nútímaljóðsins á Norðurlöndum. Carpelan hefur tengst þess- um skáldum náið: Hann er bókmenntafræð- ingur að mennt og viðfangsefni hans til doktorsprófs var einmitt skáldskapur Gunn- ars Björling. Bo Carpelan er fæddur árið 1926 í Hels- ingfors og hefur alið þar allan aldur sinn. Hann starfaði áratugum saman við borgar- bókasafnið í Helsingfors og var yfirmaður þess um skeið. Þá var hann bókmennta- gagnrýnandi við Hufudstadsbladet um árabil. Síðustu ár hefur hann verið á föstum heiðurslaunum sem rithöfundur. Carpelan gaf út fyrstu ljóðabók sína, Som en dunkel várme, árið 1946. Þar gætir áhrifa frá áðumefndum fyrirrennurum hans og einnig sænskum skáldum frá fjórða ára- tugnum, ekki síst Erik Lindegren sem er einn merkasti módemisti sænsks skáldskap- ar. Carpelan vill nú ógjaman halda frumsmíðum sínum fram, telur fyrstu bæk- ur sínar ofhlaðnar táknum í anda þess tíma. Það tók hann allmörg ár að ná sér niðri á sínum eigin stfl. Hann stefndi að því að hnitmiða ljóðmál sitt sem mest, byggja út öllum aðskotahlutum og láta ljóðmyndina standa skíra og óstudda — lesandinn gæti rennt grun í mystíska reynslu sem falin er milli línanna. Dæmi slíks er ljóðið sem til- fært var í upphafi. Um ljóðlist Carpelans hefur mikið verið skrifað og gagnrýnendur reynt að sínum hætti að skilgreina það einkenni á list hans sem nú var drepið á. í ritinu Författare i Finland segir Pekka Tarkka: „Ljóð hans fela það í sér að reyna veruleikann og þola hann, — ekki að túlka hann. Einkennandi fyrir skáldskap Carpelans er að liðin stund vitjar manns á ný, þar er líka komin þögn- in, fjarlægðin orðin nærstæð og ástin til þess sem nákomnast er og í beinu sam- bandi við manneskjuna." Frumsamdar ljóðabækur Carpelans eru alls tólf. Önnur bókin var Du mörka överle- vande (1947) og Variationer (1950). Þetta eru alvarlegar bækur, næstum hátíðlegar, en í þeirri síðamefndu mátti greina þann kyrra tón sem átti eftir að einkenna skáld- skap hans. í næstu bók, Minus sju (1952) hefur tónninn breyst, þar eru prósaljóð, ein- att gáskafull og bamsleg. En í Objekt för ord (1954) og Landskapets förvandlingar (1957) tekur skáldið að rækta og fægja myndmál sitt og hnitmiða sjónarsviðið eins og nöfnin ein bera með sér. En það er sem kunnugt er eitt helsta einkenni nútímaljóða fremur eldri skáldskap að þar er myndin látin tala sem mest eigin máli, skýringa- laust. Bo Carpelan hefur sjálfur sagt að skáld- skapur sé að „hlusta með auganu, reyna að miðla hnitmiðaðri upplifun, sýn, tilfinn- ingu“. Sven Willner, gagnrýnandi sem oft hefur skrifað um bækur hans, segir að ljóð Carpelans „fjalli að miklu leyti um að læra að sjá og gera það sem maður sér að við- fangi orðsins — með þessu býr maður sig undir framtíð þar sem skelfingin vofir sífellt yfir“. Þetta er mikilsvert atriði í lífssýn Carpelans og skálda af hans kynslóð sem komust til manns undir skugga sprengjunn- ar. Vitundin um það hversu tæpt heimur manna stendur skerpir hina hóglátu lífsnautn. Þetta kemur einnig fram í skáld- sögunni Rösterna i den sena timmen (1971). Atta raddir tala í ýmsum tóntegund- um eftir að sprengjan hefur sprungið — vegna tæknilegra mistaka — og endalokin blasa við. Sannarlega brýnt umhugsunar- efni, einmitt nú eftir slysið í Tsjemóbýl. Sú bók sem skar úr um stöðu Carpelans sem ljóðskálds í fremstu röð var Den svala dagen (1960). Þar er dul vemleikans orðin viðfangsefnið, undrið í hinu nánasta um- hverfi — og áminningin að leita ekki langt yfir skammt. Dæmi um þetta er ljóðið Þög- ult gras. Það er á þessa leið í þýðingu Njarðar: Hjartað samsvarar ekki takmörkunum sínum Ijóðið ekki veruleikanum, veruleikinn ekki draumi Guðs. Hvers konarsamtalerþaðsem breytirþér in þess að þú breytist sjálfur? Af svipuðum toga em bækurnar Kallan (1973), I de mörka rummen, i de Ijusa sem fyrr var nefnd og loks Dagen vander (1983). Inn á milli þessara bóka hafa kom- ið aðrar með ólíkum brag. I 73 dikter nær hnitmiðun skáldsins og sparsemi á orð hám- arki, en í næstu bók, Gárden (1969) er stíllinn svo prósaískur. Viðfangsefnið er æskuminningar skáldsins frá Helsingfors á kreppuámnum. Svið ljóðanna er leiguhjallur og hér em dregnar upp svipmyndir af íbúun- um, fátæku fólki, og er hér fólgin litrík mannlífsmynd séð með augum barns. Þetta leiðir hugann beint að unglingasög- unum, Boginn og Paradís. Þær segja frá vináttu tveggja drengja, Jóhanns sem er sögumaður og Marvins sem er nokkm eldri og þroskaheftur. Þeir kynnast um sumar úti í skeijagarðinum þar sem Marvin býr með móður sinni. Frá því segir Boginn en Paradís lýsir því aftur á móti þegar Mar- vin er fluttur til borgarinnar og hversu honum gengur að fóta sig í hörðum heimi. — Þessar sögur em bornar uppi af innilegri náttúmskynjun, málfegurð og umfram allt húmanískum næmleika. Allt þetta gerir þær að verðmætu lestrarefni fyrir fólk á öllum aldri. Bo Carpelan hefur verið afkastamaður við ritstörf og hér em ekki einu sinni taldar allar bækur hans. Hann hefur fengist við allar höfuðgreinar skáldskapar, ljóð, leikrit og sögur. Meira að segja hefur hann samið glæpasögu, Vandrande skugga (1977) sem segir frá morði í litlum bæ um aldamótin. Sjónvarpsgerð sögunnar var sýnd hér fyrir hálfu þriðja ári. Síðasta verk hans er stór saga af föðurbróður höfundar og náinni vin- áttu hans við tónskáldið Sibelius, Azel (1986). Fyrir þetta verk hlaut Carpelan gagnrýnendaverðlaun, eins og reyndar líka Bogann á sínum tíma. Verður ekki annað sagt en hinir kröfuhörðustu bókmennta- menn hafi kunnað að meta hann að verðleik- um. Hitt kemur ekki á óvart á öld sífelldrar kröfugerðar um samfélagslega íhlutun, að höfundur eins og Carpelan sæti ámæli fyrir að snúa baki við hinu stríðandi lífi. Þeir sem einblína ekki á efnislega og efnalega hlið mannlífsins verða tíðum að sæta slíku. Sjálf- ur svarar hann þeim aðfínnslum svo: „Trúmennska skáldsins við verk sitt kemur illa heim við félagslega og pólitíska merki- miða. Það eru svik við þjóðfélagið að víkja frá hreinskilni og fyllstu nákvæmni. Þeir sem hafa einkarétt á samvisku þjóðfélagsins saka skáldið fyrir að það ber í bijósti kær- leika til mannlífsins sem hvílir á máli runnu úr einstaklingsbundinni skynjun en ekki frá tuggum út úr öðrum." A tímum fjölmiðlafárs og gengisfalls orð- anna er ef til vill meiri þörf fyrir skáld á borð við Bo Carpelan en nokkru sinni fyrr. Verk hans eiga vissulega erindi við okkur og munu eiga í framtíðinni. Vonandi munu íslenskir lesendur kunna að meta þetta norr- æna skáld og skynja þau mannlegu verðmæti sem í bókum hans eru fólgin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.