Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Blaðsíða 7
Horft á heiminn — Eftir Gabriel Laub Sannleikurinn í víninu kastinu, megi þeir alveg stinga því að þjóðinni með hæfilega vísindalegum virðu- leik og mjög ábúðarfullir, að þetta sé nú ekki mikið. Það hafi þá verið eitthvað annað þetta og þetta árið sem þeir hafa auðvitað betur á takteinum en nokkrir aðrir. En þetta gera þeir nú bara ekki þeir góðu menn. Þvert á móti taka þeir þátt í góðærissöngn- um. Gott dæmi um það er á bls. 2 í Morgunbiaðinu í dag, 26. ágúst, þar sem haft er eftir veðurfræðingi að í fyrra og hitteðfyrra hafi verið „ákaflega góðir ágúst- mánuðir". Hvað voru þá ágústarnir 1960 og 1950? Þeir hljóta að hafa verið alveg obboðslega djöfull helvíti þrumandi andskoti góðir. Veðurfræðingar mega aldrei gleyma þeirri þungu ábyrgð, að þeir eiga ekki svo lítinn þátt í að móta veðursmekk þeirrar vesalings þjóðar er byggir þetta rokrassgat. Kemur Aldrei Framar AlvöruSumar? Kólnandi veðurfar síðustu árin hefur jafn- vel sýnilega birtingu. Það er sem áferð andrúmsloftsins sé öðruvísi einhvem veginn en hún var. Sólarljósið er skjallahvítara, birtan meira skerandi, litirnir skærari, línurnar í landslaginu skarpari og skírari. Náttúran er harðari og stirðari og eins og lengra burtu. Áður var birtan mildari, litirn- ir þyngri og dimmri, línur landsins mýkri og óskýrari. Náttúran var nær manni, á meiri hreyfingu og það var heitara líf í öllu. Nú er skelfing dauðans deyfð að taka völd- in. Þessar síðsumarskyrmr. — Þær em ekki blíðviðrislegar heldur næstum uggvænlegar, svo heimskautalegar. Það er allt stillt, dautt og kalt. Sólskinið er einkennilega dauft og annarlegt og hitinn berst í bökkum að sýna 8—9° í logninu. Maður hefur það á tilfinn- ingunni að veðurvélin hafi ekki meiri orku og muni stöðvast þá og þegar en ís og myrkur helgrípa jörðina. Eg hef haft orð á þessu við menn, er muna gamla daga og þeir vita vel hvað ég er að fara, en mjög erfitt er að lýsa þessu í orðum. Ég er sann- færður um að þetta er ekki ímyndun okkar. Við tökum blátt áfram eftir einhverjum eðlisfræðilegum breytingum, er orðið hafa á lofthjúpnum yfir landinu og áreiðanlega em þekktar meðal vísindamanna, að ein- hverju leyti að minnsta kosti. Það ergilegasta við þennan sumarkulda er ekki það að kólnað hafi að meðaltali margra ára. Miklu fremur er það hin algera vöntun á fyrsta flokks summm í Reykjavík og á Suðvesturlandi. Þau koma bara ekki. Jafnvel í „eldgamla daga“, í „forna stíl“ þegar árferði var yfírleitt talsvert harðara en nú, komu þó af og til mjög hlý sumur í bænum. Sumrin 1916, 1915, 1912, 1904, 1895 og 1880 vom t.d. verulega hlý, sam- kvæmt mælingum er gerðar vom á vegum dönsku veðurstofunnar, er birti niðurstöð- umar í Dansk meteorologiske Árbog, sem til er m.a. á Landsbókasafni. Þessi sumur vom svo afgerandi hlý, að litlu breytir þó gert sé ráð fýrir, að tölurnar sýni nokkm hærri hita en nútímaaðferðir við mælingar og útreikninga meðalhita. Og þá er ekki síður gremjulegt fyrir okkur Reykvíkinga, að allt í kring hafa komið hlý sumur undan- farið, t.d. fimmtán síðustu árin. Það má nefna hin geysiheitu sumur í Vestur-Evrópu og á Bretlandseyjum er komu tvö saman árin 1975 og 1976 og aftur tvö saman ekki ósvipuð 1982 og 1983. í norðanverðri Skandinavíu voru sumrin 1980 og 1985 mjög hlý. Jafnvel í Færeyjum og í Angmaks- salik, þar sem sumarkuldar hafa verið þrálátir eins og hér, vom þó sumrin 1984 (Færeyjar) og 1980 (Angmakssalik) í hlýrra lagi. Meira að segja á heimsenda hafa kom- ið tiltölulega hlý sumur: Á Svalbarða var sumarhiti 1984 fyrir ofan meðallag. Og á Norður- og Austurlandi, á Vestfjörðum og Suðausturlandi hafa komið eitt eða tvö hlý sumur. En ekki í henni Reykjavík. Og held- ur ekki á íshafseyjunni Jan Mayen. Höfuð- borgin er því ekki í amalegum félagsskap. Og þá er aðeins eftir að bera upp hina brennandi spurningu: Kemur aldrei framar alvöru sumar í Reykjavík? Verður aldrei aftur gaman að lifa í ReykjSvík? Tíminn verður að leiða þetta í ljós. Við getum að- eins vonað það besta. Og hver veita nema sumarið sem nú er að líða, verði fyrsta sum- arið í 18 ár sem rífur a.m.k. meðallagshita- múrinn. Þótt furðulegt sé, miðað við það sem á undan er gengið, hefur^ggmli góði veðurstíllinn verið heilmikið á kréiki í sum- ar. Það er ljóst að í Reykjavík eru júní, júlí og ágúst til samans yfir meðallagi hitans. En sumarið er ekki búið. Vonandi boðar þetta þó hlýnandi veðurfar. Óneitanlega yrði gaman að taka sargan annað svona yfirlit í ellinni s@tn gæti þá borið yfirskrift- ina: Gamli stíllinn snýr aftur. Höfundurinn er rithöfundur og tónlistargagn- rýnandi í Reykjavík. In vino veritas! — Sannleikurinn býr í víninu“ sögðu gömlu Róm- veijamir. Og margir trúgjarnir vínmenn hafa síðan haft þetta fyrir satt. Sputja má náttúrlega hvernig á því standi að sannleikur- inn valdi sér þennan raka bústað og hvaða erindi hann muni upphaflega átt þangað. Um þetta mætti vel hugsa sér eftir- farandi þjóðsögu. Einhvern tíma fyrir æva- ævalöngu var á dögum voldugur fursti sem hataði sann- leikann. Enda þarf varla einu sinni að hugsa sér þetta úr því voldugir furstar hata sann- leikann alltaf. Og þetta hlýtur líka að hafa gerst einhvern tíma í grárri forneskjunni því vínið er fjarska gömul uppfinning, næst- um eins gömul og sannleikurinn. Það sem hins vegar má vel hugsa sér er það að þeim gamla hafi tekist að ráða niðurlögum sann- leikans og drepa hann alveg. Síðan gróf hann sannleikann og var hæstánægður því ekkert stóð lengur í vegi fyrir yfirráðum hans og veldi. Til að fela gröf sannleikans svo menn fæm nú ekki að gera þangað pílagríms- ferðir skipaði hann vínræktarmönnum sínum að reisa fjall á gröfinni og hafa þar á fjallinu vínræktarsvæði. Þeir tóku til ósp- illtra málanna, sáðu hinum besta vínviði í hlíðum fjallsins og reistu undir hann grind- ur. En rætur vínviðarins teygðu sig þá alla leið niður í sannleikann, dmkku hann í sig og þannegin kom hann aftur í ljós. Mæta vel eiga þau líka saman, vínið og sannleikurinn, því að náttúmfar þeirra er mjög áþekkt. Bragðið er alltaf jafnferskt, hversu gömul sem þau verða og gildi þeirra rýrnar ekki; þó menn feli þau í dimmum kjallara eða jarðhýsi má nálgast þau hvenær sem áhuginn vaknar, en betra er þó að leggja við þau einhveija rækt; einum færa þau gleði, öðmm sífelldan höfuðverk. Vitaskuld er þetta bara eins og hver önn- ur þjóðsaga handa skáldskaparsinnuðum einfeldningum, en það em nú helst þeir sem elska sannleikann. Eins gat þetta líka hafa gerst allt öðraví- si. Danskt máltæki segir: „Sannleikurinn er heimilislaus.“ Og heimilisleysiginn er ofs- óttur af öllum, bæði þeim sem eftir honum sækjast og hinum sem ekkert vilja með hann hafa. Uppgefinn, þvældur, kvalinn og saddur lífdaganna ákvað sannleikurinn að drekkja sér. Vildi þó ekki kasta sér í ána af hræðslu við að rekast þar á lygina sem alltaf lætur berast með straumnum. Því hún er ekki sá þverhaus sem sannleikurinn ein- lægt hefur verið. Og þar að auki — sannleik- urinn var ekkert fyrir það að horfast í augu við sannleikann, hafði því engan veginn gefið frá sér alla von og langaði heldur ekki til að fljóta í ánni til eilífðarnóns — hvern langar svo sem heldur til að vera endalaust dauður? Þess vegna stakk sann- leikurinn sér í vínið sem hentaði honum mætavel. Það er áfengt eins og sannleikur- inn sjálfur og mundi því kannski ekki steindrepa hann alveg. Eins og hver maður hlýtur nú að sjá má finna margar sennilegar og trúverðugar skýringar á því hvernig sannleikurinn muni hafa komist í vínið. Samt hef ég bara enga trú á því að sannleikurinn sé í víninu. Hann býr áreiðanlega í manninum sjálfum rétt eins og systir hans, lygin, gerir. Enda var lygin ekki lygi alveg frá fæðingu, hún sá það bara nógu snemma hvemig þetta gekk hjá sannleikanum, stóra bróður hennar, hvað hann átti fjári önuga daga. Ákvað þá að velja sér annað hlutskipti og sneri sér að vændinu, eins og títt er með litlu systurn- ar í lífinu. Og hvomgt þeirra systkina þolir reyndar vín, það er deginum ljósara — helii menn í sig víni að einhvetju marki gubbast þau óðara bæði uppúr viðkomandi persónu. Flýja út. Eins og Friedrich Schiller var vanur að segja: „Vínið lýgur engu, það bara kjaftar frá.“ Menn hafa tekið eftir því að vín losar um sannleikann í fólki og þess vegna hafa þeir gert þetta spakmæli, hinu tóku menn hreinlega ekki eftir að það losar líka um lygina vegna þess að henni spúa menn líka edrú. Hvað ætli megi ekki margoft sjá tvo menn sitja við drykkju og heyra þá annan þeirra segja: „Þú ert minn albesti vinur,“ og hinn svarar þá af bragði: „Mér líkar stór- vel við þig, þú ert svo bráðgreindur og heiðarlegur," og hvom tveggja náttúrlega haugalygi sem vínið, eini sanni vinurinn þarna við borðið, hefur verið að hvísla að þeim. Eða þau tvö sem sitja yfir vínglasi, horf- ast í augu og hann segir: „Ég elska þig. Þú ert svo falleg.“ Hún segir: „Ég elska þig, þú ert draumaprinsinn minn." Og þetta er lygi, hvítalygi vínsins, sem bæði trúa þangað til mnnið er af þeim. Skyldi nú vera ástæða til að fordæma vínið sem örvar lygina svona? Eigum við að reyna að hugsa okkur þessi samtöl í anda sannleikans? „Þú ert skepna, falshundur og illmenni. Brosað geturðu framan í mig núna, en hat- ar mig samt og fyrirlítur, reyndir að hafa af mér starfið. Nú siturðu héma með mér og borgar meira að segja veitingarnar af því að þú þarft á mér að halda og svo ertu hræddur við mig líka.“ Hinn svarar þá: „Viðbjóðslegur ertu, mig langar að gubba þegar ég sé þetta sjálfsánægjusmetti þitt, lúsablesi sem þú ert, ónytjungur, skepna, níðingur, en hér má ég sitja með þér, borga oní þig dýrindisvín sem þú kannt engin skil á frekar en starfi þínu, en það er nú undir þér komið hvenær ég fæ að taka sumar- fríið mitt eða hvort ég fæ eftirvinnuna tvíborgaða.“ Og herrann sem var að játa henni ódauð- lega ást sína við fyrstu vínáhrif mundi segja ef hann væri edrú: „Gaman þætti mér að vita hvernig hárið á þér væri á litinn undir hárkollunni! Verst að eyða þessu dýrind- isvíni á svona gæs! Nenni bara ekki að fara einn að hátta í kvöld og draumadísirnar forðast mig allar. Úr því maður er nú af léttasta skeiði, á heldur enga lúxuskerru . . Með þetta útlit þitt verðurðu nú líklega heldur ekki með nein uppástöndugheit. Sjá hvemig þú belgir þig út af víninu. Heldurðu ég ætli mér að kasta í þig fimmþúsundkalli eða hvað? Nær bara að koma sér undireins í bælið, ég þarf snemma á fætur í fyrramál- ið ...“ Og hún mundi þá svara draumaprins- inum sínum: „Ég gæti nú svo sem líka hugsað mér burðugri elskhuga en svona margnotaðan karklút á þriðja eldhúsi. Ja, hvort mig hefur ekki verið ævilangt að dreyma Um vömbina á þér og krumlurn- ar, svo maður tali nú ekki um sögurnar þínar af því hvernig verkstjórinn hælir þér daglega og reynir að komast í tæri við stelp- una á kassanum!... Heppnin þín að ég skuli vera svona ein og yfirgefin og von- laust að fara heim fyrst Gíslína er þar fyrir með Herbert sinn. Kæmi ég heim þá yrði hann strax að fara og hún mundi spuija með uppgerðarsamúð hvort þetta hefði nú enn ekki tekist hjá mér... Þá ánægju ætla ég mér sko að hafa af henni. En þú skalt heldur ekki sleppa neitt billega, flösku í viðbót færðu að borga, skepnan ...“ Án blessaðrar hvítalyginnar í víninu gæti lífið margoft verið gjörsamlega óbærilegt. „Sannleikurinn er faðir hatursins," sögðu gömlu Rómveijamir líka. Orðtakið segir: „Gagnlegur er sannleikurinn þeim sem hlustar en skaðlegur þeim sem mælir.“ Satt er það en má þó kjurt liggja. Það er líka svo sérkennilegt með sannleik- ann að margt af því sem um hann er sagt er hreint ekki satt. Skyldleiki hans við lygina fer því aldrei leynt. En hvað um það, blessað sé vínið sem færir okkur sannleikann af og til, hvort sem hann beinlínis er nú í þvi eða ekki. Marteinn Lúther sagði: „Vínið er sterkt, sterkari er kóngurinn, konan ennþá sterkari, alsterk- astur þó sannleikurinn." Ojæja, hver ætli svo sem kæri sig um að bera veikleika sinn saman við það sem sterkast er af öllu? En væri sannleikurinn í víninu þá hefði bannið nú staðið lengur og verið harðara en það var. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.