Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Side 5
Sumar í Nauthólsvík á hlýindaskeiðinu 1931—60, þegar hægt var að vera þar í
sjó- og sóiböðum án þess að skjálfa úr kulda. Myndin er að líkindum tekin 1945
eða 46. íbaksýn sést Kársnesið íKópavogi, þar sem byggð er farin að myndast.
arlega muna sinn fífíl fegri. Forðum var
hann ljúfur síðsumarsmánuður en hann hef-
ur nú breyst í hryssingslegan haustmánuð.
Við fáum tvo október á ári. Sólarstundir tíu
síðustu sumra voru að meðaltali aðeins 594,
úrkoma 233 mm og úrkomudagar 71.
SUMRIN EFTIR 1960
Sé hiti reykvískra sumra eftir 1960 at-
hugaður, kemur í ljós að fram á þetta ár
hafa aðeins tvö sumur — hvort sem þið trú-
ið því eða ekki — náð meðallagi hitans. Það
var árin 1966 og 1968. Síðustu 18 sumur
hafa öll verið kaldari en í meðallagi í
Reykjavík.
Sumarið 1966, þegar sjónvarpið hóf
göngu sína, var hitinn 0,3 yfir meðallagi
og sólarstundir voru 30 umfram meðallag.
Enginn talaði um sérstaklega gott sumar.
Menn voru góðu vanir lengi og þetta sumar
skar sig á engan hátt úr hvað veðurblíðu
snerti. Það var aðeins gott miðlungssumar.
Sumarið 1968 var 0,3 hlýrra en í meðal-
ári og sólarstundir voru 24 færri en venja
er til. Það má því líka teljast nokkum veg-
inn meðalsumar. En það var þó merkilegt
að sumu leyti. Þá var hlýjasti júlí í borginni
eftir 1960, 11,7°. Og víðast um land kom
hlýindakafli eins og þeir verða bestir á Is-
landi og stóð i mánuð, frá miðjum júlí og
fram í miðjan ágúst. Hann kom því óglöggt
fram í mánaðarmeðaltölum. En þá daga var
alvöru sumar. Og þá trúðu menn á blóm
og alheimsfrið og vitundarbyltingu. Septem-
ber þetta ár var hlýrri en nokkur september
síðan, 9,7°. Það var síðasti virkilegi góði
september. Að öðru leyti en þessu var sum-
arið hálf kalt svo heildarmeðaltöl urðu ekki
sérlega reisnarleg. En það þætti „einmuna
tíð“ núna. Og þá eru talin hin „hlýrri" sum-
ur eftir 1960. Færri gætu þau varla verið.
Hvað sólskin snertir hafa þó tólf sumur
eftir 1960 náð meðalfjölda sólskinsstunda.
Eitt þeirra, 1966, var einnig hlýrra en í
meðallagi og hefur áður verið getið. Þá
skulum við rétt sem snöggvast líta á þessi
sólríku sumur er voru í svalara lagi.
Síldarárið mikla 1961 var sumarsólin í
rösku meðallagi, 16 klst. umfram. Og hitinn
var 0,1° undir meðallagi. Allir mánuðirnir
nema september voru lítið eitt kaldari en í
meðalári. Dæmigert miðlungssumar. En
miðlungssumur hafa ekki verið talin góð
sumur á Islandi fyrr en í seinni tíð.
Sumarið 1963 skein sólin 33 klst. lengur
en vanalega. En það var ferlega kalt. Hitinn
var heilli gráðu undir meðallagi og júlí var
sá kaldasti sem komið hafði í mörg ár. Það
var lítið gagn að þessu sumri fyrir sumar-
blíðufólk.
Næsta sumar, 1964, þegar allt var brjál-
að út af Kanasjónvarpinu, var vel sólríkt,
65 klst. framyfir það venjulega. En það var
0,9° kaldara en meðallagið og nú var það
ágúst sem var sá kaldasti um langt árabil.
Þetta sumar.var því líka ómark fyrir góð-
viðrisdýrkendur.
Miklu skárra var sumarið 1965. Þá var
sól 68 klst. lengur en vant er og hitinn var
0,4° undir meðallagi.
Svipað var sumarið 1967 þegar íslending-
ar töpuðu 14:2 fyrir Dönum. Sólin 55 klst.
lengur en gengur og gerist og hiti 0,4°
undir meðallagi.
Þá komum við að sumrinu fræga 1970
þegar konungsbústaðurinn brann á Þing-
völlum. Sólskinið rétt skreið yfir meðallag
(4 klst.), en sumarið var 0,9° kaldara en í
meðalári og svo andstyggilegt eitthvað að
fólki er það enn í fersku minni. Júlí var
reyndar sá næst sólríkasti sem mælst hefur
í borginni. Og hefði sú staðreynd gert marga
káta ef ekki hefði fylgt sólinni meiri kuldi
en nokkrir nema allra elstu menn höfðu lif-
að. Þessi bjarti mánuður var sem sé kaldasti
júlí í höfuðstaðnum sem komið hafði á öld-
inni. Og þótti þetta furðu sæta. En nú hefur
þessi júlí eignast svo marga bræður í kuldan-
um að fólk er hætt að taka almennilega
eftir þeim. Hinir mánuðirnir voru ekki alveg
eins kaldir, en enginn þó minna en V20
undir meðallagi. Það má segja að þetta ár
hafi ekki komið neitt sumar.
En næsta ár, 1971, kom óumdeilanlega
sumar. Jafnvel í gamla stíl hefði það ekki
orðið sér neitt til skammar. Þá héldum við
hátíð í Saltvík hipparnir og stóðum í þeirri
sælu trú að við myndum ríkið erfa. Þetta
er sólríkasta sumarið frá 1957 og áfram.
Sólin skein 123 klst. lengur en venjulega
og er þetta 7. sólríkasta sumarið síðan byrj-
að var að mæla sólskin í Reykjavík árið
1923. Hitinn var rétt undir meðallagi, 0,2°
og mörðu þó bæði júní og júlí meðaltalið.
Mætti ekki gefa þessu sumri bestu einkunn
allra sumra eftir 1960? Það er sólríkast og
hitinn að kalla í meðallagi. Önnur sumur
gera ekki öllu betur í nýja stíl.
Tökum til að mynda þjóðhátíðarsumarið
1974. Það virðist standa mörgum fyrir hug-
arsjónum í helgiljóma fyrir „fádæma
veðurblíðu", „sól og hita“. Og óneitanlega
var það sólríkt, þó 5 klst. minna en 1971.
En það var miklu kaldara. Hitinn var 1,0°
undir meðallagi. Jafnvel í nýja stíl hafa
aðeins fjögur sumur verið kaldari og ekkert
þeirra sumra er hafa verið sólríkari en í
meðallagi. Það var nú öll dýrðin. Júlí náði
þó að jafna hitameðaltalið og var sólríkur,
en aðrir mánuðir voru undir því og septem-
ber var einn af þeim köldustu er komið
hafa (3° undir meðallagi). Hefði þetta sum-
ar komið t.d. á stríðsárunum hefði það þótt
tíðindum sæta fyrir skítakulda.
Sumarið 1980, þegar Vigdís varð forseti
og Hekla gaus, kemur næst til álita í þess-
ari leit okkar að afbragðssumrum seinni
árin. Þá var sólin 53 klst. lengur en alla
jafna. Hitinn var aðeins 0,3° undir meðal-
lagi en allir mánuðirnir voru lítið eitt undir
því. Þetta er hlýjasta sumarið eftir 1971.
Það má teljast nokkurn veginn meðalsum-
ar. En heldur ekki meira. Hins vegar fær
það rós í hnappagatið fyrir mikla hitabylgju
í lok júlí. Þá fór hitinn í borginni í 24°.
Loks komum við að síðasta mikla sólar-
sumrinu. Herrans árinu 1985 sem allir lofa
og prísa. Sólin lét svo lítið að skína 102
klst. lengur en venjulega. Þó er þetta aðeins
þrettánda sólríkasta sumarið frá upphafi
mælinga. Og hitafarið! Drottinn minn dýri:
Það var 0,9° kaldara en í meðalári og hafa
sex sumur verið kaldari síðustu þijá ára-
tugi. Allir mánuðimir voru kaldari en í
meðalári, júní og ágúst þó aðeins lítið eitt.
En júlí bætti það upp með því að vera 1,3°
undir meðallagi. September vildi ekki vera
eftirbátur júlí og gerði sér lítið fyrir og
varð 2° undir meðallagi. Það sýnir best
hvers konar sumar var hér á ferðinni miðað
við fyrri ár, að aldrei kom jafn kaldur júlí
allar götur frá 1922 til 1970 í Reykjavík
og árin 1931—70 komu aðeins þrír septem-
bermánuðir er voru kaldari en sami mánuður
1985. „Hvílík blessuð blíða“. Það er ekki
að furða þó Reykvíkingar hafi verið óða-
mála yfir „góðviðrinu".
Síðasta sumar, 1986, var sól 43 klst.
umfram meðallag. Það jafnast því ekki á
við sumarið á undan í sólríki og það var
jafn kalt. Það væri því vissulega ofrausn
að telja það í nokkm frábært.
SUMRIN ORÐIN SVIPUR
Hjá Sjón
Þessi upptalning gerir eftirfarandi stað-
reyndir deginum ljósari: Eftir 1960 hafa
einungis tvö sumur í Reykjavík náð meðal-
lagi hitans 1931—60 og ekkert eftir 1968.
Og af tólf summm, er verið hafa sólríkari
en venja var til 1931—60, hafa þau öll nema
eitt verið svöl eða köld, allt að heilli gráðu
undir meðallagi hitans.
En það hefur sannarlega ekki verið neinn
skortur á óvenjulega köldum summm und-
anfarið. Hafa fá árabil upp á annað eins
úrval að bjóða í þeim efnum síðan farið var
að mæla í Reykjavík. Þar skal fyrst alræmt
telja sumarið ótrúlega 1983. Það var ekkert
venjulegt rigningarsumar. Það var sólar-
minnsta sumarið síðan sólskinsmælingar
hófust og í meira en hundrað ár á það sér
einn jafningja í kuldanum. Það var árið
1886. Júlí og ágúst 1983 vom einnig hver
um sig þeir köldustu í heila öld. Þá vom
sumrin 1979 og 1975 þau 7. og 8. köldustu
frá því árið 1880. Og sumarið 1982 var það
11. kaldasta. Fyrir svo utan öll hin köldu
og svölu sumrin. Segiði svo að „veðursæld-
in“ „leiki ekki við borgarbúa. Og ef við
tökum einstaka mánuði, hafa þeir komið
furðulega margir síðustu 15 ár svo kaldir
að þeir gerast ekki mikið kaldari: Júní 1975,
1978, 1979, 1983; júlí 1975, 1979, 1983;
ágúst 1983; september 1975, 1979, 1982.
Annars er hér ekki rúm til að athuga ein-
staka sumarmánuði eftir 1960 með tilliti til
blíðviðris sem við emm á höttunum eftir.
En þó má segja að þar sé hið sama upp á
teningnum og með sumrin í heild. Hvað
hitann snertir hafa 7 júnímánuðir (af 27)
náð meðallagi, þrír júlímánuðir hafa jafnað
meðallagið og tveir farið yfir það (af 27),
þrír ágústmánuðir (af 26) hafa náð meðal-
laginu og fimm sepembermánuðir (af 26).
Alls eru þetta 20 fræknir mánuðir af 106,
miðað við síðasta júlí. Enginn þessara mán-
aða ætti með réttu skilið heiðurstitilinn
„einmuna tíð“, miðað við það besta sem
þekkist. En þeir sem komast næst því tel
ég að séu þessir: Júní 1971; júlí 1968,
1971 og ef til vill 1974; ágúst 1966 og
loks september 1968. Og hana nú! Auðvit-
að hafa komið þokkalegir mánuðir og tíðin
hefur verið „hagstæð". En við erum að leita
að frábæru veðri. Eitt lítið dæmi vil ég
nefna, er sýnir með öðru hve hiti um há-
sumarið hefur átt erfitt uppdráttar í
höfuðborginni í meira en aldarfjórðung.
Alltaf öðru hverju hafa komið júlímánuðir
er hafa náð 12° meðalhita. Það er töff tala
og sumarleg. En nú hefur þetta ekki gerst
síðan 1960. Aldrei hefur liðið svo langur
tími milli 12° sumarmánaða. Næst lengsta
bil var milli áranna 1918 og 1932.
Það ber því allt að sama brunni: Sumrin
sem við búum við eru ekki nema svipur hjá
sjón samanborin við sumrin frá því á kreppu-
árunum og framundir viðreisnarstjóm. Þá
fór að versna. Og hefur Reykjavík þó ekki
orðið verst úti. A Hæl í Hreppum, í hjarta
Suðurlands, hefur hiti sumarsins lækkað
um 0,9° 1961—86 miðað við meðaltalið
1931—60. Á þessum sveitabæ sem hafði
hæsta júlíhita á landinu, 11,7°, hefur eng-
inn júlí í nýja stíl farið yfir meðallagið, en
þrír hafa jafnað það. Og í þessu blómlega
héraði hefur alls ekkert sumar í heild náð
meðalhita eftir 1960. Á Þingvöllum er þó
enn meira sumarhallæri. Þar hrapaði sumar-
hitinn árin 1961—82 um 1,3° miðað við
meðallag. Þar hafa einnig öll sumur þennan
tíma verið kaldari en í meðallagi. Og ekki
einn einasti júlí svo mikið sem jafnaði meðal-
talið, einn júní fór yfir það, tveir ágústmán-
uðir og þrír septembermánuðir. Það eru 6
mánuðir af 88. Og varla hefur hlýnað á
Þingvöllum eftir 1982, en þá hætti þjóð-
garðsvörður að gjöra veðurathuganir. Og
er ekki nema von að hann nenni ekki að
að athua þvílíkt skítaveður alla tíð. Hins
'ægar bendir ýmislegt til þess að sumarhiti
hafí hvergi á landinu lækkað eins mikið og
á þessum sögufræga stað. Og hefði verið
mjög fróðlegt einmitt að fylgjast með því
er hann færi niður fyrir frostmarkið. En
guð verður víst einn til frásagnar um þau
„römmu ragnarök". Honum sé dýrðin!
í Stykkishólmi hefur sumarhitinn lækkað
um 0,7° eins og í Reykjavík. Eftir 1960
hefur þar aðeins sumarið 1976 verið hlýrra
en í meðallagi. Á Akureyri hefur einnig
kólnað um 0,7°. Þar hafa þó komið hlý
sumur. Sumarið 1984 var 0,8° yfir meðal-
lagi og sumarið 1976, sem er sólríkasta
sumar er mælst hefur á Akureyri, var 1,1°
yfír meðallagi. Þá var fjör fyrir norðan. Öll
önnur sumur hafa verið kaldari en í meðal-
lagi í höfuðstað Norðurlands eftir 1960. Á
Teigarhomi við Djúpavog hefur hiti sumars-
ins fallið um 1,1° og í Vestmannaeyjum um
0,7°. En í öllum þessum kuldahrolli getum
við yljað okkur við þá staðreynd að í Mið-
firði, þar sem Grettir sterki iðkaði vaxtar-
rækt og þar sem sumarhiti er einna lægstur
á íslandi og mælst hefur mest frost á landinu
um hásumarið (4,0° í júlí og 6,l°í ágúst),
þar hefur sumarið aðeins kólnað um 0,4°.
Og munar þar langmest um september, en
júní og júlí hafa ekkert kólnað! Er það óneit-
anlega virðingarverð nærfærni af náttú-
runni að fara mjúkum höndum um þennan
hitafarslega lítilmagna.
Af framansögðu er ekki að furða þó
maður verði stundum undrandi þegar fólk
og þá ekki síður fjölmiðlar, þykjast varla
eiga nein orð til að lýsa einhveiju sem á
að vera einstök veðurblíða eins og sumrun-
um 1986 og 1985. Eru allir búnir að
steingleyma gömlu góðu sumrunum? Þá var
sumar á sumrin.
Sumarið 1960 er það bezta sem komið hefur síðustu áratugina. Unga fólkið á
myndinni var að sóla sig austur í Þórsmörk - kannski þekkir einhver sjálfan sig
þarna. Þetta er að sögn greinarhöfundar „síðasta stórsumarið“ íhöfuðstaðnum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 5