Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Qupperneq 6
Esjan um miðjan september 1987 - táknræn mynd fyrir þá kólnum, sem hefur átt sér stað í septembermánuði og styttir
sumarið verulega. A hlýindaskeiðinu 1931-60 var meðalhiti septembermáðaða 8,6 gráður í Reykjavík, en árin 1977-86 var
hann kominn niður í 7,0. Engin smáræðis kólnun.
SUMRIN KRINGUM 1960
Þegar ég hugsa til bemsku minnar í
Reykjavík á árunum næst fyrir 1960, fmnst
mér í minningunni að alltaf hafi verið sól
og blíða. Og það var! Sumarið 1957 var
sólríkara en nokkurt sumar sem síðan hefur
komið í borginni og það sjötta sólarmesta
frá upphafi mælinga. Sólskinsstundir voru
164 klst. fleiri en þær voru að jafnaði árin
1931—60, 54 klst. fleiri en sumarið 1985
og 39 klst. fleiri en hið goðsagnakennda
sumar 1974. En sumarið 1957 var heilli
gráðu hlýrra en sumrin 1974 og 1985. Hit-
inn í júní var 9,9°, júlí 12,0°, ágúst 11,3°.
September var að vísu fremur svalur, 7,1°,
og dró meðalhita alls sumarsins niður svo
hann varð ekki meiri en vant var tímabilið
1931—60. Ef allt í einu kæmi sumar í þess-
um dúr myndi allt af göflunum ganga af
góðærisærslum.
Næsta sumar, 1958, var þó heilli gráðu
hlýrra, en ekki eins sólríkt þó sólarstundir
væru 12 fleiri en þær voru að jafnaði
1931—60. En hvað hitann snertir var þetta
stórkostlegt sumar. Það var 6. hlýjasta sum-
ar sem komið hefur á öldinni og hefur síðan
ekki komið jafn hlýtt sumar í Reykjavík.
Meðalhitinn í heild var 11,0°. Júní mældist
10,2°, júlí 12,0° og sól skein þá næstum
eins mikið og í júlí 1974. Ágúst var hins
vegar í hálfgerðu óstuði og var ekki nema
10,2°. En svo kom september. Og sá var
nú aldeilis í stuði og vippaði sér léttilega
upp í 11,4°. Það er 0,2° hærra en meðal-
hitinn í júlí og eftir 1960 hafa tveir mánuðir
orðið hlýrri en þetta. En sólin var auðvitað
lítið á ferli. Hún er það bara ekki á Suður-
landi í septembermánuði af þessari hita-
stærð. Það er gjaldið fyrir síðsumars
methitann. Ef við fengjum svona september
nú og það ofan í jafn ágætt sumar, er ég
hræddur um að sjónvarpsfréttamennimir
fengju hreinléga hitaslag og myndu spyija:
Er Island að breytast í Mæjorka, Páll?
En þegar á allt er litið var sumarið 1960
yndislegasta sumarið í þessum hópi. Þá var
sannarlega „öndvegistíð" og „blessuð blíða"
dag eftir dag og viku eftir viku. Sumarið
byrjaði í reynd í maí sem var hlýrri en nokk-
ur maí eftir það. Mældist hann 8,7° en það
er meðalhiti júnímánaðar síðasta áratuginn.
Hitinn fór í 21° þann 14. Júníhitinn var
10,0°. í júlí mældist 12,2° og þarf varla
að taka það fram að hann á sér engan jafn-
ingja í nokkrum mánuði síðan í Reykjavík.
Til að gefa fólki einhveija hugmynd um
hvað svona hitatala merkir í daglegu lífí,
má benda á það að meðalhiti 20 fyrstu
dagana í ágúst síðastliðnum var 11,6° og
er það eitthvert allra besta hlýindatímabil,
sem gengið hefur yfír borgina í tvo áratugi.
í þessum heita júlí 1960 skein sólin 1 klst.
skemur en í þeim annaálaða júlí 1974 (en
þá var hitinn 11,2°) en 12 klst. lengur en
í júlí 1986, sem allir eru vitlausir yfír og
er sólríkasti sumarmánuður hér í 13 ár (en
hitinn þá var 10,5°). En í ágúst 1960 var
hins vegar gjöfulli á sól en nokkur annar
ágúst síðan byijað var að mæla í þessari
drungalegu borg. Sólin skellihló á himninum
í 277 klst. eða 66 klst. lengur en í ágúst
1985 sem þótti nú aldeilis góður, enda var
hitinn þá næstum því í meðallagi eða 10,6°.
En meðalhitinn í ágúst 1960 var óvart
11,2°. Aldrei hafa júlí og ágúst saman ver-
ið jafn sólríkir og árið 1960. Á eftir kom
svo hlýr september, 9,1°, og var þá sólskin
í tæpu meðallagi. Meðalhiti alls sumarsins
var 10,6° og sólskinsstundir voru 747.
Hugsið ykkur alla þessa sól og þennan hita!
Reynið að upplifa það í huganum!
Þessi þijú sumur, 1957, 1958 og 1960,
eru öll í gæðaflokki hvað „sól og hita“ varð-
ar sem er algerlega óþekktur síðan. Ef við
lifðum þau núna hvert á eftir öðru, myndi
fólk sennilega halda að heimsendir væri í
nánd eða í það minnsta að gróðurhúsaáhrif-
in umtöluðu væru heldur betur farin að
kynda upp andrúmsloftið. En þessar tölur
segja ekki allt þó þær segi samt mikið. Sú
lífsreynsla að njóta svona sumra, segir
meira en með orðum verður lýst eða með
tölum, hve þau eru óendanlega miklu feg-
urri og yndislegri en þær sumarómyndir sem
nú eru í tísku. Og það er næsta ótrúlegt
að Reykvíkingar skuli ekki muna þetta.
Ekki bjúa eintómir unglingar í borginni. Ég
er ekkí gamall. Samt geymi ég þessi sumur
í minningunni eins og dásamiegt ævintýri
frá betri og bjartari heimi. Þá var ísland
draumaland með sælsumrin löng. Það var
á dögum fyrsta þorskastríðsins, þegar Vil-
hjálmur þrístökkvari og Friðrik stórmeistari
voru upp á sitt besta og vinsælasta ijölmiðla-
efnið voru jarðarfarir í beinni útsendingu.
SÓLRÍKUSTU SUMRIN
Þessi frábæru sumur kringum 1960 eru
samt ekki þau blíðustu sem veðurenglamir
hafa blessað yfír höfuðborgina síðan þjóðin
varð fijáls og fullvalda, en elstu menn sem
nú lifa vom við þau tímamót einmitt að
komast á fullorðinsár. Og nú skulum við
rifja upp með þeim gömlu eitthvað af þess-
ari liðnu sumardýrð.
Við byijum á sólinni sem mörgum fínnst
upphaf og endir á góðu sumri. Hvert er þá
sólríkasta sumar sem mælst hefur í
Reykjavík? Ekki var það nú alveg í fyrra.
Það var árið 1929. Þá var Veðurstofan á
Skólavörðustíg 3, uppi á lofti þar sem Mokka
er núna. Þetta sumar elskaði blessuð sólin
allt og alla í 894 klst. (við munum að meðal-
talið 1931—60 er 631 klst.), hvorki meira
né minna en 161 klst. lengur en sumarið
1985. Mismunurinn á íjölda sólskinsstunda
sumranna 1929 og 1985 jafngildir einum
níu skafheiðskírum hásumardögum. Fannst
mönnum þó mikil sól 1985. En sumarið
bjarta 1929 var ekki tiltakanlega hlýtt. Það
mældist 9,7° (meðaltalið 1931—60: 10,0°)
og hefur þó ekkert sumar orðið hlýrra í
borginni okkar eftir 1971.
Næst sólríkasta sumarið var árið 1928.
Þá gladdi sólin borgarbúa í 862 klst. Og
júní þetta ár var allra mesti sólskinsmánuð-
ur sem nokkru sinni hefur mælst. Sólar-
stundir voru 338 eða svo sem 11 klst. og
korter á dag til jafnaðar. Og þetta var ekki
neinn kuldamánuður eins og sólríkustu
mánuðimir í nýja stíl. Hitinn var 9,8°. En
í júlí og einnig í ágúst var hann 11,6° og
í september 9,1°. Hiti alls sumarsins var
10,6°. Þetta sólfagra sumar var því í heild
jafn hlýtt og árið 1960.
Þriðja mesta sólskinssumarið var svo
náttúrlega 1927 þegar drottning himnanna
ljómaði í 854 klst. Hitinn í júní var 9,9°,
júlí 11,6°, ágúst 11,0° og september 7,6°.
Hiti sumarsins var 10,0°. Þama voru þá í
röð þijú sólríkustu sumur sem komið hafa
frá upphafi mælinga. Og ekkert sumar í
Reykjavík í fímmtán ár hefur orðið hlýrra
en það kaldasta þessara þriggja sólskins-
sumra.
Fimmta sólríkasta sumarið lét svo ekki
lengi bíða eftir sér. Það kom árið 1931. Sól
í 791 klst. Hitinn í júní 9,0°, júlí 11,6°,
ágúst 11,9° og september 10,1°. í heild var
sumarið 0,1° hlýrra en sumarið góða 1960.
Og fara nú ekki okkar stoltustu sumur að
verða hálf hallærisleg?
Já. Á þessum ámm hefur verið „hlýtt og
bjart um bæinn og sólskinið á gangstéttun-
um ljómað". Þjóðin var bjartsýn og hélt
fagnandi hátíð á Þingvöllum. Snillingar
hennar vom ungir og sköpuðu hvert meist-
araverkið öðra glæsilegra. Það em sumur
eins og hér hefur verið lýst sem verðskulda
tignarheitið „einmuna tíð“, „dæmalaus veð-
urblíða" og önnur álíka lofsyrði. En þessi
miklu sólarsumur em þó ekki hlýjustu sumr-
in í Reykjavík.
Hlýjustu Sumrin
Sumarið 1939 er hlýjasta sumarið síðan
mælingar hófust. Og það var jafnframt afar
sólríkt, sólin skein í 740 klst. Og í júlí
mældist meifi sól en fyrr eða síðar í þeim
mánuði, 308 klst., eða hart nær tíu stundir
á dag til jafnaðar. Og þá var hitinn ekki
síðri. Hann var 13,0°. I júní var hann 10,8°,
ágúst 12,1° en þá var reyndar mjög úrkomu-
samt og í september var hitinn 11,8°. Það
er hlýjasti september sem hér hefur mælst
og í nýja stíl hefur enginn mánuður orðið
svona hlýr. Meðalhiti alls sumarsins var
12,0°. Hitinn fóryfir 20° í öllum sumarmán-
uðum nema júní og hefur síðan aldrei orðið
jafn hár í ágúst (21,4°) og september
(20,1°). Þess má geta að þetta sumar
mældist mesti hiti sem vitað er um með
vissu á íslandi. Það var 30,5° á Teigar-
homi 22. júní og sama dag mældist 30,2°
á Kirkjubæjarklaustri. Og á Hæl í Hreppum
var meðalhitinn í júlí 14,3° og er það hæsti
mánaðarmeðalhiti sem mælst hefur nokkm
sinni á íslandi. Á undan þessu geggjaða
sumri fór mjög hlýr maí (8,9°) og á eftir
því afar hlýr október (7,2°). Þá hurfu fann-
ir úr fjöllum sem ekki höfðu farið í manna
minnum. Esjan varð snjólaus í júlí. En nú
hefur snjór ekki horfíð úr fjallinu síðan
1969 og mega veðurenglarnir hafa sig alla
við að bræða ef þeir ætla að efna gefin lof-
orð um að skaflinn í Gunnlaugsskarði eigi
að uppgufast.
Og um haustið var komið alheimsstríð.
Þegar Hitler réðst inn í Rússland í júní
1941 vom Reykvíkingar að lifa þann hlýj-
asta júní sem komið hefur í borginni á
þessari öld. Meðalhitinn var 11,5°, en í júlí
12,3°, ágúst og september 11,5°. Sumarið
allt var því næsthlýjasta sumarið í Reykjavík
frá upphafi mælinga. Meðalhitinn 11,7°.
En sólin var fremur spör á blíðu sína. Hún
skein allt sumarið í 559 klst. En hitinn var
svo yfirburðamikill. Á undan og eftir þessu
sumri fóm álíka hlýir maí- og októbermán-
uðir og 1939. Á þessum tíma var Veðurstof-
an í miðbænum. Hún var í húsi Landsímans
við Austurvöll og hitamælaskápurinn var
uppi á þaki. Árið 1946 flutti Veðurstofan í
Sjómannaskólann, en í janúar 1950 var
veðurathugunarstöðin flutt á Reykjavíkur-
flugvöll. Haustið 1973 fór Veðurstofan svo
á Bústaðaveg með allt sitt hafurtask og fær
vonandi að vera þar til næstu ísaldar, sem
maður gæti helst haldið að væri ekki ýkja
langt undan.
En hún var vissulega víðs fjarri fyrsta
sumarið sem athugað var á flugvellinum
árið 1950. Þá var kalda stríðið í algleym-
ingi, íslendingar vígðu Þjóðleikhús og
Huseby varpaði kúlu lengra en allir aðrir í
Evrópu. Þá var meðalhitinn í júlí 12,4° og
í ágúst 12,1° og hefur eftir það aldrei orð-
ið jafnhár í þeim mánuðum. Júní var hins
vegar í svalara lagi og september kaldur
svo sumarið í heild varð ekki óvenjulega
hlýtt. En júlí og ágúst komast í heiðursflokk.
Árið 1953 var Litla flugan hans Sigfúsar
að kitla hvert nef á Islandi og friður var
saminn í Kóreu. Og þá var síðasta almenni-
lega sumarið yfír allt landið, sagði Trausti
veðurfræðingur eitt sinn í blaðaviðtali. Og
það var afburða gott í Reykjavík. Meðal-
hitinn var 10,7°. Frávik hitans var mjög
jafnt í öllum mánuðum. Júní mældist 10,2°,
júlí 11,9°, ágúst 11,5° og september 9,7°.
Sólskin mátti heita í meðallagi í júlí og
ágúst, en var annars af skomum skammti
og urðu sólskinsstundir alls ekki nema 565.
En þetta þætti ótrúlegt sumar á okkar svölu
dögum. Og þá höfum við farið hringinn og
komum aftur að síðustu alvöm summnum
í Reykjavík kringum 1960. Síðan ekkert,
ekkert.
Hefur Þ jóðin Gleymt
FORTÍÐ SlNNI?
Þannig er þá hinn miskunnarlausi vem-
leiki. Bestu sumur síðustu áratugi standast
góðu sumrunum áður fyrr engan snúning.
Þau verða blátt áfram bijóstumkennanleg
í þeim samanburði. En í versnandi veður-
fari er ef til vill ekki sanngjarnt að vonast
eftir summm í gamla stfl. En það hlýtur
að mega gera þá hógvæm kröfu, að þau
sumur sem okkur finnst alveg „frábær“ slagi
þó a.m.k. eitthvað upp í miðlungssumrin
fyrrum. En því er varla að heilsa eins og
ljóst ætti að vera. Og fullyrðingin sem varp-
að var fram í upphafi, að ekki hafi komið
almennilegt sumar í Reykjavík síðan 1960
er ekki neitt svartagallsraus heldur kuldaleg
staðreynd. Því miður. Við fáum ekki lengur
sumur eins og 1960, 1958, 1957, 1953,
1941, 1939, 1931, 1929, 1928 og 1927.
Við sitjum uppi með sumur eins og 1983,
1982, 1979, 1975, 1972 og 1970, þegar
kuldi eða kuldi og rigning saman ætlaði
allt lifandi að drepa og svo innan um rétt
skítsæmileg sumur. Hvers eigum við að
gjalda? Er að furða þó menning og siðferði
þjóðarinnar eigi erfitt uppdráttar. Ekkert
nema hafsjór af svindli og gjaldþrota gleði-
bankar. En það er best að nöldra ekki
meira. Mér margfalt vitrari og lærðari menn
verða að greina og útskýra hið flókna sam-
spil árferðis, menningar og aldarháttar.
En það er engu líkara en þjóðin hafi
gleymt fortíð sinni. Og kannski hefur hún
einmitt gert það. Hvenær sem ekki er vit-
laust veður í nokkrar vikur, ijúka menn upp
til handa og fóta og tala um „einstaka veð-
urblíðu", „dæmalaust góðæri" og þar fram
eftir götunum. Menn virðast ekki gera sér
ljóst að hér er oft beinlínis um ranga notk-
un að ræða. Hástigsgóðærin í veðrinu hafa
sannarlega ekki verið að sækja okkur heim
síðustu árin. Árferðislýsingar verður að orða
af lágmarksnákvæmni svo þær segi eitthvað
í raun og vem. Hvaða lýsingarorð ætlar
fólk að nota ef kæmi vetur eins og 1929
eða 1964 og sumur eins og 1960 eða 1939?
Þá yrði sennilega að grípa til enskrar tungu.
En samantakari þessa ágrips er mest
undrandi á lítilþægni fólks í góðviðrisefnum.
Að það skuli kalla annað eins tíðarfar góð-
æri. Ég er það metnaðarfullur fyrir hönd
þjóðar vorrar að ég tel að aðeins það besta
sé nógu gott í hana. Þjóðin hefur hræðileg-
an smekk á veðri. En smekkur hvers manns
vitnar um þroska- og menningarstig hans.
Smekkmaður á veður lætur ekki bjóða sér
ailt þegar blíða er annars vegar. Hann hrap-
ar aldrei niður í þá lágkúm að villast á
annars flokks veðurblíðu og fyrsta flokks
veðurblíðu. Hann vill klassaveður. Hann
fúlsar við billegum sumareftirlíkingum, en
þreytist aldrei á að lofa og vegsama það
sem er eðal og ekta í sumardýrð skapar-
ans. Þegar smekkmaður á veður gerir sér
veðurblíðu í hugarlund, miðar hann ekki við
platsumur eins og 1985 og 1974 heldur
úrvalssumur eins og 1960, 1939 og 1929.
Og mér finnst að þegar veðurfræðingar
skeggræða um tíðina í einhveiju góðviðris-