Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 9
Nýja Hagkaupshúsið í Kringlu hefur fengið góðar viðtökur; þar hefur verið
mannmargt síðan húsið var opnað og virðist fólk kunna vel að meta þá ný-
breytni að hafa margar verzlanir og þjónustufyrirtæki undir sama þaki.
Miðbær Garðabæjar er að flestu Ieyti fallega teiknaður og að innan ber Garða-
kaup af öllum stórverzlunum á höfuðborgarsvæðinu. En í stað þess að mynda
skjól, t.d. með yfirbyggðu torgi, er hús Búnaðarbankans og pósts og síma
(til hægri) látið standa sér og myndast við það stínd, þar sem alltaf er rok
ef hreyfir vind.
-
sjá að nokkur maður hafi lært neitt nýtt;
að minnsta kosti reka menn sig þá á veggi
íhaldsseminnar, sem sér til þess að haldið
er áfram að byggja götur, sem eru eins
og manngerð gljúfur handa rokinu, rign-
ingunni eða slyddunni til að hamast í.
Mannvist á þessum götum einkennist af
því að fólk setur undir sig hausinn og
berst á móti veðri. Þetta á að sjálfsögðu
fyrst og fremst við um miðborg Reykjavík-
ur, svo og miðhluta allra bæja á íslandi,
gamla sem nýja.
í þessu sambandi nægir að benda á
nýjan miðbæ Garðabæjar, sem er út af
fýrir sig fallega teiknaður og mundi henta
vel í hlýju loftslagi, til dæmis á Italíu. í
þessum kjama í Garðabæ er eitt hús látið
standa sér og er ekkert við það að athuga
frá sjónarmiði útlits. En kringum þetta
hús verður dæmigerð stormgjá og þarf
helzt að vera blíðskaparveður og logn til
þess að notalegt sé að vera á þessu svæði,
sem lítur annars prýðilega út. Þetta sýnir,
að við ætlum seint að læra hvar við búum
og hvað hægt er að gera með nútíma
byggingartækni til að vega á móti því sem
miður fer í veðráttunni.
FRUMRAUN á Seltjarnar-
NESI
Á Seltjamamesi hefur ríkt ólíkt betri
skilningur á þessu og er til fyrirmyndar,
hvernig glerþak hefur verið byggt yfir
Eiðistorgið, þar sem verzlunarhúsið Nýi-
bær er og samtals um 15 verzlanir að
viðbættum ýmsum þjónustufyrirtækjum.
Enn er eftir að halda vígsluhátíð og verð-
ur þessari heild þá gefíð nafn og líklega
verður efnt til samkeppni um það. Hluti
þaksins er úr venjulegu gleri og veitir ríku-
legri birtu inn, en yfír stórum hluta þess
er hinsvegar reyklitað plexigler og var það
gert til að veijast sólarhitanum að sumar-
lagi. Ef hitnar uppfyrir ákveðið mark,
opnast yfir 30 gluggar sjálfkrafa og varð
ekkert vandamál í sumar að halda þægileg-
um hita þarna inni. Þar er vistlegur
samastaður á öllum árstíðum og gerir
verzlunarleiðangur í miðbæ þeirra Seltim-
inga ólíkt ánægjulegri en ella. Arkitektam-
ir Ormar Guðmundsson og Ömólfur Hall
eiga heiðurinn af þessari framraun í að
byggja yfír torg eða götu, en fleiri hafa
að sjálfsögðu komið við sögu; þeirra á
meðal Snorri Sveinn myndlistarmaður,
sem er höfundur að skúlptúr með fossi.
Forráðamenn Seltjarnamesbæjar hafa
reyndar hugsað sér, að þama inni gæti
orðið athvarf fyrir leikhópa, kórar geta
sungið þar og svo er ætlunin að halda þar
vörasýningar, t.d. bílasýningar. Allt er
þetta framtak hið merkasta og eiga þeir
heiður skilið Seltimingar, en einhverra
hluta vegna hefur þessi framraun varla
vakið þá eftirtekt, sem vert væri.
Sjá næstu síðu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 -9