Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 11
U R GLATK I STUNN I Ófriður í lærða skólanum veturinn 1903-04 því umrótsskeiði í þjóðmálum, sem stóð yfir um aldamótin síðustu, lenti hinn hæg- láti fræðimaður, Björn M. Ólsen, rektor lærða skólans, æ ofan í æ í útistöðum við nemendur sína; einkum þá sem síst gátu Ekkert m'stir svo dauðans dapurt, ekkert drepur svo bjartans frið, eins og vaxandi vængjum að berjast við veggi á aila hlið. Jónas Guðlaugsson 1906 ÞORSTEINN ANTONSSON tók saman Menntaskólinn í Reykjavík, þar sem Lærði skólinn var til húsa. fellt sig við að völd og réttindi í landinu tilheyrðu einhverskonar erfðaaðli, eins og löngum hafði verið — hérlendis sem annars staðar. Sjálfur mun Björn hafa borið sig eins og þetta væri sannfæring hans og virð- ist hafa dugað honum vel til veraldlegra metorða. Bjöm var 19. aldar maður í húð og hár. Eftir að nemendur höfðu komið honum frá skólastjórn 1904 varð hann kon- ungskjörinn þingmaður, 1905—1908. Hann var af efnafólki, frá Þingeyrum í Húnavatnssýslu, móðir hans mikill forkur, Ingunn Jónsdóttir. Og hann mömmustrákur alla tíð; í minniskompu Ólafs Davíðssonar frá Hafnarárum hans er þetta hnoð sem hann segir frá Birni M. Olsen komið og segir hann hafa gert ytra: Elsku mamma mín, mig langar að fínna þig væri ég kominn þama til þín. Það væri nú svo gott fyrir mig. Björn var alla tíð ógiftur og barnlaus. Ólafur var natinn mannþekkjari en þótti ekki alltaf fara beint að hlutunum. Með þessari samantekt verður reynt að lýsa samskiptum rektors og nemenda vetur- inn 1903—04. Pólitískar túlkanir þjóðmála- blaða á þessum árum verða látnar liggja milli hluta; en allnokkur slík blaðaskrif urðu um hag skólans á þessum vetri. Svo segir Jón Ólafsson ritstjóri í blaði sínu Óðni í júlí 1910: „Þess má geta, að óðara en próf. B.M. Ó. hafði fengið lausn, snerist uppreisnarand- inn í skólanum (sjálfsagt jafn-ástæðulaust) gegn einum af kennurunum (hr. Sig. Thor- oddsen); en þá þagði Þjóðviijinn að sjálfsögðu og ísafold einnig; og mundi að vísu enginn hafa láð þeim það, ef þau hefðu kunnað að segja frá upphafi um skólans mál.“ Bjöm kenndi grísku og latínu lengst af meðan hann var við lærða skólann, nú nefnd- ur Menntaskólinn í Reykjavík. Hann var afkastamikijl fræðimaður um norræn forn- fræði. Jón Ólafsson skrifar af því tilefni um hann í sömu grein og áður var vitnað í, grein- in er Birni reyndar mjög hliðholl: „Það er ekki ofmælt, að B.M.Ó. sé mestur frumlegur vísindamaður núlifandi íslendinga, gáfumar svo miklar, hvass skilningur, skörp dóm- greind og athugun nákvæm, fmmleg hugsjón og vísindaleg óhlutdrægni." Björn var enn vel á sig kominn þegar þetta var skrifað og ekki orðinn rektor Háskóla íslands sem hann síðar varð (1911). „Mun hann þykja sjálfkjör- inn til að verða háskólakennari í norrænum fræðum við háskólann hér, undir eins og hann kemst á stofn,“ ritar Jón Ólafsson í sömu grein. Ekki vom allir sömu skoðunar um B.M.Ó. Um sama mann ritar Ólafur Lámsson í end- urminningabók: „Það var undarlegt og sorglegt um jafnmikinn gáfumann og Björn M. Ólseri var — og jafn góðviljaðan og hann var í raun og vem, hversu lítinn skilning hann hafði á sálarlífí og hugsunarhætti ungra manna. Og það var furðulegt, hve þessum skarpskyggna vísindamanni virtist vera ósýnt um að greina smátt frá stóm í ávirðingum nemenda sinna.“ Björn M. Ólsen rektor hefur, að hyggju nemenda hans í lærða skólanum, verið elskur að yfirvöldum hveiju nafni sem þau nefnast, en ekki verið full áreiðanlegur í þeim efnum samt. Slík manngerð er ekki til þess fallin að öðlast viðurkenningu unglinga — alltént ekki þeirra sem em jafnaldra sjálfum sér. Ekki hefur tekist að skýra með ljósari hætti þrálátar óvinsældir Bjöms meðal nem- enda hans meðan hann starfaði við lærða skólann en að hann hafí verið maður hinnar kyrrstæðu þjóðfélagsgerðar, trúað á ofurvald smámunaseminnar yfir sjálfúm sér og öðmm og kann hvort tveggja að hafa gert hann að jafn hæpnum framkvæmdastjóra sem hann var áreiðanlegur fræðimaður. Veturinn 1903—04 var ófriðsamur í lærða skólanum. 87 nemendur hófu nám þennan vetur — eingöngu piltar — en 17 höfðu ver- ið reknir úr skóla er síðara kennslumisserið hófst þennan vetur. Skæmr vom hafðar í frammi gegn kennurum og rektor. Víst er að furðu margir nemendur lærða skólans fyrr og síðar og þáverandi rektor áttu ekki skap saman og verður að telja að ástæðum- ar til þess ósamlyndis hafí verið fleiri en Ólafur Lámsson nefnir í framangreindri til- vitnun. A.m.k. sumir nemenda Björns M. Ólsens álitu hann ómerkilegan „uppa“. í bréfí sem honum barst á þessum vetri, skömmu fyrir jól, undirrituðu „Frá gömlum lærisvein- um til B.M.Ó." er úrklippa úr blaðinu Þjóðólfi þar sem stjórn nemendafélagsins íþöku leið- réttir frétt í blaðinu, um að rektori hafí verið afhent þakkarávarp frá því á 25 ára afmæli félagsins, stjórnin tekur fram í leiðrétting- unni: „Sannleikurinn er sá, að Ólsen var afhent ávarp þetta að félagsmönnum for- spurðum. Tveir menn úr stjómamefndinni sömdu og sendu ávarp þetta án vilja eða vitundar annarra, og annar þeirra borgaði skrautritun á því úr sínum vasa.“ Ennfremur segir í þessari úrklippu: „Eins og allir vita var hann eigi svo vinsæll sem skólastjóri, að kunnugir gætu látið sér detta í hug, að pilt- ar sendu honum slíkt ávarp.“ í úrklippunni eru nefnd dæmi um hversu „margskiptinn" rektor hafi verið um mál þessa félags og um „stirfni" hans. Rektor, Björn M. Ólsen, varð doktor í rún- um frá Kaupmannahafnarháskóla 1883; hann hafði verið, er hann hlaut rektorsnafn- bótina, umsjónarmaður og kennari við lærða skólann frá 1879. Bjöm tók við rektorsemb- ættinu af Jóni Þorkelssyni 1895. Telja sumir að Magnús Stephensen landshöfðingi hafi þvingað Jón til að segja stöðunni lausri til að koma Bimi að, kostgangara á heimili Jóns Þorkelssonar um langt skeið. Um þving- un gagnvart Jóni Þorkelssyni ræðir mágur hans, Arni Jónsson læknir, í bréfi til systur sinnar Sigríðar 2. apríl 1895 frá Vopnafírði, Árni minnist jafnframt á deilur sem orðið höfðu í skólanum milli nemenda og kennara rúmum áratug áður en bréf þetta var ritað: „Eg var búinn að sjá í blöðunum að maður- inn þinn var búinn að segja af sér og varð ég alveg hissa, þvi ég vissi, að hann er miklu færari um að gegna embætti sínu en áður, meðan hann var veikur og óstandið var í skólanum. Eg vissi, að einhveijar sérstakar ástæður hlytu að liggja til grundvallar fyrir þessu. Séra Magnús á Hjaltastað sagði mér úr bréfí þínu . . . en allir aðrir eru hér óvit- andi um þetta svínabragð Magnúsar. Ef ég væri í sporum mannsins þíns hefði ég beðið þá háu herra vel að lifa, það er illt að þurfa að liggja undir slíkri svínapólitík ... Magnús Stephensen hefur orðið sér svo stórkostlega til skammar í Skúlamálinu, að hann þorir ekki að beita gjörræði við undirmenn sína, allra síst við manninn þinn... svo honum var óhætt að vísa sendimönnum Magnúsar á dyr. .. Ég get annars ekki skilið, að það ,0/i /9»i. fjr. . fTtr^ • Kv. o. Ko& »v •-* ■V 7 ) C CM • ’bb-f. in spi (AÍful ^fuutÁi u (_j/f /'■ /90*1 zSZjlÍ- OJvtj. sé neitt leyndarmál þessi árás háyfirvaldanna á manninn þinn. Það ætti að opinberast í sem flestum blöðum, innlendum og útlendum, að minnsta kosti ætti það ekki að vera leyndar- mál fyrir þingmönnunum í sumar...“ Nemendur þeir, sem á annað borð höfðu sig í frammi veturinn 1903—04 efuðust um heillyndi rektors Bjöms. Svo var það um nemendur lærða skólans löngum, í árbók frá skólaárinu 1880—81, ritaðri af nemendum, stendur: „Þegar skömmu eftir komu Bjarnar Ólsen tók að brydda á ýmsu hjá honum, er eigi var lagað til að gjöra hann vinsælan. Hann sýndi piltunum afar mikla smámuna- semi, afskiptasemi og „merkilegheit“.“ Með „óstandi" í skólanum á bréfritari Ámi Jónsson við ágreining milli nemenda og kennara á árunum 1881—1883, m.a. um Bjöm M. Ólsen, þáverandi umsjónarmann; í það sinn var andóf nemenda yfirvegað í flest- um tilfellum, þeir sem helst höfðu sig í frammi gáfu út bæklinga sem beint var gegn ýmiskonar óreiðu í skipulagsmálum skólans, sem nemendur töldu vera. Svo og gegn af- skiptasemi umsjónarkennarans sem nemend- ur töldu úr hófi, einnig á þeim árum. Tuttugu árum síðar, 1903—04, vom að- ferðir nemenda ofbeldisfyllri en verið höfðu, tilefnið ákveðinn atburður, skotspónninn per- sóna rektors beinlínis. í óundirrituðu bréfí til Björns M. Ólsens frá þessum vetri er kvæð- ið: „Rektorssálmur (Lag: Det er saa yndigt at fölges ad.) Hve þrælslegt, bölvað og ófijálst er hjá Olsen rektor í skóla að vera þar allt er bannað, sem óskum vér og ótal djöflar að „spionera “ hvort engir blóta þar eða brjóta, þvi ef menn bijóta, þá kemur nóta :/þeim hundi hjá/: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.