Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Page 12
Björn M. Olsen rektor Lærða skólans, þegar ófriðurinn varð þar.
Hann ríður fríllum á reginþjór
og ræðst í kappát og veiðar kvenna
og hann, sem drekkur og drýgir hór,
hann dyggð og „móral“ vill öðrum kenna.
Og ef menn blóta þar eða brjóta
þar eða brjóta, þá kemur nóta
:/þeim hundi hjá/:
Og sú er spá mín, hann spríngi um síð
af spiki’ í skítugu hóru leyni
og gröfín hans verði hlandfor víð
en hvílist sálin í brennisteini.
Við eilíft púður og allskyns klúður
og allskyns klúður hann er til knúður
:/að þjösnast þar/:“
Nótur voru einskonar sakaskrá sem gat
haft áhrif á einkunnagjöf og var skólapiltum
því meinilla við þær eins og gefur að skilja.
Hinn ónafngreindi höfundur kvæðisins yrkir
um „eilíft púður" í síðasta erindi kvæðisins
og kann það að verka skringilega á þann sem
ekki þekkir málsatvik; en rektor hefur líklega
skilið þau orð eins og til var ætlast. Fullyrða
má að lýsing sú á Birni M. Ólsen, sem fram
kemur í kvæði þessu, er argasta öfugmæli,
enda þesslegt. Hins vegar er kvæðið ágæt
heimild um sálarástand margra nemenda
hans bæði fyrr og síðar fyrir hans tilstuðlan,
hvort tveggja verður gerð frekari skil með
þessari samantekt.
Er bréf þetta með kvæðinu var ritað og
sent var hatrömm þrástaða milli nemenda,
sem voru eingöngu piltar, og yfirvalda skól-
ans. í bréfi til eins forráðamanna þeirra,
herra lektors Þórhalls Bjamasonar, lýsir rekt-
or tilefni þessa ástands á eftirfarandi hátt —
rektor gerir lektor Þórhalli grein fyrir brott-
vikningu tveggja pilta úr skólanum; bréfíð
er dagsett 3. des. 1903:
„Laugardaginn 28. f.m. voru í stærð-
fræðistundinni 10—10 3A í 2. bekk lærða
skólans allmörg blöð með árituðum einkunn-
um skorin upp úr einkunnabók bekkjarins
og blöðunum stungið í ofninn meðan kennar-
inn hafði augun af einkunnabókinni, af því
að hann var öðru að sinna. Inn í bekknum
voru 17 piltar og hlýtur þetta brot að vera
framið af einhverjum þeirra, einum eða fleiri
í samtökum.
Ut af þessu lögðu stiftyfirvöld fyrir mig
að setja þeim 17 piltum, sem við brotið eru
riðnir, tvo kosti, annaðhvort að hinn seki
eða hinir seku gæfu sig eða væru gefnir fram,
eða, ef brotið yrði eigi uppvíst, yrði öllum
þeim piltum vísað burt, er við voru þegar
brotið var framið. Þessari ráðstöfun stiftyfír-
valdanna tjáði kennarafundur sig samþykk-
an.
Þetta tilkynnti ég piltunum við sætaskip-
unina 30. f.m. og setti þeim frest til kl. 8
e.m. sama dag til að fullnægja hinum fyrra
kosti. En fresturinn leið svo að enginn gaf
sig fram, og eigi hefur heldur við ítarlega
rannsókn orðið uppvíst um brotið.
Tvö önnur brot líks eðlis höfðu áður verið
framin í skólanum, er ekki hafði orðið uppvíst
um, en þannig vaxin að piltar úr ýmsum
bekkjum gætu verið sekir í þeim, en þetta
síðasta brot var aðeins takmarkað við þá 17
pilta, sem í bekknum voru þegar það var
framið.
Um málefni þetta hafa stiftyfirvöld í bréfi
til mín, dagsett í gær, úrskurðað á þessa leið:
„Með því að öll þessi brot eru þannig vax-
in að þau verðskulda alvarlega refsingu og
mega með engu móti líðast hegningarlaust
án þess að stofna allri reglu og aga í skólan-
um í bersýnilegan háska, viljum vér, að því
er brotið í 2. bekk snertir, sem eitt sér er
þannig takmarkað, að þar er þó ekki nema
um 17 pilta að ræða, og einn eða fleiri af
þeim hljóta að vera valdir að brotinu —
mæla svo fyrir, að með því að þeir með fram-
komu sinni gera sig samseka í hinu framda
broti skuli þeim öllum vísað burt úr skólan-
um.“
Meðal þeirra pilta, sem vísað er burtu, eru
piltamir Asmundur Guðmundsson og Tryggvi
Þórhallsson, sem þér eruð Qárhaldsmaður
fyrir.
Þetta tilkynnist yður hér með eftir fyrir-
mælum stiftyfirvalda.
Reykjavíkur lærða skóla 3. des. 1903.“
Þórhallur Bjarnason svarar bréfi þessu um
hæl og með árangri:
„Sem faðir og §árhaldsmaður pilta í öðrum
bekk lærða skólans lejrfí ég mér að ávarpa
yður, herra rektor, af því að það veldur mér
þungrar áhyggju með framtíð piltanna, að
útlit er nú fyrir að þeir um óákveðinn, lang-
an tíma verði að missa af kennslu skólans.
Ég skil það að skólinn eða stjórn hans
neyðist til að taka hast á alvarlegum brotum,
allra helst þegar þau eru ítrekuð, og þetta
getur fyrir komið að margir saklausir verði
að gjalda fárra sekra, en þó eru það aldrei
nema neyðarúrræði, og mjög tilfínnanlegt
væri það þótt ekki yrði meira af en það að
efnilegir piltar missi einn vetur sér gagns-
lausan frá námstímanum.
Af því að ég er persónulega sannfærður
um það að þeir piltar, sem éjg á fyrir að sjá,
Tryggvi sonur minn og Asmundur Guð-
mundsson frá Reykholti, séu saklausir bæði
af verknaði brotsins og tildrögum, sem ég
og ætla um mikinn meiri hluta piltanna í
bekknum, þá eru það innileg tilmæli mín til
yðar, herra rektor, að þér sæjuð yður fært
að stuðla að því að piltamir fengju innan
langs tíma aftur aðgang að kennslunni svo
að þeir gætu tekið bekkjarprófið á næsta
vori; ég mun, að því er mína pilta snertir,
halda þeim rækilega til lesturs heima, svo
að þeir væntanlega yrðu færir til þessa ef
burtverutíminn yrði ekki of langur.
Reykjavík 1. desember 1903,
Þórhallur Bjamason."
Líklega hefur Þórhalli þessum, riddara af
Dannebrogsorðu, verið ljóst glapræði yfir-
valda við þessu agavandamáli mnan skólans;
svo samstilltir sem skólasveinar í lærða skól-
anum að jafnaði voru gátu þeir afarkostir,
sem nú hefur verið lýst, ekki leitt til annars
en efla samstöðu þeirra enn frekar og þar
með hrekja þá til enn frekari uppivöðslu-
semi. Og staðreyndirnar tala sínu máli. Kvæði
það sem birt er hér að framan var ekki hið
eina sem rektori barst í nafnlausum bréfum
þennan vetur, einkum í janúar, en fæst þeirra
eru prenthæf.
Af dagbókarbroti Björns M. Ólsens sjálfs,
um árekstra við nemendur þennan vetur,
má sjá að 2. bekkingar, þeir sem reknir voru,
undu illa aðgerðaleysinu — en ekki voru all-
ir reknir þrátt fyrir hin skriflegu fyrirmæli
stiftyfírvalda sem sjá má af eftirfarandi pistli:
„9. des. miðvikud. um morguninn kl. ca.
8.40 fannst púður með eldspýtnahausum inni
í 3. bekk. Hlaut að hafa verið látið þar dag-
inn áður 2—4, meðan bekkurinn stóð opinn.
Dyravörður tók þetta upp mest allt, en í
nokkru kviknaði og hleypti upp fýlu.
Klukkan 4—7 undirbúningstími Bjarna
Sæmundssonar: Rak ég út úr bekk Bjöm
Gíslason og Siguijón Jónsson.
Kl. 8—10 undirbúningstími Þorleifs
Bjamasonar: Kom upp eftir kl. 8 a/4. Hafði
þá Þ.B. einu sinni rekið út Bjöm Gíslason
og Guðmund Guðlaugsson.
En þeir komu upp aftur nokkru síðar og
rak ég þá út fyrir skólann, varð ég að hrinda
þeim út úr skúrdyrunum. Samt fóru þeir
ekki burtu. Ég var á ganginum niðri. Heyrði
ég þá knýja suðurgluggann. Fór út, hitti þá
þar báða og sagði þeim að fara burtu. En
þeir gegndu ekki.
Að nokkrum tíma liðnum komu þeir aftur
upp á efri gang. Ég sagði þeim að fara
burtu, en þeir gegndu ekki fyrr en ég sagð-
ist mundu láta sækja bæjarfógeta. Þá fóru
þeir, með semingi.
11. des. föstud.. .. Kl. 5 sprengd púður-
kerling fyrir utan skólann.
12. des. laugard. kl. 9.10 e.m. var sprengd
púðurkerling inni í skólanum, nálægt klukk-
unni. Var púðrið í eldspýtudós og snæri vafið
um. Nokkru áður kom Siguijón Jónsson inn
í skólann og bað um leyfí til að fara inn í bekk.
Dagana 14.—17. des. voru þeir Guðmund-
ur Guðlaugsson, Siguijón Jónsson og Bjöm
Gíslason hvað eftir annað að koma upp í
skólann og reyna að vekja þar óspektir. 17.
des., í kennslustund 1—2, stóðu þeir fyrir
utan gluggana í 2. bekk þar sem ég hafði
tíma, og 3. bekk þar sem Bjarni Sæmunds-
son hafði tíma og trufluðu kennsluna með
ýmsum ólátum. Bjöm Gíslason hallaði sér
með bakið beint upp að glugga í 2. bekk,
Guðmundur Guðlaugsson hafði söng og
óhljóð. Einhver þeirra kastaði í þessari stund
- hálfétnu vínarbrauði inn um opinn gluggann
í 2. b. og eldspýtnahausum inn um opinn
glugga í 3. bekk.
18. des. í 10 mínútna hléinu kl. 10 komu
þeir Björn Gíslason og Guðmundur Guðlaugs-
son upp að skólanum. Heyrði ég Guðmund
Guðlaugsson með háværum orðum reyna að
æsa piltana til að fara burt frá skólanum í
hóp í banni mínu, sem þó ekki tókst."
Sömu piltar hafa haft sig einkum í frammi
úr hópi hinna brottreknu. I skólaskýrslu fyr-
ir veturinn 1903—04 segir: „Út af alvarlegum
reglubrotum og óspektum, sem komu fyrir
sérstaklega í 2. bekk fyrri hluta skólaársins,
einkum í desembermánuði, voru 6 piltar rekn-
ir úr skóla fyrir fullt og fast og 9 sagðir úr
skóla. Auk þess voru af öðrum ástæðum 2
piltar sagðir úr skóla í janúarmánuði.“ Af
dagbókarbroti því sem hér að framan var til
fært — 17. des. — má sjá að kennt var í
öðrum bekk þennan vetur þrátt fyrir yfírlýs-
ingu stiftyfirvalda og rektors um að reka
bæri alla nemendur í bekknum. Af nefndri
skýrslu verður séð að nemendur í 2. bekk
voru sex, — þ. á m. skjólstæðingar Þórhallar
Bjarnasonar, Tryggvi sonur hans og Ás-
mundur Guðmundsson. Af skýrslunni verður
einnig séð að enginn þessara nemenda hefur
þegið námsstyrk á vegum skólans sem ann-
ars gildir um meirihluta hvers bekkjar, má
því geta nærri um hvaða ályktanir hinir
brottreknu nemendur hafa dregið af kjörum
sínum og þeirra sexmenninga.
Máttlítill var hann þessi mótþrpi hinna
brottreknu pilta, púðurkerlingar og glamur
fyrir utan glugga þar sem sátu inni skjólstæð-
ingar embættis- og efnamanna og nutu-
annarskonar réttlætis en hinir sem úti stóðu.
Eitt bréfanna til rektors, sem nefnd hafa
verið, er undirritað einfaldlega „Stud. art“,
fylgir því úrklippa úr blaði, ísfírðingi, sem
Skúli Thoroddsen ritstýrði um þessar mund-
ir, og eru þessi orð undirstrikuð m.a. í
úrklippunni: „Rektor skólans, sem er aldavin-
ur landshöfðingja og Hafsteins, reynir ...
að nota ýmsa skólapilta til að hafa áhrif út
um landið.“ Og er þessum orðum beint til
rektors í bréfínu: „Rekið af yður ámæli þetta
sem ísfírska kempan hefir sett í blað sitt
(nr. 1. 1903), og sem er bæði skólanum og
yður til skammar. — Annars megið þér hund-
ur heita."
Í mars, eftir kennsluhlé um miðsvetrarley-
tið, hófust eijur á ný; með púðursprenging-
um. „Föstud. 4. mars sprengd púðurkerling
rétt fyrir morgunbænir inni á bænasal."
Daginn eftir fannst ein misheppnuð nálægt
stiganum, í miðju húsi. 10. var ein lítil
sprengd úti í skúr.
í sömu dagbók og áður var í vitnað segir:
„10. mars kom Jónas Guðlaugsson upp í
skóla í undirbúningstíma Þorleifs Bjamason-
ar, gerði óspektir með söng inni í lestrarstofu
og vildi ekki gegna þegar Þorleifur skipaði
honum að fara, svo að Þorleifur varð að
leggja hönd á hann. Kom ég þá að og heyrði,
að hann í reiði talaði um að það væri óhæfa
að leggja hönd á sig og tók pilta til vitnis
og hótaði lögsókn. Þegar ég skipaði honum
að fara, fór hann. — Áður sama kvöld hafði
Jónas Guðlaugsson gert truflun í umsjón-
artíma Bjarna Sæmundssonar."
11. mars ritar Þorleifur H. Bjamason
kennari (og löngu síðar rektor þessa sama
skóla) ýtarlegt yfírlit jrfír atburði dagsins;
um skýrslu er að ræða sem þá vitaskuld er
samin fyrir rektor skólans; kvittar undir með
orðunum: „Þessi skýrsla er með öllu orð fyr-
ir orð og atvik fyrir atvik sannleikanum
samkvæm."
„Hér um bil kl. 8.20 e.m. kom Jón Thor-
oddsen og bað að lofa sér inn í bekk. Ég
lejrfði honum það, en sagði honum að flýta
sér. Varð ég var við að ókyrrð hófst í 4.
bekkjar lesstofu skömmu eftir að hann var
kominn þangað, geng því inn í lesstofuna
og sagði honum að flýta sér að ljúka sér af
og taka ofan, því að það væri vandi siðaðra
manna. Hann spurði, hvort ég meinti með
„að ljúka sér af“; að hann ætti að skíta á
gólfið, og lét ég sem ég heyrði ekki orð hans,
en gekk að honum og horfði fast á hann og
drattaðist hann þá til að taka ofan. Síðan
gekk ég aftur inn á lesstofu kennaranna, en
heyrði að vörmu spori söng, geng að gang-
stofudyrum 4. bekkjar og heyri þá að Jón
syngur „En þeir fólar sem frelsi vort svíkja
og fara í lið með níðingafans“ og Stefán
Scheving tekur undir seinna vísuorðið. Ég
geng inn og hasta á j)á, en þeir þagna; vík
mér síðan að Jóni og Árna Gíslasyni og skipa
þeim að fara út strax; en bekkjarpiltamir
taka þetta, auðvitað af hrekkjum, sem skipun
til sín og þjóta út, en Jón og Árni verða eft-
ir, er ég þar að ítreka við þá að fara, þegar
ég heyri sköll inni í 5. bekk, þar hefur þeim
slegið saman 3. og 5. bekkingum. Fer ég inn
að hasta á þá, eru þeir þá þar í einni þvögu,
geng ég að þvögunni, tek um hönd á Baldri
og Ingvari og segi þessum að skilja, gera
þeir það en nokkuð dræmt og með hrinding-
um. Lætur þá Steindór fallast í gólfið og
liggur þar sem dauður væri; skipti ég mér
ekki af því, því að ég sá að það var upp-
gerð. Þá eru Jón Thoroddsen og Árni þangað
komnir og segi ég þeim að fara út og 3.
bekkingum, en þeir fyrrnefndu hlýða mjög
dræmt, en fara þó út.
Stóð ég á ganginum fyrir framan kennara-
stofudyrnar, er vatnsglasabotni eða vatns-
glasi (hafi glasið ekki brotnað í fyrstu
ryskingunum ásamt flöskunni — allt gólfið
í 5. bekkjarstofu flaut í vatni, er ég kom þar
inn), fleygt af miklu afli fram hjá höfði mér
og lendir í tröppunum, sem liggja upp á efsta
loft, eða múrnum þar í kring. Ekki sá ég
hver gerði það, en líklegastur til að hafa
gert það þótti mér Ingvar Sigurðsson, en
ekki talaði ég neitt um glaskastið við hann
eða hina piltana, en ég heyrði Jón segja að
glasið hefði næstum verið búið að drepa sig.
Eg gekk enn að Jóni og sagði honum að
fara burt og sömuleiðis Árna; Árni svaraði
einhveijum skætingi, sem ég hefi gleymt,
en Jón fór að ögra mér og sagði, „Þér kas-
tið mér nú ekki út, eins og drengnum honum
Jónasi Guðlaugssyni."
Ég sagðist ekki ætla að fara að reyna afl
við hann, en sagðist senda eftir lögreglu eða
föður hans til að reka hann út. Fór hann þá
að kvarta yfir því, að 4. bekkingar hefðu
tekið húfu hans og sagðist mundi fara, ef
hann fengi hana. Ég sagði honum, að ég
skipti mér ekkert af húfumissi hans, hann
ætti sjálfur að passa hana. Síðan bað ég pilt
að sækja portnera og sendi svo portnera án
þess að Jón vissi til föður hans og bað hann
finna mig. En á meðan var Jón í ganginum
að harma húfumissi sinn.
Ég skeytti því ekkert og hætti nú að reka
hann burtu, af því að ég beið föður hans,
en gekk inn til Árna, sem var inni í 1. bekkj-
ar lesstofu og kvaðst nú í síðasta skipti segja
honum að fara út. Ef hann hlýddi ekki,
mundi ég nótera hann fyrir óhlýðni. Stefán