Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Side 13
Þorleifur Bjarnason umsjónarkennari.
og Jón voru að þvælast á ganginum og svo
Steindór, rak ég Stefán inn og gegndi hann
því, en Steindór ekki; hann hýmdi upp við
dyr alþingissalarins, en gerði ekkert fyrir
sér. Gekk ég þá að Jóni, sem hýmdi í lesstofu-
dyrum 5. bekkjar og rak hann inn þangað
og lét aftur dyrnar. Ætlaði hann að setja
stígvél eða skó í gættina, svo að ég gæti
ekki lokað dyrunum, gekk ég þá inn og hratt
honum úr gættinni og lokaði dyrunum. Svo
gekk ég inn á kennarastofu. En þá sá ég,
að Þórður var kominn.
Skýrði ég honum stuttlega frá framkomu
sonar hans og kvað hann hafa verið rekinn
burtu þaðan í gærkvöldið, sagði að pilturinn
hefði verið hvað eftir annað hortugur, óhlýð-
inn og jafnvel ósvífinn og bað hann sjá um,
að hann léti af komur sínar hingað, annars
yrði ég að hafa önnur ráð. Hann sagðist
hafa margbannað honum að vera að hanga
niðrí skóla.
Pór hann svo og sonur hans með honum.
En hann var varla kominn ofan stigann,
þegar 5. bekkingar með Ingvar í broddi fylk-
ingar þustu niður stigann með miklum
gassagangi, en komu því nær að vörmu spori
upp aftur og voru hljóðir mjög upp frá því
(má vera að þeir hafi ætlað að lögreglan
hafi sótt Jón og ætlað að leysa hann, eða
þeir hafi viljað sýna aðkomumanni hversu
prúðmannlega þeir höguðu sér og hve næði-
samt væri í skólanum).
Ég gekk þá inn til Ama og sagðist nótera
hann, drattaðist hann rétt á eftir burt og
hafði einhver kjána ummæli, að þá gæti
hann verið kyrr fyrst hann hefði fengið nót-
una.“
Þorleifur Bjarnason, sem hafði starfsheitið
adjunk (umsjónarkennari), bætir við: „Hef
margsinnis áminnt Steindór og Stefán fyrir
iðjuleysi þeirra, hávaða og smápör.“
Fæstir hinna brottreknu nema hófu nám
á ný. Hinir efnameiri hefðu líklega verið
betur til þess færir að mæta slíku áfalli sem
brottvikning úr skóla óhjákvæmilega var.
Meðal þeirra sem hættu var Jónas Guðlaugs-
son sem tók að skrifa af kappi, en yfirgaf
landið nokkrum árum síðar fyrir fullt og allt,
áreiðanlega að einhveiju leyti vegna þeirra
atburða sem nú hafa verið raktir. Bráðefni-
legur maður, sem gat sér orð fyrir ritstörf
erlendis, í Noregi og Danmörku, en ekki
hefur verið metinn að verðleikum hérlendis
til þessa dags; væntanlega vegna einhvers
annars en þeirra misþyrminga sem réttlætis-
vitund hans varð fyrir veturinn 1902—03.
Ekki er alveg úr lausu lofti gripið að segja
að rektor hafi fengið morðhótanir á þessum
vetri. Einn þeirra nemenda, sem skrifaði
honum í kennsluhléinu í janúar segir (þann
10.): „Þú með öllum illum löstum gæddur
rektor! Ég ræð þér alvarlega til að segja af
þér nú þegar, annars fer ver! Pyrir 1. febr.
þ.á. skal verða mikil breyting á komin á
skólanum." Bréfritari strikar tvisvar undir
ófamaðaryfirlýsinguna. Og skrifar stórum
stöfum undir: „Varaðu þig.“ — Annar bréfrit-
ari skrifar (þann 17. jan.) eftir að hafa kallað
rektor djöfuls bæst, lygara, falsara, hræsn-
ara og drullusokk af djöflakyni: „ . . . þínir
dagar eru nú þegar taldir." Kennsludagar?
Líklega.
Kennslustofa 2. bekkjar varð harðast úti
og lætur það að líkum. Stofa þessi var ein
höfð opin á sunnudögum „svo að piltar gætu
fundist þar og átt athvarf," ritar Ásmundur
biskup Guðmundsson í minningariti um
menntaskólaárin; sunnudagseftirmiðdag einn
varð þar heldur en ekki uppákoma.
Ásmundur skrifar: „Varð nú heljarmikil
púðursprenging í ofninum, svo að hann
splundraðist allur og hurðin hentist yfir þver-
an bekkinn, gegnum tvöfaldan gluggann,
yfir götuna fyrir austan og í timburfjós og
markaði þar djúpt far. Var það mesta mildi,
að hvorki skyldi neinn vera staddur í bekkn-
um né á götunni fyrir utan, því að þá gat
þeim verið bráður bani búinn."
Dagbókarritari, Björn M. Olsen, skrifar
svo um 13. apríl á þessum vetri:
„Ég kom upp eftir kl. c. 11, þá enginn
kominn í 2. bekk, en rétt á eftir, c.11.10,
kom Ólafur Þorsteinsson upp eftir og fór inn
í 2. bekk, og segist hafa verið þar síðan allt
af inni þangað til hringt var kl. 11 'A og
hefði enginn komið inn úr öðrum bekkjum
nema Magnús Guðmundsson úr 3. bekk, sem
þó hefði strax farið út aftur, og ekkert gert
grunsamlegt. Kl. 11.10 fór ég inn í bekkinn
og byijaði kennsluna, en kl. ca. 11 V-i (ég
leit ekki á klukkuna) sprakk stórt skot inni
í fataskápnum, svo að hurðin á honum, sem
var snerluð, hrökk upp á víða gátt, og púður-
reyk mikinn lagði út í bekkinn. Þegar ég
fór að gæta að inni í skápnum, lá þar patr-
óna úr pappa, rifin þannig að botninn var
í öðru lagi, en rifrildi af hólknum í öðru,
og utanhafnarermi úr lasting, sem kviknað
hafði í og leit út fyrir, að patrónan, sem
sprakk, hefði verið innan í eða rétt hjá er-
minni. Af því að ólykt var af erminni, tók
ég hana út og slökkti í henni fyrir utan
skóladyrnar, og skildi hana þar eftir, og
hvarf hún þaðan í næstu 10’ (þ.e. frímínút-
um).
Á tímanum frá því að hringt var til morg-
unverðar, kl. 10 8A þangað til ég kom upp
eftir kl. 11, var Jói dyravörður alltaf á gang-
inum, og segir, að á þeim tíma hafi enginn
farið inn í 2. bekk.“
Þessi atburður virðist hafa ráðið úrslitum,
í skólaskýrslunni fyrir þetta skólaár segir:
„25. dag aprílmánaðar veitti Hans Hátign
konungurinn rektor skólans Birni M. Ólsen
samkvæmt beiðni hans lausn í náð frá emb-
ætti sakir heilsulasleika með eftirlaunum frá
1. okt. 1904 að telja, og sæmdi hann um
leið prófessorsnafnbót frá sama degi."
Björn varð fyrsti rektor Háskóla íslands.
Honum var sparkað upp á við.
Kynleg skilaboð
Imorgun (21. september árið 1987)
þegar ég settist við tölvuna mína og
hugðist kalla fram á skjáinn verkefnið
sem ég er að vinna við birtist þar óvænt
þessi texti: Stutt athugasemd frá Hrólfi
Sveinssyni nöldurfræðingi.
„Skáldaölmusan" heitir greinarkom eftir
Helga Hálfdanarson vin minn í Lesbókinni
þann 19. sept. sl. Þar vitnar Helgi í orð
mín og fer ekki alskostar rétt með. Ég er
nú að verða' þreyttur á því hvernig Helgi
sí og æ misnotar nafn mitt á almannafæri,
nánast hvenær sem hann þarf að láta til
sín taka.
Nú ber hann mig fyrir þeirri skoðun að
skáldskapargáfan sé ekki nema bláber af-
leiðing af B-íjörvaskorti (hann slettir að
vísu orðskrípinu vítamín til að auglýsa
latínukunnáttu sína). Kenning mín um þetta
efni hefur þó aldrei verið svo almenn sem
hann vill vera láta. Ég mun einhverntíma
hafa orðað það við manninn að trúlega hafi
ritháttur Shakespears verið mótaður af B-
fjörvaskorti og meðfylgjandi taugaveiklun,
enda má vel ráða þetta af hemjulausu og
grófu orðafarinu. í framhaldi af þessu hef
ég einmitt látið í ljós þá von að sem flestar
þjóðir fari nú að ráði íslendinga og fái starf-
andi lyfjafræðinga til að þýða verk þessa
mikla B-fjörvaleysingja.
Þannig oftúlkar Helgi sjónarmið mín að
þessu leyti.
Kenningarnar um ritstörf í hjáverkum
kannast ég líka mætavel við því ég hefi
einnig reifað þessar skoðanir mínar við
Helga.
Vitaskuld eiga rithöfundar og þýðendur
að vinna fyrir sér, eða vera á eftirlaunum
(sem auðvitað leiðir af hinu). Löngu erum
við Helgi orðnir sammála um það. En honum
þóknast bara að láta þar við sitja í kröfu-
gerðinni. Þó veit hann vel að þessi kenning
mín er víðtækari miklu. Setjarar, pappírs-
innflytjendur, prentarar, umbrotsfólk,
bókbindarar, verkstjórar og prentsmiðjufor-
stjórar — svo ekki sé nú minst á útgefendur
og fjölmarga bókmentaráðunauta sem þeir
eru með á sínum snærum: Alt þetta fólk
gæti líka unnið fyrir sér við einhver nytsam-
leg störf og stundað bókagerðina í þeim
ríkulegu frístundum sem þá gæfust.
Og lyfjabúðirnar gætu síðan selt bækurn-
ar í sjálfboðavinnu á nóttunni. Þ.e.a.s. gefið
þær. Því vitaskuld munu þær ekki kosta
neitt heldur vera falar hveijum sem nenti
að vaka eitthvað frameftir.
Mér er það hrein ráðgata hversvegna
Helgi kýs að leyna kjamanum í þessari sam-
eiginlegu kenningu okkar.
En hveijar sem ástæður hans eru —
gleymska, ótti við almenningsálitið, fordild
eða B-fjörviskortur — þá get ég ekki látið
það vera að leiðrétta þetta um leið og ég
segi að lokum:
Helgi vinur minn oftúlkar ekki bara sjón-
armið mín, hann vantúlkar þau líka ef
honum býður svo við að horfa.
Reykjavík, 21. september 1987.
Hrólfur Sveinsson, nöldurfræðingur.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvað
mér brá við þessi skilaboð því sattaðsegja
hafði mér fundist nóg um þann hluta frí-
stundaboðskaparins sem H.H. treysti sér
tilað flytja lesendum.
Ég reyndi þvi að þurka textann útaf
skjánum með skipuninni góðu F7,n,n. Það
var einsog ég hefði ekki komið við takkana.
Ég fór þá úr WP-kerfinu, slökti á tölvunni,
skifti um diskling (sem þessi undarlegi texti
hlaut að vera kominn af) — en ekkert
dugði. Hvað sem ég hugðist kalla framá
skjáinn, þegar aftur var búið að kveikja á
tölvunni, þá birtust þar einlægt þessi sömu
skilaboð frá Hrólfi Sveinsyni nöidurfræðingi
sem ég vitaskuld kannast ekkert við. Og
það eina sem prentarinn leit við að prenta
(hvaða skipanir sem honum voru gefnar)
var þessi sami texti. Þegar ég var kominn
með nokkurhundruð eintök af þessu á gólf-
ið í Leshúsinu mínu, hugsaði ég á endanum
sem svo.
Þetta boðar eitthvað, en hvað?
Þá birtist á skjánum gráa fyrirskipunar-
letrið frá tölvunni, og skrifað stóð:
Færa Gísla!
Þá greip ég til þess ráðs að fara með
eintak af þessum dularfullu skilaboðum
niðrá skrifstofu Lesbókar Morgunblaðs-
ins og biðja ritstjórann um að birta
þetta, en hann varð góðfúslega við því.
Og nú geta menn velt því fyrir sér hver
skýringin á þvílíku MENETEKELI muni
vera.
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON
P.S. Þegar ég kom heim aftur var alt
með feldu í tölvunni nema hvað mér reynd-
ist ókleift að finna neinstaðar bréfið frá
Hrólfi á nokkrum disklingi. Enda gerði það
ekki til því á gólfinu lágu 365 einstök af
því — snyrtilega prentuð úr Silver-Reed
prentaranum mínum.
SAMI þorgeir
(eða næstumþví sá sami, því auðvitað
breytir svona reynsla manni.)
HELGA
JÓHANNSDÓTTIR
Regn
Regnið fellur
mjúkt hljóðlátt
umvefur mig
votum höndum sínum.
Drýpur um vanga minn
eins og tár.
Regnið er tár
skýjanna,
sem gráta
mynd heimsins.
Eitt
andartak
Þegar sólin dansaði
á skýjatoppunum
hló sálin í mér
af gleði.
Stjörnurnar í augum
blómanna
sögðu mér sögu
um ástina,
sem allir leituðu að.
Ungur líkami minn
dansaði léttstígur
milli tijánna
í leit að ævintýri.
Framundan biðu
útréttar hendur
lífsins
komu minnar og eitt
andartak
fann ég til ótta.
Aðeins eitt
andartak.
Höfundurinn er sjúkraliði.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. OKTÓBER 1987 13