Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1987, Síða 14
Arauco-indíáni á förnum vegi. Arsdvöl í Kólumbíu Jón á ferðalagi í Kólombíu. Á vegum alþjóðlegra ungmennasamskipta fór Jón Björgvinsson til Kólumbíu, þar sem hann var m.a. meðal indíána og fékkst við að kenna börnum fanga. Elly Viljálmsdóttir hitti hann að máli fyrir Lesbók Svo sem kunnugt er gerast íslendingar oft víðförl- ir og þykir ekki lengur tiltökumál nú á tímum þotualdar, og margt hefur breyst í ferðamálum síðan á dögum Jóns Indíafara eða Brasilíufar- anna. Samt sem áður er alltaf forvitnilegt að Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku kirkjudeildir í Bandaríkjunum og Þýskalandi sig saman og stofnuðu International Christian Youtn Exchange (Alþjóðleg ungmennasamskipti), og markmiðið var að byggja upp samskipti milli þessara þjóða, sem sannarlega var ekki vanþörf á. Seinna komu svo fleiri þjóóir inn í samtökin. Öllum kostnaði er haldið í lágmarki og þátttakendur verða að kosta ferðir sínar sjálfír. Lögð er áhersla á samskipti ungmenna af ólíku þjóðerni svo tækifæri gefíst til að auka skilning og þekkingu manna á meðbræðrum sínum og stuðla þar með að friði í heiminum. Jón Björgvinsson er einn félaga í samtökum þessum og segir hér frá dvöl sinni í Kólumbíu á þeirra vegum. tala við fólk sem gert hefur víðreist og getur sagt frá fjarlægum stöðum og nýstár- legum lifnaðarháttum fólks. Jón Björgvinsson heitir 24 ára gamall íslendingur sem fæddist óvart í Hafnarfirði (eins og hann sagði), og bjó síðan á Lauga- veginum en fluttist síðan til Kópavogs þar sem hann býr nú. Jón lagði leið sína til Kólumbíu í Suður-Ameríku þar sem hann dvaldi í eitt ár og ferðaðist um, vann og lærði vitanlega mál innfæddra, spönsku. Annars er mikið um Indíána þarna og þá sérstaklega í fjöllunum og eiga þeir sitt móðurmál sem er óskylt spönsku með öllu. Jón er spurður hvort hin margumrædda útþrá hefði ieynst með honum frá upphafi. „Nei, nei, langt frá því. Þetta ferðalag mitt varð eiginlega fyrir algjöra tilviljun. Ég var búinn að Ijúka námi í trésmíði og var ekki með neitt ákveðið í huga þegar ég kynntist fólki sem tengdist félagsskap sem heitir Alþjóðleg ungmennaskipti, skamm- stafað AUS, og það sagði mér frá dvöl sinni erlendis, og ég varð spenntur, langaði til að gerast aðili að þessum samtökum. Nú, ég sótti um og komst að. Og núna vinn ég fyrir þessi samtök, sem eru aþjóðleg. Við íslendingar getum sent um 20 ungmenni einu sinni á ári til ársdvalar í mismunandi löndum. Ég var fyrsti íslendingurinn sem fór til Kólumbíu, en það var í ágúst 1984, enda samtökin þá aðeins búin að starfa þar í tvö ár. Fjölskyldan átti VonáStelpu Upphafið að ferð minni var nú dálítið spaugilegt, því að í bréfi sem ég fékk frá Húslestur á jólunum. Þáttur í jólahaldinu er að búa til Betlehemsjötu og er hún á borðinu til vinstri. fjölskyldunni sem ætlaði að hýsa mig sagði, að ég yrði að deila herbergi með dóttur- inni, sem var 27 ára. Mér fannst það auðvitað ekki verra, en þessi fjölskylda gekk út frá því vísu að ég væri stelpa! Mér flaug í hug að það gæti verið gott að hafa bleika slaufu í vasanum og skella í hárið þegar á flugvöllinn kæmi í Bogotá, en þetta gekk allt upp og ég var í herbergi með einum sonanna á bænum, 20 ára ágætis náunga. En það var stundum spaugað með þetta. Húsbóndinn á bensínstöð í höfuðborginni (Bogotá) og „dældi“ auðsjáanlega inn pen- ingum um leið og hann dældi út bensíninu. Þetta var efnuð fjölskylda og mesta indælis fólk. Hjónin eiga fjóra syni og eina dóttur, og allir voru heima utan einn strákurinn sem var skiptinemi í Sviss þetta ár sem ég var þarna suðurfrá. En allir hinir unnu með föður sínum við bensínstöðina." Kunni Að Telja Upp aðtíuáspönsku Jón er spurður um viðbrögðin þegar hann kom til Bogotá, ljóshærður strákur frá ís- landi, og allt framandi fyrir honum. „Viðbrögðin voru svo margslungin að það er erfitt að lýsa þeim. Það var mikið talað og mikið hlegið og patað í allar áttir, en ég skildi nú minnst af því sem fram fór, því ég kunni bara að telja upp að tíu á spönsku og þar með búið. En fjölskyldan kunni e.k. sirkus-ensku, svona „you speak me, me speak you“ ensku, en þetta gekk allt ljómandi vel því allir lögðu sig fram. Svo var maturinn mjög frábrugðinn því sem ég átti að venjast og að jafnaði sá ég fram- andi ávöxt í hverri viku. Þarna er mikið borðuð bananategund nokkur, patagon, sem er skorin í bita, steikt á pönnu, bitarnir síðan pressaðir á bretti svo úr verður kaka sem síðan er steikt örlítið meir, og þetta er svo borðað með öðrum mat eins og við borðum kartöflur. Og þarna lengst inni í landi er fiskur munaðarvara og nær eingöngu um vatnafisk að ræða, sé hann á borðum. En mér leist strax vel á mig og mér fannst ég einhvem veginn ekki vera svo langt í burtu fra'gamla, góða íslandi." En nú hefur Jón aldeilis þurft að demba sér í spönskunámið. „Á dagskrá var 6 vikna spönskunám- skeið fyrir alla útlendingana eftir tveggja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.