Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 15
Áður en gengið er inn í moakuna til bænagjörðar, verður líkaminn að vera
tandurhreinn.
íslamska félagsmiðstöðin í Hamborg. 1 moskunni er börnunum innrætt trúin
á hinn almáttuga Allah, virðingfyrir uppruna sínum ogmenningu feðranna.
milljón manna taki þátt í reglulegum trúar-
iðkunum safnaðanna, í Vestur-Þýzkalandi
er tala þeirra rúmlega 240.000; í Hollandi
innan við 100.000 og um 60—70 þúsund
manns í Svíþjóð, í Danmörku er talið, að
um 30—40 þúsund manns taki virkan þátt
í íslömsku trúarlífi.
Auk safnaða múhameðstrúarmanna eru
starfandi í þessum löndum ótal mörg fslömsk
samtök og félög, sem keppast um að ná til
sín sem flestum meðlimum og styrkja þannig
áhrifavald sitt á sviði trúarlífs og stjóm-
mála. Meðal franskra ríkisborgara af arab-
iskum uppruna njóta flokkar með sósíalísk-
um markmiðum á stefnuskrá sinni greini-
lega mests fylgis, meðal Tyrkja í Þýzka-
landi, Danmörku og Svíþjóð er Þjóðlegi
hagsbótaflokkurinn áhrifamestur, en for-
maður hans Necmettin Erbakan leggur
áherzlu á að Tyrkland fái nýja stjómarskrá,
þar sem kóraninn sé í einu og öllu lagður
til grandvallar. Tyrknesk stjómvöld létu
handtaka Erbakan og fengu hann dæmdan
til fjögurra ára fangavistar vegna fyrir-
ætlana hans um að koma á fót nýju stjóm-
skipunarkerfi í landinu þar sem íslamskir
klerkar færa með æðstu völd.
Trúarleg Og Pólitísk
áhrif Óaðskiljanleg
Tæplega ein og hálf milljón Tyrkja hafa
tekið sér bólfestu í Vestur-Þýzkalandi. Þeir
búa yfirleitt í sérstökum hverfum í borgum
landsins og vinna flestir sem verkamenn eða
við þjónustustörf eins og aðfluttir múham-
eðstrúarmenn í öðram löndum Vestur-
Evrópu gera yfirleitt. Tyrkneski minnihlut-
inn í Þýzkalandi rækir almennt af kostgæfni
trú feðranna og sýnir veralegan áhuga á
pólitískri þróun mála heima í Tyrklandi. Vel
skipulögð pólitísk samtök tyrkneskra verka-
manna í Þýzkalandi era öflugur stuðnings-
aðili Þjóðlega hagsbótaflokksins heima í
Tyrklandi, og í stjóm þessara samtaka era
m.a. þrír íslamskir klerkar eða hodsjar. Einn
þeirra er hinn 38 ára gamli hodsja í Ham-
borg, Sefer Ahmedoplu. Þegar rætt er við
hann er full þörf á túlki, því hodsjann talar
eingöngu tyrknesku og arabísku. það þarf
enginn að fara í grafgötur um, að Sefar
Ahmedoplu er mikill áhrifamaður meðal
landa sinna: Þeir ávarpa hann lágum rómi
og með greinilegri lotningu; margir tyrkn-
eskir viðmælendur hans kyssa á hönd hans
í virðingarskyni og hann tekur þessari
auðmjúku kveðju þeirra með virðuleika og
vinsemd í svipnum. Hann er rúmlega meðal-
maður á hæð, hreyfingar hans rólegar og
virðulegar, yfirbragðið alvarlegt, líkt og hjá
manni sem þung, ósýnileg byrði hvílir á.
Hann heldur á talnabandi í vinstri hönd og
fingur hans ýta án afláts hverri perlunni á
fætur annarri áfram á bandinu — þær era
alls 99 talsins. í hvert sinn sem hann ýtir
til einni perlu heyrist daufur skellur og um
leið á að berast frá hjarta guðsmannsins
eitt ákall til Allah samkvæmt hinni íslömsku
bænaforskrift. Upp úr brjóstvasa hodsjans
stendur eins konar bursti: Það er missvak
eða tannbursti af þeirri gerð, sem spámaður-
inn Móhameð á að hafa notað. Sefer Ahm-
edoplu sinnir störfum sínum á lítilli skrif-
stoftj í íslamska bænahúsinu í Hamborg.
Biðstofan er ekki ýkja stór, en þar bíða
margir eftir áheym hjá hinum andlega og
veraldlega leiðbeinanda sínum. þama inni á
biðstofunni getur einnig að lita stóra stafla
af kössum með agúrkum, eggaldinum og
melónum, fíkjum og döðlum; þetta er því
líka birgðageymsla tyrknesku matvöraverzl-
unarinnar, sem er til húsa við hliðina á
skrifstofu hodsjans, en frá búðinni er innan-
gengt í eins konar kaffihús; sterk angan
af kryddjurtum, ólívum, hangilæram og
mokkakaffi fyllir matvörabúðina og kaffí-
húsið. Rödd múazzfnins hljómar um kaffi-
húsið. Hún kemur frá myndsegulbandstæk-
inu, þar sem verið er að flytja þátt frá ísl-
amskri trúarráðstefnu heima í Tyrklandi.
Enginn þama inni virðist vera að fylgjast
með því, sem verið er að sýna á skjánum.
MOSKAN OG KÓRANSKÓLINN
Sjálft bænahúsið eða moskan er uppi á
annarri hæð í tyrknesku félagsmiðstöðinni
í Hamborg. Menn draga skó af fótum sér,
áður en gengið er inn í moskuna; þama er
beðizt fyrir fimm sinnum á dag og snúa þá
hinir trúuðu ásjónum sínum í áttina til
Mekka. Þama hljóta tyrknesk böm líka trú-
arlega uppfræðslu í einn og hálfan tíma
síðdegis dag hvem eftir skólatíma, en þegar
frí er í skólanum koma bömin árdegis til
kóranfræðslunnar. Konur era hvergi sjáan-
legar; þær era að vísu til staðar en halda
sig afsíðis í sérstökum hlutum félagsmið-
stöðvarinnar og vinna störf sín í kyrrþey —
þeim er alls ekki ætlað að vera neitt á
almannafæri, jafnvel ekki litlum stúlkum.
5—11 ára gamlar stúlkur koma í kórantím-
ana í moskunni rétt áður en fræðslustundin
hefst, og að kennslunni lokinni fara þær
rakleiðis aftur til vistarvera kvennanna og
þaðan til heimilis síns í fylgd móður eða
frænku.
I kóranskólanum læra bömin að tóna á
arabísku upp úr kóraninum. Það sem þau
flytja í langdregnu sönglandi tóni, er orð
Allahs, sú hreina og tæra opinberan, sem
spámaðurinn hefur skráð hverju sinni eftir
að Allah birtist honum og mælti til hans
hin guðdómlegu vísdómsorð. Það er því
óumbreytanlegur vilji Allahs — þannig skráð
af Móhameð sjálfum — að konur hylji höfuð
sitt með klæði og einskorði sig við það um
ævina að fæða böm og sjá um uppeldi
þeirra. Sanntrúuðum múhameðstrúarmönn-
um er það viðurstyggð og hneykslanlegt
guðlaust athæfi þegar konur klæða sig með
þeim hætti sem trðkast í Evrópu. Sefer
Ahmedoplu orðar vanþóknun sína á siðleys-
inu nógu skýrt: „Skikkanleg íslömsk kona
er þannig klædd, að jafnt hinir ósjálegri lík-
amshlutar hennar sem hinir fögra eru huldir
klæðum." Evrópukonur, sem klæðast
ögrandi klæðnaði og gera allt til þess að
beina athygli karlmannanna að líkamsþokka
sínum, bera þess augljósiega vitni, að flestir
kristnir menn hafa fallið frá trú sinni.
Vaxandi Misklíð Og
ÁREKSTRAR MlLLI MÚHAM-
EÐSKRAINNFLYTJENDA OG
KRISTINNA MANNA í V-
EVRÓPU
Það kemur Evrópumönnum nokkuð á
óvart, hve erfitt hinum múhameðsku inn-
flytjendum reynist yfirleitt að aðlaga sig
siðvenjum og háttum manna í Vestur-
Evrópu. það er ekki hvað sízt hin íslamska
trú, sem verður að allt að því óyfirstígan-
legri hindran í vegi siíkrar aðlögunar. Mikið
af því ftjálsræði í hegðun og frjálslyndum
viðhorfum nútíma Evrópumanna, siðvenjum
þeirra og heimsmynd er hinum sanntrúuðu
múhameðstrúarmönnum ein allsherjar við-
urstyggð, guðleysi og í þeirra augum hið
ljósasta tákn um öfugsnúið siðgæði og sið-
ferðislega upplausn. Megi Allah forða fróm-
um múslimum frá þvílíku forðaði spillingar-
innar eins og hvarvetna blasir við augum í
Vestur-Evrópu: Léttklæddar, málaðar og
ögrandi konur keppa að jafnrétti við karla;
konur jafnt og karlar stunda lauslæti,
drykkju, reykingar og svallskemmtanir;
kirkjan og trúmálin nánast komin út í hom
hjá öllum þessum þjóðum, sem gert hafa
efnishyggjuna, Mammon og Mólok að helzta
leiðarljósi sínu. í Vestur-Evrópu hafa henti-
stefna og eigingimi leyst fomar dyggðir af
hólmi og breytt viðhorfum alls almennings
til raunveralegs manngildis og greinilega
skekkt siðferðilegt gildismat Evrópumanna.
Þessi þróun vestrænna þjóðfélaga er um
það bil fullkomin ranghverfa þess, sem kór-
aninn boðar og næsta andstætt þeirri einu
sönnu leið til hjálpræðis, sem íslömsk trú
uppáleggur áhangendum sínum. það er því
ekki beinlínis fysilegt fyrir hina rétttrúuðu
múslima að taka sér framferði og háttu
Evrópumanna til fyrirmyndar í daglegu lífi,
sama hvort um er að ræða Araba, Tyrki,
Pakistana eða fólk af öðra austurlenzku
þjóðemi er játar múhameðstrú og hefur
sezt að í Vestur-Evrópu. Viðbrögð þessara
' innflytjenda við nánari kynnum af vestur-
evrópskum þjóðfélögum era því jafnan oftar
en hitt vanþóknun, varúð og viss tortryggni.
Það hefur því meðal annars komið Svíum,
Dönum og Þjóðverjum mjög á óvart, hve
ófúsir islamskir innflytjendur hafa verið að
aðlagast, að ráði, siðum og venjum sinna
nýju heimalanda; þeir halda sér út af fyrir
sig.
Klögumálin hafa víða gengið á víxl.
Heimamenn hafa gjaman talið sig geta litið
með réttu niður á múhameðska innflytjend-
ur sakir miðaldalegra viðhorfa þeirra,
menntunarleysis og furðulegra siða; þeim
hefur því verið skipað á hið neðsta þrep í
virðingarstiga vestur-evrópskra þjóðfélaga,
þeir gjaman sniðgengnir og oft sýnd óvirð-
ing eða jafnvel beinn fjandskapur. Þær ásak-
anir hafa og verið bomar fram á hendur
múhameðskum innflytjendum, að ungir
múslimar hljóti sérstaka þjálfun í slagsmál-
um í kóranskólunum og að þar sé nemendun-
um jafnvel innrætt ofstækisfull viðhorf
gagnvart menningu og siðum þeirra þjóða,
sem múslimar hafa tekið sér bólfestu hjá f
Vestur-Evrópu. Ásökunum af þessu tagi
vtsar Sefer Ahmedoplu með öllu á bug.
KafírÍ Kebabveizlu
Einn af Tyrkjunum í íslömsku félagsmið-
stöðinni býður til kebabveizlu á heimili sínu
skammt frá Hamborg. Hann á lítið einbýlis-
hús með snotram garði, þar sem veizlan fer
fram síðdegis einn hlýjan, bjartan sumar-
dag. Ég er sá eini meðal hinna tólf veizlu-
gesta, sem er kafír, þ.e. ekki múhameðstrú-
ar. Bak við húsið hafa konurnar á heimilinu
grafið litla gryfju, stráð sandlagi á botn
hennar og gert þar hlóðir. í hæfílegri hæð
yfir hlóðunum hefur verið komið fyrir glóð-
arteini á lágri trégrind, og þar situr lítill
drengur og snýr lambskrokki yfir eldinum.
Fitan drýpur af steikinni ofan á glóðheitan
sandinn í botni gryfjunnar og ilminn af
veizlukostinum leggur langar leiðir. Allir
setjast á sessur og mottur í stóran hring
skammt frá hlóðunum og rétt við mann-
hæðarhátt limgerðið, sem er á lóðamörkum
næsta húss. Nágrannar tyrknesku Qölskyld-
unnar era Þjóðvetjar, og á því heimili stend-
ur greinilega til að fá sér síðdegiskaffið úti
á stéttinni við húsið, því þar heyrist glamra
í bollum og diskum. Af háværam samtals-
slitram, sem berast yfir limgerðið frá ná-
grönnunum, má greina Isjcalda andúð í garð
tyrknesku samkvæmisgestanna. Það er
auðfundið að nónkaffíð er hugsað sem mót-
leikur gegn garðveizlu múslimanna.
Einn tyrknesku mannanna upphefur nú
raust sína og tekur að tóna upp úr kóranin-
um og allir ktjúpa á kné til bænagjörðar.
Handan við limgerðið heyrist hávær áminn-
ing: „Helmut, skrúfaðu nú loksins lokið á
hitabrúsann!" Tyrkimir halda bænagjörð
sinni áfram ótrauðir og láta háværar sam-
ræðurnar og glamrið að handan ekki trafla
andakt sína hið minnsta. Þaðan heyrist hratt
fótatak, hurð er skellt fast að stöfum.
Tyrkneski gestgjafinn segir mér síðar, að
hann og fjöiskylda hans hafi alls ekkert
samband við nágrannana. Sjálfur segist
hann ekkert hafa reynt að komast í kynni
við þá sem búi þama t nágrenni við hann
— hann kann næstum því ekki neitt í þýzku.
KurteisiFram
í FlNGURGÓMA
Að garðveizlunni lokinni, er aftur haldið
til íslömsku miðstöðvarinnar í Hamborg, þar
sem drakkið er tyrkneskt kaffí og talað um
samskipti innflytjendanna við heimamehn
og um þann vanda, sem múhameðskum
bömum er á höndum að þurfa að aðlaga
sig tveimur svo ólíkum hugarheimum eins
og reyndin er í Vestur-Evrópu: Fyrir hádegi
lifa þau, hrærast og læra í nútíma vestrænu
umhverfi, en síðdegis fara þau í kóranskól-
ana og læra þar allt önnur viðhorf, annað
gildismat, annað hegðunarmynstur — þau
hverfa að vissu leyti aftur til míðalda: í
kóranskólunum tekur sjálfsímynd þessara
bama miklum breytingum, því þeim er
innrætt þar, að þau séu það sem forfeður
þeirra vora og geti aldrei kastað uppruna
sínum, trú og siðum fyrir róða, þótt þau
lifi alla ævi fjarri ættjörðinni. Þetta lærist
þeim.
Þegar ég kveð gestgjafa minn fyrir fram-
an moskuna, kynnir hann lítinn, fimm ára
gamlan son sinn fyrir mér; drengurinn
kyssir kurteislega á hönd mína. Faðir háns
biður mig að skilnaði að koma einhvem tíma
aftur í heimsókn til sín og spyr um síma-
númerið mitt, sem hann skrifar hjá sér.
Kurteisi hans er einstök. En þvi alúðlegrí
og hæverskari sem hann verður í framkomu
sinni við mig, þeim mun torræðari kemur
mér hugarheimur hinna eindregnu, einlægu
múhameðstrúarmanna fyrir sjónir.
EZZELINO VON WEDEL
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. OKTÓBER 1987 15