Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 10
Frá Bensa Þór til Ping Pong Nafngiftir íslenskra fyrirtækja hafa nokkuð verið til umræðu að undanfömu, einkum er- lendar nafngiftir og hvemig farið er í kringum íslenska löggjöf þegar fírmum er gefíð heiti. Þórhallur Vilmmundarson pró- Þróun verzlunarheita við Laugaveg Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON fessor skrifaði grein í Morgunblaðið hinn 19. mars sl. þar sem hann vék að þessu og gat þess m.a. að saga íslenskra fyrirtækja væri óskráð. Sjálfur hef ég stundað rann- sóknir á reykvískri sögu í nokkur ár og gert það þá að gamni mínu, sem eins konar hliðarverkefni, að skrifa niður nöfn á íslenskum verslunum þar sem ég hef rekist á þau í auglýsingum og tímaritum og hvar þær eru til húsa. Grein Þórhalls varð til þess að ég settist niður og gerði skrá yfír allar versianir sem ég hef rekist á við Lauga- veginn frá upphafi og til og með ársins 1935. Laugavegur hefur nær alla þessa öld verið ein helsta verslunargata höfuðborgar- innar og ætti þetta úrtak mitt að gefa nokkra mynd af nafngiftum ísienskra smá- söluverslana i höfuðborginni á fyrrgreindu tímabili. Gatan hefur hin síðari ár fengið orð fyrir að vera heldur óþjóðleg vegna er- lendra naftia á versiunum og gerði ég mér það þvi ennfremur að leik einn iaugardag nú í sumar að ganga upp Laugaveg og skrá nöfn á smásöluverslunum við hann til þess að hafa samanburð við hinn fyrri nöfti. MÖRG HUNDRUÐ NÖFN Greinarkom þetta gæti verið dálitill vísir að rannsóknum á íslenskum ftrmaheitum og þróun þeirra. Sá vamagli er þó sleginn að í íslenskri fírmaskrá munu yfírleitt vera skráð íslensk heiti versiana þó að önnur séu notuð í reynd á búðarskiltum og í opinbemm augiýsingum. Rannsókn mín á verslunar- heitum við Laugaveg til ársins 1935 nær eingöngu til auglýsinga í blöðum en könnun á núverandi heitum verslana við þessa götu nær til búðarskilta og í einstaka tilfellum til sfmaskrár. Alls telur skrá mín 315 smásöluverslanir við Laugaveg frá um 1885 til 1935 og geri ég ráð fyrir að það sé mikill meirihluti þeirra og tiltölulega fáar hafí sloppið úr greipum mér. Heimildir mínar em einkum fjölmörg blöð á umræddu tímabili og má þar nefna Þjóðóif, Fjallkonuna, Ingólf, Reykjavík og Morgunblaðið. Talning mín á verslunum við Laugaveginn í sumar náði til 202 verslana. Aðeins 20 verslunarheiti frá því fyrir því fyrir 1935 em enn við lýði við Laugaveginn. Sú aðferð er viðhöfð hér að flokka öll verslunarheiti í fjóra aðalflokka og síðan hvem aðalflokk í 2—4 undirflokka. Er síðan borin saman tíðni heita í einstökum flokkum á fyrra tímabilinu við heitin sem nú tíðkast við Laugaveg. Eins og vænta má hafa orð- ið töluvert miklar breytingar. Meginflokkar verslunarheita, eins og ég hef skipt þeim, em þessir: 1. Verslanir sem kenndar eru við eig- anda sinn eða eigendur. 2. Verslanir sem kenndar eru við vör- una, sem verslað er með, verslunarað- ferðina, gjaidmiðil eða umhverfi sitt. 3. Verslanir sem kenndar eru við staði, náttúru, skáldskap eða hugtök. 4. Verslanir með erlend heiti (gert er ráð fyrir íslenskum heitum í fyrstu þrem- ur flokkunum). Eigendurá Undanhaldi Langalgengasta aðferðin við nafngiftir verslana á síðustu öld og fram til 1935 er að kenna versianir við eigandann eða eig- enduma. Þannig er því farið um 181 verslun sem er 57,5% allra verslana á hinu fyrra tímabili. Þetta hlutfall er reyndar mun hærra fyrir 1910 heldur en ftá 1910 til 1935 en þá tóku nafnvenjur að breytast eins og síðar verður vikið að. Nú er aðeins 41 versiun við Laugaveginn nefnd eftir eig- anda en það er 20,3% verslana. Hér hefur þvf mikil breyting orðið á. Skipta má verslunum, sem kenndar em við eiganda, í §óra undirflokka. I fyrsta undirflokki kemur fram fullt for- nafn og föðumafh kaupmanns í verslunar- heitinu og er svo um 127 búðir við Laugaveg á hinu fyrra tímabili (eða 40,3% allra versl- ana). Er þá ýmist skrifað t.d. Verslun Siggeirs Torfasonar, Verslun Jóhönnu 01- geirsson, Verslun Símonar Jónssonar eða nafn kaupmannsins er eingöngu notað svo sem Jónatan Þorsteinsson eða Hannes Jóns- son. Svo óijúfanlega hefur nafn kaup- mannsins oft verið bundið verslun hans að það er iátið fylgja með þó að verslunin heiti formlega öðm nafni t.d. Verslunin Frón Áma Einarssonar, Söðlasmíðabúðin Sleipn- ir, Eggert Kristjánsson eða Verslunin Vöggur. Gunnar Jónsson. Síðasttaldar versl- anir em hér ekki flokkaðar með þeim verslunum sem kenndar em við fullt nafn kaupmannsins. Nú á því herrans ári 1987 em aðeins 19 verslanir (9,4%), sem bera fullt nafn og föðumafn kaupmanns, og virð- ast það einkum gullsmíðabúðir, t.d. Jón Sigmundsson, Benedikt Guðmundsson, Guð- laugur A. Magnússon og Guðbrandur Josef Jezorski. Aðrar em flestar gamalgrónar svo sem Kristján Siggeirsson, Skóverelun Þórð- ar Péturesonar, Timburverelun Áma Jóns- sonar og Bemharð Laxdal. Annar undirflokkur verelana, sem kennd- ar em við eiganda, em einungis neftidar eftir fomafni eða gælunafni hans (eða þeirra). Þær vom 8 (2,5%) á fyrra tímabil- inu. Þetta em nöfn eins og Atlabúð, Bjöm og Marínó eða Silli og Valdi. Hér skal þess rejmdar getið að í munni almennings var fomafn kaupmanns eða gælunafn gjaman notað þegar verelunin var nefnd: „Eg ætla að skreppa til Bensa Þór,“ „prófaðu fötin hjá Andrési," „kjötfarsið er best hjá Gunn- ari í Von,“ eða „farðu til hans Bjössa í Vísi“. Nú teljast 14 (7,0%) verelanir í þess- um undirflokki og hefur þeim því farið tiltölulega Qölgandi. Dæmi: Axel Ó, Hjá Magna, Jón og Óskar og Bókabúð Braga. Þriðji undirflokkur verelana, sem kenndar em við eiganda, er undir alþjóðlegum áhrif- um. Þar kemur ýmist föðumafn eitt eða ættamafti fram í búðarheitinu eða fomafn er skammstafað. Oft er kaupmaðurinn líka útlendur eða heitir útlendu nafni. Þessar verelanir vom alls 42 (13,3%) á tímabilinu til 1935. Dæmi um þær era B. Benónýsson, G. Ólafsson og Sandholt, Hvannbergsbræð- ur, J. Stefánsson og Bjamar,' F.A. Thiele, G.A. Thejll, H.S. Hansson, M. Leví, Sig. Þ. Skjaldberg og Milnerebúð. Nú er þessi siður greinilega mjög víkjandi eða hverfandi því aðeins 6 verelanir (3%) fundust við Laugaveginn, sem vom nafngreindar með þessum hætti, og em þær allar gamalgrón- ar. Þær em Biering, F. Michelsen, G. Ólafsson og Sandholt, Hvannbergsbraéður, K. Einareson og Bjömsson og P. Eyfeld. Fjórði undirflokkur verelana, sem kennd- ar era við eiganda, era nefndar eftir samtökum sem að þeim standa, og var á fyrra tímabilinu um að ræða 4 kaupfélög sem höfðu útsölur við Laugaveg: Kaupfélag Borgfírðinga, Kaupfélag Grímsnesinga, Kaupfélag Reykvíkinga og Kaupfélag verkamanna. Nú töldust tvær verslanir í þessum flokki: Siáturfélag Suðurlands (SS- búðimar) og Mjólkurfélag Reykjavíkur (MR-búðin). Að Kenna Verslunina Við VÖRUNA EÐA UMHVERFIÐ Næsti aðalflokkur naftigifta er að kenna verslanir við vömna sem er á boðstólum, verelunaraðferðina, gjaldmiðil, umhverfí sitt eða gerð húsakynna. Fram til 1935 vora 72 verelanir (22,9%) í þessum flokki en nú em 59 verelanir (29,2%) í honum og hefur hann því vaxið. Langstæreti undirflokkurinn hér er að kenna búð við vömna sem fæst í henni. Fyrir 1910 er þó fágætt að verelanir heiti svo og á það meðai annars þá skýringu að sérgreinaverslun á íslandi hófst ekki að ráði fyrr en eftir aldamót. Sápubúðin og Blómsveigabúðin em dæmi um verelanir af þessu tagi sem komnar vom við Laugaveg- inn fyrir 1910. Eftir 1920 verða slíkar nafngiftir algengar og fram til 1935 vom alls 53 verelanir (17,7%) nefndar eftir vör- unni og em þá ekki teknar með þær verslanir þar sem vamingurinn kemur fram í verslun- arheitinu ásamt öðm nafni eða nafni kaupmannsins t.d. Skóbúð Jóns Stefánsson- ar eða Matvöm- og nýlenduvömverelunin Java. Dæmi um þennan flokk fyrir 1935 em Dömuhattaútsalan, Kjöt ogfískur, Konf- ektbúðin, Málning og járnvömr, Nýtt og gamalt, Ljúffengisvömverslunin, Silfurbúð- in, Skórinn, Tóbakshúsið, Veggfóðrarinn, Skermabúðin, Sokkabúðin og Vömhúsið. Nú em alls 46 verslanir sem heita slíkum nöfnum eða 22,8% og hefur þessi siður því heldur sótt í sig veðrið. Meðal þeirra em t.d. Buxnaklaufin, Gull og silfur, Kjötbær, Plötubúðin, Skákhúsið, Skóbær, Skólavöru- búðin og Te- og kaffíbúðin. í öðmm undirflokki em verslanir sem látnar era heita eftir umhverfi sínu: húsi, götunni, hverfí, borg eða jafnvel iandinu. Þessar verslanir við Laugaveginn vom alls 10 á ámnum fyrir 1935. Dæmi: Vegamót, Laugavegs Apótek, Hljóðfærahús Austur- bæjar, Hattabúð Reykjavíkur og Raftækja- verelun Islands. Nú em slíkar verslanir 4: Hattabúð Reykjavíkur, Hljóðfærahús Reykjavíkur, Laugavegs Ápótek og Skóbúð Reykjavíkur. I þriðja undirflokki em verslanir sem fá nafn eftir gerð húsakynna sinna, gjaldmiðl- inum eða verslunaraðferð. Þær teljast 6 til 1935: Bláa búðin, Hombúðin, Litla blóma- búðin, Basarinn, Krónan og Útsalan. Nú ■Ji I*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.