Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1987, Blaðsíða 14
ar fyrir aftan bak. Myndir sýndu líka hvemig þeir voru skotnir í hnakkann og féllu fram fyrir sig. í lestunum ferðaðist ég alltaf á öðru far- rými. Það voru sem sé 59 Kínveijar í vagninum — og svo ég — en klefar voru engir heldur básar með tveimur þriggja hæða kojum í. í fyrsta sinn sem ég ferðað- ist með kínverskri lest leist mér ekki á blikuna. Mér var ætluð koja efst og engin var bríkin fyrir framan. Lestin hristist mjög mikið á ferð og ég var smeyk um að detta framúr sofandi. En sá ótti var ástæðulaus. Koddinn var fullur af hrísgijónum og ég skorðaði bara höfuðið ofan í hann og lá svo eins og í skrúfstykki alla nóttina og svaf vel.“ MILLITVEGGJA ELDA „I Lesbók Morgunblaðsins birtist í fyrra viðtal þitt við sænska skáldið Ivar Lo- Johansson og smásaga, sem þú hafðir þýtt eftir hann. Er von á meiru af því tagi frá þér?“ „Ekki er það útilokað. — Að undanfömu hef ég verið að þýða skáldsögu eftir Ivar, en reyndar hefur enginn pantað þessa þýð- ingu hjá mér, svo ég veit ekkert um það hvort bókin verður nokkum tíma gefin út héma. Hvað um það; vinnan við þýðinguna hefur verið ágæt móurmálsæfing fyrir mig. Mér finnst Ivar vera mjög góður rithöfund- ur og vil gjaman að Islendingar kynnist fleiri ritverkum eftir hann en þessari einu bók sem hingað til hefur komið út eftir hann í íslenskri þýðingu. Bókin sú heitir „Gatan" og kom út fyrir langa löngu. En það er fleira í takinu; ég hef t.d. unnið þó nokkuð mikið við myndbandagerð á þessu ári og mun halda því áfram. Myndbanda- tæknin gefur mikla möguleika, það er hægt að skapa margt og mikið með henni. Eg hef samið balletta fyrir sjónvarpið héma og geri mér grein fyrir því hversu margt spenn- andi er hægt að láta gerast á skjánum. Ég hef líka alltaf gaman af að teikna og búa til hluti; var reyndar hluta úr vetri í höggmyndadeild Handíða- og myndlistar- skólans 1961. Ég hef málað nokkrar olíumyndir um ævina, sumar hanga á veggj- um foreldra minna, en hinar sem ég hef gert hef ég selt Pétri og Páii. Nú er ég að hugsa um að gera í því að mála meira og keypti þess vegna fullt af ódýrum myndum og málverkum, foráttu ljótum, á uppboðum í vetur sem leið í Stokkhólmi. Ég keypti þessi listaverk einungis rammanna vegna, því rammar eru svo dýrir. Ég tók myndim- ar úr þeim og nú bíða rammamir eftir því að verða settir utan um málverk eftir sjálfa mig.“ „Það er deginum Ijósara, að þú ert með mörg jám í eldinum og getur gert það sem þig langar til í stað þess að vera bundin við eitthvert brauðstrit, sem er hlutskipti flestra. En þetta dýrmæta frelsi og sjálf- stæði sem þú metur svo mikils — er það ósamræmanlegt því að búa í hjónabandi?" „Ég var nú gift fyrstu 8 árin í Svíþjóð og það var mér enginn trafali — nema síður sé. Fyrrverandi maðurinn minn er ágætis manneskja og ég væri sennilega gift honum ennþá ef hann hefði ekki reykt. Ég get nefnilega ekki lengur hugsað mér að vera með karlmanni sem reykir. Fyrir utan það, að það er hrein ósvífni af reykingamönnum að þvinga okkur hin að anda að okkur eitur- mettuðu lofti, þá gæti ég alveg eins kysst skítugan öskubakka eins og að kyssa karl- mann sem reykir — ég býst við að bragðið sé álíka.“ „Nú hefur þú verið á íslandi um tíma og þér virðist vera kappsmál að rækta sam- bandið og fylgjast með því sem hér er að eerast. Veldur þetta togstreitu þegar þú býrð í Svíþjóð?" „Já. Ég er stöðugt á milli tveggja elda, íslands; ættjarðarinnar, með öllu sem henni tilheyrir og svo Svíþjóðar, sem gefur svo marga atvinnumöguleika, einfaldlega vegna þess að fólksfjöldinn er þar svo miklu meiri. Þó að ég sé búin að búa í 25 ár erlendis finnst mér ég aldrei eiga heima þar. Mér finnst ég vera á stöðugu ferðalagi og mér fínnst íbúðin mín vera pensjónat. Nú, en svo er sonur minn, einkabam móður sinnar, kominn með fjölskyldu í Stokkhólmi og það gerir mér erfitt um vik að hugsa til loka- heimferðar. Ég vil auðvitað fylgjast með bamabaminu, sem nú er orðið tveggja ára. Þetta dásamlega veður sem hefur verið hér á íslandi núna eykur löngun mína stómm að fara ekki út aftur, sérstaklega þar sem rignt hefur viðstöðulaust í Svíþjóð í sumar, en veðrið er stopult og veruleikinn áþreifan- legur, svo ég held fast við áætlun mína og kem mér út aftur eftir dásamlega 5 vikna dvöl héma. En, enn, en, ég kem auðvitað heim að lokum, því rætumar em sterkari en mann grnnar." G.E. / kóranskólunum uppfræðir hod- sjann börnin um hina helgu bók múslíma, kóran- inn. Allah haslar sér völl í Evrópu Ramazan er sex ára gamall tyrkneskur drengur með kringluleitt andlit og brún augu, sem ljóma af gáska og glettni. Hann situr flötum beinum á gólfinu, hefur þvottaskál úr plasti fyrir framan sig og er að þvo sér. Litla vinkon- Samantekt úr ZEIT MAGAZINE Um það bil 2 milljónir múhameðstrúar- manna búa nú og iðka trú sína í Vesture vrópulönd- um. Börnunum er kennt, að þau séu það sem forfeður þeirra voru, að þau geti aldrei kastað frá sér uppruna sínum, trú og siðum, þótt þau lifi Qarri ættjörðinni. an hans, hún Zevda, heldur á könnu úr tini og hellir fyrir hann vatni í þvottaskálina. Drengurinn þvær sér um hendurnar, skolar munninn þrisvar með vatni, sogar ögn af vatni upp í nasir sér, og snýtir því svo kröftuglega út aftur til að hreinsa nefgöng- in. Þá strýkur hann hárið vandlega aftur með rennblautum lófunum, þrífur á sér eyrun, þvær hálsinn nostursamlega og tekur að búa sig undir lokaþátt þessara hefð- bundnu þrifnaðaraðgerða sinna: Hann stafl- ar saman nokkrum sessum, sezt ofan á þær og fer nú að þvo handleggi sína, fótleggi og fætur af stakri alúð. Að þvottinum lokn- um stendur hann á fætur, setur litla kollu á höfuð sér og gengur á sokkaleistunum inn í bænasalinn til andaktar. Hann er af hjarta glaður og ánægður yfir því, að hann skuli vera múhameðstrúar; hann fórnar höndum og þakkar Allah. ÖNNUR ÚTBREIDDUSTU TRÚ- ARBRÖGÐIN í VESTUR- EVRÓPU Ramazan er aðalpersónan í flokki ísl- amskra bamabóka, sem íslamska trúarmið- stöðin í Köln í Vestur-Þýzkalandi gefur út og dreift er til hinna ýmsu landa í Vestur- Evrópu, þar sem Tyrkir hafa tekið sér ból- festu. Fyrsta bókin í þessum flokki ber titil- inn „Við hreinsum okkur! Gerir þú það líka?“ Það sem kann að líta út sem lýsing á venjulegum hreinlætisþvotti barna, fer daglega fram sem hluti hefðbundinnar helgi- athafnar í bænahúsum múhameðstrúar- manna víðs vegar í Vestur-Evrópulöndum. I þessum löndum búa nú orðið tæplega sex milljónir múhameðstrúarmanna: Tyrkir, Algeríumenn, Pakistanar, Marokkóbúar, Júgóslavar, íranir (eða Persar) og svo slang- ur af Palestínumönnum, Líbönum og Sýr- lendingum. Flestir eru þeir í Frakklandi, en þar næst í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Bækur, ritlingar og blöð um íslömsk fræði eru gefín út á sex tungumálum í álfunni í því augnamiði að uppfræða böm og ung- menni múhameðstrúarmanna um grundvall- aratriði hinnar íslömsku trúar og styrkja tengsl þeirra og raunar fólks á öllum aldri við kóraninn og hinn eina sanna Allah. Í Frakklandi munu vera flestir virkir múham- eðstrúarmenn í hinum íslömsku söfnuðum víðs vegar um landið eða alls um það bil ein milljón; í Bretlandi er talið að um hálf 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.