Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Page 3
TEgPáHT
U'lölllSSiSlltklSlHslSl]®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
er af sjálfsmynd tveggja rússneskra lista-
manna, Komars og Melamíds, sem hafa nú
sezt að í New York og hafa þann óvenju-
lega hátt á að vinna sameiginlega að verkum
sínum. Rætumar eru eftir sem áður Rúss-
landi og myndefnið er oftast þaðan. Þessa
heimspekilega sinnuðu listamenn hefur
íslenzkur listamaður, Hallgrímur Helgason,
hitt að máli í New York.
Gosið
í Vestmannaeyjum varð 23. janúar 1973,
fyrir réttum 15 árum. Þá var Bjöm Tryggva-
son formaður Rauða krossins, sem brá við
skjótt sömu nótt og gosið hófst og rekur
Bjöm í grein ýmislegt af því sem gerðist þá.
Byron
lávarður er gjaman nefndur til dæmis um
rómantískt skáld. Hann varð mikill frægðar-
maður á sinni tíð og lifnaður hans varð góð
auglýsing fyrir ljóðlist hans. Sigurður Hró-
arsson bókmenntafræðingur skrifar um
Byron lávarð og blóðrauða rómantíkina í
tilefni 200 ára afmælis hans.
Unnur
Guðjónsdóttir ballettdansari og balletthöf-
undur í Svíþjóð hefur áður skrifað í Lesbók,
og skrifar nú grein um reynslu sína af vist
hjá fjölskyldu aðalsmanns í Stokkhólmi þar
sem fólk af þessu tagi býr enn í höllum og
herragörðum.
Úr Björtum
vornóttum
eftir NILS-ASLAK VALKEAPÁÁ
Jóhann Hjálmarsson þýddi
Þarfég að hafa mörg orð um það
að ég hugsa um þig ogyrki vegna þess
Þarfég líka að segja
að mérþyki vænt um þig
þegarþú hefurnumið það
afvindinum sem þýtur
Ég hefbeöið í margar vikur
haftgátá öllu
ætli nokkurkomi
Ekkert
Heyrigrát lóunnar
Allt íeinu kviknarlífiö
fulgarnir syngja
grasið ræðst til atlögu
Ég veit vel
að þú biður morgundags,
undursamlegrar framtíðar
Ekki vil ég þrátta við þig
draumurinn ergjöf
lífsins
Nils-Aslak Valkeapáa eða Áillohas (f. 1943) er skáld og mynd-
listarmaður frá Samalandi. Ljóðabók eftir hann er tilnefnd til
bókmenntaverðlauna Noröurlandaráös 1988. Fyrsti hluti þeirr-
ar bókar nefnist Bjartar vornætur.
Þýð.
Allar aðstæður fyrir hendi
- en eitthvað er að
Sú bók sem mest hreif mig
um þessi jól var Dagbpk
hjá múnkum eftir Halldór
Laxness. Kemur þar margt
til: Skemmtilegur inngang-
ur og eftirmáli, þar sem
Laxness gerir grein fyrir
ástæðum þess að hann dvaldist um hríð í
klaustrinu St. Maurice de Clervaux í stór-
hertogadæminu Lúxembúrg, og áhrifum
þeirrar dvalar á líf hans allt og starf.
Fátt kemur á óvart í dagbókinni og margt
er þar kunnuglegt þeim, sem lesið hafa
Vefarann mikla frá Kasmír, þá undarlegU
þroskasögu unglings frá árdögum þeirrar
borgarastéttar, sem aldrei varð til á ís-
landi. Piltur ofan úr Mosfellssveit, sem kunni
öðrum mönnum betur að segja sögur, hlaut
meðal klaustramanna þá eldskím reynslu
og menntunar sem ásamt öðru entust honum
til að skilja líf fólks flestum betur. Dag-
bókin er í senn vitnisburður og skýrsla um
mann, sem öðlast skilning, ekki allt í einu,
heldur smátt og smátt. Dvölin í Clervaux
gerði ekki Halldór Laxness að rithöfundi,
en hún átti þátt í að gera hann að miklum
rithöfundi.
Hvað hreif mig við þessa litlu bók? Fyrst
og fremst ferskleiki hennar, nálægðin við
unglinginn, sem segir frá. Hvergi hefir Lax-
ness komið jafn einlægur til lesandans,
hvergi eins afdráttarlaust. Bókin bregður
skæru ljósi á tíma er réði miklu um framtíð
hans. Þar segir frá þvl hvaða örlög hann
kaus sér.
Þegar eg hafði iokið við að lesa Dag-
bókina var óhjákvæmilegt að lesa söguna
um Vefarann mikla. Hin kaþólsku viðhorf,
sem þar er lýst, eru ef til vill ekki lengur
jafn brennandi eins og á þriðja áratug aldar-
innar. Mörgum koma vafalaust spánskt fyrir
sjónir röksemdir Newmans kardínála fyrir
því, að hann taldi hina postullegu kaþólsku
kirkju hina einu sönnu, en viðleitni manns-
ins að finna sér skjól í myrkum heimi er
óbreytt og hugtökin náð og frelsun skipta
hugsandi menn miklu í dag sem fyrir þús-
und árum. Menn leita fótfestu, tilgangs,
framtíðar, hver með sínum hætti, og marg-
ir „eta brauð sitt með tárum“ og kynnast
guðunum.
Eitt af því, sem athygli vekur í skrifum
hins unga skálds á útmánuðum fyrir meir
en hálfum sjöunda áratug eru þau orð er
hann hefír ura ýmsa, að þeir hafí verið „vel
uppaldir". Gott uppeldi lýsir sér í siðfágun
og kurteislegri framkomu. Víða í verkum
sínum minnist Laxness á gott uppeldi.
Þegar eg hafði rifjað upp nokkur atriði
er leita á hugann við lestur þeirra bóka, sem
eg nefndi gat eg ekki að því gert að velta
fyrir mér þeim fréttum er fjölmiðlar fluttu
af jólahaldi okkar íslendinga. Sú spuming
leitaði á hug minn hvort við værum í raun
og sannleika „vel upp alin", hvort ekki
væri einhvers staðar brotalöm, siðrof, sem
þjóðin gerði sér ekki nægilega grein fyrir.
Yfírfullar fangageymslur í höfuðstaðnum,
og nokkrum bæjum út um land, fjöldaslags-
mál við og í veitingahúsum, áflog og ölæði
á heimilum benda til þess.
Maður spyr: getur þetta talist við hæfí?
Er það siðað þjóðfélag, sem ekki elur þegna
sína betur upp en þetta? Auðvitað er þetta
ekki annað en uppeldisleysi. Prúðbúið fólk
með fullar hendur fyár sem hagar sér eins
og skríll er illa upp alið. Það hefír ekki þau
gildi í farteskinu, sem bjóða því að koma
fram af háttvísi, við hvaða aðstæður sem
er. Þetta er ekki spuming um víndrykkju.
Sú heimskulega afsökun, að einhvetjum
beri að fyrirgefa vegna þess, að hann hafi
verið „fullur greyið" á aldrei við. Flóttinn
inn í ölvímuna er athöfn, sem ekki sviptir
menn ábyrgð gerða sinna. Eg hef þekkt
menn, sem lotið höfðu í lægra haldi fyrir
áfenginu, en héldu þó virðingu sinni litt
skertri, en komu fram af kurteisi þótt
dmkknir væm og ættu í sálarkvöl.
Sú viðbára er oft tekin góð og gild, að
einungis fáir komi fram af fullkomnu
ábyrgðarleysi gagnvart sjálfum sér og öðr-
um. Satt er það. En allir hinir virðast láta
sér vel líka, að þessir „fáu“ láti eins og
þeir hafi aldrei leitt hugann að því, að
sjálfsögun er ekki einasta heppileg fyrir
umhverfíð heldur fyrst og síðast það sem
gerir manninn að siðaðri vera. Allir þeir,
sem utan við standa telja sér skylt að kasta
steininum, en þeir gleyma því, að með „um-
burðarlyndi" sínu em þeir þátttakendur i
barbaríinu.
Ef til vill skortir okkur íslendinga já-
kvæða gagnrýni, ekki nöldur og aðfinnslur
heldur baráttumenn fyrir þeim gildum, sem
ein megna að stuðla að góðu þjóðríki. Á
þessu landi em allar aðstæður fyrir hendi,
sem nauðsynlegar em til að skapa fyrir-
myndarríki siðmenntunar og velferðar.
Forsetinn okkar minnti á þau orð eins heim-
spekings okkar, að menning væri að gera
hlutina vel. í siðfáguðu samfélagi em öll
samskipti manna alúðleg og kurteisleg. Þar
ríkir jöfnuður og samvinna.
Með jákvæðri gagnrýni á eg við að horft
sé af fullri hreinskilni á það sem miður fer
í þjóðlífínu og barist gegn því, sem er þjóð-
inni til óvirðingar. Það er svo auðvelt að
láta reka á reiðanum og „hampa því sem
ekkert er og aldrei hefur verið neitt" eins
og segir í vísunni.
í mesta góðæri íslandsbyggðar, mestu
auðsöfnun, sem þekkst hefir á landi hér um
aldir, er mismunun í launum meiri en nokkm
sinni fyrr, yfirlýsingar um vanda háværari
en nokkm sinni áður og bilið milli fátækra
og ríkra miklu lengra en sæmilegt er. Einn-
ig það ber vitni brengluðu mati á gildum.
Alltof mikið af arði vinnandi fólks fer til
að borga ofsaeyðslu og óhóf, hrikalegar fjár-
festingar og takmarkalaus umsvif, sem ekki
skila þjðinni nema örlitlu af því, sem í er lagt.
Eg hlýt að spyija sjálfan mig: Emm við
ekki öll snarvillt, hefir mistekist að ala okk-
ur upp til að vera þegnar ríkis „þar sem
einskis manns velferð er volæði hins“?
Emm við illa uppalin?
Halldór Laxness á enn sem fyrr erindi
við okkur.
HARALDUR ólafsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 3