Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Síða 4
Heimilin leystu
stærsta vandann
í dag, 23. janúar, eru
liðin rétt 15 ár frá því
gosið hófst í
Vestmannaeyjum.
Formaður Rauða kross
íslands á þeim tíma riQar
hér upp það sem gerðist
þá eftirminnilegu nótt og
daginn eftir.
Eftir
BJÖRN TRYGGVASON
immtán ár eru liðin frá upphafi Heimaeyjar-
gossins þriðjudaginn 23. janúar 1973 og tilefni
til að segja frá starfi undir merki Rauða kross-
ins við að undirbúa og taka á móti Vestmanney-
ingum, er þeir komu í morgunsárið til
Reykjavíkur. Skýrsla var að vísu tekin sam-
an og birt í fréttablaði RKÍ í apríl 1973,
en hana hafa sjálfsagt fáir lesið. Athygli
fjölmiðla beindist frá upphafi að atburðum
á Heimaey f baráttu björgunarsveita við
ösku og hraun, minna að móttöku fólks og
afkomu þess hér á meginlandinu fram eftir
árinu 1973.
Gosið hófst kl. tæplega 2 um nóttina.
Starf var hafið hjá Almannavömum í Nýju
lögreglustöðinni á þriðja tímanum, m.a. við
að kalla út flota langferðabíla fyrir flutn-
inga fólksins frá Þorlákshöfn til Reykjavík-
ur. Eggert Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Rauða krossins, var kominn til vinnu hjá
Almannavömum á þriðja tímanum. Á því
skal vakin athygli, að kunningi hans vakti
hann, en ekki Almannavamir. Eggert hafði
um árabil hugað að almannavömum og
verið skeleggur við að skilgreina hver Rauða
kross-viðbrögð ættu að vera. Afstaða til
aðgerða var því sannarlega fyrir hendi af
hálfu félagsins, en annar undirbúningur
enginn. Eggert vakti undirritaðan, er var
þá formaður Rauða krossins. Að ganga fjög-
ur um nóttina fékk ég það verkefni að setja
upp stjómstöð Rauða krossins í skrifstofu
hans á Öldugötu 4. Fimm skólar höfðu ver-
ið valdir sem móttökustöðvar í Reykjavík.
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur hóf starf um
nóttina við að vekja starfslið, skólastjóra
og kennara skólanna, sem valdir höfðu verið.
Verkaskipting okkar Eggerts var sú, að
hann yrði fyrst á stjómstöð Almannavama-
ráðs meðan verkaskipting myndaðist, og að
ég yrði á Öldugötu 4 og sæi um mönnun
af hálfu RK í skólanum og það sem því
fylgdi. Hann kallaði á eftir mér, er ég var
á forum að taka upp skráningu á fólkinu.
Hann mun líklega hafa átt við skráningu á
sjálfboðaliðinu, en ég taldi hann brýna fyrir
mér að skrá flóttafólkið, sem er viðurkennt
Rauða krossverkefni.
Á leiðinni í bíl mínum vestur á Öldugötu
var ég að reyna að átta mig á verkefninu
að taka á móti allt að 5 þúsund manns með
morgninum. Ekki vissi ég þá, að við Eggert
með Rauða krossinn á bakinu vorum að
leggja út í risavaxið verkefni, sem stóð
linnulaust í 4 ár til ársloka 1976.
Starf á skrifstofu RK hófst á fímmta
tímanum. Þegar um það leyti voru sjálf-
boðaliðar famir að gefa sig fram til starfa.
Byijað var á því að hringja í stjóm kvenna-
deildar Reykjavíkurdeildar RK, en það var
eina skipulagða liðið, sem Rauði krossinn
hafði þá á að skipa, og vini og samstarfs-
menn þeirra, sem komnir voru til starfa á
skrifstofunni. Hjálparsveit kvenna í Flug-
björgunarsveit bauð fram starf mjög