Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Side 5
Einn af fyrstu bátunum, sem komu með Vestmanneyinga til Þorlákshafnar gos- nóttina. snemma. Fræðslustjóri Reykjavíkur starfaði og með Rauða krossinum þennan morgun. Verkefnið var eins og áður segir að skipu- leggja móttökuna í skólanum með starfs- mönnum þeirra, setja yfirmenn við hvem skóla og undirbúa veitingar og viðlegu. Slökkviliðið sá um að flytja dýnur og teppi í skólana. Reiknað var með gistingu í þeim, a.m.k. nokkra daga. Forstjóri Múlakaffis og skólastjóri Mat- sveinaskólans tóku að sér að undirbúa matseld í skólanum, auk þess að stjóma móttökunni í Sjómannaskólanum. Vom hafnir flutningar á efni í mat frá Mjólkur- samsölu, Silla & Valda o.fl., sem allt var látið í té endurgjaldslaust. Öll vinna á vegum Rauða krossins þennan dag og næstu tvær vikumar á eftir var unnin í sjálfboðavinnu. Um sexleytið var skráning fólksins undir- búin á skrifstofu RK. Var ákveðið að biðja lögregluna að setja upp stjómstöð við lög- reglustöðina við Arbæ, þar sem spjöld fyrir skráningu yrðu afhent. Vom yfir 6.000 spjöld fjölrituð í Seðlabankanum milli sex og sjö þennan morgun og þau flutt upp í Árbæ um kl. 7.30. Tóku sjálfboðaliðar sér þar stöðu með félögum talstöðvarklúbbsins, sem gáfu sig fram þar og við skólana til að aðstoða við skipulega aðkeyrslu. Á skrán- ingarspjöldum fyrir hvem einstakling var gert ráð fyrir nafni, fæðingardegi og ári, heimilisfangi í Vestmannaeyjum og nýju heimilisfangi á landinu með símanúmeri. Spjöldin vom ekki með merki RK og nafn- númers ekki krafist. Það var samið í símtali við starfsmann Seðlabankans um sexleytið til ijölritunar. Var starfsfólk RK og skólanna tilbúið til að taka á móti fólkinu í aðalatriðum fyrir kl. átta. Fyrsta vagninum var beint til Ár- bæjarskóla og mun*hann hafa komið í bæinn um kl. 8.15. Áður um kl. 7.30 var hringt frá Árbæjar- skóla og tilkynnt, að allt væri þar tilbuíð. Starfsfólk væri yfir 70 með læknum og hjúkmnarkonum og okkur bent á að senda „sjokktilfellin" þangað. Til þess kom þó ekki. Fyrr eða langt gengið sjö kom beiðni frá flugvellinum í Reykjavík um að það vantaði starfslið við afgreiðslu Flugfélagsins til að taka á móti fólki, er kom flugleiðis. Fóm þá sjálfboðaliðar RK þangað og störfuðu við móttöku fólksins og aðstoðuðu við flutn- inga þess áfram, aðallega á slysavarðstofu í Borgarspítala. Þarna vom á ferðinni gam- almenni, lasburða fólk og sjúklingar. Móttaka skólanna gekk fljótt og skipu- lega. Starfsfólkið var tilbúið með nauðsyn- lega aðhlynningu, heita hressingu og fólkið gat lagt sig í stofunum. Það sem átti skyld- fólk, vini og vandamenn fór í síma og gaf sig fram. Þess var vandlega gætt, að enginn yfirgæfi skóla án þess að skila skráningar- spjöldum með nýju heimilisfangi. RK leitaði til formanns bílstjórafélagsins Frama og bað hann að stuðla að sjálfboðaliðakeyrslu stöðv- arbílstjóra frá skólunum með fólkið til vina og vandamanna, en síðast en ekki síst gáfu Reykvíkingar sig fram í stómm stíl, þar með sjálfboðaliðar í starfi í skólunum, til að taka á móti fólkinu inn á sín heimili og leystu þannig brýnan vanda. Þess ber að geta, að Vélsmiðjan Héðinn bauð 1.000 Vestmanneyingum í hádegismat þennan dag. Var langferðabílum beint þang- að um og upp úr kl. 11 og munu um 400 manns hafa notið þessa boðs. Fulltrúar RK vom til staðar við komu fólksins og það var flutt eftir matinn í skóla, að undanteknu gamla fólkinu í hópnum, sem fór beint inn á heimili eða á elliheimili og sjúkrahús. Þá barst tilboð um, að Mjólkursamsalan byði 100 manns í hádegismat í Mjólkurstöð- ina og var það þegið og fóm fjórir sjálf- boðaliðar RK til þess að vera við móttöku fólksins. Ekki þótt þó ráðlegt að ávísa á )etta boð fyrr en ugp úr ellefu. Þegar þetta var tilkynnt inn á Árbæjarlögreglustöð var innkeyrslan yfirstaðan og fór svo, að enginn kom í mat hjá Mjólkurstöðinni, svo fljótt gekk flutningur fólksins inn í borgina. Það var langt gengið á tíunda tímann um morguninn, að talið var, að skólamir fimm, Árbæjarskóli, Sjómannaskóli, Austur- bæjarskóli, Hamrahlíðarskóli og Melaskóli, væm orðnir fullsetnir. Var þá leitað til skóla- stjóra Vogaskólans um að skólinn yrði sem fyrst móttökustöð. Var skólinn rýmdur í snatri og var hann tilbúinn til móttökunnar um kl. 10.30. Þegar spjaldskrárkassar bámst í RK- skrifstofuna seinna þennan dag, kom í ljós, að tæplega 40 manns hafði komið í Lang- holtsskólann. Heildartala Vestmanneyinga, sem kom til Reykjavíkur þennan ,morgun skv. skrám RK var 4.216 og skiptist þannig eftir skólum: Árbæjarskóli 497 Austurbæjarskóli 626 Hamrahlíðarskóli 680 Langholtsskóli 36 Melaskóli 716 Sjómannaskóli 945 Vogaskóli 377 Annað (sjúkrah./elliheimili) 339 Þess ber að geta, að líklega 200—300 manns urðu eftir í Eyjum þennan dag. Áhafnir bátanna komu ekki í land fyrr en seinna. Eitthvað kom af fólki kl. 7 um morguninn, sem ekki náðist á skrá og loks ber þess að geta, að eitthvað af fólki varð eftir fyrir austan fjall. Kom fólk og í land seinna um daginn, t.d. með Ægi um kvöldið. Stefnt var að því sérstaklega að gera Sjómannaskólann að gistingarstað. Lagði Ferðaskrifstofa ríkisins til rúm o.fl. af birgð- um Hótels Eddu. Nokkrir tugir Eyjamanna gistu þama til að byrja með. Dvöl fólksins í skólunum var yfirleitt stutt og fór að fækka verulega í þeim, þegar líða tók á daginn. Læknir í stjóm RK fór í eftir- litsferð fyrir og eftir hádegi þennan dag og var ánægður með allar aðstæður og að- búnað. Læknar, hjúkrunarkonur og lyf voru fyrir hendi í skólunum. Þegar líða tók á daginn fól Almanna- vamaráð RK að standa að gistingu fyrir fólkið á Hótel Esju. Var það notað í ríkum mæli þennan dag og næstu 3 vikur. Hér skal greint frá atviki, er varðar áður- nefndan Árbæjarskóla þennan dag í léttari tón að Vísu. Snemma morguns fékk ég tvo yfirmenn í Seðlabankanum til að vera full- trúa okkar hvorn í sínum skólanum. Var aðalféhirðir bankans í starfi í Árbæjarskóla, er ég fékk stífa áminningu í síma frá yfir- manni mínum, Svanbirni Frímannssyni, út af þessu. Var mér tjáð, að seðlageymsla í útibúi Utvegsbankans í Eyjum væri í voða. Báðir lykilhafar og starfsfólkið komið í land og skipuleggja þyrfti í snatri björgunarleið- angur út í Eyjar til að sækja seðlana. Var aðalféhirðirinn strax leystur frá störfum fyrir Rauða krossinn. Með þessu skal ekki kastað rýrð á bankana og sérstaklega ekki Seðlabankann. Stuðningur þaðan i mann- skap, tækjum og fleira var ómetanlegur, ekki síst frá Svanbirni. Vemlega fór að fækka í skólunum á 3. og 4. tímanum og um þetta leyti var hægt að byrja að loka þeim smátt og smátt. Um kl. 4 eftir hádegi voru spjaldskrár um fólkið komnar úr skólunum á skrifstofu RK og var þá tilkynnt í útvarpi, að RK gæti upplýst um nýja dvalarstaði Vestmann- eyinga. Þar með var RK að reyna að efna til upplýsingamiðlunar fyrir fólkið. Helltust um leið fyrirspurnir yfir skrifstofuna í síma og á annan hátt frá vinum og vandamönn- um. Var þá fyrri tilkynning leiðrétt og tekið fram, að til hádegis næsta dag yrði aðeins svarað fyrirspurnum til þess að leiða sundur- skildar fjölskyldur Eyjamanna saman. Erfitt var að veita upplýsingarnar eftir spjöldum frá 7 skólum. Spjöldin höfðu þó borist skipulega raðað í stafrófsröð og fjöl- skyldum haldið saman. Var strax ljóst, að nauðsynlegt væri að koma öllum upplýsing- um á skrá. Var þá leitað til fyrirtækja og stofnana um ' vélritunaraðstoð. Voru átta vanir vélritarar byijaðar að vinna skrárnar kl. 5 og stóð sú vélritun óslitið til kl. 12.30 um nóttina. Komu m.a. fimm vélritunar- stúlkur frá Reykjavíkurborg inn í þetta starf um kvöldið. Var skráin tilbúin í þríriti tæp- lega kl. 1 aðfaranótt miðvikudags 24. janúar. Sama dag kom Ottó A. Michelsen frá IBM á íslandi og tveir starfsmenn hans og buðu Mynd tekin á hádegi 24. janúar og sér í eldgjána, sem nádi þá niður í sjó í stefnu á Yztaklett. Til hægri er Helgafell og Kirkjubæir, sem fóru fljótlega undir hraun og ösku. ~~ Ljósm. sigurjón Jóhannsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.