Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 6
Án þess að fara í samanburð, studdu nágrannar í austri, Norðmenn, starfið mest.
Nágrannar í vestri, Grænlendingar, sendu einnig stórar gjafir. Á myndinni er græn-
lenzk sendinefnd á tröppunum á Öldugötu 4 ásamt L. Storr, Eggert Ásgeirssyni
og Birni Tryggvasyni.
Byron
lávarður
og blóðheit
rómantíkm
október 1821, tveimur og hálfu ári fyrir dauða sinn,
setti Byron lávarður saman lista með nöfnum um
það bil fjörutíu manna og hluta sem hann hafði á
æviskeiði sínu séð sjálfan sig eða skáldskap sinn
líkt við í blöðum og bókmenntaritum á Englandi
fram þá þjónustu að setja allar upplýsingar
í skýrsluvélar. Var þessu tilboði tekið. Fengu
IBM-menn flestöll fyrirtæki í bænum, sem
höfðu aðstöðu til að gata skýrsluspjöld og
var unnið í þeim þann dag og nóttina á
eftir og var tölvuunnin skrá um Vestmann-
eyinga afhent Rauða krossinum kl. 10 á
fimmtudagsmorgun í þremur útgáfum í
starfrófsröð með heimilisföngum í Vest-
mannaeyjum og með nýjum heimilisföngum
á landinu. Var hér fenginn grundvöllur til
allrar skipulegrar vinnu í hjálparstarfínu,
eins .og betur kom í ljós síðar þ.ám. við
útmerkingu framlaga og lána, við húsnæðis-
miðlun, við að rekja búslóðir, við uppgjör á
flutningskostnaði og í starfi Viðlagasjóðs
og bæjarstjómar Vestmannaeyja svo nokk-
uð sé nefnt. Skráningin hélt síðan áfram í
Hafnarbúðum, en var afhent Hagstofunni
9. febrúar. Var fólkinu mjög annt um að
tilkynna breytingar á íverustað. Næstu vik-
umar voru miklir tilflutningar og vissi ég
t.d. um eina Qölskyldu, sem var hýst á 6
stöðum næstu mánuði.
Mjög mikið annríki var þennan dag á
Öldugötu 4. Mikið starfslið var komið til
viðbótar við fast starfslið RK, sem var femt,
framkvæmdastjórinn, gjaldkeri og tveir full-
trúar. Fjöldi sjálfboðaliða RK fyrsta daginn
mun hafa verið yfir 200 manns. Nokkuð
af þessu fólki starfaði óskipt í hjálparstarf-
inu næstu 2 vikumar í fríi frá störfum hjá
sínum atvinnurekendum.
Að ganga tíu fyrir hádegi "þennan dag,
þegar mest gekk á, hringdi Eggert og benti
mér á, að rétt yæri að senda símskeyti um
atburðinn til Alþjóðarauðakrossins í Genf í
Sviss. Telexsending fór þá fyrir hádegi til
Genfar og Rauða kross-félaga á Norðurlönd-
um, í V-Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjun-
um og Kanada þannig:
„Eldgos hófst kl. 2 sl. nótt á Heimaey
Vestmannaeyjum, sunnan íslands í gíg í
úthverfí útgerðarbæjar 5.000 íbúa. Brott-
flutningur 4.500 íbúa á bátum og flugvélum
gengur vel meðan 500 manns eru áfram á
eynni og bíða átekta. Ibúamar eru væntan-
legir til Reykjavíkur fram eftir degi og
móttökustöðvar eru vel skipulagðar.
Heimaey er ógnað af hraunflóði og ösku-
falli. Við endurtökum að góð tök em á
vandanum og við sjáum ekki ástæðu til að
leggja fram beiðni um hjálp frá útlöndum.
Við munum láta ykkur fylgjast með, ef
ástandið versnar."
Allt féll í ljúfa löð á skrifstofu Rauða
krossins fljótlega eftir miðnætti, en á eftir
fylgdi rekstur Hafnarbúða með Vestmann-
eyingum og margvísleg hjálparstörf fram á
vorið. Um sumarið fóm tæplega 1.000 Vest-
manneyingar, unglingar og gamalt fólk, til
Noregs á vegum RKI, norska Rauða kross-
ins og vinafélags stuðningsmanna íslands í
Noregi undir forystu Hans Hoeg, kunns
RK-manns.
Rauði kross íslands náði frá upphafí for-
ystu á sínu kjörsviði. Honum var treyst fyrir
miklum fjármunum til fyrstu hjálpar og fé-
lagslegrar uppbyggingar fýrir Vestmanney-
inga bæði á landinu og í Heimaey í starfi
í fjögur ár. Það skal endurtekið, að heimilin
hér suðvestanlands leystu stærsta vandann
flóttadaginn og næstu daga og vikur með
því að hýsa Vestmanneyinga mjög myndar-
lega. Það er stórmerkilegt, að heimilin tóku
fyrirvaralaust á móti milli 2 og 3% lands-
manna eins og raun varð á. Skyldu t.d.
Lundúnabúar taka á sama hátt á móti einni
milljón manna inn á stofugólf fyrirvara-
laust, eða er hægt að bera það saman?
Áhlaupaverk liggja vel fyrir landsmönn-
um og þegar neyð er fyrir hendi eru allar
hendur á lofti til hjálpar. Skipulag er þó
nauðsynlegt og undirbúningur. Rauði kross-
inn var með mikið lið fyrstu tvær vikumar,
allt í sjálfboðastarfí. Barátta björgunar-
sveita úti í Eyjum stóð miklu lengur. Fljót-
lega kom ríkisvaldið og sveitarfélög meira
inn í myndina með launuðu starfsfólki og
þá fór að þyngjast róðurinn með launalaust
hjálparlið.
An efa hafa móttökur haft mjög mikla
þýðingu sálrænt og efnalega fyrir fólkið.
Konumar voru komnar með bömin inn á
stórborgarsvæði, þar sem allar aðstæður,
fjarlægðir og annað var mikilu stærra en
þær bjuggu við heima fyrir. Mennimir vom
á bátunum í flutningum búslóða og í vamar-
baráttu í Eyjum, og famir fljótlega 4 vertíð
frá útgerðarbæjum, t.d. á Reykjanesi. Ekki
voru umskiptin léttust fyrir gamla fólkið.
Fór mjög erfíður tími í hönd fyrir Vestmann-
eyinga, en það er stórt og vandmeðfarið
efni, sem ekki skal fjallað um hér.
Höfundurinn var formaöur Rauöa kross islands
1971-77.
í gær, 22. janúar 1988,
voru liðin 200 ár frá
fæðingu brezka skáldsins
Georgs Gordon, betur
þekktur sem Lord Byron
- Byron lávarður. Um
hann sagði skáldið
Steingrímur
Thorsteinsson m.a. svo:
„Nær því allur
skáldskapur Byrons ber
á sér einhvern dimman
og mikilfenglegan
sorgarsvip eins og hann
hafði skaplyndi til;
Goethe sagði, að „hann
væri innblásinn af anda
sorgarinnar“. Sumt er að
vísu í ljóðmælum Byrons
ekki síður en lífi hans,
sem fremur er
undrunarvert en
eftirbreytnisvert, og
sumt vítavert, t.a.m.
óánægjan með heiminn,
mannhatrið,
örvæntingin, guðlastið
o.s.frv., en þó er fegurðin
og andagiftin svo
yfírgnæfandi, að fátt
mun mega finna, er við
þann skáldskap jafnist.“
Eftir SIGURÐ
HRÓARSSON
og meginlandi Evrópu. Á listanum eru m.a.
nöfn Rousseaus, Goethes, Shakespeares,
Miltons, Alexanders Pope, Napoleons, Hin-
riks áttunda og Djöfulsins. Sjálfur segir
Byron að þversummublendingur þessara
andstæðna hljóti að vera ólíkur öllum fyrir-
myndunum, en hvemig sú blanda sé í raun,
viti enginn maður og síst hann sjálfur. Og
á öðrum stað segir hann: „Ef ég þekki mig
rétt, þá hlýt ég að viðurkenna að ég hef
engan persónuleika, en ég held að ég sé svo
breytilegur og margkynja að ég geti verið
hvað sem er, hvemig sem er, hvenær sem
er, en ekkert eitt til lengdar — ég er slíkt
furðusamsull góðs og ills, að það er engin
leið að lýsa mér svo nokkurt vit sé í.“
Þetta er án efa furðu nákvæm persónulýs-
ing á Byron. Hann er ekki dæmigerður um
neitt, hann er einstakur furðufugl og
lífslistamaður, eitt frægasta og áhrifamesta
skáld Breta fyrr og síðar; ljóðskáld — leik-
skáld — ævisöguritari — krítíker; einstæð-
ingur í lífí og skáldskap. Öðrum þræði er
hann holdgervingur rómantísku stefnunnar,
en einnig andstæðingur hennar — í uppreisn
gegn henni, og einfari handan allra skil-
greininga. Líf hans var með afbrigðum
ævintýrakennt og ekki síður dauðinn. Hann
varð goðsagnapersóna strax í lifanda lífí,
hann fór hvergi troðnar slóðir, var upp-
blásinn af frelsishugsjónum 19du aldarinn-
ar, hann var uppreisnarmaður í eðli sínu,
með alltof stórt hjarta, og hann er einn fræg-
asti siðleysingi heimsbókmenntanna.
Byron dó ungur — aðeins 36 ára gamall
— og varð snemma átrúnaðargoð síðróman-
tískra skálda á meginlandinu: Bæði vegna
blóðrauðrósóttrar ævi sinnar og vegna þess
að í skáldskap sínum skapar hann nýja
ögrandi og áður óþekkta manngerð; persónu
í siðlausri uppresin gegn guði og öllum við-
teknum venjum þjóðfélagsins, djöfulóða
frelsishetju sem býður öllu byrginn, en er
þó haldin óstöðvandi þunglyndi og heims-
hryggð — líkt og Werther ungi Goethes.
Við skulum nú í því sem hér fer á eftir
rifja aðeins upp hver hann er þessi ofur-
næmi, rómantíski hippaleiðtogi 19du aldar-
innar. Rifja upp hvað einkenndi hans tíma
— rómantíska tímabilið — og hvemig hann
tengist íslenskum bókmenntum og íslensk-
um skáldum á öldinni sem leið.
II
Georg Gordon, Byron lávarður, fæddist í
Lundúnum 22. janúar 1788, bæklaður á
ncrthcross
osto
January 23, 1973.
voLcanlc eruption startea two o’cLock thls morTring»-
ln vestmannaisLand soutn of iceLand in crater'TrilP'*V>T
outskirts of the flshery town of 3.000 peopLe. *rft , ■ *-
evacuation by boats and pLanes from isLano to
mainLand of a approxlmateLy 4.300 ls in good progress.
300 remaining awaltlng further aeveLopment. the
evacuated peopLe wlLL be arriving in reykjavik as
tne day progresses and receiving stations are weLL
estabLished.
tne vestmannaisLano (heimaey) is tnreatened by LavafLow
and ash fLcw. we repeat that situation appears tobe
fair-Ly weLL in nana and we nave at present no pLea for nelp
from abroad. we wiLL Keep you inforrned if situation
deteriorates
icecross
Ljósrit af skeytinu, sem sent var út kl. 10 um morguninn. Sjá nánar í greininni.
6