Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 7
Byron lávarður. Koparstunga eftir C. Warren. Byron hafði allt sem rómantískt skáld má prýða, glæsilegt útlit, lifði hneykslanlegu líferni - og dó ungur. ræðu. í pólitík var Byron annars ákáfur fijálslyndissinni og ræðumaður var hann með eindæmum snjall. Var honum spáð frama í stjómmálum. En frægðin beið hans á öðrum sviðum. Á flandrinu erlendis og sökum persónulegra harma heima fyrir, hafði sú trú hans nú styrkst að ráðandi einkenni lífsandans væri þjáningin: tilvistin væri harmþrungin kvöl, almættið lítilsmegnandi, kristin siðfræði píp og ólundin hin æðsta dyggð. Þessi bölsýni dýpkaði lífsskilning hans og gaf verkum (ljóðum) hans nýjar, tilfínningaríkar víddir. Og svo fór, að þegar fyrstu kantötur kvæða- bálksins „Childe Harold“ voru gefnar út í mars 1812, varð hann landsfrægur á einni nóttu og frá þeirri stundu einnig viðurkennd- ur sem mikið mektarskáld. Einkamálin gengu alla tíð brösulega hjá Byroni. Hann átti í ástarsambandi við ýms- ar konur á þeim tíma sem hér um ræðir — giftar sem ógiftar — og hann ögraði viður- kenndu siðferði ótæpilega á allra handa máta. Siðblindan náði hámarki í ástarsam- bandi hans með Ágústu hálfsystur sinni — eignuðust þau dóttur saman og var getnað- inum að sjálfsögðu haldið vandlega leynd- um. Mun þessi blóðskömm hafa valdið þeim báðum miklu hugarangri, en þó alla tíð skemmt kvikindislega þeim skratta sem bjó innra með Byroni og hvíslaði að honum í tíma og ótíma að mannspell og óhæfa væru flestum drottinsdyggðum eðlilegri og feg- urri; snillingurinn ætti að ögra hinu sjálf- gefna miskunnarlaust og draga flestar arffastar dagskipanir í efa — einkum allar heilagar. Skömmu síðar giftist Byron Önnu Isabellu Milbartke, en skildi við hana ári síðar eftir mjög stormasamt samlífi og mik- il ástríðuátök jafnt innan hjónabandsins sem utan. Það var víst ekki tekið út með sitj- andi sældinni að vera Lady Byron. Varð þetta allt til þess að Byron lagði fæð á fóstuijörð sína — taldi hann England yfírfullt af óréttlætanlegri sjálfumgleði, úr- eltum siðferðilegum viðbjóði og ófýrirgefan- legum sjálfbirgingshætti. Og 25. apríl 1816 yfirgaf hann föðurlandið fullur fyrirlitningar fæti og gekk haltur frá fyrstu tíð. Hann var heldur óheppinn með foreldra og æska hans var óyndisleg að flestu leyti. Faðir hans, kallaður „Bijálaði Jack“ Byron, sem verið hafði giftur áður en hann átti móður skáldsins (og þá eignast dótturina Ágústu sem mikið kemur við sögu Byrons), dó skömmu eftir fæðingu Byrons og fluttist hann þá með móður sinni, Katrínu Gordon, til Aberdeen á Skotlandi. Þar bjuggu þau við lítil efni, og var móðirin í ofanálag hið mesta skass — hafði t.d. yndi af því að kalla son sinn kryppling og fatlafól. Byron fékk hefðbundna skólagöngu, sýndi snemma námshæfileika, var gríðarlegt lestrarhross og fékk strax í æsku miklar mætur á Austurlöndum og öðru fjarlægu í tíma og rúmi. Kalvínískt trúaruppeldi átti hins vegar aldrei við hann. Tíu ára gamall öðlaðist hann lávarðstign sína — þegar eitthvert fjörgamalt ættmenni hans sálaðist — og flutti hann þá með móð- ur sinni á ættaróðalið í Nottinghamsýslu. Tvítugur að aldri lauk Byron námi frá Trin- ity College í Cambridge — þar sem hann gerði lítið annað en lesa fagurbókmenntir, skrifa, spila fjárhættuspil og safna skuldum. Hann orti einnig mikið á skólaárunum og fyrstu ljóð hahs komu á prent þegar hann var 18 ára gamall. Þar var eitthvað um ósiðsamleg ljóð og klámfengin, og fékk hann bágt fyrir. Aftur gaf hann út ljóð 21 árs og sáu menn þá þegar að háskalegur hæfíleikamaður var kominn fram á sviðið; háðsádeilukvæði hans (satírur) höfðu „stór- hættuleg áhrif“, en listræna verðleika þeirra dró enginn í efa. Byron útvegaði sér nú fé til að byggja upp ættarsetur sitt — en að setjast þar að og sinna búmennsku og pólitík eins og hver annar „óbreyttur" enskur lord, það átti ekki við hann. Hann var ævintýramaður með útþrá. Og 'hann lagðist í mikil ferðalög; umvafinn ævintýraljóma skrönglaðist hann — á tveimur jafnfljótum ef ekki var á öðru kostur — vítt og breitt um Evrópu og Aust- urlönd nær. Aftur hélt Byron til síns heima, flutti jómfrúrræðu sína í Lávarðadeild Þingsins, þar sem hann gerðist skeleggur málsvari þeirra snauðustu. Ekki síst írskra kaþólikka sem margir hvétjir bjuggu við hreinan þræl- dóm: „Ég aumka írsku leiguliðana fyrir að hafa ekki verið svo heppnir að fæðast svart- ir — það er búið að frelsa svertingja undan ánauð og þrældómi," sagði hann í frægri Hér er allt í anda rómantíkurinnar: Goethe og fjölskylda hans sviðsett / forn grískri sveitasælu. Málverk eftir Hermami Junker. og hét því að snúa aldrei heim á ný. Frami hans sem breskur lord hafði beðið óbætan- legan hnekki, en niðurlægingin, heift hans, angist og sálarkvöl dýpkuðu nú enn frekar og nærðu hæfileika hans við skrifpúltið. Byron notaði ár „útlegðarinnar" vel. Hann átti í mörgum skrautlegum ástarsam- böndum (svo ekki sé meira sagt), flæktist víða, kynntist mörgum andans mikilmenn- um og samdi góð bókmenntaverk — flest á talíu. M.a. hinn viðfræga epíska kvæðabálk Don Juan, sem þykir ein áhrifamesta háðs- ádeila sinnar aldar. Síðasta ástríðuáhugamál Byrons í hérvist- inni var frelsisstríð Grikkja gegn yfirráðum Tyrkja. í júlí 1823 hélt hann ásamt fleiri hugsjónamönnum enskum og ítölskum til vesturstrandar Grikklands og þar hugðist 5si mikli frelsisunnandi og uppreisnar- seggur falla í orrustu, deyja dýrlegum hetjudauða í baráttu fyrir frelsinu. Til þess fékk hann þó ekki tækifæri. Hann tók sótt og andaðist á sjúkrabeði í Missoloughi á Grikklandi 19. apríl 1824 — 36 ára gamall — og þar var hjarta hans grafið. Hjarta- laust líkið var síðan flutt til Englands og Byron grafínn í safnaðarkirkjugarði forfeðra sinna, eftir að yfírvöld höfðu lagt blátt bann við því að slíkur dæmalaus siðleysingi og drullusokkur yrði jarðsunginn í Westminster Abbey. Grikkirnir, sem þekktu lítið til bók- menntaverka Byrons, kvöddu hann sem hugrakka hetju og einlægan frelsisvin; og í allri Evrópu utan Englands, virtist mönnum sem fallinn væri í valinn sjálfur holdgerving- frelsisins. Samtímamönnum Byrons fannst sem líf hans og dauði hefðu verið enn rómantískari en skáldskapur hans. Spurðust örlög hans víða og þótti tilfinn- ingamönnum hvarvetna sein þar færi hin eina ólogna fyrirmynd á jörð — varð skáld- legur dauðinn og mjög til að auka hróður kvæða hans og stækka mynd hans í augum síð-rómantískra skáldbræðra. III En hvem mann hafði Byron að geyma — þessi lostafulli rómantfker' sem gerði sjálft lífið að sínum merkasta skáldskap. I æsku var sál hans sæl og einfold og hann dýrkaði sannleikann. Hatur hans á lygi, undandrætti, fyrirslætti, uppgerð og falsi var alla tíð hans skærasta dyggð. Hann var líka mjög tilfinninga- og ástríkur, og samúð hans með fátækum og kúguðum var ófölsk. í samskiptum sínum við annað fólk gat hann verið óeigingjarn, tillitssamur og höfðinglegur — en einnig gersamlega samviskulaus og fullur mannfýrirlitningar. Hann hafði í sér einhveijar siðspilltar og meinlegar hneigðir. Hann átti það til að níðast á sínum nánustu og verstur var hann sjálfum sér, eins og algengt er um gjálífis- menn. Byron var meðvitaður nautnaseggur í öllu sínu lífí, honum var það sjálfrátt að leyfa óbeisluðum tilfinningum að stýra ferð- inni — slíkt var eðli hans og gegn því barðist hann aldrei. Eða svo segja heimildir. Sem fyrr segir er Byron lávarður eitt helsta skáld rómantísku stefnunnar á Eng- landi — en innan hennar Vébanda var hann þó einfari. Hann deildi við „samheija“ sína jafnt um stjómmál sem tæknilegar, listræn- ar útfærslur. Hann átti þó auðvitað margt sameiginlegt með þeim — s.s. mætur á ímynd hins fullkomna (ideal) og dýrkum fegurðarinnar. Á dýrkun hans og samferða- mannanna rómantísku (á ást og fegurð) er þó reginmunur. Skáldbræðurnir höfðu tekið upp trú á raunhæfa, hlutkennda hugsæis- stefnu (idealisma), en Byron var bölsýnis- maður — vonsvikinn með veröldina — og því var ídealismi hans alla tíð óhlutkenndur — abstrakt. Fyrir Byroni var ástin t.d. hvergi til nema í einhveijum stundlegum, hverfulum unaði — utan og ofan við áþreif- anlega hluti. Byron var svo og mjög atorkusamur við það í skáldskap sínum að hæðast að sýndar- mennsku samtímamanna sinna — einkum rómantísku skáldanna — afhjúpa eigingimi þeirra í stjórnmálum og fletta ofan af hræsni þeirra í trúarefnum og siðferði. í þeim efnum hafði kveðskapur Byrons mikil áhrif — bæði sem vopn og fyrirmynd — þó margt væri þar móralskt hæpið og gróft. Með illu skal illt út reka. Og það er spurn- ing hvort Byron lávarður er ekki fyrsta alvöruskáld heimsbókmenntanna sem dirfist að lofsyngja drambið í skáldskap sínum. IV Hér er þess enginn kostur að gera mikla grein fyrir einkennum rómantísku stefnunn- ar, en til að átta okkur aðeins betur á Byroni og samtíð hans, skulum við rifja upp nokkur aðalatriði. Rómantíska stefnan er ráðandi afl í hug- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.