Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Page 11
Sænski aðalliim lét reisa Riddarahúsið í byrjun stórveldistímabils Svía. Hom- steinninn var lagður 1641. Teikningin, sem birtist í sænsku dagblaði, sýnir almenning framan við Riddarahúsið í des. 1865 að fagna þeirri ákvörðun, að stéttaþingið skuli afnumið og tveggja deilda þingi komið á í staðinn. ekki héma í bænum. Hann væri skömminni skárri úti á landi, þar gat hann farið í göngutúra eða reiðtúra. Hún vildi frekar vera í bænum, en hann vildi helst vera úti á herragarðinum. Þess vegna fóru þau alltaf þangað á föstudögum þegar hann kom heim frá bankanum og komu ekki aftur í bæinn fyrr en á mánudagsmorgnum. Hún spurði mig um leið og hún dró fram körfu með fatnaði úr fataskáp, hvort ég gæti tekið þetta heim með mér og lagað. — Éggetgertviðþettahéma, sagðiég. — Nei, þú getur það ekki af því að ég á enga saumavél. Átt þú ekki saumavél? Hún sagðist aldrei hafa átt saumavél, því hún hefði aldrei haft áhuga á saumaskap. Hún lét alltaf einhvem annari laga það sem þurfti. Sama kvöld og daginn eftir hafði ég nóg að gera við að laga fatnaðinn. Þetta vora aðallega saumsprettur á fötum telpunnar. Allt var þó ekki hægt að laga í saumavél. Rúskinnsbuxur frúarinnar lagaði ég þannig, að ég klippti smábita af faldinum á annarri skálminni að innanverðu og límdi hann svo undir gatið á buxunum og lét síðan þunga bréfapressu liggja á yfir nótt. Það var heppni að mér hefur alltaf þótt gaman að dútla við saumaskap. Gat á reiðbuxum greifans kúnst- stoppaði ég þannig að næstum ómögulegt var að sjá hvar gatið hafði verið. Næst þegar ég kom í vinnuna mætti ég greifanum í dyranum. Þetta var myndarleg- asti maður, á að giska 35 ára gamall. Þegar hann skaust framhjá mér heilsaði hann mér með handabandi um leið og hann kynnti sig. Frúin sjálf var á svipuðum aldri. Hún klæddi sig mjög smekklega, föt hennar vora úr fínustu efnum og pelsamir ákaflega fal- legir. Auðæfi og smekkur fara ekki alltaf saman, en í hennar tilfelli gerði það það. Ég varð þvi hin glaðasta þegar hún spurði mig einu sinni hvort ég vildi eiga eitthvað af hennar gömlu fötum. Hún sagðist vera orðin leið á þeim og ef ég gæti notað þau eitthvað, kannski til að sauma eitthvað upp úr þeim, þá væri betra að ég fengi þau en að hún henti þeim. Hún nefndi þetta með fötin aftur við annað tækifæri og ég sagði þá sem fyrr, að ég vildi gjaman fá fötin. Margar vikur liðu þó án þess að hún léti mig fá nokkur fot, ég minnti hana því á þau, ef ske kynni að hún hefði hreinlega gleymt þessu. Við voram vanar að skrifa á miða til hvor annarrar ef við hittumst ekki, og einu sinni skrifaði ég PS á miðann sem ég skildi eftir á eldhúsborðinu: Ég hlakka til að fá gömlu fötin þin! Þetta bar þó engan árangur, af einhveijum ástæðum minntist hún aldrei meira á fötin. Rétt fyrir jólin spurði ég frúna hvort hún vildi að ég bakaði eitthvað fyrir jólin. Hún sagði að þess þyrfti ekki með, því þau yrðu í Sviss um jólin. Þau væra það alltaf, hún nennti sko ekki að standa í neinu jólaveseni. Þótt hún ynni ekki neitt hafði hún nóg að gera. Það fór geysilegur tími í að sjá um útiitið. Ég hafði tekið eftir því að hún hafði ljóta húð. Einn daginn, þegar ég stóð við að strauja, kom hún heim. Mér brá í brún þegar ég sá andtitið á henni. Hún tók eftir þvf að mér varð starsýnt á hana og út- skýrði fyrir mér að hún væri að koma úr andlitssnyrtingu, sem gengi út á það að rífa upp gömlu húðina og láta nýja myndast í staðinn. Manneskjan var eitt svöðusár í framan og mér var hugsað, að mikið er nú á sig lagt fyrir útlitið. A HERRAGARÐINUM Mánuðirnir liðu, ég var búin að vera hálft ár í vistinni, og hefði getað hætt þess vegna, en ég hélt samt áfram. Ég var orðin vön og gerði verkin núna á fjóram tímum í stað- inn fyrir sex-sjö í byrjun. Konan var óskaplega þakklát og hrósaði mér í sífellu fyrir verkin og ég var sjálf hin ánægðasta í hvert sinn sem ég yfirgaf íbúðina, hreina og fína. Þó ég hefði ákveðið með sjálfri mér, þeg- ar ég byijaði, að skipta mér ekki af neinu sem mér kom ekki við, gat ég ekki látið það vera. Það byijaði með að ég flutti eina styttu frá bókaskáp yfír í gluggakistu, því mér fannst hún njóta sfn betur þar. Þegar ég kom i næsta sinn og sá að konan hafði ekki fiutt hana aftur á sinn stað, þá óx mér fisk- ur um hrygg. Upp frá því flutti ég því húsgögn, eftir þvf sem mér fannst betur fara. Frúin minntist ekki einu orði á þessar breytingar mínar, en spurði mig einu sinni hvort ég gæti ekki komið út í herragarðinn og tekið til þar líka og gert fínt. Vissulega hafði hún konu sem sæi um húsið, en það væri alveg draumur ef ég gæti tekið húsið í gegn, svona einu sinni. Eg sagðist geta gert það, og gerði það líka. Herragarðurinn var stór og mikil eign í sa. sextíu kílómetra flarlægð frá Stokk- hólmi. Á lóðinni vora, fyrir utan húsið sem vinnuveitendur mínir bjuggu í, hús sem móðir greifans bjó í og annað hús, sem bróð- ir hans með fjölskyldu bjó í. Þar fyrir utan var hús fyrir eftirlitsmann eignarinnar og annað fyrir vinnumann. Hesthús var á staðn- um með gæðingum. Eignin var mjög stór, bæði stöðuvatn og skógur tilheyrðu henni. í skóginum vora veiðidýr, svo sem dádýr og hérar, sem greifinn skaut stundum. Þennan dag sem ég var þarna og skúraði og skrúbb- aði, þurfti ég ekki á ímyndunarafli mínu að halda, þegar ég gerði mér grein fyrir því hvemig aðallinn hafði haft það öldum saman — og hafði það reyndar enn. Barnapía Rétt áður en ég var búin með verkin einn daginn spurði frúin mig hvort ég vildi vera bamapía um kvöldið. Það vildi ég, hugsaði með mér að það yrði léttara að vinna sér inn 50 kr. á tímann við að sitja og passa Önnu, en að þrífa. Hún sagði að ég gæti komið klukkan sex og borðað með þeim áður en þau hjónin færa út. Þegar ég stóð á slaginu sex í forstofunni hjá þeim sá ég að hún var eitthvað vandræða- leg. Allt í einu spurði hún mig hvort mér væri ekki saman þótt ég borðaði í eldhúsinu með Önnu, hún og maðurinn hennar myndu borða í matsalnum. Hún útskýrði þetta fyrir- komulag ekkert nánar fyrir mér, ég sagði að mér væri alveg sama. Ég gat vel ímyn- dað mér hvemig á þessari breytingu stóð. Trúlega hafði hún sagt manninum að hún hefði boðið vinnukonunni að borða með þeim og hann hefði þvertekið fyrir það. Ég hafði rangt fyrir mér, hvað snerti væntanlegan hagnað og fyrirhafnarlitla bamagæshi. í fyrsta lagi var Anna f fullu flöri frá klukkan sex um kvöldið til klukkan tólf á miðnætti þegar hún loksins sofnaði, og þar að auki var Tusse á fullri ferð allt kvöldið, en Anna og hún era hinir bestu leik- félagar. Þegar greifaparið kom heim klukkan eitt eftir miðnætti, spurði greifynjan mig hvað ég tæki fyrir tímann. Ég varð alveg hissa á spumingunni, hafði reiknað með að fá jafn mikið og þegar ég skúraði. Þegar ég dró seiminn, sagði hún: — Það er auðvitað miklu léttara að passa Önnu en að þrífa, svo ég sting uppá 30 kr. á tímann. Ég tók við peningunum og ákvað að þetta skyldi vera í fyrsta og síðasta sinn sem ég væri bamapía fyrir aðalsfólkið. JÓNSMESSA Það var komið fram í júní og greifafjöl- skyldan að því komin að loka íbúðinni fýrir sumarið. Ég hafði að undanfömu lagað til hjá þeim annaðhvort á laugardögum eða sunnudögum, því frúin hafði spurt rhig hvort ég gæti ekki alveg eins_ gert verkin þegar þau væra úti á landi. Ég varð nú ekkert hrifín af þessari beiðni, fannst lítið varið í að fara og þrífa um helgar. En hvað um það, ég sagði já og hugsaði til þess hvað ég hafði sagt um að ég væri samvinnuþýð. Frúin hafði hvað eftir annað sagt við mig að ég mætti ekki hætta að vinna hjá þeim, ég bara yrði að vera áfram hjá þeim. Hún hafði einu sinni spurt mig hvort ég vildi ekki búa hjá þeim. Sjálfri fannst mér vera nóg komið af þessum gestaleik mínum hjá aðlinum. Ég sagðist ekki ætla að halda áfram hjá þeim í haust, þegar þau kæmu aftur í bæinn. — Ég skal borga þér meira, ég borga þér 70 á tímann ef þú heldur áfram, sagði hún. Þann 13. júní lagaði ég til í íbúðinni í síðasta sinn. Ég tróð köflóttu skyrtunni og jazzballettbuxunum, sem ég hafði notað við ræstingamar, niður í töskuna mína, tók pen- ingana sem lágu á eldhúsborðinu og læsti hurðinni á eftir mér. Þann 16. júní um kvöldið hringdi greifynj- an í mig frá herragarðinum og spurði hvort ég gæti bjargað sér. Hana vantaði bráðnauð- synlega hvítan kjól sem var í Sbúðinni og sem hún ætlaði sér að nota kvöldið eftir. Ég sagðist geta komið með kjólinn út á herragarðinn daginn eftir, þegar ég væri búin á Dagens Nyheter. Ég var ennþá með lyklana að íbúðinni og um fímmleytið daginn eftir keyrði ég út á herragarðinn með kjól- inn. Frúin spurði mig hvort ég_ mætti vera að því að strauja kjólinn líka. Eg gerði það og á eftir bauð hún mér að drekka kaffí með þeim hjónum úti í garði. — Við kaffíð spurði hún mig hvað ég hefði verið að gera á Dagens Nyheter. — Skrifa grein, sagði ég. — Hefur ÞÚ skrifað fyrir Dagens Nyhet- er? — Já, og stundum geri ég það fyrir Svenska Dagbiadet (það er þeirra blað). Þegar ég sýndi á mér fararsnið spurðu þau mig hvort ég gæti haft Tusse fyrir þau næstu þijá daga. Þau væra nefnilega boðin með Önnu til fólks úti i skeijagarðinum um Jónsmessu og þar sem að margir gestir yrðu þar væri það ekki gott fyrir Tusse að vera þar í hávaða og látum. Hjá mér myndi fara vel um hana af þvi að ég bjó ein. Mér hafði aldrei' geðjast að hundinum, ekki síst vegna háranna af honum sem ég hafði hreinsað af teppum og húsgögnum undanfama mánuði. Én úr því að samskipt- um okkar var að ljúka, ákvað ég möglunar- laust að láta þau fá vilja sínum framgengt — eins og endranær. — Þegar ég keyrði frá herragarðinum sat Tusse í baksætinu með matarskálina sína og dósamat við hliðina á sér. Þremur dögum seinna hringdi greifinn í mig og spurði hvort Tusse mætti vera einn dag í viðbót! Ég sagði já um leið og ég hugs- aði að helgin væri hvort sem er eyðilögð. Þegar greifínn náði að lokum í hundinn heim til mín, rétti hann mér 200 krónur sem „þakklætisvott“, eins og hann orðaði það. Það var borgun fyrir að hafa náð í kjól frúar- innar, ekið honum út í sveit, straujað hann, ásamt hundagæslu í flóra daga um mikil- vægustu helgi sumarsins. Eftirmáli Þannig voru kynni mín af sænskum aðli. Ég vissi ekki að fólk lifði ennþá á þennan hátt. í þessu jafnréttisþjóðfélagi, sem Svíþjóð er, hafði ég ekki haft hugmynd um að leifar miðalda stéttaþjóðfélags væru enn við lýði. Ég hafði unnið fyrir fólk, sem á vingjamleg- an hátt hafði meðhöndlað mig sem lægri mannveru. Sem aldrei hafði sett sig inn i að ég átti mitt einkalíf, sem virtist álíta það vera heiður að þjóna þvi og aldrei drÓ í efa að svo væri. Ég sé ekki eftir þessum níu mánuðum í þjónustu sænska aðalsins — ég er reynsl- unni ríkari. Höfundurinn er balletthöfundur og dansari og eins og tram kemur hér, lausráðinn blaöamað- ur. Samtal við Unni birtist i Lesbók sl. haust. INGIMAR ERLENDUR SIGURÐSSON Djúpsæi Vindur plægir veg í haSð, vitund ftjóið ber í sárið þögn úr ægis það mun grafið, þegar róast öldufárið þá mun fræið þara vafíð, þá mun gróin skel um tárið. Mótekja / gömlu hjarta myndast mór, sú mold sem geymir hvert eitt blóm; og ekkert burtu frá því fór, hver fótur kastar tímans skóm. Þaðgengnum skóm upp hlóð f hrauk, í hvert eitt sinn sem einhver grófst; og sól og vindur verptan strauk, þann veg sem undir sólum hófst. Það eld í skóna slitnu slær, uns slóðir verða reykjarský; og minning hver á meðan grær, sem mórinn verði blóm á ný. Því fínnst það heyra fótatak, sem faðm í moldu opnar hljótt; og ilmur tímans burtkvatt bak í bijóstsins trega hefur sótt. í gömlu hjarta myndast mór, sú mold sem faðmar liðin vor; og ekkert burtu frá því fór, á fílmu moldar Ijósbrennd spor. Höfuð- skeljar Ég himneska tilveru treini, tel hvert eitt Ijós eins og nirfill; ég geislanna útslokknun greini, grafardjúp verður minn hvirfill og himinsól hvítnar að beini. HRAFN GUNNLAUGSSON Elskandi elskandi Ljóðið er endurbirt vegna prentviUu, sem í því varð. Tveir fuglar nauðlentu á skipi skjálfti í rá og reiða og ijúkandi öldur nóttin ruggaði úti á reginhafi undir físléttri sæng sjórinn og eilífur beljandi og skipið ruggandi og í atlotum hrynjandi og ég hvíslandi og þú hlægjandi, ekki heyrandi að ég var hvísiandi og næstum þvf hvískrandi: að ég væri ástfanginn elskandi og þú alltaf hlægjandi og úti beljandi beljandi... Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. h LESBÓK MORGUNBLAÐSiNS 23. iANÚAR 1988 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.