Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 14
Vitaly Komar og AJexaader Melamid (sitjandi) / vinnustofu sinni við Canal-stræti í New York. fólk skilji það ekki að hver vinnustund úr lífi manns er dýrmæt og ef maður vinnur tvo tíma við eitthvað verk þá má það e.t.v. vera einskis virði en þar eru þó tvær stund- ir úr heilu lifi og þær hljóta að bera því vitni. En það að gera það sama á hveijum degi er auðvitað viss skilningur á lífinu. Eiginlega skilningur verkamannsins. Ég vil eyða mínu lífi á annan hátt. En öðrum þyk- ir annað betra og kannski hafa þeir leyst gömlu færibandaverkamennina af hólmi, uppfyllt þá þörf sem er í þjóðfélaginu fyrir þvflík störf og vissulega standa þessir menn við færiband og gera alltaf sömu handtökin. VK: Það er gamalt symból fyrir listina, maðurinn getur endurspeglað veröldina. Og ég trúi því að allir heimsins listamenn, jafn- vel abstrakt-jónamir, allir endurspegla þeir okkar tíma, heiminn, úníversið. Jafnvel Lenín myndi samþykkja þessa teoríu. Þann- ig getum við sagt að fjöl-stílugt málverk sé hin fullkomna endurspeglun okkar tíma. Á endurreisnartímanum átti Rafael hinsveg- ar enga kollega í Róm sem máluðu í öðrum stfl en hann sjálfur. Þá var tími mónéstfls og sérhver listamaður spegill hans. En nú er annað og alveg nýtt á teningnum, allskon- ar stflar og stefnur dafna samtímis og mín skoðun er sú að sá listamaður sem neitar sér um þessa staðreynd og endurtaki alltaf sjálfan sig, máli alltaf í sama stíl, hann §alli ekki um né tjái okkar tíma, hann er í raun ekkert annað en bölvaður lygalaup- ur. Hann lýgur um heiminn að heiminum. HH: Og þið ægið öUu saman? AM: Já, við höfum unnið sem hönnuðir, gert bækur, bókaskreytingar, skúlptúra, verið opinberir listamenn og konsept-lista- menn, sósíal-realistar o.s.frv. Fýrst og síðast teljum við okkur þó vera konsept-listamenn. HH: Eiga listamenn að beijast innbyrðis, krítisera kollega sína og gefa jafnvel skít íþá? ÁM: Maður á auðvitað ekki að gera það og það er engum hollt, en samt gerum við það. HH: Hér fínnst mér allir bara brosa og skála og enginn segir neitt um verkin, eins og t.d. á þessum opnunum. AM: Já, sýningamar eru að glata merk- ingu sinni því þær verða sífellt fleiri, það verður alltaf stöðugt meira af öllu, fleiri gallerí, fleiri listamenn, framleiðslan vex og vex. Stærri tölur eru betri en smærri. Líkt og í stórverslun, það skiptir ekki máli hvort þér líkar betur við þetta þvottaefni eða hitt, tegundimar verða alltaf fleiri og fleiri og að lokum fær hver sitt í einhverskonar út- jöfnuðum gæðum og meðalsmekk. Maður fær ekki endilega það besta en maður fær nóg, alveg nægan kaloríufjölda. HH: Hvor ykkar er betri listamaður? AM, VK: Við erum báðir jafn lélegir. HH: Og er eitthvað að verkum ykkar? AM: Já auðvitað, því að menn eru ekki að fást við listsköpun vegna þess hve ham- ingjusamir þeir séu, heldur einmitt öfugt. Listaverk em afleiðing hins auma lífs. („Art is just a by-product of a bad life.“) VK: Við einbeitum okkur að hinni slæmu hlið listarinnar og reynum að gera hana sýnilegri. AM: Við erum að reyna að gera vonda list verri. HH: En þið eruð sagnfræðilegir lista- menn. AM: Við skoðum líf okkar sem sögu, ekki prívat-ævisögu, heldur eins og sögu þjóða og landa. Og þess vegna getum við starfað saman. Sagan er ein og heil og ekkert er henni smærra, ekkert er henni undanskilið. Lflct og í hólógrammi, hægt er að klippa smábút af því en sá bútur innihekb ur þó alla heilu upphaflegu myndina. f sérhveiju smáatriði er heildin falin. Og það sama gildir um líf okkar, við erum ekki smærri en saga okkar tíma, ekkert verður frá henni skilið. HH: Og hver myndfemingur ykkar er í raun allt ykkar æviverk? AM: Einmitt. VK: Nei, ekki allir. Hver femingur er móment og sagan verður a.m.k. að hafa tvö eða þijú móment, eitt móment er bara punktur og engin lína. Þannig getum við sagt að í femingum Malevichar sé engin saga því þeir eru aðeins eitt móment, og Pollock líka, hugmynd abstrakt-listarinnar var sú að flýja söguna, losa sig við hefðina, inn í einhverskonar tímaleysi, almætti. Núna setjum við þessa menn auðvitað í sögulegt samhengi þrátt fyrir þá hugmynd þeirra að þeir gætu staðið utan þess. AM: En í raun er tíminn ekki lína, heldur mun frekar eins og haf. Þegar við röðum saman femingunum okkar skiptir engu máli hvað var gert áður og hvað kom síðar. Allt verður að mixi. Og sumstaðar eru þeir sýndir í beinni línu láréttri en annars staðar lóðréttri. Og það má lesa þær frá vinstri og hægri eða upp hvort sem niður. VK: Ég held að eina raunverulega nýja stefnan sem nú er í gangi sé þessi fjölbreyti- steftia, þessi fjöl-stfll. Og það er alltaf erfítt að koma auga á það sem er nýtt í raun, þegar Kandipsky og co. voru að feta sig inn á abstraktið sögðu menn að þetta væri bara langt gengið landslag í mjög expressjónísk- um anda, og við Malevich, já, þetta er femingur og hvað er svo sem nýtt við hann, fann Malevich hann upp? Ekki fyrr en síðar sjáum við hvað í raun var þá nýtt. Og það sem er nýtt núna er samsetningin, sam- kruilið, að stilla saman ólíkum hlutum. Tveir gamlir hlutir verða nýir saman. Píkassó óð úr einu í annað. AM: Já, en hjá honum var allt í períódum. VK: Við vinnum samdægurs í mismun- andi stflum. AM: Þegar þú ert að gera eitthvað, segj- um klippa og líma, mála mynd, skrifa bréf, byggja borð, þá ertu alltaf að gera eitthvað mismunandi og þannig á maður að reyna að haga listsköpuninni líka. Ekki alltaf að reyna að þjappa öllum þínum hugmyndum í eitt, eitt verk. Leyfa öllu að vera með. VK: Fyrir nokkrum árum gerðum við okkar fyrstu silkiþrykk (ákv. tegund grafík- ur) og á eftir gengum við út í snjóinn og auðvitað var það einnig þrykk, fótspor okk- ar í snjónum. Allt sem við gérum er hluti af listinni, jafnvel að fara á klósettið. HH: Það er gamla Beuys-kenningin. VK: Já, einmitt. HH: En þegar þið segist vilja geta gert alls konar myndir hef ég áhyggjur af því að þið séuð ekki nógu ftjálsir. AM: Já, auðvitað erum við aldrei nógu frjálsir, frelsið er aðeins hið þráða takmark. Við reynum að leggja ekki of hart að okkur í þessu sambandi, heldur að vera meira af- slappaðir til að geta sagt og fjallað um allt og hvað sem er. Því ef þú einbeitir þér um of sérðu aðeins eitt. Maður verður að breyta fókusnum og sjá víðar og vera umburðar- lyndari, þá sér maður ýmislegt sem áður var manni hulið. Eins og ég sagði áðan er magnið alltaf betra, því meira því betra. Við málum kannski nokkur hundruð myndir á ári og við erum stöðugt að leika með þær, stilla þeim saman og taka þær sund- ur, sýna og skoða. Þetta er endalaust atferli. HH: Vex framteiðslan með hvetju ári? AM: Nei, r.ei, stundum minnkar hún, kannski getum við ekkert í heilan mánuð og svo aftur meira hinn næsta. Þannig er líf okkar, við erum engar vélar. HH: Uppáhaldslistamenn? AM: Ég held upp á Rembrandt, hann er bestur, og einmitt vegna þess að hann er raunverulegur fyrir mér, ég sé í honum eitt mannslíf. Ég þekkti svip hans, ungan sem aldinn. Ég þekki konur hans, bömin. Sann- leikurinn um listina er nefniíega sá að hún lítur alltaf út fyrir að vera lífið sjálft, listin er blekkimynd af raunveruleikanum. Jafnvel abstrakt-listin er blekkimynd af einhveiju, af orku, en auðvitað er hún ekki energí heldur málverk. Ég sá t.d. kvikmynd um hinn mikla málara dr. Kooning þar sem hann sat á stól með agnarsmáa skissu og málaði eftir henni með enn minni pensli þetta líka risamálverk sem seinna leit út fyrir að hafa verið málað á einu augna- bliki. En þetta gerði hann sem sagt af ítrustu varkámi og íhugun. Listin er alltaf blekki- mynd. HH: En er þetta nú ekki einum of mikil tilgerð hjá honum? AM, VK: Nei, allir listamenn eru að herma eftir einhveiju, eru að gera blekkingu af einhveiju. Listin er auðvitað ekki annað en strigi og olíudmlla en mynd sem sagt þessa illúsjón. Og ef þér heppnast þessi ætlun er verkið ókei. HH: En eru ekki sumir listamenn að reyna að telja okkur trú um að málverkið þeirra sé aðeins málverk, sé aðeins strekktur strigi og ekkert annað? AM: Jú, en femingur t.d. er alltaf meira en femingur, hann segir okkur eitthvað um guðdóm o.s.frv. VK: Og vandamál sumra em að þeir mgla saman náttúmlegum hlutum og listaverk- um. Ég er ekki að tala um Beuys-teoríuna að allt sé list, heldur annað. Ég er að tala um þessa hluti sem hafa enga tengingu við mannlegt lif eins og t.d. birtuna frá himnin- um. Og sumir lifa því miður í þeirri blekk- ingu að málverk þeirra geti skoðast sem blóm, eða ský eða eitthvað náttúmlegt. Það er bara alls ekki hægt. Það em forréttindi náttúmnnar og guðs að fá að gera slíkt. Það getur enginn listamaður. AM: Listamenn tuttugustu aldarinnar hafa verið mjög hrokafullir í afstöðu sinni og það em þeirra stærstu mistök, þeir vildu vera eins og guð. En það er ekki í mann- legu valdi. HH: Það minnir mig á það þegar maður gengur um Nútímasafnið og skoðar öll þessi hræðilegu nútímalistaverk en kemur svo allt í einu að hólfínu fyrir slökkvitæk- in, þá fínnst manni það bera svo mjög af hinu vegna þess að þar er áreynslu- laust komið dæmið sem listamennimir voru að keppa að, þetta er bara hlutur sem enginn er ábyrgur fyrir, enginn höf- undur og því um leið fullkominn í sjálfum sér á sinn hversdagslega hátt. AM: Já, af því að þetta er hluti raun- vemleikans, hluti af raunveralegu lífi. Við höfum einhvem guðlegan neista í okkur en þegar vð reynum að reisa Babýlon-tuminn upp til himins verður okkur refsað. Og það sama gildir um þá listamenn sem vildu verða jafnmiklir guði, þeim veður refsað. Og þeim mönnum sem vildu skapa hin glæstu þjóð- félög og himnaríki er refsað með verstu ríkisstjómum og harðstjómm. VK: Sagan verður ekki umflúin. Malevich reyndi það en tókst ekki. Fyrir nokkmm ámm komst upp um nokkur Van Gogh- verk, að þau væm fölsuð, og þá hætti fólk að dást að þeim listunnendur, snem baki við þeim því þær vom ekki lengur hluti af þjóðsögunni um Van Gogh. HH: í raun mjög skiljanlegt. AM: Já, þetta er hinn sanni húmanismi, og sumir kvarta yfir þessu, fólk vill ekki vera mannlegt lengur. Er á móti húmanítet- inu. HH: Þannig fær maður oft meiri áhuga á manninum en verkum hans. AM: Þetta fer saman og ekki verður skil- ið á milli þess. Að hér sé hreinræktuð list og hér afskorið eyra. HH: En eiga menn ekki að reyna að breyta gangi sögunnar? AM: Við emm alltaf að breyta henni, við emm sagan sjálf. Við hreyfum okkur öðm- vfsi á hveijum degi. HH: Að lokum, hvað með rússneska Ijóð- list, eruð þið i henni? AM: Já, auðvitað. Eitt er athyglisvert varðandi bókmenntir. Við sem tilheymm tveimur heimum getum auðvitað borið þá saman. Og þá kemur í ljós munurinn á hin- um engilsaxneska heimi og þeim gerska. Fjöldi enskumælandi rithöfunda og útgef- inna bóka er líklega milljón sinnum meiri en sovéskra. Það hafa ekki svo margar bækur verið skrifaðar á rússnesku. Þannig get ég sagst hafa lesið tvo þriðjunga af öllum ljóðum sem ort hafa verið á rússn- esku. En hver gæti sagt það sama um enskan litteratúr. Og þama liggur munur- inn, við getum hæglega gert okkur grein fyrir heildarmynd rússneskrar ljóðlistar sem er algerlega ómögulegt að gera hérlendis. Til þess em hér alltof mörg skáld. HH: Hafa Rússar verið svona krítiskir á sfna menn? AM: Nei, nei, enskar bókmenntir hófust mun fyr og til þeirra teljast ný-sjálenskar, ástralskar, amerískar bókmenntir. Auk þess man ég ekki til neinnar ritskoðunar þar á bæ, ja, allt frá Shakespeare, og efnahagur- inn hefur yfirleitt verið mönnum góður hér sem skiptir líka máli, því í Sovétríkjunum hefur aldrei verið til nægur pappír. VK: Ekki einu sinni klósettpappír. AM: Rússneskar bókmenntir hefjast held- ur ekki fyrr en í lok átjándu aldar. Fyrir þann tíma vom þær einungis annálar skrif- aðir af munkum. HH: Á íslandi geta menn hinsvegar hæg- lega lesið allt sem þar hefur út komið, ef menn leggja sig á annað borð í það. AM: Auðvitað. HH: Uppáhaldsskáld? AM: Púshkin auðvitað, og Tútsjev, það em margir og þó ekki, Fjet. VK: Þessi sem fékk nóbels-verðlaunin um daginn, Jósep Brodský, hann er geysigott skáld HH: Þekkið þið hann? AM: Nei, ekki persónulega en engu að síður er hann mjög góður. VK: Fyrir nokkmm mánuðum hittum við hið vinsæla skáld Andrei Voznesensky og allt í einu sagði hann, að við væmm bestir rússneskra listamanna. Og það var skrýtið að heyra þetta frá honum. HH: Er hann eitt af þessum opinberu skáldum? Einhvem tíma orti hann um Stalín, og notaði Sesar í staðinn. AM: Rússar em mjög gæfusöm þjóð, þeir kunna mun betur muninn á góðu og slæmu. Ef þú yrkir ljóð um Stalín og færð að nota nafn hans er ljóðið gott. Hér er þessu öðmvísi farið. Þú veist hvað „glas- nost“ þýðir, hér hafa þeir haft „glasnost" í mörg hundmð ár. Og hér höfum við líka nóg að borða sem þeir hafa ekki fyrir aust- an, og samt emm við ekkert hamingjusam- ari. Rússar halda hinsvegar að ef þeir fái „glasnost" og nógan mat þá verði þeir mun hamingjusamari, lukkulegasta þjóð í heimi, sem auðvitað er rangt. En þeir lifa í þeirri blekkingu og ég öfunda þá af því. Þeir halda að eftir að dr. Zhivago eftir Pastemak kom út verði þeir mun ánægðari með lífið. En hér var hún auðvitað löngu gefin út og samt varð ég ekkert hamingjusamari við það. VK: Það er málið, ef maður vill vera hamingjusamur verður maður að lifa í blekk- ingunni. Ráðstefnunni er slitið og frá rússnesku tali um kvef og kulda geng ég niður kínverskan stiga út í amerískan umferð- argný sem fyrir homið verður að ítölskum blótsyrðum og neðanjarðar em auglýsingar á spönsku. Þegar heim er komið heilsar maður upp á kýpur-gríska kaupmanninn á hominu áður en maður þiggur kvöldskattinn sinn af indverskum ofnstjómm á pizza- staðnum við hliðina. Loks í eigin íbúð getur maður einbeitt sér að íslenskunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.