Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Qupperneq 16
Humphrey Bogart — einn af þeim sem ekki gleymist ' í almennilega og eðlilega liti, þar sem unga fólkið nú á dögum vilji hreinlega ekki horfa á „litlausar" kvikmyndir, segja þeir mark- aðssérfræðingar hjá myndbandafyrirtækj- unum, sem lagt hafa á ráðin um litun gamalla, góðra svart-hvítra Hollywood- mynda. í augum fjölmargra áhugamanna um kvikmyndalist er þetta hreinasta goðgá, og hafa kvikmyndagagnrýnendur vestan hafs og austan ekki látið á sér standa að mót- mæla harðlega þessari fyrirætlan forráða- manna myndbandafyrirtækjanna. En þau mótmæli virðast lítið ætla að stoða: Allt á að fara í „litun“, nýja hljóðsetningu og upp- pússun. Það verður erfitt að hugsa sér hörkukarlinn Humphrey Bogart kominn í ljúfa pastelliti með lækkaðan rostapn hér og þar — það liggur við að segja megi snurfusaðan og sótthreinsaðan Bogart, eftir meðhöndlun hjá hinum færustu sérfræðing- um í litun, fínpússningu og hljóðuppdubbun á gömlum, svart-hvítum kvikmyndafilmum. Skyldi fundur Bogarts og Ingrid Bergmanns verða áhrifaríkari og blæbrigðameiri í „Casablanca", þessari einstæðu og eftir- minnilegu spennukvikmynd, upprunalega í svart-hvítri myndatöku? Það er víst óhætt að segja, að Bogart-að- dáendur um allan heim hafi mjög svo illan bifur á því kunnáttusamlega litabaði, sem nú er yfirvofandi, og á eftir að gjörbreyta mikilvægum þáttum í andrúmslofti og yfir- bragði þeirra svart-hvítu kvikmynda, sem haldið hafa listrænni ímynd Bogarts hvað hæst og lengst á lofti. / kvikmyndinni „Drottning AfríkuFyrir það hlutverk fékk Bogart óskarinn. ÚR Yfirstétt í Allsleysi Þrátt fyrir allar sínar grófu tiltektir, og þá einkum á hvíta tjaldinu, hafði Humphrey Bogart í raunveruleikanum til að bera afar fágaða framkomu og óaðfinnanlega manna- siði, en það var veganesti, sem hann hafði fengið með sér úr heimahúsum — og slíkt uppeldi setur mark sitt á manninn ævi- langt. Hann var kominn af vel efnuðu yfirstéttarfólki í New York, þar sem hann fæddist rétt um aldamótin, eða á jóladag 1899. Faðir hans var læknir, sem naut sér- staks álits meðal efnamanna og heldra fólks í stórborginni; móðir Humphreys hafði á yngri árum fengizt nokkuð við leiklist en tók síðan upp annan og þá nýstárlegan starfa: Hún lagði stund á auglýsingateikun og myndskreytingar í blöð, tímarit og bæk- ur og vegnaði einkar vel á því sviði. Drenghnokkinn Humphrey og systkini hans sátu oft á tíðum fyrir, þegar móðirin var að teikna. En fjölskyldulífið var hvorki gleðiríkt né hamingjusamt. Bogart var jafnan fámáll um æskuár sín en sagði þó eitt sinn: Ég get ekki sagt, að ég hafi elskað móður mína. Ég dáði hana. “ Þegar Humphrey Bogart hafði verið rek- inn úr menntaskóla vegna allt of mikilla umsvifa og óæskilegra tiltekta, neitaði hann að koma heim til New York aftur. Hann sótti þess í stað um inngöngu í sjóherinn og gerðist sjóliði. Frá þeim árum er örið, sem hann var með á efri vörinni: Humphrey Bogart hafði fengið skipun um að gæta fanga, en sá var heldur baldinn og sló kröft- uglega til varðmanns síns með handjámun- um. Eftir að hafa lokið herþjónustu í banda- ríska flotanum sá Humphrey sig tilneyddan að finna sér einhvem starfa til að afla sér lífsviðurværis, því að föður hans hafði á þeim tíma tekizt að gera hina fyirum vel efnuðu Bogart-fjölskyldu nánast gjaldþrota með misheppnaðri spákaupmennsku á verð- bréfamarkaðnum í Wall Street. Upphaf Leikferilsins Humphrey Bogart var rúmlega tvítugur og bjó ekki yfir neinni starfsmenntun. Hann leitaði fyrir sér um hríð, þar til að honum bauðst starfí sem eins konar framkvæmda- stjóri leikhóps eins, sem ferðaðist um Bandaríkin með sýningar sínar, og þurfti Bogart að skipuleggja sýningarferðalögin, sjá um að leikhússalur væri til reiðu í tæka tíð og að allur aðbúnaður leikaranna væri sómasamlegur á meðan staldrað var við á hveijum stað. Hann komst brátt á snoðir um að leikaramir fengu mun meira kaup en hann og greip hann því fyrsta tækifærið sem honum bauðst til að hlaupa í skarðið Hvar svo sem Humphrey Bogart kann að vera á sveimi þessa stundina, þá er eitt víst, að hann eirir engu í bræði sinni. Kvikmyndirn- ar, sem hann lék í, hafa aftur öðlast mikinn meðbyr hjá kvikmyndaunnendum um allan Sérstæður og svalur persónuleiki hans brá ljóma á öll hlutverk hans ; og var sama hvort hann lék byssubófa eða gó“ða í náungann, en frammistaða hans í I hlutverki rómantískrar hetju í Casablanca á móti Ingrid Bergman mun kannski lengst halda nafni hans á lofti. ! I I heim hin síðari árin. Aðdáendur hans verða að vona, að hvar á tilverustigi alheimsins sem Bogey kann núna að vera niðurkom- inn, þá sé þó þar að fínna einhvers konar bar, þar sem hann geti að venju sturtað í sig nokkrum snöfsum, inn á milli stöðugra straunia af fúkyrðum, sem hann greip svo óspart til í lifanda lífi til að lýsa starfi sínu við leikstjóm og síðar við kvikmyndaleik, auk þeirra ókvæðisorða, sem hann að jafn- aði valdi vinnuveitendum sínum í Hollywood: „Kvikmyndagerð, myndbandaiðnaður, alit saman hreinasti viðbjóður. Þetta er svo gjör- samlega glatað lið upp til hópa. “ BOGART-MYNDIR DUBBAÐAR UPP í LIT Málið er nefnilega þannig vaxið, að nokkur hinna stærri og öflugri myndbandafyrir- tækja hafa fest kaup á sýningarrétti á fjölmörgum af beztu Hollywood-kvikmynd- um fyrri áratuga, einkum svart-hvítum kvikmyndum frá 4. og 5. áratugnum, sem núorðið eru talin klassísk kvikmyndaverk með mikið listrænt gildi. Þar á meðal eru allnokkrar kvikmyndir, sem litið er á sem hreinustu meistaráverk, eins og þær sér- stöku bófamyndir, sem mörkuðu á vissan hátt tímamót í gerð slíkra spennumynda, þar sem gætir frábærlega næmrar tilfinn- ingar fyrir myndformi og áhrif svart-hvítrar myndtækni eru nýtt til hins ýtrasta. En hugmynd myndbandaframleiðendanna er sú, að þessi svart-hvítu listaverk skuli nú verða lagfærð og dubbuð heldur betur upp — Bogart ogkona hans, Laureen, á skemmtisnekkjunni Santana við strendur Kaliforníu. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.