Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1988, Blaðsíða 17
Humphrey Bogart sem Queeg skipstjóri í myndinni „Uppreisnin á Caine“ - það var eitt af hans veigameiri hlutverkum. fyrir leikara, sem veiktist á sýningarferða- lagi og dreif sig þá fyrirvaralítið upp á leiksvið og tók að sér að leika hin og þessi smáhlutverk til þess að bjarga sýningunni. Það áttu eftir að verða fjölmörg slík minni háttar hlutverk, sem Bogart tók að sér í forföllum, og hann varð smátt og smátt sviðsvanari og fékk úthlutað föstum hlut- verkum. En ummargra ára skeið komu þó einungis veigalítil hlutverk í hans skerf. Þeir sem mundu eftir Humphrey Bogart á unga aldri sögðu að hann hafi verið eink- ar viðkunnanlegur maður, háttvís í fram- komu og skemmtilegur í viðkynningu, en greinilega mjög svo óráðinn um framtíð sína og stefnu í lífinu. Hann þótti ekkert sérstak- lega andríkur; hann fékkst ekki við að yrkja né sýndi neinn áhuga á menningarmálum yfirleitt, en hann var aftur á móti í vin- fengi við margt fólk sem stundaði listir og bókmenntir. Humphrey Bogart var aldrei við nám í leiklistarskóla; það sem honum tókst að læra í faginu, tileinkaði hann sér á löngum og erfiðum leiksviðsferli sínum með leikhópnum. Hann fylgdist grannt með leiktækni félaga sinna á sviðinu og lærði auk þess mikið af eigin mistökum. Eftir því sem tímar liðu varð hann þjálfaðri og örugg- ari um sig á sviðinu: Honum hafði sem sagt tekizt að læra heilmikið í leiklist, og þessi kunnátta hans fór að lokum að bera ávöxt. BÓFAROG Byssur Það verður vart um Humphrey Bogart sagt, að hann hafi verið afbragðsgóður leik- ari, en hann hafði til að bera svo sérstæðan, svalan persónuleika, að hann gat brugðið einstæðum ljóma á hvert það hlutverk — og þá einkum í kvikmyndum — sem hann fór með og gert það mönnum eftirminni- legt. Ef talið barst að hæfileikum Bogarts sem leikara og miklum listamanni í hans áheyrn, þá fnæsti hann jafnan fyrirlitlega: Hins vegar líkaði honum heldur ekki sú afstaða meðal kvikmyndaleikara að gefa í skyn, að þeir væru bara ósköp venjulegir lausráðnir starfskraftar eða jafnvel rétt og ' slétt verkafólk í ákvæðisvinnu fyrir framan kyikmyndavélarnar. Sú afstaða fannst hon- um raunar ekki síður fáránleg en lista- mannsnafnbót handa hvaða dugnaðarforki í leikarastétt sem var. „Sumir virðast víst haida, að leikræn túlk- un felist einkum í því að setja upp svip og sýna af sér einhverja kæki, “ sagði Humphr- ey Bogart eitt sinn háðslega um skoðanir margra á leiklist og hæfileikum til leikrænn- ar tjáningar. Sjáifur hafði hann mest dálæti á Spencer Tracy sem hinum færasta leik- ara, en þó var skapgerðarleikarinn James Cagney fremsti og eftirminnilegasti per- sónuleiki kvikmyndanna yfirleitt, að áliti Bogarts. Það var árið 1936 að Humphrey Bogart sló fyrst í gegn sem kvikmyndaleikari { Hollywood. I myndinni „Steinrunni skógur- inn“ varðhann á skammristundu bandaríski bíóbófinn nr. eitt með sérstæðri túlkun sinni á hundeltum afbrotamanni, en það hlutverk lék hann á móti hinum dáða brezka leikara Leslie Howard. Túlkun Bogarts á hinum il ^ ™ BjB * ) ■ «1 I „Casablanca“ leikur Bogart harðsoðinn kráreiganda, sem dyl- * jla Á ur göfugt hjartalag , M ^ bak við ískalda hæðni & " k og er alls ekki ónæmur fyrir rómantískum áhrifum. Þarna lék Bogart á móti Ingrid Bergman (neðri mynd- in). friðlausa bófa, sem að lokum er króaður aí í innsta afkima síns eigin einmanaleika, þótti með slíkum ágætum, að þessi persónu- sköpun hans á hvíta tjaldinu varð strax klassísk bófaímynd í Hollywood. Bogart var hörkutólið, illúðlegur, vondur og ófyrirleit- inn — en samt íþann veginn að láta bugast af innri átökum. Veðrað og skrámað andlit Bogarts, það hvemig hann hvæsti fram tilsvör sín með rámri rödd um leið og hann yppti hirðuleysis- lega öxlum — allt þetta í fari hans markaði viss tímamót í túlkun bandarískra byssu- bófa á hvíta tjaldinii. Sum af tilsvörum Bogarts í kvikmyndum voru brátt á hvers manns vörum vestan hafs: „Dames!" (Kvensur.) „I stick my neck out for nobody“. („Ég er ekki að hætta mér að óþörfu fyrir einn né neinn. “) Humphrey Bogart átti fyr- ir höndum að leika bófahlutverk í fjölmörg- um Hollywood-kvikmyndum, þar sem efnið var sótt í glæpastarfsemi bandarískra stór- borga á 4. áratugnum. Leiksigrar Og VIÐURKENNING Með árunum tók Bogey samt að þreytast á þeirri bófa-ímynd, sem var orðin fasttengd nafni hans. Hann sótti það fast að fá hlut- verk af öðru tagi, 'og leikstjórinn John Huston uppfyllti þessa ósk hans, þegar hann réð Bogart í blutverk einkaspæjarans Sam Spade í kvikmyndinni „Riddarafálkinn frá Möltu“, þar sem hann lék á móti Mary Astor. Hann gerði hlutverkinu svo góð skil, að segja má að þar með hafi líka orðið önnur þáttaskil á leikferli hans. Upp frá því lék Bogart oftast „góða náungann", hinn undirhyggjulausa, heiðarlega náunga, sem leitast við að leysa málin fyrir lítilmagnann og láta hin illu myrkraöfl fá makleg mála- gjöld. Skömmu síðar lék hann svo hlutverk krá- areigandans í hinni rómuðu spennumynd, „Casablanca", þar sem Ingrid Bergman fór með aðalkvenhlutverkið. Frammistaða hans sem rómantísk hetja í þessari mynd gerði Humphrey Bogart að reglulegri kvikmynda- stjömu. Handrit myndarinnar var mjög vel unnið og leikur þeirra rngrid Bergmans þótti einstaklega listrænn. Orðaskipti milli hins kaldhæðna kráareiganda og ungu kon- unnar í myndinni eru í senn knöpp og afundin og verða að teljast einkennandi fyrir þau tilsvör, sem Bogey viðhafði í kvik- myndahlutverkum sínum — en orðalagið mótaði hann reyndar mjög oft sjálfur. í einu atriðanna í „Casablanca" spyr Ingrid Berg- man: „Hvað varstu að gera í gærkvöldi?“ Bogart: „Man það ekki, það er svo langt síðan. “ Bergman: „Hvað ætlarðu að gera í kvöld?“ Bogart: „Ég veit það ekki, geri ekki áætlanir svo langt fram í tímann. “ Bogart bar virðingu fyrir starfi sínu, þótt hann vildi ógjarnan að það væri skreytt með orðalagi eins og list og menningaraf- rek. Hann kom gjaman á framfæri sínum eigin hugmyndum um útfærslu hlutverka sinna, og það var jafnan hlustað á hann, svo hann fékk að ráða gerð margra atriða, þar sem leikur hans sat í fyrirrúmi. Það var Bogart, sem stakk upp á því, að hinn tauga- óstyrki Queeg skipstjóri í myndinni „Upp- reisnin á Caine“ skyldi látinn smyija aftur og aftur ristuðu brauðsneiðina sína við morgunverðarborðið. Það var Bogart, sem stakk upp á því atriði, að Lauren Bacall skyldi sttjúka fyrst vanga hans einkar þýð- lega og ljúka svo gælunum með því að reka honum rokna kinnhest í kvikmyndinni „Að eiga og eiga ekki“. „í þessari útfærslu á atriðinu fólst meiri ástarfuni og meiri spenna en þótt við hefð- um velzt um ágólfinu íáköfum faðmlögum, “ segir Lauren Bacall í sjálfsævisögu sinni. Hamingja Að Leiðarlokum Leikur þeirra Humphrey Bogarts og Lauren Bacalls í myndinni „Að eiga og eiga ekki“ átti eftir að verða þeim báðum örlag- aríkur, því eftir að töku myndarinnar lauk, urðu þau óaðskiljanlegt par og gengu í hjónaband nokkm síðar. Lauren var ijórða eiginkona Bogarts; hún lærði fljótlega tökin á eiginmanni sínum, og fjölskyldulíf þeirra varð hamingjusamt, þrátt fyrir alls konar óvæntar tiltektir, sem Humphrey fitjaði gjarnan upp á. Þau eignuðust tvö börn, soninn Steve og dótturina Leslie. Það var Lauren, sem átti mestan heiður af því að halda hjónabandi þeirra og heimilinu í eðli- legum skorðum. „Ég skil ekki börnin, og þau skilja ekki mig,“ sagði Humphrey eitt sinn. „Guði sé lof fyrir hana Betty!" Það var hið rétta fornafn eiginkonu hans). Laur- en tókst að gera lífið og tilveruna heillandi fyrir hann og' heilsteyptara en það hafði nokkurn tíma verið áður. Þau 13 ár, sem hjónaband þeirra stóð, urðu líka eitt merk- asta tímabilið í starfi hans sem kvikmynda- leikara. Hann lék þá aðalhlutverkið í, „Afríkudrottningunni“ og hlaut Óskarsverð- launin fyrir frammistöðu sína í þeirri nafntoguðu mynd. En skömmu síðar tók heilsu Humphreys að hnigna. Hann varð að gangast undir skurðaðgerð á hálsi með litlum fyrirvara vegna krabbameinsæxlis, sem hafði nær gert hann raddlausan með öllu. Skurðaðgerðin stóð í níu klukkustund- ir, og Bogey náði sér sæmilega á strik aftur. Hvorugt þeirra hjóna grunaði, hversu alvarlegt áfall heilsufar hans hafði beðið. Hann veiktist brátt aftur og var þungt hald- inn, en Bogart vildi fyrir enga muni horfast í augu við þá staðreynd, að hann væri dauð- vona. Hann reyndi að eyða sínum eigin kvíða og angist aðstandenda sinna með kaldhæðnislegum gamanyrðum. Skömmu áður en hann dó, sendi hann til dæmis opið bréf til bandarískra dagblaða, þar sem hann komst m.a. svo að orði: „Orðrómurinn um andlát mitt er verulega ýktur og orðum aukinn.“ Hann hafði alltaf haft yndi af kaldhæðnislegum hnyttyrðum, og í þetta sinn trúði hann því raunar sjálfur, að hann færi einungis með græskulaust gamanmál, og að hann mundi brátt ná fullri heilsu aft- ur. En hann átti í rauninni ekki langt eftir ólifað og dó skömmu síðar, 58 ára aldri. M. HALL LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JANÚAR 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.