Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Qupperneq 3
LESBOK [m! @ ® @ IMl ® ® B Ia] @ ® EU ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan JónasHaralz Myndin heyrir til Ferðablaði Lesbókar og er frá einum vinsælasta ferðamannastað landsins, Húsafelli. Þar er eins og kunnugt er hægt að fá inni í smáhúsum eða sumarbústöðum og í nánd við bústaðina er sund- laugin, sem sést á myndinni. Húsafell er sannkölluð náttúruparadís með öllu því fegursta, sem íslenzk náttúra ahefur að bjóða; þar á meðal fögru útsýni til jökla. Ljósm./Lesbók GS. bankastjóri er nú senn að taka við nýju starfi hjá Alþjóðabankanum í Washington. Hann kvaddi félaga sína í Rótarýklúbbi Reykjavíkur með ræðu, sem birt- ist hér. Þar bendir hann m.a. á breytingarnar, sem nú eru orðnar á hinum pólitíska vettvangi frá því um og fýrir 1950, þegar mun skarpari skil voru á milli hægri og vinstri manna en orðið hefur í seinni tíð. Lokað kennaranám egar ég var að vasast í stúd- entapólitík á háskólaárun- um fyrir nærri tuttugu árum var þar einn ásteitingar- steinn öðrum illvígari og gekk að jafnaði undir latnesku heiti: Num- erus clausus. íslenska heitið er fjöldatakmörkun, þ.e.a.s. að takmarka aðgang að skóla eða námsbraut við tiltekinn nemenda- fjölda. Fyrir fimmtán til tuttugu árum voru tvær námsbrautir eink- um í eldlínunni: læknisfræði og tannlæknisfræði. Báðar fengu þær, þrátt fyrir andstöðu okkar stúdentanna, heimild til fjöldatak- mörkunar, en þetta var mikið mál og viðkvæmt á sínum tíma. í öðr- um háskóladeildum hafa kröfur um námsárangur verið hertar, þannig að mikill hluti nemenda fellur á fýrsta ári, og það er enn mikið mál og viðkvæmt hvort þar séu á ferð dulbúnar fjöldatak- markanir, námskröfumar með öðrum orðum hertar út frá ein- hverjum hugmyndum ráðandi manna um hæfilegan fjölda í fag- inu. Deilunni miklu um numerus clausus lyktaði með einskonar óformlegri málamiðlun: Það er ekki útilokað fyrir háskóladeild, en hins vegar allt annað en auð- velt, að fá heimild til fjöldatak- mörkunar. Það eru ekki talin gild rök í slíkum málum að takmarka þurfi aðgang að stétt til að af- stýra samkeppni (t.d. að veija starfandi tannlækna fyrir sam- keppni allt of margra nýrra kol- lega sinna, sem gæti haft slæm áhrif á taxtana hjá þeim). Hins vegar kemur til greina að tak- marka aðgang að námi, ef fjölgun nemenda myndi annaðhvort leiða til lakari þjálfunar eða krefjast mjög kostnaðarsamra breytinga. Þetta eru rök læknadeildar og tannlæknadeildar sem þurfa að tryggja nemendum sínum mjög flókna og kostnaðarsama verk- lega þjálfun, en sömu röksemd ætti til að mynda lagadeild erfitt með að beita, enda kæmi varla til greina að heimila henni fjölda- takmörkun. Deilurnar um numerus claus- us hafa allar snúist um Háskóla íslands og einstakar deildir hans. Þó hefur fjöldi annarra skóla fyrr og síðar verið því marki brennd- ur, bæði einkaskólar og ríkisskól- ar, að vilja taka inn vissan fjölda nemenda árlega; en það hefur yfírleitt ekki vakið úlfúð. Um- sækjendur um Myndlistarskólann hafa t.d. þurft að keppa um skóla- vist í löngum og ströngum inntö- kuprófum. Og nú síðustu árin er samkeppnin um Leiklistarskólann harðari en nokkurn tíma um tann- læknadeildina. (Segi menn svo að unga fólkið hugsi ekki um annað en peninga!) Eg fór fyrir þremur árum að starfa við Kennaraháskóla Is- lands, og þá kom, satt að segja, öldungis flatt upp á mig að frétta, að þar hafa verið við lýði fjölda- takmarkanir. Fyrstu ár skólans var hann að vísu ekki fullur, en nú um skeið hefur það verið nokk- urn veginn árviss uppákoma að vísa þurfi frá fullkomlega gjald- gengum umsækjendum, af því að þeir eru fleiri en skólinn ræður með góðu móti við. Og splunkuný lög um Kennaraháskólann gera engan veginn ráð fyrir að aflétta þessum takmörkunum á aðgangi að almennu kennaranámi. Kennaramenntun var færð á háskólastig 1971, einmitt þegar rimman var hvað hörðust um fjöldatakmarkanir í læknanám. Ef Kennaraskólinn hefði þá verið gerður að deild í Háskóla íslands, hefðu stúdentar víst ekki tekið því þegjandi að þar væri aðgangur takmarkaður með þessum hætti. Raunar þarf engan að gruna að þar sé verið að veija kennarastétt- ina fyrir samkeppni; þar er ekki svo þröngt setinn bekkurinn. En kennaranáminu er ekki þannig háttað, að það þurfi að vera af- skaplega dýrt að fjölga þar nem- endum. Hins vegar er það mikið skipulagsátak ár hvert að koma öllum kennaranemum í æfinga- kennslu með fullnægjandi hætti hjá reyndum kennurum, og þar liggja líklega sterkustu rökin fyrir takmörkuðum aðgangi að kennar- anámi. Þetta eru þó rök, sem lítið reynir á, því að einhvern veginn eru fjöldatakmarkanir í kennaran- ámi ekkert deiluefni, kannski af því að þar þykir ekki eftir jafn- miklu að slægjast og í læknis- fræði eða tannlækningum eða laganámi, kannski af því að krafan um opnar námsbrautir beinist aðeins að Háskóla íslands. Aðsókn að Kennaraháskólan- um er góð í ár. Hún er þegar orðin miklu meiri en unnt er að sinna, og þó á skólinn eftir að taka við viðbótarumsóknum síðar í sumar. Sjáanlega mun hann verða að vísa frá tugum hæfra umsækjenda, kannski 40 til 50. Ekki er það neitt hégómamál að loka fyrir fólki þeim námsleiðum sem það hefur kosið. Hins vegar er auðvitað fagnaðarefni að nóg framboð sé af fólki til kennaran- áms, svo mikið sem við eigum undir starfi kennarastéttarinnar komið. í þetta sinn tók Kennaraháskól- inn upp það nýmæli að stefna umsækjendum um skólavist til viðtals, öllum sem því gátu með nokkru móti við komið. Flestum varð að stefna til Reykjavíkur, þangað sem allar leiðir liggja, og þó voru viðtöl einnig höfð á Akur- eyri. Ég var svo heppinn að vera í þeim hópi starfsmanna sem vann að viðtölunum. Við unnum tvö og tvö saman og töluðum við hvern umsækjanda í 20—30 mínútur. Auðvitað er umsögn okkar eftir svona viðtal enginn Salómons- dómur um mannkosti hvers um- sækjanda, en þó er hún vafalaust skárri en engin fyrir inntöku- nefndina, sem að öðru leyti-hefur lítið annað en stúdentsprófsein- kunnir að miða við. Og takmörkun við inntöku er líka vafalaust skárri en að breyta námi fyrstu misse- ranna í villta samkeppni um að ná prófum og fá að halda áfram. Þó eru allar slíkar takmarkanir dapurlegt úrræði og í sjálfu sér ekki fagnaðarefni að taka þátt í þeim. Ég get samt ekki annað en fagnað þessu tækifæri til að hitta tuttugu umsækjendur um kennar- anám, vegna þess hvernig fólk þau voru. Bæði karlar (að vísu bara þrír) og konur, frá nýstúd- entum og fram á fimmtugsaldur, en upp til hópa fólk með stað- fastan áhuga á kennslu sem fram- tíðarstarfi, einlægt fólk í svörum, hlýlegt í viðmóti og á allan hátt traustvekjandi kennaraefni sem maður vildi gjarna trúa fyrir barni sínu í skóla. Mér hefur orðið tíðhugsað síðan til þessara tuttugu umsækjenda um kennaranám. Tíðhugsað um, hvað mikið við eigum í rauninni í húfi, að þetta fólk og annað álíka sækist eftir að leggja fyrir sig uppeldisstörf í skólum landsins. HELGI SKÚLI KJARTANSSON GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON Bréftil vinar míns — stytt — Ertu á förum, elsku vinur! út í heiminn, vestur í bláinn? Á að fara í ólgusjáinn ættar vorrar meginhlynur? Finnst þér ekkert vera að vinna, vegur enginn heima á Fróni, — allt frá jökli út að lóni ekkert viðnám krafta þinna? Finnst þér vera í fúahöndum feðra vorra hið lága skýli? Viltu heldur bjálkabýli byggt í eyðiskógalöndum? Heilnæmt loft og hreinir lækir heilsu þinni munu gagna, heima í dalnum menning magna, megingjörð til þeirra ef sækir. Flýrðu burt úr fátæktinni? Finnst þér landið snautt að gæðum, kraftalaust í öllum æðum, auðlegð hafsins þörfum minni? Upp af gulli eldur blánar inn í fossins rokuúða, þegar sól í sumarskrúða semur frið í veldi Ránar. Allar þjóðir eiga að verja eigið land með blóði og höndum, — inn til dala, út með ströndum, — óvinum, sem koma að herja. Mundi vera betra að brjóta bol af stofni vestur í löndum, slíta upp rót með hnýttum höndum heldur en frónskri þúfu róta? Æskuvinur, ertu að fara, yfirgefa vora móður, — þú, sem enn ert æskuijóður, — alla vini og frænda skara? Og þú kippir, ungi vinur, upp með rótum nýtum gróðri, brýtur sundur björk í rjóðri. Brumið deyr, ef stofninn hrynur. Ætlarðu að fara út í bláinn, yfirgefa litla bæinn, eigum þínum út á glæinn öllu kasta og fram á sjáinn? Ætlarðu að glata ánum þínum, afbragðshesti, tryggum vini, þínu góða kúakyni, kasta í Enskinn börnum þínum, — níðinginn, sem Búa bítur, Búddha lýð til heljar sveltir, hundingjann, sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu lítur? Viltu heldur þrælnum þjóna, þeim sem hefur gull í lendum, heldur en Kára klæðabrenndum, kónginum við öskustóna? Ertu að flýja myrkra miðin? Meturðu vorið nú að öngu, sólmánaðar sunnangöngu, sumardýrð og næturfriðinn? Út við heimskauts Ijósalindir logar upp á vetri rísa. ÖIIu voru landi Iýsa langeldar, sem nóttin kyndir. Guðmundur Friðjónsson, f. 1869 d. 1944, bóndi og skáld á Sandi í Aðaldal í S-Þingeyjar- sýslu. Tilefni Ijóösins er að vinur skáldsins og frændi hugðist flytja búferlum til Ameríku. Svo áhrifamikið reyndist Ijóöið, að maöurinn hætti við öll áform um flutning úr landi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. JÚLÍ 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.