Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1988, Page 22
Þar sem þú nýtur
þess að vera til
Rétt fyrir innan Egilsstaðakaupstað, þar sem Eyvindará liðast
milli skógivaxinna ása og vinalegra bergstalla, stendur bærinn
Miðhús. Ferðablaðið rennir í hlað á Miðhúsum í glampandi sól
og breiskjuhita. Það stirnir á bláa bylgjufalda Eyvindarár, vatnsm-
ikla í hitanum og bjarkarlaufin handan árinnar. Áður en bíllinn
varð aðalsamgöngutækið lágu reiðgötur um Miðhúsahlað til Seyð-
isfjarðar og Eskifjarðar. Gamalt hús frá 1880 stendur á bæjar-
hlaðinu — áður gistihús á Héraði. Þegar billinn tók við hlutverki
hestsins breyttust leiðir og gistihúsið lagðist af. Nú er aftur haf-
in þjónusta við ferðamenn — búið að reisa tvö sumarhús í hvöm-
munum nálægt ánni og áætlun um að reisa fleiri. En aðalbúgrein-
in á bænum er forn og þjóðleg, leiðir hugann að fornmönnum,
er þeir sátu við sömu handiðn, skáru út listmuni í íslenskt birki
til að gefa vinum og ættingjum.
Hrókur í tafl Atla Dam
Gaman er að fylgjast aðeins
með útskurðinum hjá Halldóri
Sigurðssyni, tréskurðarmeistara,
og syni hans, Hlyni Halldórssyni.
Halldór er að skera út lok á stokk
er Seyðfirðingar ætla að gefa
Sólvá, konu Atla Dam, lögmanns
Færeyinga. Forláta hrókur stend-
ur á borðinu, á stærð við útitafl-
mann, en þessi gegnir öðru hlut-
verki. Halldór segir slíka hróka
vinsælar gjafir til þeirra er kunna
að meta dýrar veigar — hrókurinn
geymir leynihólf er rúmar
vínflösku. Seyðfirðingar tefla
fram hróknum til Atla Dam, sem
vináttugjöf. Trésmíðaverkstæðið
geymir marga fallega listmuni og
með því að fletta gegnum mynda-
safn feðganna sést að þeir hafa
ekki setið auðum höndum. Flestir
smíðagripirnir eru pantaðir löngu
fyrirfram og biðlisti eftir þeim.
Minjagripaverslun
Minjagripaverslun fyrir ferða-
menn hefur löngum verið draum-
ur Halldórs, erfiður í framkvæmd.
Verkstæðið myndi þá breytast úr
pr. mann í 2ja manna herbergi. Morgunverður og alls
kyns aðstaða innifalin. Eins manns herbergi kr. 2.990,-
* Ef þú pantar samdægurs.
y, A, " * ,
FLUGLEIDA /HT HÓTEL
Áning íalfnraieið
fjölskyldufyrirtæki í fyrirtæki
með fjöldaframleiðslu og að-
keyptu vinnuafli. Halldór segist
ekki vita hvort hann vilji breyta
núverandi atvinnuháttum, en hug-
myndin er sannarlega freistandi
þegar ferðamenn fara aftur að
knýja dyra í Miðhúsum.
Aðalsmerki útskornu
gripanna
En með hvaða útflúri eru list-
munirnir skreyttir? Halldór segir
að fornar skreytingar séu ríkjandi,
en í gegnum margar skreytingar
liðast goðsögn Héraðsins — sjálf-
ur Lagarfljótsormurinn! Við reyn-
um að hafa orminn sem okkar
aðalsmerki, segir Halldór. Margir
vilja heilla ferðamenn enn frekar
til Austurlands með sögum af
orminum, svipað og Skotar með
sögum af skrímslinu í Lock Ness-
vatni. Halldór er einn af fáum er
hafa séð orminn með eigin augum!
Trúir á orminn!
Það er erfitt að lýsa honum-,
segir Halldór. Það var síðsumars,
eftir Hallormsstaðarhátíð að við
feðgar gistum hjá Sigurði Blönd-
al, skógarverði. Við vorum háttað-
ir, þegar Sigurður knúði dyra og
leiddi okkur að glugganum til að
horfa á fyrirbærið úti á fljóti. Og
þarna lá hann og bylti sér í vatns-
skorpunni. Við horfðum góða
stund á hann, nægilega langa til
að sannfærast fyllilega um tilvist
hans. Eg er viss um að margir
hérna hafa séð hann og undir niðri
virða allir tilveru hans.
Ótti við fljótið
Veitið því athygli hvernig stað-
arfólk umgengst fljótið! Mikið
veiðist, en bátar við bakka Lagar-
fljóts finnast yfirleitt ekki. Oft er
vatnsborðið lygnt, en 'siglingar
ekki stundaðar. Isinn á vatninu
er oft tilvalinn til skautaiðkana,
en hér er ekki skautað. Vissulega
eru hættulegar vakir, sem aldrei
frjósa, en kunnugt fólk veit hvar
þær er að finna, eitthvað meira
kemur hér til.
Golfvöllur á túni
kaffihús í gömlu gisti-
heimili
Edda Björnsdóttir, kona Hlyns
Bæjarhrauni 4 - Sími 652220.
22