Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Page 4
U R GLATK I STUNN I Sveinaást lafur Davíðsson, þjóðkunnur safnari á sögur og hætti íslenskrar alþýðu, átti sér bernsku eins og aðrir kunnir menn. Fátt eitt hefur verið skrifað um Ólaf og lítið birt af skrifum hans sjálfs önnur en hin fræðilegu og þá eink- Þessi mynd af Ólafí Daviðssyni ungum ervelþekkt. ÓLAFUR DAVÍÐSSON þjóðsagnasafnari er flestum kunnur og lífsstarf hans varð mikið, þótt ekki næði hann háum aldri. Ólafur var sérstæður maður og hér er Qallað um hann sem persónu og einstakling og hliðar á þeirri persónu, sem hafa jafnvel verið feimnismál. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON um uppskriftir hans á frásögnum annarra manna; hið helsta þar um fram er bók hans um galdra og galdramál á íslandi, einstakt verk að fyrirferð með tilliti til efnisins en ber að sumra áliti um of vitni þess hvílík hamhleypa Ólafur var til vinnu (t.d. Bjöms M. Ólsens). ólafur ritaði dagbók á síðustu menntaskólaárum sínum, 1881-82, og hef- ur hún komið út, en ritskoðuð. Ólafur var sérstæður maður, hann var og er mörgum forvitniefni og óráðin gáta. Einkum hefur sú spuming verið ofarlega í huga margra fræðimanna um bókmenntir og sögu hvort svo hafi verið sem orðasveim- ur hefur löngum borið með sér að Ólafur Davíðsson hafi haft hvatir til síns eigin kyns umfrarn það sem almennt gerist. Ef slíkar gransemdir hafa orðið til þess að æviferill hans hefur að mestu legið í þagnar- gildi þá er vissuiega um að ræða meinloku fyrri kynslóða sem ástæðulaust er. að hlífa. Ólafur nam við lærða skólann á áranum 1876-82, hélt dagbók sína síðustu vetuma þar; í henni kemur fram að hann ætli hana framtíðinni skilmálalaust og að hann riti þar um náungann í því skyni - hlífðar- laust. Ætla má að sama gildi um það sem hann ritar um sjálfan sig. í dagbókinni er á sinn máta svar við spumingunni um sam- kynhneigð Ólafs eða a.m.k. fóturinn fyrir gransemdunum, en þær færslur hafa nost- urslega verið fjarlægðar úr henni útgefínni (Finnur Sigmundsson „Ég læt allt fjúka", Rv. 1955), sjálfslýsingu Ólafs þar með spillt. Af stemmningsríkum bemskuminningum meðal annarra óbirtra skrifa hans frá sama tíma virðist mega ætla að jörð þín í Eyja- fírði, þar sem Ólafur ólst upp, hafi flest það til að bera, sem þarf til að vekja með draum- iyndum unglingi hneigð fyrir kynngi þjóð- sagna og hverskonar annarra dulsmála, svarrandi brim fyrir klettóttri strönd, grös- uga hóla, dvergasteina og álfaborgir. ólafur lýkur þeirri lýsingu með þeim orðum að hann hafi alltaf haft tilhneigingu til að ganga lengra en leyfilegt væri. í annan stað var samband Ólafs við föður sinn, séra Davíð Guðmundsson á Hofí, allsérstætt allt hans skammvinna líf, ólafur drakknaði í Hörgá 1903, 41 árs gamall. Svo frjálsleg vora þau skipti að fádæmi mun hafa verið meðal þjóðarinnar í samtíð hans og afleið- ingin, að Ólafi var tamast að láta allt flakka, kann að hafa gert honum hálla undir fótum í skiptum hans við aðra menn en eila hefði verið. (Hann getur þess á skrifaðri nótu að faðir hans hafí gefið sér I staupinu 12 ára gömlum.) Ifyrir vikið era bréf Ólafs í skóla til föður síns í senn skemmtileg og fróðleg framan af, en þau frá Hafnaráram hans að sama skapi dapurleg lesning. Sjálfslýsing Meðal óbirtra pappíra hans er lýsing hans á sjálfum sér frá því snemma á árinu 1881, Ólafur var þá 19 ára, lýsingin er meðal lýs- inga hans á öllum beklqarfélögum hans, um sjálfan sig ritar ólafur. „Hann var hár vexti en ekki nógu gild- ur til að vöxturinn væri fallegur. Hann var hokinn í herðum og ljótur á velli. Ennið var fremur lágt og lítið hvelft og dálítið hrukk- ótt. Nefið var ekki stórt en hér um bii slétt ofan frá ennisbrún; nefbroddurinn hallaðist dálítið upp á við. Augun voru blá og hvíta himnan var alsett rauðum rákum enda var hann slæmur í augum seinni hluta skólatíð- arinnar. Ólafur var kinnfískasoginn og oft- ast tjóður í kinnum. Hakan var lítil og mjó en stóð dálítið fram. Varimar voru fremur stórar og dálítill gúll beggja megin við munnvikin. Hárið var Ijósdökkt. Tennumar gular og Ijótar, var það því merkilegra sem Ólafur tók ekkert tóbak. Hendumar voru mjóar og hann var ófylginn sér í tuski; ófim- ur var hann í allri leikfími. Ólafur las mikið og mest utanhjá. Lítið las hann skólafög en stóð sig þó allvel í skóla. Ólafur var stilltur maður og fámáll en tók eftir mörgu. Allvel var hann viti borinn og laus við merki- legheit en fremur var hann sérvitur og fór fremur að vilja sínum en annarra. Hann hafði gaman af söng en söng lítið og þekkti önga nótu. Hann var óþrifínn mjög; þvó sér hvorki né greiddi, en seinni hluta skólatíðar s/nnar stásslítill og þokkalegur. Ólafur átti fáa kunningja en engan fjandmann og fékk það orð á sig í skóla að hann væri meinlít- ill maður og atkvæðalítill. “ Síðastritað virðist ekki allskostar rétt. Bekkjarfélagi Ólafs og vinur á skólaárunum, bæði í Reykjavík og í Höfn, Gísli Guðmunds- son frá Bollastöðum (1859-84), var efnileg- ur gagnrýnandi — þótt minna yrði úr en til stóð —, snemma árs 1882, útskriftarvetur þeirra beggja, lýsti hann Ólafí á fundi í skólafélaginu, um leið og öðram helstu „rit- höfundum" í félaginu. Mat Gísla er nokkuð á annan veg en Ólafs sjálfs: „ .. .snillingur- inn Ólafur Davíðsson. Hann skarar fram úr öllum, bæði að ritafjölda og gæðum þeirra. Hann er I vetur stoð félagsins og sömuleiðis var hann það í fyrravetur enda þótt hann þá væri svo gott sem „homo nov- us“ [nýliði] því að áður hafði hann látið lítið til sín heyra. Hann tók við af Jónasi Jónas- syni [síðar kenndur við Hrafnagil] og er honum svipaður í mörgu. Jónas er reyndar, eftir minni skoðun, meira ljóðskáld, en hvort hann er meiri listfræðingur (æstetiker) læt ég ósagt; aftur á móti hygg ég Ólafur hafi meira uppfundingarafl og enda meira §öl- hæfi. Ritháttur þeirra er ekki ólíkur; báðir rita mjög fjörlega og skemmtilega svo að maður þreytist ekki að lesa rit þeirra enda þótt efnið sé alvarlegt og hægt að ímynda sér að það yrði þurrt í meðferðinni hjá sum- um ritsmiðum voram. ólafur er mjög athug- ull og svo virðist sem honum verði matur úr öllum orðum manna og gjörðum, það er að segja honum verður allt að efni. Aftur á móti virðist mér hann stundum vera nokk- uð fljótvirkur og það ekki síst á búningi rita sinna sem er stundum nokkuð óhæfur. Skriftin er í sjálfu sér ekki góð og svo stafa- gjörðin, réttritun er og víða veik. Þetta gjör- ir rit hans óaðgengileg fyrir aðra og þau geymast illa. Þessi galli er nú náttúrlega afsakanlegur því að vandvirkni á skrift og frágang ritanna heimtar meiri tíma og fyrir slíka menn sem Olaf er hver stund dýr- mæt. Með hroðvirkninni verður meira af- kastað og því meiri fást launin." Um þetta leyti hafði Ólafur skrifað heil- mikla ritgerð með yfirskriftinni „Bókmennt- ir kvenna“ og er ritgerðin almenn úttekt á skáldskap eftir kvenfólk frá upphafi vega. Hann var tekinn að efna til annarrar um kvenlýsingar í íslenskum bókmenntum. Hann hafði lokið nokkram smásögum, allar um kvennastúss, og ort hafði hann, eins og Gísli segir, en ljóð og sögur einskis virði. Hann hafði borið upp safn sitt af gátum við Jón Ámason bókavörð og umsjónarmann við skólann, þjóðsagnasafnarann, sem eftir fyrsta yfirlit hafði klifað á „bittenú", orð- tæki sem hann bar fyrir sig ef gekk fram af honum. Og Ólafur varðveitti svipmyndir úr lífi skólafélaga sinna á pappírslöppum sem hann margnotaði, klippti stundum síðari skrif úr úr hinum fyrri, en hefði betur hirt um að leita uppi nýja örk. Hann las mikið grísku sér til skemmtun- ar síðustu árin við lærða skólann. Ásamt hömluleysinu, sem honum var tamt og eigin- legt, kann það að hafa átt nokkum þátt í að hann upplifði og færði í letur elstu sög- una um samkynsást sem til er á íslensku (og hina einu?): Auk hans kemur einkum við sögu piltur úr fyrsta bekk skólans, Ámi Óskarsson [dulneftii], sem lýst er I Árbók lærða skólans með þessum orðum: [Hann] „var meðalmaður á hæð og vel á sig kom- inn, dökkhár og fríður í andliti og ekki karl- mannlegur. Hann hafði meðalgáfur og með- alkunnáttu í námsgreinum skólasveina. Hann var söngmaður ágætur og hafði for- kunnarfagran og þýðan róm, en Bakkusar vinur var hann.“ Ámi þessi var nokkram áram yngri en Ólafur. Guðmundar Magnús- sonar frænda síns og nema við skólann getur Ólafur nokkram sinnum í dagbók- inni, var Guðmundur fræðari Ólafs í ástar- málum. Eftir Guðmundi þessum hefur Ólaf- ur að hann telji Áma fríðasta pilt I skólan- um. Ólafur getur Gísla títt í dagbókinni, af nokkra meiri hlýju en hans er lag yfírleitt. ÚRDAGBÓKÓLAFS í mars 1882 ritar hann í dagbókina: „Það væri annars gaman að rita sögu um forhold okkar Áma og Gísla". Hann og Gísli Guð- mundsson vora þá báðir um tvítugt og reynsla þeirra af kvennamálum takmörkuð, en þó nokkur, alltént hins síðamefnda. Gísli bjó í risinu I Eyþórshúsi við Bakarastíg en hafði áður verið á heimavist í skólahúsinu við Lækjargötu. Ólafur bjó á heimili kennar- ans Páls Melsteðs í kvennaskólahúsinu við Austurvöll, hann deildi herbergi með fóstur- syni Páls, Boga Melsteð. Ámi bjó I leiguhús- næði ofarlega I Þingholtunum ásamt bróður sínum Ólafí. Ólafur Davíðsson nefnir þá gjaman Hraunsbræður [breytt]. Á þessum síðvetrartíma ritaði hann í dagbók sína um samskipti þeirra félaga allra, einkum þó hans og pilts þess sem hér er nefndur Ámi. 25.mars: „Skelfíng þykir mér vænt um Áma. Hann er líka allra laglegasti piltur og virðist vera vel viti borinn. Hann er unn- ustan mín. Ég kyssi hann og læt dátt að honum, hreint eins og hann væri ungmey. Hann hefur líka leitt okkur Gísla saman. Hann er líka unnusta Gísla. (Ég þori ekki að ábyrgjast það.) Við gengum oft með unnustum voram og með því vér áttum báðir sömu unnustu þá urðum vér að ganga saman. Við það komumst við í kunnings- skap og kunningsskap Gísla met ég mikils. Ja, við voram annars kunningjar áður eins og flestir bekkjarbræður era, en nú eram við, held ég, orðnir vinir. Það hefur líka stuðlað að vináttumyndun vorri að vér höf- um setið saman í allan vetur." 28. mars. „Fjandi er leiðiniegt að ég skuli ekki kunna að dansa. Það er þó svei mér notandi að líða með blessuðum elskunum yfír gólfíð eða himininn því ég er viss um að mér fyndist ég vera kominn upp í sjö- unda himin ef ég héldi utan um fagra meyju með höndunum og léti náttúrlega hugann vera einhvers staðar nærri henni. Eftir átta gekk ég með Gísla Guðmundssyni og Áma og seinast fóram við inn til Gísla og sátum þar stundarkorn. Vér kveiktum ekki. Það er annars nógu notalegt að sitja svona í hálfrökkrinu hjá góðum kunningjum og tala út um alla heima og geima. En það er ekki gaman að sjá annan sitja undir kærastunni og sjá hana láta dátt að honum með öllu móti, sjá hana kyssa hann, faðma hann að sér og mæla til hans blíðum orðum; þetta varð ég þó að þola því Gísli sat undir Áma og Ámi lét dátt að honum en leit ekki við mér. Ég held að ég hafi sannarlega fundið til afbrýðisemi en hún var fjarskalega væg eins og eðlilegt er því þótt Ámi sé kærastan mín þá er hann ekki kærastan mín. Maður hefur víst aldrei jafnheita ást á pilt og meyju." 2. apríl 1882 ritar Ólafur í dagbókina: „Eftir átta var ég hjá Hraunsbræðram. Ég lá upp I rúmi hjá þeim og sneri mér að elsk- unni minni, honum Áma. Mér þykir svo indælt að kyssa hann og faðma hann að mér. Seinast gekk ég aleinn upp á Öskjuhlíð." 5. apríl. „Ámi var hér og hellti bleki nið- ur í Gengangeme fyrir mér. Ég varð þó ekki vondur við hann. Mér er ekki mögulegt að vera vondur við Áma. Hann orti um mig einstaklega fallegar vísur. Þær byrja svo: „ólafur frændi er fjandi sterkur". Eg á þær einhvers staðar." 15. aprfl. „Ég ætla að geta þess hér í eitt skipti fyrir öll að Ámi óskarsson kemur til mín á hveijum degi og stundum oft; gefur hann mér bonum [bijóstsykur] eða vindla og ég aftur honum ...“ Sama dag: „Svo skrifaði ég nú dagbók fyrir heilmarga daga. Elskan mín hann Ámi lá uppí rúmi meðan ég var að því og beið eftir mér, en svo þegar ég var búinn að því þá var orðið svo kalt að við gengum lítið.“ 21. aprfl. Þá upp til Áma. Hann kenndi mér lagið: „Ég veit yðar myndin in mæra“, fagurt lag og friðblítt. Ég kann ekki við orðið „angurblítt". Ámi varð annars styggur við mig stundarkom því ég uppnefndi hann öllum illum nöfnum, en sættir komust samt sar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.