Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Side 6
Rætt við NÍNU BJÖRK ÁRNADÓTTURí tilefni nýrrar ljóðabókar hennar, sem senn kemur út og heitir Hvíti trúðurinn ÞAÐ ER SVO STUTT í EHTHVAÐ FRUMSTÆTl HJÁOKKUR Eftir KRISTÍNU ÓMARSDÓTTUR ún er með dökkblá augu eins og djúpur dimm- blár sjór og hún er með koparlit augu og stundum eins og brennur eldur... Hún kann að tala, skemmtileg og með allt lífið í andlitinu. Það er hægt að hlusta á hana lengi án þess að vita hvað klukkan slær. Þess vegna gæti ég tekið við hana við- tal í hverri viku allt árið um kring og leng- ur. Setið og horft á augu hennar og and- lit segja sögur. Orð Nínu, í ljóðum og sögum, eru heit. Þau strjúkast við mann og af blaðsíðum bóka hennar er eins og andað, — í alvör- unni andað. Það kemur svona hlýr andar- dráttur framan í mann. Það er töfralegt að hún skuli geta skilið eftir andardrátt sinn í sautjánhundruð og fimmtíu, og fleiri, eintökum. Það er galdur. Að geta gert svona hlý orð. NÚ er að koma út hjá Forlaginu sjöunda ljóðabók hennar, Hvíti trúðurinn. Sú er líka heit. Það eru sex ár síðan út kom eftir hána ljóðabók en í fyrra fengum við fyrstu skáldsögu hennar, Móðir, kona, meyja, — brennandi heita sögu. Jólin 1985 var sýnd sjónvarpsgerð Kristínar Jóhann- esdóttur af verki hennar Líf til einhvers, sem gerði alla íslendinga heita í andlitinu og kalt á tánum í nokkrar vikur. Alls hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.