Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Blaðsíða 7
verið sýnd sex leikrit eftir hana í leik- húsum og þijú sjónvarpsverk. Eiginlega langar mann til að spyija Nínu um alit. Manni finnst hún hafi verið alls staðar og þekki allt. Manni finnst að hún hljóti að vera Reykvíkingur í húð og hár og algjör sveitastelpa líka, ættuð alls staðar að. Það er sveitatími með einfald- ieika og orgeli og sól og engjum í ljóðum hennar og nútímatími með skröltvélum, urgvélum, ást og ótta. Nína getur elskað alls staðar. — Ég er Húnvetningur og Strandamað- ur. Fluttist vestur í ísaflarðardjúp á öðru ári. Flutti suður þegar ég var fímm ára og var alltaf í Húnavatnssýslu á sumrin. Hjá ömmu minni og afa og bróður mínum sem ólst þar upp og býr enn. Ég varð gagnfræðingur frá Núpi hjá séra Eiríki á Núpi. Það var eina ráðið til þess að fá mig til að klára gagnfræðapróf- ið, að senda mig þangað. Og það tókst með ágætum. Síðan fór ég til Danmerkur á lýðhá- skóla og það var mjög skemmtilegt. Lærði þar það sem mig langaði til, leiklist, bók- menntasögu, mannkynssögu. Áður en ég fór þangað og á eftir vann ég almenn verkamannastörf, í físki, á hóteli, tann- læknastofu. Þá fór ég í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur í þrjá vetur. Fyrst var Helgi Skúlason skólastjóri þar, síðan Sveinn Ein- arsson. Það var mér góður skóli. Ég lærði þar heilmikið sem hefur komið mér að góðum notum sem rithöfundur, upplesari og manneskja. Námið ýtti undir að ég fór að skrifa leikrit og ljóð. Auðvitað lærði ég ekki að yrkja í skólanum en vera mín þar hjálpaði mér við að þora að koma því sem ég var að gera á framfæri. Þama var líka fólk sem hafði gífurlegan áhuga á skrifum mínum þegar ég var að byija. Það fylgdist með handriti fyrstu ljóðabókar minnar verða til. Þessi athygli var eitthvað meira en gott. Rithöfundur þarf nefnilega ekki bara þögn. — Þú hefur þrætt mörg form. Leikrit, Ijóð, skáldsögu. Heldurðu aðþú eigirheima meira í einu formi en öðru? — Ég veit það ekki. Þegar ég byijaði á skáldsögunni þá var það eins og að ganga í björg. Sagan, hún bara streymdi áfram. Ég gerði ekkert annað í sex mánuði en að skrifa hana. Og þó það væri oft sárs- aukafujlt þá var það ofsalega fulinægj- andi. Ég var haldin þessari bók í sex mánuði. Það er eins með Ijóð. Þó það sé ekki nema ijórar línur þá er maður haldinn til- fínningu þess í langan tíma og verður ánægður, fullnægður, þegar maður hefur skrifað það niður, lokið því. Það er meira slit með leikritin. Það er eins og efnið kubbist meira í sundur. Þau streyma ekki frá mér. Það getur verið vegna þess þau eru háð tækni leikhússins og mörgu öðru fólki, leikstjóra, leikurum, leikmyndateiknara, Ijósamönnum. Svo eru það persónumar sem verða lifandi hjá leik- urunum. Þar eru fleiri svið. Fleiri vitundar- svið. Bæði inní mér og fullt af öðm fólki. Það er líka gaman en það er allt öðruvísi. En ég veit ekki enn hvort eitthvert þess- ara forma henti mér betur en annað. Það er kannski háð því sem ég þarf að segja, efninu, í það og það skiptið. Og efnið bið- ur um sitt form. Ég er byijuð á nýrri skáld- sögu. Og einmitt núna stend ég á þeim stað þar sem allt er erfítt, áður en fer að streyma. En mér fínnst ég verða að segja þessa sögu. Hún brennur á mér. Það er erfítt að skrifa skáldsögu. Það er kannski ekki erfítt að yrkja en það kostar umbrot og þau em sár og mikil. Það getur síðan orðið erfítt að vinna úr ljóðum, raða þeim saman í bók. En þó það kosti mig blóð, svita og tár, af því maður verður að fara alla leið inní hvert verk og lengra, þá um leið og ég hef lokið verki, eins vel og ég get, gleym- ast erfíðleikamir. Það væri hundrað, þúsundfalt erfíðara ef ég mætti ekki skrifa. í nýju ljóðabókinni em mörg Ijóð sem hafa verið lengi í smíðum. Einn hluta henn- ar vann ég að heilt sumar og haust. Lok- aði mig svo af inní herbergi sem ég fékk lánað í háskólabókasafninu í Stokkhólmi og vann þar í tvær vikur bara við að fínpússa hann. Þessi bók hefur tekið mig langan tíma. Síðan er ég mjög heppin með útgefend- ur. Þeir hafa gefíð sér góðan tíma og sýnt mér ræktarsemi. Þetta em yndislegir drengir. Annar er bókmenntafræðingur án þess að vera fastur í því og staðna. — Finnst þér það gerast með bók- menntafræðinga? — Ég veit það ekki. En ég held það. Þegar ég hugsa um það þá fínnst mér vanta að það starfí rithöfundar á forlögun- um. Það er, held ég, aðeins hjá Máli og menningu starfandi höfundur. En það er alltof sjaldgæft að rithöfundar séu með í ráðum. Kannski setjum við hvort annað of mikið á bása. Þama er skáldið og það á að vera þama. Hér er útgefandinn, hann stendur við borðið og verður að vera ógur- lega leiðinlegur. Við gemm þetta kannski vegna þess við emm hrædd en um leið viðhöldum við hræðslunni. Það ætti að starfa eitt skáld sem list- rænn ráðunautur á hveiju forlagi. Það er hægt að láta skáldin skrifast á. Eitt ár í senn. Það em tímar hjá skáldum þegar þau skrifa ekki. Eitt ár. Tíu ár. Þetta væri „inspírerandi" bæði fyrir foriögin og skáldin. Hjá leikhúsum starfa oft listrænir ráðunautar. Það er jafn mikilvægt og að hafa einn fjármálasnilling. Ef þetta væri venjan væri bilið á milli skálda og útgef- anda ekki eins breitt. — Þú sagðir einhvem tímann eitthvað um að verða ástarskáld þjóðarinnar — — Að mig langaði til að vera hjartnæmt ástarskáld þjóðarinnar. Mér fínnst ég vera það. í dag fínnst mér það. í þessari bók em mörg ástarljóð og ég hef alltaf ort mikið af ástarljóðum. Það er eittþvað sem eldist ekki af manni. Ég hef aldrei verið ástfangnari en ég er í dag. — Það er mikið um að við getum ekki komið við hvort annað í nýju bókinni þinni. Þar eru gangandi grímur og gínur. „Lilju- blöð í huga“ en úr augum skín „eitthvað tillit“. Við erum vopnuð, hlátrum og látal- átum. Og slítum svo allt á milli okkar, eftir stendur eilíft óp. Og ótti. — Ég er svolítið hrædd við, að við verð- um eins og hjól í vél. Og hættum að geta sagt að við séum líka eitthvað annað. Getum ekki látið vita af okkur. Að þama séum við nú, manneskjur, en ekki hjól í vél. Við gætum hætt að heyra í hvort öðm. Ekki endilega vegna þess að það sé svo langt á milli okkar. Við erum oft rétt hjá hvort öðm, alveg nálægt, en snúumst bara í hringi í kringum einhvem ás og það snýst, allt snýst og snýst. Það er varla að við getum veifað hönd til hvors annars. Ég er hrædd um okkur. Við emm í hættu, manneskjumar. Ekki bara útaf öll- um vélunum. Það er svo mikil samkeppni alls staðar og við emm svo hrædd um að standa okkur ekki í henni, og standa okk- ur ekki fjárhagslega. Við eram á fullu í því að reyna að standa okkur. Þá er hætta á að við hættum að geta snert, bæði and- lega og líkamlega. Það er jafn mikilvægt að geta snert andlega. Allt er ekki bara hendur og fætur. Ef við föram að vera eins og fólkið í útlöndum sem getur ekki horft í augu annarra útá götu, án þess að það verði tekið sem sjúkleg áleitni, þá er voðinn vís. Við eigum að geta verið glöð og góð við hvort annað án þess að þurfa að vera systk- ini eða frændur. Við hér á íslandi höfum ekki þessa sól sem sumir hafa. Við höfum rokið og kuld- ann sem kannski veldur því að við verðum hijúf og skreppum saman í vöm, einhver brynjuklæði. Það er svo stutt í eitthvað fmmstætt hjá okkur. Lifsgæðakapphlaupið á íslandi er mjög fmmstætt. Það er hægt að elta þessi lífsgæði — og það er ekki neikvætt, ég vil að allir búi við lífsgæði — á mjúkan hátt. En mér fínnst við eltast við þau af svo mikilli hörku og grimmd. Með því að sparka í hvert annað. Það er kannski útaf þessu hijúfa landslagi, þessari náttúm sem oft er grimm. „Það er lítið um óseld bros,“ sagði Ari Jósefsson (skáld, 1939-1964} í kvæði. Ég held hann hafí haft svona ófreskigáfu. Þetta á vel við um tímann í dag. Mér fínnst við fela okkur. Það er full ástæða til að fela sig. En ég er dálítið hrædd um að felumyndin nái yfírhöndinni. Og óttinn sem er inní okkur öllum, hann fínnur sér farveg. Sama hvað við reynum að halda honum niðri. Og í öllum þessum látum þá getur hann svo vel farið að leita í eyðileggingarhvötina sem líka býr í manneskjunni. Óg þá er ekki gott að lifa. Höfundur er rithöfundur og háskólanemi. F L U G Byltingarkennd hugmynd Teiknarinn gerir ráð fyrirþví bér, að kviknað haS ífarþegavél út frá hreyfli, svo í óefhi stefhi. Fyrst losnar stélið og síðan lyftist farþegarýmið frá bol vélarinnar og fallhlífar taka að opnast. Það er aftur á móti ekki gott að hafa rnikla stjórn á þvt, sem fyrir verður, þegar farþegarýmið nær til jarðar. Iyfír 3000 m hæð yfír jörðu í Boeing 747 heyrist rödd flugstjór- ans í hátöluranum: „Góðir far- i þegar. Við höfum orðið fyrir vélar- bilun og munum reyna að nauð- lenda." En nokkram augnablikum síðar er flugstjórinn ekki að stýra vélinni, heldur labbar hann rólega inn í fyrsta farrými. Hann ýtir á hnapp og setur í gang tækjabúnað, sem skýtur öllum farþegaklefanum upp og úr skrokk flugvél- arinnar eins og snældu úr segulbandstæki. Þyrping af fallhlífum skýzt upp úr þakinu á loftþéttu og vatnsheldu farþegahólfí flug- vélarinnar og svífur með farþega og áhöfn til jarðar. Hinn yfírgefni skrokkur vélarinn- ar flýgur aftur á móti með sjálfvirkum stýri- búnaði og lendir á auðri jörðu eða á hafi úti. Þessi atburðarás, sem er með ólíkindum, er sótt í smiðju til Peters Diamond, fyrmrn flugmanns í Bandaríkjunum, sem hefur hug á að veita flugfarþegum nú á dögum og í framtíðinni aukið öryggi og meðal annars Hugmyndin er um búnað, sem beitt er aðeins þegar flugslys er yfírvofandi: Farþegarýmið er losað frá flugvélinni og síðan svífa fallhlífar með það tiljarðar. annan kost en þann að þurfa að fylgja flug- véiinni niður ef hún þarf að nauðlenda á sjó til dæmis. Hann er ekki aðeins með þetta á teikniborðinu, heldur hefur hann fengið einkaleyfí á Airplane Safety Body Passenger Compartment, eins og farþega- klefinn er kallaður, sem á að koma fyrir í skrokk flugvéla. „Þetta er færanleg eining,“ segir Dia- mond. „Sú sem gerð er fyrir 727 passar í hvaða skrokk 727 sem er.“ Það þyrfti að „taka innan úr“ þeim flugvélum, sem fyrir hendi era, frá flugstjómarklefa og aftur að stéli. Og síðan myndi hinum nýja farþega- klefa vera rennt inn í skrokk vélarinnar. Yrði af þessu, þyrftu annað hvort flugfélög- in eða farþegar þeirra að borga brúsann vegna þessarra breytinga — um einn þriðja af kostnaði við smíði nýrrar vélar. En Diam- ond fínnst það smápeningur, þegar slíkt öryggi er annars vegar. Þar sem ekkert eldsneyti yrði um borð í farþegarýminu, myndi hættan á eldsvoða eða sprengingu við lendingu vera útilokuð, og yrði því skotið út í yfír 1.700 m hæð, telur Diamond 95% líkur á því, að far- þegamir komist lífs af. En hann neyðist til að láta nokkrar viðvaranir með: í innan við 1.700 m hasð kynnu líkumar að minnka niður í 75%, þar sem fallhlífamar gætu ekki alltaf náð að breiða úr sér, áður en farþegarýmið kæmi niður á jörð eða sjó. Og enginn gæti ábyrgzt, að hinn mannlausi flugvélarskrokkur myndi alltaf brotlenda á óbyggðu svæði án þess að valda tjóni. Og ef flugstjóri tæki þá ákvörðun að skjóta farþegaiýminu út við flugtak eða lendingu, myndi hann ekki hafa tíma til að komast inn í farþegarýmið. Hann yrði að skipa að- stoðarflugmanni að sjá um skotið vitandi það, að sjálfur ætti hann dauðann vísan. Þessir annmarkar valda því, að því fer fjarri, að uppfinningu Diamonds megi að ftillu treysta. Enn hafa engir flugvélafram- leiðendur, sem hann hefur haft samband við, látið í sér heyra, að þeir hygðust fara að ráðum Diamonds. En hann er þó vongóð- ur enn. „Ef ég væri farþegi,“ segir hann, „og sæi saumana á skrokknum, áður en ég færi um borð í flugvél, myndi það auka mér öryggi á fluginu." LHSBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. OKTÓBER 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.