Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Side 8
Isbjörninn er svo einn án þess að vera einmana.
Kraftmikill. Fallegur. Og svo lifir hann án þess að
hafa fast land undir fótum. ísbjöminn kom í ljós
þegar ég hafði verið sex ár við nám erlendis, svo
kannski tengist hann líka þjóðemi og leit að upp-
Rætt við Helgu
Egilsdóttur
myndlistarkonu í tilefni
sýningar hennar í Gallerí
Borg, sem hófst fyrir
tveimur dögum. Þetta er
önnur einkasýning
hennar og nú sýnir hún
olíumálverk. Fyrir utan
framhaldsnám í
Danmörku, stundaði
Helga nám í San
Francisco og segir bæði
frá því og ýmsu öðru.
Eftir ELÍSABETU
JÖKULSDÓTTUR
runa. Ég var líka að pæla í sjálfstæði og
frelsi; að vera þess umkominn að finna hlýj-
una úr eigin faðmi, en þurfa ekki að taka
hana frá öðrum. Það var þá sem ísbjöminn
fór að gera vart við sig.“
— Vinnustofan er í gömlu húsi í mið-
bænum, á efstu hæð og útsýni yfir gamla
tíma, sem lifna þegar minnst varir. Inni á
vinnustofunni em lyktir af olíu og striga
og stór málverk Helgu Egilsclóttur máluð í
dökkum og sterkum litum. í verkunum er
kynngimagnaður kraftur sem tekur mann
til sín og óræð form, sem haída vöku fyrir
vitundinni, löngu eftir að maður hefur hætt
að horfa á þau. Á einni myndinni eru útlín-
ur risavaxins ísbjamar dregnar yfir dular-
full form og liti. Og á annarri mynd er hlýr
ísbjöm sem nær því festir hramma sína á
miklum spíral. „Þama er ég að fást við að
það er hægt að nota kynorkuna á annan
hátt en bara í rúminu." Ég man eftir öðm
málverki eftir Helgu, þar sem var líka
ísbjöm, þannig að það lá beinast við að
spyija hana hvort hún væri hrifin af ísbjöm-
um. Helga er nýkomin heim frá námi, en
hún var sex ár í listaháskóla í San Prancis-
co, þar sem hún lauk mastersgráðu í málara-
list í vor.
— Nú em listamenn — og myndlistar-
menn sérstaklega — ekkert sérlega áfláðir
í að tala mikið um verk sín. En þú kemur
frá amerískum listaskóla, þar sem steftian
er sú að skilgreina verk ofaní kjölinn, hvort
sem um er að ræða, myndlist, ljósmyndun
eða annað.
„Já, ég reifst heilmikið útaf þessu. Ef ég
gæti talað um verk mín myndi ég gera
það. Og hef oft óskað þess að ég gæti skrif-
að. En í skólanum var pælt til hlítar í gmnni
og ástæðum þangað til var búið að tæta allt
í sundur. Ég vissi alltaf sjálf hvað ég vildi
segja, þó ég væri ekki reiðubúin til að skil-
greina verk mín sleitulaust. Það var líka
mikið pælt útfrá þjóðemi. En mig langar
til að gefa fólki sína eigin persónulegu upp-
lifun á myndum mínum og upplifun felst
ekki öll í orðum.
Verk mín em tjáning á upplifun og þó
ég viti hvað mig langar til að segja, veit
ég ekki alltaf hvemig ég á að fara að því.
En ég veit hvað myndimar þýða, þetta er
ekkert sem er ómeðvitað, enda er mér mik-
il alvara. Ég skissa ekkert og mála beint á
léreftið. Ég forma ekki í huganum áður, en
sé oft myndir fyrir mér en þær breytast
mjög ört. En ég á auðveldara með að tjá
mig en áður, bæði í orðum og eins í málverk-
inu, það er kannski vegna þess að ég hef
lært að tala um listina. Eða kannski vegna
þess að ég mála...“
LEIT Að Jafnvægi
— Nú sýnist mér af verkum, sem þú
sýndir í Hlaðvarpanum fyrir tveimur árum,
að abstraktið sé að taka við og fígúrur að
víkja af léreftinu?
„Abstraktið þjónar mér betur núna. Ég
er að segja frá öðrum tilfinningum og hugs-
unum. Þetta hlýtur að vera ákveðin þróun.
Og núna verður fígúran mér fjarlægari og
fjarlægari Pígúmr segja meiri sögu. Ab-
straktið gerir meiri kröfur. Ég hef verið að
þreifa mig áfram með form, finna mín eig-
in og þróa þau og breyta þeim. Hvert form
segir mér eitthvað og ég held að formin
kreQist þess að maður hugsi öðmvísi. Ef
til vill er ég að leita meira inná við, vegna
þess að ég hef náð nánara sambandi við
sjálfa mig. Ef til vill em þessar myndir til-
raun til að finna jafnvægi á milli hugar-
heimsins og þess heims sem er kallaður
raunvemlegur. Þjóðveijinn Anselm Kiefer
nær að vísu þessu hárfína jafnvægi. Ég
nota líka eingöngu jarðliti núna, sem sumir
kalla dökka liti. Áður notaði ég expres-
síóníska liti. En ef ég set liti í verk mín
núna, verða þau yfirborðskennd og ég segi
þá ekki satt. En ég blanda jarðlitina og
nota gult, grænt og appelsínugult, sem
reyndar telst jarðlitur. En fólk gagnrýnir
mig oft fyrir að nota dökka liti og fínnst
ég dragi upp of myrka sýn. Ef til vill er
það tengt því að við lifum á tímum mikillar
yfirborðsmennsku, þar sem við virðumst
hvorki þora né vilja horfast í augu við tilfinn-
ingar, sem tengjast dúpum sársauka eða
þunglyndi. Samskipti okkar em svo yfir-
borðskennd, enda em þau stórvandamál.
Við emm búin að læra ótal reglur í leik,
sem stenst ekki. Framkoman segir oft svo
lítið, kurteisin kemur innanfrá. Allt hangir
á yfirborðsmennskunni og léttum hressleika
og djúpar tilfinningar ná ekki uppá yfírborð-
ið. Gleðin hlýtur líka að vera djúp tilfinn-
ing. Ef hún er sönn.
kynorkaer
DularfulltAfl
— Þú vilt ekki fjalla um myndir þínar
en ég hjó eftir tveimur stikkorðum áðan
i