Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Blaðsíða 9
\ I þegar þú varst að sýna mér myndimar: Gott og illt. „Já, ég hef sennilega taiað af mér. En gott og illt hefur með grunnhvatir okkar að gera og tengist mikið ást og erótík og kynhvötinni. Við sveiflumst á milli góðra og illra tilfinninga. Ég fór að pæla í þessum öflum þegar ég var erlendis. Mér finnst líka að sjálfsniðurrif geti verið uppbyggjandi, það þroskar mann og eflir. Veitir innsæi svo framarlega sem maður hafi grunn til að byggja á, svo maður brotni ekki alveg niður eða fari í hundana. Að sama skapi getur þunglyndi veitt öryggi, þar kemst ég oft í samband við djúpar tilfínningar. Ég held líka að mystík komi í gegnum mjög miklar þjáningar. En ég er líka að pæla í kynorkunni. Kyn- hvötin er mikið skapandi afl, sem er eins og fari í gegnum allar tilfínningar og hugs- anir. Það er hægt að nota kynorku á annan hátt en bara í rúminu og að mörgu leyti er kynorkan dularfuilt afl. En kynhvöt okk- ar er eiginlega misnotuð og troðið á henni. Við notum hana á svo einhæfan hátt, og það sést til dæmis hvemig allt gengur útá útlit og hegðun. Mér fínnst líka oft að fólk sem klæðir sig eins og til að vera „sexí“, það sé ekki sexí. Það er eitthvað sem kem- ur innanfrá og er ekki hægt að skýra al- veg. En mér fínnst mjög kynferðislegt að mála. Þær hreyfíngar sem ég nota og það samband sem ég næ við málverkið er erótískt. Ég mála með maganum. Sköpun er nátengd tilfínningum, alveg eins og kyn- orkan. Þetta tvinnast allt undarlega saman. Ég hef auðvitað þörf fyrir ást og samband við karlmenn, en mér fínnst að sú þörf sem knýr mig til að mála sé þeim tilfmningum sterkari og ég verð að hlýða henni. Þetta eru eiginlega tvær innri raddir. En forsenda þess að skapa er að vera í sambandi við sjálfan sig — og síðan notar maður formið til að tjá sig. Það er líka nauðsynlegt að hafa sjálfs- traust, vita hvað maður er að tala um og hafa trú á því. Það má ekki rugla því sam- an við sjálfsánægju sem virkar ekki í iist- inni og er hættuleg. Þá hættir maður að gera kröfur eða gera nokkuð skapandi." AfneitaðiLífinu „Annars var ég búin að vera á harða- hlaupum frá sjálfri mér í mörg ár og vant- aði alla fótfestu til að gera nokkuð af viti. Það er ekki fyrr en ég tek ákvörðun um að fara í skólann að eitthvað fer að gerast. Ég var að vísu búin að vera eitt ár hér og eitt þar, í listaskólum, bæði hér heima og úti í Danmörku, þar sem ég bjó í tíu ár. Ég eignaðist bam, strák sem núna er 14 ára. Og var að verða þrítug þegar ég fór í skólann. Ég held að ég hafi ekki verið tilbú- in fyrr og sé ekkert eftir þeim árum, sem mörg fóru í rugl og oft var ég bara á sukki. Hinsvegar þegar ég mála og eftir að ég fór að taka það alvarlega hef ég enga þörf fyr- ir að drekka. En ég held að áður en eitt- hvað alvarlegt gerðist, hafi ég þurft að svara ýmsum ruglingslegum en samt mikilvægum spumingum, og „fríka soldið út“. Það vom líka komplexar og ákveðinn mótþrói við uppmna minn, sem ég varð að kljást við. Bæði afí og amma, Tryggvi Magnússon og Sigríður Sigurðardóttir, og móðir mín, Þórdís Tryggvadóttir, vom og em myndlist- arfólk. Ég afneitaði lífínu svo lengi, ég ákvað mjög snemma að ég skyldi ekki taka þátt í neinu og fannst ekkert skipta máli. Svo er það ekki hægt. En ég hef gengið í gegn- um miklar krísur og er ekkert hrædd lengur við að þroskast. Það hefur kannski eitthvað með þroska að gera að maður geti lifað í eilífðinni. Er þetta kannski of hátíðlegt? — Þú afneitar heldur ekki uppmna þínum. Hann er alltaf til staðar. En kannski var ég svona lengi á mótþróaskeiðinu." Stórborgin Mótsagnakennd — Hvernig var svo að vera í skólanum? „Fyrst var það æðislega gaman. Það var allt stórkostlegt. Ég kom út eftir kuldavetur hér heima og varð hugfangin af gróðrinum og umhverfínu, stórborgarlífínu og skólan- um. San Francisco er mjög lífleg borg og reyndar mjög kynferðisleg borg. Það gengur voða mikið útá það. Þama áttu hommar og lesbíur ömggt athvarf og settu sterkan svip á borgina, og Castro, hommagatan, var mjög skrautleg og þar var maður alveg ömggur og gaman að skemmta sér. En þegar eyðnin kom breyttist allt til hins ömurlega. Borginni hrakaði mjög ört, og ég sá deyjandi fólk allsstaðar. Það em líka allir að bíða eftir skjálftanum mikla og það setur sterkan svip á mannlífíð allt. Það var dapurlegt að sjá fólk á götum úti eða í strætó á morgnana, það var eins og ein- manaleikinn lyktaði langar leiðir. Þetta fólk var svo vonlaust, hafði ekkert hlutverk í lífínu og var einhvemveginn ekki í sam- bandi, ég sá það svona. Ég held það teng- ist því að geta sýnt sjálfan sig, að vera í sambandi við sjálfan sig. Að fá þannig við- brögð frá öðm fólki. En í stórborginni var enginn kostur á því. Fólk var í raun einangr- að og einmana, þó allt virtist svo létt og kátt á yfirborðinu. En skólinn sjálfur er það sem kallað er fijáls skóli. Hann er mjög opinn og ég var búin að vita af honum lengi. Þama vom nemendur og kennarar af ólíkustu þjóðem- um. Nemendur fara á milli deilda og kennsl- an felst í gagnrýni og ef maður vill eitthvað meira, þá verður þú að sækjast sjálfur eftir því. Þannig reyndi ég að líta á skólann sem tæki í mína þágu og nota hann þannig. Síðan tók ég masterinn og síðasta árið, sem ég var í námi, var sonur minn hjá for- eldrum mínum. Hann hvatti mig mjög til að ljúka náminu. Master veitir kennslurétt- indi og í mörgum galleríum úti er það skil- yrði að hafa lokið master. Þetta er hálfs þrjðja árs nám og ég einbeitti mér að mál- verkinu. Ég þurfti að skrifa ritgerðir og almennt gerði þetta nám miklu meiri kröf- ur.“ Að Komast Inn í Kjarnann — Hvemig var svo að koma heim? „Ég er miklu meira skapandi heima en úti. Þar sogar umhverfið allan kraft minn í sig. Það gerist líka ef það vantar kraft í mann sjálfan. Þannig verður þetta hálfgerð- ur vítahringur. En það er mikill kraftur í náttúrunni hér og landsiaginu. Ég sæki í þennan kraft og reyni að nota mér hann. Annars er það skrítið að íslensk náttúra gefur mér sömu tilfínningu og stórborg. Ég verð svo ein, en samt frjáls. Náttúran hér er svo yfirþyrmandi og sterk. En mér finnst gott að vera á íslandi. Fólk hér er mjög jákvætt og atorkusamt, þrátt fyrir allt_ peningavæi og mörg vandamál. Ég sýni fímmtán myndir að þessu sinni. Það eru mest stórar myndir, en líka nokkr- ar iitlar, sem eru hálfgerðar tilraunir, því ég hef alltaf málað svo stórar myndir. En það er mjög spennandi að fást við þær og það er meiri leikur í þeim. Ég er að reyna að lofa litla baminu í mér áð vera til. Þetta er ævintýri og ég kalla þær töfraprik. Og einhvemtíma langar mig til að gera mjög stóra mynd.“ — Hvaða máli skiptir það að sýna? „Mér fínnst það hluti af því að mála. Er það ekki líka til þess að aðrir sjái mann? Þetta er mín leið til að mynda tengsl við fólk og málverkin mín era tengiliður á milli mín og heimsins. Ég er hluti af umhverf- inu, þó ég sé mikill einfari og mér líður vel að vera ein. En svo koma tímabil, að félags- legar þ'arfír verða sterkari. Ég næ sterkum tengslum við lífíð og tilverana gegnum málverkið og það gefur mér mikið. Ef ég mála ekki, líður mér ekki vel. En ég held að fyrst verði maður að ganga í gegnum ákveðna naflaskoðun, áður en hann fer að fást við það sem kalla má sammannleg mál. Þú verður að fara inní ákveðinn kjarna áður en þú nýtir þér það sem er í kringum þig. En ég held samt að naflaskoðun eigi erindi kannski vegna þess að flestir ganga í gegnum hana og kannast því við sjálfa sig í manns eigin naflaskoðun. Ég sá það á viðbrögðum fólks við myndum mínum, sem ég sýndi í Hiaðvarpanum, en þær myndir vora mun persónulegri. Þær fjölluðu mikið um kyniíf og kynferðislegt ofbeldi með trú- arlegu mótvægi — kannski á opinskáan hátt og konur vora mjög hrifnar. Ungir karlmenn snérast hinsvegar tii vamar, fannst myndimar stundum of „agressívar" eða sýna of miklar tilfinningar. En eldri menn virtust hins vegar skilja mig betur, og vora kannski þroskaðri. Ég held líka að ég hafi þurft að mála mig burtu frá ákveðn- um persónulegum þáttum, vegna þess að, ef maður er of flæktur í það sem maður er að gera, þá er maður ekki fijáls." — Hvað fínnst þér vera frelsi? „Að vera sjálfstæður. Að geta fundið hlýj- una úr eigin faðmi og þurfa ekki að sjúga hana úr öðram. Mér fínnst Bréf Rósu Lux- embourgar sem hún skrifaði úr fangelsinu vera sterkt dæmi. Hún var svo sterk að hún var fær um að sjá fegurðina í ljótleikanum, þegar hún var sett í fangelsi. Hvert eitt hljóð varð henni svo mikils virði að hún virt- ist nota þennan ótrúlega styrk, til að brotna ekki niður við þessar óréttlátu aðstæður. Ég held að maður hljóti að vera mjög sterk- ur ef maður nær að vera fijáls í fangelsi, eins og bréf hennar vitna um. Frelsi hlýtur að vera forsenda listsköpun Aldrei fyrr Rolf Jacobsen BRAGI SIGURJÓNSSON ÞÝDDI Aldrei fyrr höfum vér haft jafhdjúpa stóla og jafnbreiða sófa að bæla oss í. Aldrei fyrr hafa tæknidýrkendumir framið slík furðubrögð við heiminn að vér höfum skelfingu gripin kropið í skjól við oss sjálf. Aldrei fyrr hefir þurft að æpa orð jafnhátt og espa hljóð og myndir upp með jafnmiklu Cola til að hafa oss að vild og hættulaus. Aldrei fyrr hefir legið jafnmikið á. Aldrei fyrr höfum vér þráð jafnheitt alúðarróm að baki orðunum og trúverðugleika og hjartagæsku að baki hrafnakrunkinu. (Til Kunstneraksjonen 1984) Vandamál I Myndir komast beint. Orð verða að leita lags. Rödd og tónn fara rakleiðis. Bókstafimir verða að halloka sér inn í höfuðin með erfíðismunum. í neyð notist auglýsingaletur, en helst ekki. Vandamál II — hvemig sem vér fömm að lyfta vélamar hungrinu æ ofar. Nú hefír það sest í hjartað. Höfundur er eitt af höfuðskáldum Norömanna i nútímanum. Þýðandinn býr á Akureyri. Oár ÓLAFUR STEFÁNSSON Þegar veðrin sýna klærnar og kaldar hryðjur lemja land og hús. Þá hugsa ég til fólksins sem vorðum varð að þrauka þá er ég meira en fús. Að trúa gömlum sögnum um sorgir þeirra og kvíða spádóma og hjátrú. Og ójafnan leik á harðindanna landi við hammrömm öfl að stríða. Margur er hér ennþá sem feitan gölt ei flær og finnst hann þurfi gróðans lengi að bíða. Höfundurinn er garðyrkjubóndi á Syrði Reykjum í Biskupstungum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. OKTÓBER 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.