Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Qupperneq 14
SJONVARPSTÆKN I SJÓNVARP FRA MIÍÐARIN N AR Japan, Evrópulönd og Bandaríkin eru komin í hörkusamkeppni um smíði stærri, betri og miklu dýrari sjónvarpstækja en áður hafa verið á markaðnum Sjónvarpstækið nær yfír dijúgan hluta af stofu- veggnum, gefur svo skýra mynd, að það er einna líkast því að horfa út um fyrirtaks útsýnis- glugga, þegar horft er á hana. Á skjánum er verið að sýna knattspyrnuleik; það er hægt að sjá einstök grasstrá í útjaðri vallarins, og það heyrist eins vel í áhorfendunum eins og væru menn raunverulega staddir á áhorf- endapöllunum. Hárin í augabrúnum leik- mannsins sjást greinilega, hver minnsti dráttur í andlitinu, þegar myndatökuvélinni er beint að honum. Þessi endurbætta sjón- varpstækni er kölluð high-defínition á máli fagmanna (HDTV), en flest okkar eiga eft- ir að líta á þetta fyrirbrigði einungis sem enn eina nýjungina til að auka notaleg- heitin á heimilunum, þegar menn hreiðra um sig á sófanum fyrir framan sjónvarps- tækið. Þetta er annars langmesta breytingin, sem orðið hefur á sjónvarpstækni síðan lita- sjónvarp kom til sögunnar. Það má búast við því, að þessi nýja sjónvarpsgerð haldi innreið sína hjá okkur fyrir alvöhi eftir fímm til sex ár. ByltingÍ Aðsigi Það gengur líka ýmislegt á um þessar mundir í sambandi við þróun þessarar nýju sjónvarpstækni. Öflugustu iðnríki heims eins og Bandaríkin, Japan og ríki Vestur- Evrópu eru komin í háarifrildi út af HDTV- tækninni, því ekkert þessara rílq'a vill missa af'sínum skerfi í framleiðslu rafeindatækja til almenningsnota. Þama er um markað að tefla, sem nemur mörg þúsund milljörð- um króna, þegar salan á tækjunum hefst fyrir alvöru. Bandaríkjamenn beijast um á hæl og hnakka gegn Japönum, því að fyrir bandarískan rafeindaiðnað er það spuming- in um hvort þeim tekst að veija forystu- sæti. sitt á þessu sviði eða hvort Bandaríkin verði framvegis einungis annars flokks framleiðsluland rafeindatælqa. Þá er sú hætta fyrir hendi, að HDTV gæti orðið til þess að skapa tvo aðskilda hópa meðal sjón- varpsáhorfenda: í öðrum yrðu hinir ríku, í hinum þeir fátæku: „Þetta er ekki fram- þróun," segir William Hassinger, aðstoðar- framkvæmdastjóri bandarísku Ríkisíjar- skiptanefndarinnar. „Þetta er bylting. Þetta er sjónvarpstækni 21. aldarinnar." HDTV-byltingin fór hljóðlega af stað snemma á þessum áratug, þegar japanskir framleiðendur gerðu uppskátt um stórkost- legt nýtt myndbandskerfí með mynd, sem líkist breiðtjaldsbíómynd fremur en héfð- bundinni sjónvarpsmynd. Með því að styðj- ast við rannsóknir á þessu sviði, sem hófust á árinu 1970, hafa Japanir náð að vinna einnig að þróun kvikmyndatökuvéla, segul- bandstækja og hljómflutningstækja til notk- unar við þessa nýju gerð og stærð sjón- varpstækja. VESTURLÖND lítt Hrifin Japönsku uppfinningamennimir bjuggust fastlega við því, að þessu afreki þeirra yrði tekið með miklum fögnuði um víða veröld, og að endurbætumar myndu jafnvel verða til þess að umbreyta sjónvarpstækni um allan heim. En þar misreiknuðu þeir sig illi- lega. Segja má, að mistök Japananna hafí verið þau að álíta það sjálfsagðan og eðlileg- an hlut, að það sem þeir teldu heppilegt og hagkvæmt fyrir Japan, væri um leið heilla- vænlegast fyrir aðra heimshluta. Það vom Evrópubúar sem bám fram hávæmstu mótmælin gegn markaðssetn- ingu japanska HDTV-sjónvarpskerfísins. Árið 1985 tilkynnti EBE, að bandalagsríki Evrópu ætluðu sér sjál að ákveða sína staðla fyrir HDTV-kerfið. Evrópubúar framleiða ennþá meginpartinn af þeim sjónvarpstækj- um sem þeir nota, en Bandaríkjamenn flytja aftur á móti flest sín sjónvarpstæki inn frá Japan og Evrópu. Evrópskir framleiðendur era því vel á verði gegn því að samþykkja japanskan HDTV-staðal og opna þannig innrásinni frá Asíu allar dyr og gættir í Evrópu. „Við myndum verða þurrkaðir út,“ segir Peter Groenenboom, framkvæmda- stjóri alþjóðlega risafyrirtækisins Philips, sem sérhæfír sig í framleiðslu ails konar rafeinda- og raftækja. Það fór því svo, að Evrópumenn kusu sjónvarpskerfi, sem sam- ræmist ekki japanskri framleiðslutækni. Sú ákvörðun hleypti strax illu blóði í japanska framleiðendur og olli auk þess töfum ails staðar. Sjónvarpstæki til móttöku á efni frá HDTV-senditækni koma ekki á markaðinn fyrr en árið 1992 eða ’93. Japanir Hafa Betur í Bandaríkjunum Þegar þessi nýja sjónvarpstækni fer að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum, verða þeir sjónvarpsáhorfendur sem fylgjast vilja með framvindu mála tilneyddir að læra á nýjan leik hvemig sjónvarpskerfí þeirra virka. Það má orða það á einfaldan hátt þannig, að það séu þijár leiðir til að senda út sjónvarpsefni til sjónvarpstækja á heimil- um; hefðbundnar sjónvaipsútsendingar, sem oft ganga undir nafninu „terrestrial" meðal fagmanna; þá kemur kapal-sjónvarp, en t.d. í Bandarflq'unum berst um 51% sjónvarps- notenda útsendingar eftir þeirri leið. Og Ioks em það svo gervihnattasendingar, mótteknar með diskum, sem tróna uppi á húsþökum eða í bakgörðum við heimili manna. Nú er spumingin sú, hveija af þess- um þremur leiðum verður notast við til þess að senda þau miklu flóknari boðmerki, sem framkalla HDTV-myndir. Að þvi er Bandaríkin varðar, er svarið við þessari spumingu enn óljóst. Amerískar sjónvarpsstöðvar em andsnúnar nýja, jap- anska staðlinum fyrir HDTV-útsendingar og þá einkum vegna þess, að sá staðall mundi verða þess valdandi, að um það bil 160 milljónir sjónvarpstækja, sem í notkun em þar vestra um þessar mundir, yrðu sam- stundis úrelt. Gömlu tækin myndu þó virka að hluta, ef bætt yrði við þau rándýmm nýjum tíðnibreyti. Vegna innbyggðra tak- markana í gömlu sjónvarpstækjunum, myndu áhorfendur þó ekki njóta sömu myndgæða í HDTV-útsendingum, þar sem myndin yrði ekki eins skörp og í flunkunýj- um, sérstökum HDTV-sjónvarpstækjum. Eins og sakir standa em ekki fyrir hendi í Bandaríkjunum neinar samræmdar áætlanir til mótvægis við HDTV-staðal Japana. Hdtv- Og Hefðbundið Sjón- VARP HLIÐ VIÐ HLIÐ I Bandaríkjunum hafa nokkrir aðilar, þeirra á meðal hin risastóra RCA-sjónvarps- stöð og General Eleetric-samsteypan, stung- ið upp á því að komið verði upp eins konar tví-rása HDTV, sem mundi flytja sjón- varpsáhorfendum sömu mikilfenglegu HDTV-myndgæðin en samt gætu menn áfram notast við sín hefðbundnu sjónvarps- tæki til að ná þessum óhemju skörpu mynd- um framtíðarinnar. Sérhver sjónvarpsstöð myndi þá senda út dagskrá sína á venjuleg- um hátíðnibylgjum eins og hingað til (rásir 2 til 13) ætluð núverandi sjónvarpstækjum. Önnur rás sömu stöðvar, ef til vill á ofurhá- tíðnibylgjum (rás 14 og þar fyrir ofan) mundi auk þessa bera aukaboð; hin nýju HDTV-sjónvarpstæki myndu þá sameina í einu tæki báðar tegundir sjónvarpsrása og útkoman yrði ein afar glæsileg og skýr mynd. „HDTV-kerfið heldur innreið sína í Bandaríkin, hvort sem það verður með eða án atbeina sjónvarpsstöðvanna," segir David Fuchs, varaformaður stjómar CBS-sjón- varpsstöðvarinnar. Ef eftirlitsnefnd alríkis- flarskipta í Bandaríkjunum (FCC) fer ekki að haska sér í að koma upp banndarískum HDTV-staðli, þá kunna Japanir senn að byija að selja HDTV-sjónvarpstæki og HD-myndbandstæki að auki í Bandarflq'un- um. Þess konar sjónvarpstæki gætu farið að koma fyrir alvöra á markaðinn þegar árið 1991 og myndu þá væntanlega kosta þetta frá 3.500 dollumm þar vestra (en það svarar til um 147.000 ísl. kr.). Segja má að senditækni sjónvarps sé að miklu leyti óbreytt þjá okkur allt frá árinu 1953; það eina sem bæst hefiir við á tæknisviði sjón- varps á síðustu áratugum er stereo-hfjómburður. Línurnar hafa hins vegar ekki orðið þéttari og púnktunum hefur ekki fiölgað í sjónvarpsmyndinni á skjánum. ínýja japanska sendikerfinu verður línufjöldinn meira en tvöfaldur. Skjárinn á móttökutækjunum heimafyrir verður líka um það bil helmingi breiðari og hærri en tíðkast hefiir hingað til. Þá er og líklegt, að kapalsjónvarpsstöðvar á Vesturlöndum, sem ekki eiga við að stríða jafn margvíslega tæknilega annmarka og hefðbundnu sjónvarpsstöðvamar, fari brátt að bjóða sínum áhorfendum upp á HDTV- sjónvarpssendingar á rásum, sem sjónvarps- notendur yrðu þá að greiða sérstakt afnota- gjald fyrir. Nýju HDTV-sjónvarpstækin munu auk þess taka á móti hinum gömlu, hefðbundnu sjónvarpsútsendingum, þótt þær myndir munu virðast harla daufar og óskýrar, miðað við myndgæðin í nýja HÐTV-sjónvarpsmiðlinum. Upphafið í Seoul í Sumar Japanir hafa unnið ósleitilega að öllum undirbúningi HDTV-kerfisins nýja, en þar í landi hefur þessi sjónvarpstækni hlotið heitið Hi-Vision. Upphafíð að allri dýrðinni verður núna í sumar, þegar japanskir sjón- varpsáhorfendur fá tækifæri til að fyigjast með framvindu Ólympíuleikanna í Seoul í HDTV-tækjum, sem framleiðendur hafa lát- ið setja upp í ýmsum_ stórverzlunum í stærstu borgum Japans. Árið 1990 mun svo sérstakur nýr gervihnöttur Japana byija að bjóða þarlendum upp á reglubundna Hi- Vision-þjónustu og þurfa japanskir sjón- varpsnotendur ekki nema pínulítil loftnet á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.