Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1988, Qupperneq 15
þökum húsa sinna til þess að ná þessum nýstárlegu sjónvarpssendingum á nýju HDTV-tækin eða Hi-Vision-tækin sín. En fyrstu tækin verða að öllum líkindum afar dýr — um það bil 170.000 ísl. krónur — en austur í Japan hafa pósthús í Tókýó þegar hrundið í framkvæmd nýrri söfnunaráætlun fyrir almenning, svo að menn geti eignast sín Hi-Vision-sjónvarpstæki, þegar þar að kemur. Fram til ársins 2000 gera japanskir sjónvarpsframleiðendur sér vonir um að geta selt HDTV-tæki (eða Hi-Vision-tæki) á innlendum markaði fyrir upphæð, sem áætluð er um eitt hundrað milljarðar Banda- ríkjadala. Regluleg Gullnáma? Japanir eru þegar famir að þreifa fyrir sér um álíka mikilfenglega sölu á nýju HDTV-tækjunum erlendis. Bandarískir sjónvarpsframleiðendur óttast mjög, að Jap- anir kveði þá algjörlega í kútinn með gífur- legri sölu á HDTV-tækjum á amerískum markaði næstu árin. Þeir hafa mikið for- skot. William Schreiber, framkvæmdastjóri þróunaráætlunar fyrir sjónvarpstækni við MIT-tækniháskólann í Boston, hefur orðað áhyggjur sínar þannig: „Það sem skiptir okkur (Bandaríkjamenn) mestu máli, þegar HDTV-sjónvarpstæki er valið, ættu ekki að vera myndgæðin, sem tækið skilar kaupand- anum, heldur hver sé framleiðandi tækisins sem maður kaupir. Ef við Bandaríkjamenn verðum að flytja inn sjónvarpstæki fyrir um eitt hundrað milljarða dollara, þá held ég að við værum betur settir án HDTV-sjón- varpstækni." En jafovel þótt komið yrði á föstum bandarískum staðli fyrir HDTV-sjónvarps- tæki, þá myndi það ekki sjálfkrafa tákna örugga framleiðsluaukningu fyrir banda- rískan sjónvarpsiðnað. Japanir ætla sér ör- ugglega að keppa við erlenda framleiðendur á öllum sviðum þessarar nýju sjónvarps- framleiðslu. Hajime Yamada hjá japanska stórfyrirtækinu Toshiba segir t.d. að „evr- ópskir og bandarískir framleiðendur geti alls ekki framleitt alla nauðsynlega hluti" i þessi nýstárlegu sjónvarpstæki. Þannig gæti framleiðsla aðeins nokkurra bráðnauð- synlegra smáhluta orðið Japönum til dæmis regiuleg gullnáma. Það eru tvisvar sinnum fleiri minniskubbar í hveiju HDTV-móttöku- tæki heldur en eru í venjulegum nýtízku einstaklingstölvum. Ef Bandaríkjamenn kæmu sér upp sínum eigin sérstaka staðli fyrir HDTV-sjónvarp- skerfi, þá gæti slíkur staðall líka skapað mikla möguleika fyrir bandaríska uppfínn- ingamenn og iðnframleiðendur. Þannig hef- ur bandaríski tæknifræðingurinn William Glenn, sem starfar við Tæknistofnunina í New York, komið fram með tillögur um ánnars konar HDTV-kerfi og auk þess hef- ur hann stungið upp á nýrri aðferð til að framleiða ódýr sjónvarpstæki með afar stór- um slq'á. Færist Yfir á Fleiri Svið í þessu sambandi er ekki einungis um framtíð sjónvarpstækni að ræða, því að HDTV-kerfíð mun að öllum líkindum ekki aðeins ryðja sér til rúms á heimilum manna, heldur líka í iðnaði, læknisfræði og í kvik- myndagerð yfirleitt. Hollywood er byijuð að þreifa sig áfram á þessu nýja mynd- tæknisviði. Leiknar kvikmyndir hafa þegar verið teknar þar vestra með hinni nýju HDTV-tækni, en þessum myndum var síðan breytt í venjulegar, hefðbundnar kvikmynd- ir til sýninga í bíóhúsum. Og bandarískir kvikmyndaframleiðendur hafa þegar stigið það skref, sem mönnum stendur yfirleitt stuggur af á Vesturlöndum: í þessari Holly- wood-framleiðslu var einmitt notast við jap- anskan staðal. Eins og nú horfir eru mikil líkindi til að lyktir verði þær, að alls verði þrenns konar staðlar í notkun fyrir HDTV-sjónvarpstækni í heiminum: Einn fyrir Japan og Asiulönd, annar fyrir Evrópulönd og sá þriðji fyrir Ameríku. í stað þess að fallast á einn alls- heijar staðal fyrir allan heiminn þannig að unnt yrði að skiptast á fréttasendingum og skemmtiefni heimshomanna á milli og láta HDTV-tækni verða reglulegan tengilið þjóða heims, þá er allt útlit fyrir að einmitt þessi nýja fjölmiðlatækni verði til þess að skipta heiminum í þijú mismunandi sjón- varpssvæði með ólíkum sendikerfum. í stað þess að sameina hina ýmsu heimshluta und- ir einu HDTV-staðli og gera þjóðum heims þannig kleift að skiptast fyrirhafnarlítið á fréttasendingum, fræðslu- og skemmtiefni, eru öll líkindi á, að hin nýja tækni verði til þess að sundra heimshlutum f þessum efn- um, og það verður að teljast bagalegt fyrir alla aðila. M. ROGERS OG JENNIFER SCHENKER 4T u R S ■ ■ 0 G U I w S L E N S K R A R s K A K I L 1 S T A R Skák í lok miðalda EftirJÓN TORFASON Um 1400 tóku íslending- ar að yrkja rímur og varð það vinsælasta kveðskaparform þeirra næstu fjórar aldimar. Einar elstu rímumar em Sörlarímur, líklega frá sfðari hluta 14. ald- ar. Þar era í mansöng fyrstu rímu taldar upp skemmtanir manna: Sögur og tafl og sund, dans og kvæði. í næstu vísu segir svo: Allt er það svo listilegt er leikið er með prýði, sögur og tafl með söngva dikt, svæfa stengir lýði [menn]. í Skíðarímu, sem líklega er ort á fyrri hluta 15. aldar, er talað um „skákmanns efiii" og átti að vera tönn úr orminum Fáfni. Kemur það vel heim við það að tafl- menn á miðöldum vora oft skomir út úr beini eða rostungstönnum. Þessi kveðskapur styður það að skáktafl hafi verið atgengt því tafl er talið með öðr- um leikjum og talað um það eins og sjálf- sagðan hlut. Þó kann stundum að vera átt við önnur töfl en skáktafl en úr því verður ekki skorið. í fombréfasafninu fslenska er gríðarlegt safn margs konar skjala, bréfa og gjöminga frá því tímabili er hér um ræðir. Þar er nokkram sinnum minnst á skáktafl, einkum í sambandi við erfðir, í máldögum kirkna eða þegar búsmunir era skráðir af öðrum ástaeðum. Til dæmis era skák og kotra til á Eyri í Seyðisfirði vestra 1470, Miklabæ í Skagafirði 1476, á Staðarfelli í Dölum 1493, Laufási í Eyjafírði 1525 og Hlíðarenda í Fljótshlíð 1521. Munkamir á Munkaþverá áttu „skák“ um 1493 en í Skálholti er til „tannskák með borði“ og „beinskák" þegar eignir staðarins era skrifaðar upp eftir lát Gissurar biskups Einarssonar 1548. Þeir taflmenn hafa verið telgdir úr rostungstönn. Þingeyraklaustri er gefin „tannskák" með öðram lausamunum árið 1527, Vallaness- kirkja á „skák með tfu peðjum" árið 1541 og Heydalakirkja „skák með peðjum" 1562. Árið 1503 á kirkjan í Vatnsfírði „skák" en árið 1565 era peðin týnd því þá á kirkjan „skák án peðja". Loks skal gripið niður í erfðaskrá Teits Þorleifssonar ríka frá árinu 1531 en hann var einn auðugasti maður landsins á sinni tíð. Sumum er gefið mikið en öðram minna eins og gengur en biskupnum [Ögmundi Pálssyni í Skálholti] gefur Teitur nokkra smámuni: „Mínum herra biskupinum gef eg og skipa, ef hans náð vill Iftillæti til hafa að þiggja, þijú staup með silfur, sylgju og linda, skeið og spensl [spennur] átta, skák ' með tönn, korðahníf minn.“ Þegar dæmin úr fombréfasafninu era dregin saman sést að þau era víðs vegar að af landinu, úr öllum fjórðungum og líklegt að oft sé átt við fremur dýrmæta gripi. Er ekki annað hægt að segja en þetta beri vitni um töluverðan skákáhuga og ástundun. Búalög nefnast einu nafni safn verðlags skráa frá miðöldum og er þar tilgreint verð- lag á margs konar búshlutum og þjónustu. Þar er m.a,- kveðið á um að kostaði 12 áln- ir að kenna skák og kotra en það gæti ver- ið eitthvað í kringum 10.000 krónur núna. Hafa verður þó í huga að samanburður verðlags á miðöldum og voram dögum er mörgum vamöglum háður. Samt má ráða af þessu að «tundum hafi verið tekið gjald fyrir að kenna skák og ef til vill aðrar íþrótt- ir. Er það hvað sem öðra líður vitnisburður um að mönnum hafi þótt nokkuð til þess koma að vera færir í töflum og styður aðr- ar heimildir um skákáhuga íslendinga um þessar mundir. Nefna má fleiri dæmi kveðskaparkyns þar sem skák er höfð í huga. Jón biskup Arason á Hólum átti einhveiju sinni fátt Að tafli. Málverk eftir Francesco di Giorgio frá árinu 1485. mjaðar og góðra diykkja til að gæða gestum sínum á og kvað þá vísu þessa: Til hef ég tafl með spilum tölur, sem leggi og völur, skák með skðfnum hrókum skjótt og kotm homótta, höipu heldur snara hreysta með gimis neistum, fón með fögnim sóni fengið til lykla og strengi. í síðari vísuhelmingnum er lýst hljóð- færum en f þeim fyrri töflum biskups og spilum. Vísan á að vera ort um 1530 og hefur sannarlega verið nóg af leiktækjum að stytta sér stundir við á Hólastað um þær mundir. f greinargerð um eignir Hólastóls árið 1525, svonefndu Sigurðarregistri, er skák talin með öðram búsgögnum og kann þar að vera sama skáktaflið og Jón biskup hélt að gestum sínum þegar hann orti vísuna. Til er vikivakakvæði sem kallast „Glymur dans í höll“ og er skrifað upp um aldamót- in 1700 en mun töluvert eldra. Þar er iýst margs konar skemmtan og dægradvöl og þar era m.a. þessi erindi: Að skák og kotru er skemmtan mönnum og skýrum líka bauga nönnum [konum], leika og spila lystir hrönnum löng að stytta dægurin. Glaðir riða Norðmenn. Þegnum bæði og þýðum svönnum [konum] þessi geðjast hegðun kring. Glaðir riða Noiðmenn á örvaþing. Tefla, spila, tala við sprundin [konumar], til má bera að kætist lundin, þá mun löng ei þykja stundin, þankaglaður er hugurinn. Glaðir ríða Norðmenn. Þegnum bæði og þýðum svönnum þessi geðjast hegðun kring. Glaðir ríða Norðmenn á örvaþing. Það er eftirtektarvert að töfl og spil lenda hér í flokki með því að tala við konur og kann það vel að vera álfka gaman, eða þá varasamt ef mark skal taka á Heimsádeilu- kvæði séra Sigfúss Guðmundssonar á Þór- oddsstað í Kinn (dáinn 1597): Drekka fast og dansa með, dreisa á góðum klæðum, fá sér eina frillu á beð með frámum afmorskvæðum, tala og tefla greitt Ef til vill má rekja þessi tengsl kvenna og skáktafls í kveðskap til riddarasagnanna frá miðöldum og sýnir þá að gamlar venjur geta haldist lengi f minni manna. Á eynni Lewis, sem er nyrst Suðureyja, fundust árið 1831 margir taflmenn í sand- brekku rétt ofan fiöraborðs. Óljóst er íívem- ig fundinn bar að en sagt er að þeir hafi verið grafnir í dálítilli steingröf sem gerð hafði verið f sandinn. í allt vora þama 78 skákmenn, átta kóngar, átta drottningar, 16 biskupar, 15 riddarar, 12 hrókar og 19 peð. Taflmennimir era skomir úr rostungs- tönn. Kóngamir og drottningamar sitja og hafa kóngamir sverð á knjám sér en kórónu á höfði. Drottningamar hafa líka kórónu. Sumir biskupamir sitja en aðrir standa en allir halda þeir á bagli og sumir á bók. Ridd- ararnir sitja á hesti, halda spjóti f hægri hendi og hafa skjöld á vinstri hlið en hrók- amir era fótgönguliðar með sverð, hjálm og skjöld. Peðin era af ýmsum gerðum. Þessir skákmenn eru sýnilega hluti af stóra safni. Gera má ráð fyrir a.m.k. átta settum. Því hefur verið haldið fram að þeir séu smíðaðir á Islandi á 12. öld, m.a. vegna þess að hrókamir era sýndir á fæti en það tíðkaðist ekki annars staðar f Evrópu á þeim tíma. Ef mennimir era íslenskir hafa þeir beinlínis verið smíðaðir til útflutnings. Ekki er þó víst þeir séu þetta gamlir og ýmislegt þykir emnig benda til þess að þeir séu ættaðir frá írlandi. Forvitnileg sögn tengist þessum skák- mönnum. Skipreika sjómaður á að hafa komist í land á eynni og hafa haft mennina með sér í poka. Fjárhirðir nokkur myrti sjó- manninn og faldi skákmennina í sandinum en honum gafst aldrei tóm til að sælqa þá. Það fylgir sögunni að fjárhirðirinn varð ógæfumaður upp frá þessu. Samkvæmt þessari sögn getur skiptapinn hins vegar ekki hafa orðið fyrr en á 17. öld og má vera að það yrði til að auka líkumar á íslenskum upprana mannanna því í öðram heimildum, íslenskum, er getið um að tafl- menn hafi verið fluttir út. Sagnir um að unnið hafi verið á strandmönnum fyrir ágimdar sakir era til nánast um allan heim en oftast hefur þó verið um meiri verðmæti að tefla en að þessu sinni á ströndum Lewis- eyjar. Höfundur starfar í Þjóðskjalasafninu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. OKTÓBER 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.