Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Qupperneq 3
lEglKTg
HsmiisisisiiLiaiHsimiiii
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð-
arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aöalstræti 6. Sfmi 691100.
Forsíðan
Myndin er af málverki Kristínar Jónsdóttur listmál-
ara, Blóm í könnu, olíumynd frá 1950-52 og er
eigandi hennar Sverrir Kristinsson. Þessi mjrnd
verður ásamt fleiri kyrralífs- og blómamjmdum
eftir Kristínu á sýningu í Listasafni íslands, sem
opnuð verður í dag. Þar kemur vel í ljós hvílíkur
afbragðs málari Kristín var. Fleiri myndir frá þess-
ari sýningu eru inni í blaðinu og þar skrifar Hrafn-
hildur Schram listfræðingur um þessa sérstöku
grein innan myndlistar, blómamyndir og uppstill-
ingar, sem voru merkur þáttur í iist Kristínar.
IMiðjatalið
á ævintýraveiðpum í sól og sjó, er heiti á grein
eftir Elísabetu Jökulsdóttur, sem fór ein með syni
sína þijá og hafði sumarsetu á eyju við Grikklands-
strendur „þar sem ekkert gerist" eins og hún seg-
ir. Samt var hver dagur ævintýri, ekki sízt fyrir
ungu mennina.
Moskva
er borg hins þögla mannfjölda, segir Bjöm Jónsson
skólastjóri í grein, sem hann hefur skrifað eftir
að hafa farið austur þangað og séð með eigin
augum. Rússar þykja lífsglaðir menn, en á götum
úti sést ekki brosandi maður, segir í þessari grein.
HERMANN PÁLSSON
Eftirleit
Um gráan mel og giljadrag var leitað
að gimbli þeim sem tekur heimsins mein,
er grunur manns um feigð í auka færðist
við fölnuð grös og skinin hrossabein.
Ó grimmu sköp að heimta þann á hausti
sem heiman gekk um vor í frelsis leití
En gimbli varð þó undankomu auðið,
og aldrei þaðan fannst hann niðri í sveit.
Þeir segja að heimsins lamb um heiðar sveimi,
þó hefur enginn séð það langa tíð.
En stundum heyrast kveðin úr dimmu
Grjótárgili
gimbilstefin fomu svo angurvær og þýð.
Mig rámar enn í gimbilinn minn gráa
á grýttum mel við efstu vatnaskil,
þótt síðan hafí fallið fíeiri snjóar
á föla jörð en minni rekur til.
Höfundur er prófessor f Edinborg.
FJÖLMIÐLA-
(V)ÖLD
yrir um það bil tfu árum
sagði Eysteinn Jónsson við
■ 1 mig í blaðaviðtali, að fjöl-
miðlar réðu nú orðið veðri
og vindum í íslenskri
■ pólitík. Reyndar hófst sam-
tal okkar á þá lund að ég
spurði hvort hann væri fá-
anlegur í opnuviðtal í helgarblaði Vísis og
hann ansaði, lítið upprifínn „Vfsi! Ja, verður
maður ekki að tala við alla nú til dags!“
Þá var hér aðeins ríkisútvarp- og sjón-
varp auk dagblaðanna, svo að hafí skoðun
þessa reynda stjómmálamanns átt við rök
að styðjast á þeim tíma, er enn frekar
ástæða til að ætla að svo sé í dag.
Þó að við lifum á öld upplýsingamiðlunar
er ef til vill ástæða til að staldra við ef við
teljum að fjölmiðlamenn ráði umræðunni
meira en góðu hófí gegnir. Ekki til að þagga
niður í þeim heldur til að gera til þeirra
meiri kröfur. Þeir eru nefnilega meira eða
minna „stikkfrí".
Á meðan stjómmálamenn (kannski eðli
máls samkvæmt) draga æmna hver af öðr-
um og þar með smám saman eigin stétt
með dyggri aðstoð fjölmiðlamanna, sitja
þessir sömu ijölmiðlamenn í ömggu skjóli
fyrir öllum ávirðingum.
Verði einhvetjum það á að gera athuga-
semdir við skrif eða skraf fréttamanns,
getur hann búist við að fá til baka ásaknir
um atvinnuróg eða óvitaskap. Mér er til efs
að það séu aðrar stéttir viðkvæmari fyrir
gagmýni á störf sfn en fréttamenn, sem
þó útdeila einkunnum til hægri og vinstri
þegar þeim býður svo við að horfa. Þá er
þá gjaman sagt eitthvað á þessa leið: „Ta-
lið er“, „heimildir okkar herma", „í röðum
X fólks er talað um“ eða þá að spurt er
með ósk um ákveðið svar „er ekki rétt
að ...?“ o.s.frv.
Það er viðburður ef fréttamenn gagnrýna
störf annarra fréttamanna. Á vissan hátt
má segja að í stéttinni ríki samtrygginga-
kerfi líkt og í læknastéttinni. Menn gera
sér ljóst að ásakanir um óvandaðan frétta-
flutning eða átakanlegan þekkingarskort
fréttamanna geta endurvarpast yfír á stétt-
ina í heild og grafíð undan trú almennings
á henni. Opinber gagniýni er því f lágmarki
og hugsanleg sakarefni rædd í lokuðum
hópi manna úr faginu (rétt eins og í lækna-
ráði) og ályktað um sýkn eða sekt eftir
atvikum.
Síðan ekki söguna meir.
Þetta er auðvitað skynsamlegt og eigin-
lega til eftirbreytni. Enda ríkir samheldni
meðal fjölmiðlafólks og það á sameiginlegt
með ýmsum öðrum stéttum að það hefur
sýnu meiri áhuga á áliti starfsbræðra sinna
en annars fólks. Þetta dylst engum sem
heyrir í útvarpi eða horfir á í sjónvarpi tvo
fjölmiðlamenn tala saman um landsins gagn
og nauðsynjar.
Raunar er þessi aðdáun á eigin stétt dá-
lítið skemmtilegt fyrirbrigði. Þannig vilja
hagfræðingar til dæmis helst vinna sig í
álit hjá öðrum hagfræðingum, lögfræðingar
hjá öðrum lögfræðingum, læknar hjá lækn-
um og svo framvegis. Enda hangir þetta
allt saman. Sá hagfræðingur sem talar eins
og hagfræðingar einir skilji hvað raun-
verulega er að gerast í þjóðfélaginu og því
marktækast að ræða við þá, er auðvitað
um leið að lyfta undir og magna upp eigin
verðleika. Þess utan þykir flestum augljós-
lega gaman að tala við þá sem hafa sömu
reynslu og þeir sjálfír, hafa verið á sömu
slóðum, lesið sömu bækur og komist að
svipaðri niðurstöðu. Þetta gefur fólki nota-
lega öryggis- og samstöðutilfinningu. Það
er misskilningur ef einhver heldur að
Kvennalistinn hafí fundið upp afl hins sam-
eiginlega reynsluheims. Þeim hefur hinsveg-
ar tekist öðrum betur að virkja þetta afl.
Fjölmiðlafólk vinnur störf sín fyrir opnum
ijöldum og er skoðanamyndandi. Þess vegna
hlýtur þetta viðhorf til eigin starfs og stétt-
ar að hafa nokkur áhrif í þá átt að efla veg
hennar og völd, til viðbótar við þau áhrif
sem fjölmiðlar hvar sem er í heiminum aug-
ljóslega hafa.
Fijáls fjölmiðlun er aðal ftjálsra sam-
félaga. En ábyrgðin sem fylgir frelsinu má
ekki gleymast. Við, — fólkið í landinu
verðum að sjá til þess. Við megum ekki
beygja okkur undir eitthvert fjölmiðlavald.
Eitt af því sem ég undraðist mest þegar
ég starfaði við blaðamennsku, var hvað all-
ir sem haft var samband við tóku vel í að
tjá sig. Það kom aldrei fyrir að einhver
neitaði að tala við blaðið, hvort sem um var
að ræða persónuleg viðtöl eða fréttaviðtöl.
Það er ef til vill ekki undrunarefni þótt for-
menn hagsmunasamtaka, stjórnmálamenn
og aðrir þeir sem vinna hjá almenningi séu
tilbúnir að ræða við blaðamenn, en fólk sem
skyndilega verður fréttaefni vegna óvæntra
atburða, tekur því með einstöku jafnaðar-
geði að tjá sig. Slíkir einstaklingar athuga
yfírleitt ekki að biðja um að fá að heyra
hvað haft er eftir þeim áður en það er birt
og eiga því alfarið undir blaðamanninum
hvemig mynd lesandinn fær af þeim.
Kannski eina skiptið á ævinni sem eitthvað
er haft eftir þeim á prenti.
Ég hef síðar orðið þess vör að sumu fólki
fínnst það skyldugt til að tala við flölmiðla-
fóik, rétt eins og lögregluna. Ekki fer á
milli mála að ýmsir fjölmiðlamenn eru á
sömu skoðun og það ekki að ástæðulausu.
Það hlýtur fleirum en mér að þykja sérkenni-
legt að sjá í sjónvarpinu sínu viðtal við ráð-
herra sem er að koma út af ríkisstjómar-
fundi og glitta í aðra sem bíða eftir að röð-
in komi að þeim.
Það er ekki nema von að unga fólkið sem
streymir inn á fjölmiðlana fínni til sín í svona
andrúmslofti og fípist stundum í hlutverki
sínu. Ég held að það sé ekki ósanngjöm
skilgreining á starfi fréttamannns, að ef
hægt er að heyra eða lesa milli lína hvaða
skoðun hann hefur á fréttinni sem hann
ftytur, er hann ekki starfí sfnu vaxinn. Ég
er ekkert viss um að allt flölmiðlafólk í dag
sé sammála þessu. Að minnsta kosti ber
ekki á öðra en því þyki stundum rétt að
lýsa velþóknun eða vanþóknun á gangi
mála, ýmist með beinum orðum eða fram-
setningu og áherslum.
Það er margt líkt með stjómmálum og
fjölmiðlun. Hvort tveggja er þjónusta við
almenning sem gefur metnaðargjömu og
dugmiklu fólki tækifæri til að njóta sín.
Hinsvegar er hvoragt vettvangur þeirra sem
sækjast eftir að komast í veralegar álnir.
Ungt fólk sem vill komast til valda og
áhrifa í dag, hlýtur að flykkjast í fjölmiðl-
un, fremur en pólitík. Það þarf ekki að fara
í prófkjör, ekki að leggja störf sín undir dóm
almennings á flögurra ára fresti, ekki að
sitja fyrir svörum hvenær sem er um hvað
sem er, ekki að vera í vöm út af laununum
sínum og ekki að taka ábyrgð, — en það
ræður veðri og vindum í stjómmálum!
Þetta getur ekki verið erfitt val.
JÓNÍNA MlCHAELSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. OKTÓBER 1988 3